Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. Fréttir Island viðurkenmr Eystrasaltslöndin: Menn nánast táruðust „Ég lýsti því yfir á þingmanna- fundi að íslenska ríkisstjórnin hefði viðurkennt sjálfstæði Eistlands og Lettlands og boðist til að taka upp formlegt stjórnmálasamband við Evstrasaltsríkin þrjú. Áður en ég byrjaði ræðuna gerði ég mér enga grein fyrir því hvernig viðbrögðin yrðu en ég var með hjart- slátt lengi á eftir. Menn urðu svo djúpt snortnir að þeir nánast táruð- ust eftir þessa yfirlýsingu," sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir alþing- ismaður en hún yfirgefur Litháen í dag eftir að hafa setiö þingmanna- ráðstefnu í Eystrasaltslöndunum ásamt Jóhannesi Geir Sigurgeirs- syni. „Menn áttu vart orð yfir hugrekki - segir Lára Margrét Ragnarsdóttir íslendinga að ríða á vaðið með þessar yfirlýsingar og margir hafa komið til mín á eftir og sagt að þetta hljóti að brjóta ísinn fyrir önnur lönd að við- urkenna sjálfstæöi Eystrasaltsríkj- anna," sagði Lára Margrét. Lára sagðist halda að lokaályktun þingmannaráðstefnunnar yröi eitt- hvað á þá leið að hvetja og styðja við bakið á Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta, að viðurkenna Eystrasaltslönd- in ásamt því að styðja alla viðleitni í þá veru. „Það er mikið höfðaö til Evrópu og Evrópulandanna og menn eru sam- mála um að þar muni ekkert gerast nema bæði Vestur-Evrópa og for- svarsmenn stjórna í Vestur-Evrópu ásamt Rússlandi styðji sjálfstæði Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður: Áður en ég byrjaði ræðuna gerði ég mér enga grein fyrir því hvernig viðbrögðin yrðu en ég var með hjartslátt lengi á eftir. Menn urðu svo djúpt snortnir að þeir nánast táruð- ust eftir yfirlýsingu islenskra stjórnvalda um að taka upp stjórnmálasam- band við Eystrasaltsríkin þrjú. landanna," sagði Lára Margrét. Hvaö ástandið í Vilníus, höfuðborg Litháen, snertir sagði Lára Margrét að allt væ'ri þar að færast í eðlilegt horf. „Það er frekar rólegt í bænum, flestar byggingar hafa verið ruddar af hermönnum og búið að taka niður byltingarfánann af húsi kommún- istaflokksins. Menn eru ákaflega ánægðir með það hvernig fór en þó ríkir hógværð í allri ánægjunni því menn vita að enn er langt í land. Ég er afskaplega ánægð og stolt fyrir hönd okkar allra að hafa fengið tækifæri til þess að fá að vera með í þessu, bæði stolt og þakklát," sagði Lára Margrét að lokum. -ingo Hann tók heldur betur rassíu í hreingerningarmálum, einn ibúinn við Sóleyj- argötuna fyrir nokkru. Þegar Ijósmyndara DV bar að garði leit út fyrir að búið væri að tæma kjallarann, bilskúrinn, geymsluna og háaloftið, allt á einu bretti. DV-mynd Hanna Steingrímur Njálsson tekinn grunaður um ölvunarakstur á Siglufirði: Tekinn í 43. skiptið en er með 10 ára skírteini - býr 1 tjaldi og íbúar í Fljótunum með sérstaka gæslu á bömum sínum Nokkur ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa á Siglufirði og í Fljótun- um á síðustu dögum þar sem kyn- ferðisafbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson hefur veriö þar á ferð. Allir íbúar, fólk og börn, á bæjum í Fljót- unum hafa verið varaðir við mannin- um. Börnum var haldið frá því að að fara í berjamó í gær eða vera þar sem þau eru ekki nálægt fullorðnum. Síðast fréttist af Steingrími í tjaldi við Stífluhóla í gær og var fylgst með ferðum hans. Maðurinn var tekinn grunaður fyr- ir að hafa verið ölvaður undir stýri á Siglufirði aðfaranótt fimmtudags- ins. Var það í 43. skiptið sem lögregla gerir slíkt við þennan mann. „Það greip um sig ákveðinn ótti við að hafa þennan mann hér í bænum. Hann var tekinn hér. grunaöur um ölvun viö akstur um nóttina en hon- um var síðan leyft að fara á bílnum daginn eftir. Ég geri svo ráð fyrir að niðurstaðan úr blóðprufunni og mál- ið verði send suður til meðferðar," sagöi Erlingur Óskarsson, bæjarfóg- eti á Siglufirði, í samtali við DV í gær. 8-15 ára börn í Fljótunum fóru á íþróttaæfmgu á fimmtudagskvöld: „Bömin voru dálítið miður sín og töluðu mikið um þetta. Eg veit hins vegar ekki til þess að maðurinn hafi reynt að fá börn upp í bílinn til sín,“ sagði kona sem sá um æfinguna. Hún sagði að lögrcglan heföi hringt í íbúa og varað við manninum. Ríkissaksóknari krefst öryggisgæslu Áður en Steingrímur Njálsson var tekinn ölvaður undir stýri í vikunni hafði hann verið tekinn 42 sinnum fyrir slíkt athæfi áður - síðast við Veiðivötn í júlí en þá fékk kona taugaáfall á tjaldstæöinu þegar hann ógnaöi henni og vinkonu hennar með því að aka næstum þyí á tjald þeirra. Við svo búið ók Steingrímur á bifreið sinni á jeppa og skemmdi hann. Þrátt fyrir að hafa ekið svo oft und- ir stýri hefur Steingrímur 10 ára öku- skírteini undir höndum sem heimil- ar honum að aka margs konar farar- tækjum. Hvorki atvikið við Veiði- vötn né á Siglufirði aðfaranótt fimmtudagsins urðu til þess að skír- teinið yrði tekið af honum. Rikissaksóknari er með mál í gangi í Sakadómi Reykjavíkur á hendur Steingrími þar sem þess er krafist að hann verði dæmdur í öryggis- gæslu vegna vanaafbrota gagnvart ungum drengjum. Brot hans hafa oftast haldist í hendur við áfengis- sýki mannsins. Steingrímur sam- þykkti í sumar að sæta geðrannsókn til þess að málarekstur ríkissaksókn- ara gæti haldiö áfram. 2 dögum síðar fór hann til Danmerkur en kom til íslands um tveimur vikum síðar. Eftir því sem DV kemst næst hefur geðrannsóknin ekki farið fram enn- þá. Yfirvöld settu engin tímatakmörk í því sambandi. Máhð þar sem ríkis- saksóknari krefst öryggisgæslu yfir manninum situr því fast. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknara sagði við DV í gær að honum væri ekki kunnugt um að Steingrím- ur hefði verið tekinn ölvaður undir stýri í tvö skipti í sumar. „Ég geri bara ráð fyrir að þau mál fari sína leið hjá viðkomandi lögregluembætt- um,“ sagði Hallvarður. Hann sagðist ekki vita hvort þessi atvik myndu skipta máli við niðurstöðu mála- reksturs hans gagnvart afbrota- manninum fyrir sakadómi vegna kröfunnar um öryggisgæslu. -ÓTT Húsbygging á Djúpavogi: Byggingaf ulltrúinn not- færði sér aðstöðu sína - segir einn 1 bygginganefnd - ekki rétt, segir byggingafulltrúi „Húsið er tilbúið og búið að selja það en teikningar að því voru fyrst bornar undir bygginganefnd fyrir rúmri viku og sótt um byggingar- leyfi,“ sagði Dagbjartur Harðarson sem situr í bygginganefnd Djúpa- v4gs. „Þar sem teikningarnar voru mjög ófullkomnar var þeim visað frá á fundi nefndarinnar en byggingarað- ilinn, sem einnig er byggingafulltrú- inn á staðnum, gerði sér þá lítið fyr- ir og skrifaöi undir leyfið sjálfur," sagði Dagbjartur. „Það gengur náttúrlega ekki að byggingafulltrúinn, í skjóli embættis síns, þverbrjóti byggingareglugerðir á þennan hátt, sér og sínu fyrirtæki til framdráttar," sagði Dagbjartur. Húsið, sem hér um ræðir, er að Borgarlandi 32 og var upphaflega teiknað sem einbýlishús. I byijun þessa árs sótti byggingaraðilinn, Tré- smiðja Djúpavogs, hins vegar um að fá að breyta því í tvíbýlishús og eru nú báðar íbúðir hússins tilbúnar og hafa verið seldar. Byggingafulltrúinn, Tumi Hafþór Helgason, sem einnig er fram- kvæmdastjóri trésmiðjunnar, þver- neitar að hafa skrifað undir teikning- arnar sjálfur. „Þetta er kjaftæöi. Eg hef ekki skrifað undir neinar teikningar. Þær teikningar, sem ég lagði fyrir bygg- inganefnd í síðustu viku, voru bara uppkast og ég fékk frest þar til í byrj- un september til þess aö koma með fullbúnar teikningar. Það er því ekki búið að skrifa undir hinar endanlegu teikningar." Tumi sagði að sveitarstjórinn á staðnum, Ólafur Ragnarsson, hefði skrifað upp á byggingarleyfi í febrú- ar, áður en Tumi kom sjálfur til starfa, og því hefði verið hafist handa við að byggja húsið. Einnig hefði hann fengið munnlegt samþykkti nokkurra bygginganefnd- armanna fyrir því að hefja fram- kvæmdir eftir bráðabirgðateikningu. „Það var því meira sem formsatriði að ég legg teikningarnar nú fyrir bygginganefnd, þaö er löngu búið að samþykkja þetta," sagði Tumi. Kári Jónsson, einn þeirra sem sitja í nefndinni, sagðist hafa skilið það svo á sinum tíma að Tumi hefði ver- ið aö biöja um samþykki fyrir því að breyta húsinu í -tvíbýlishús. Hann hefði aldrei séö eða samþykkt neinar endanlegar teikningar. „Einn þeirra sem keyptu íbúð af Tuma sótti um lán hjá Húsnæðis- stofnun. Til þess að fá lánið þarf hann að skila inn uppáskrifuðum teikningum. Þegar ég hringdi í Hús- næðisstofnun og spurði var mér sagt að það hefði verið Tumi sem skrifaði undir teikningarnar," sagði Dag- bjartur. Þegar DV hringdi í Húsnæöisstofn- un höfðu teikningarnar verið sendar aftur til Djúpavogs þar sem þær voru mjög ófullkomnar og ekki hægt að veita lán út á þær. Starfsmaðurinn mundi ekki hver haföi kvittað fyrir þeim. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.