Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 24; ÁGÚST 1991. 1» Til eru nokkur dæmi þess aö einn maður hafi breytt sögunni. Slíkir menn standa þó aldrei einir en standa upp úr vegna þess aö þeir þekkja þau augnablik þegar úrslit ráöast. Eftir á sér hver maður aö nákvæmlega á þessum staö er rétt aö setja punkt í söguna og hefja nýja kafla. Líklega rann ein slík stund upp þegar Borís Jeltsín Rússlandsforseti klöngraöist upp á skriðdreka fyrir framan hús rússneska þingsins á bökkum Moskvuár og hvatti landa sína til að rísa upp gegn ofureflinu. f fyrsta sinn í sögunni sagði Rússi Sovéthemum stríö á hendur og hafði betur. Sovétríkin verða ekki þau sömu á eftir þótt enn viti enginn hvemig það ríki verður sem við tekur, ef ríkin veröa þá ekki mörg. Jeltsín varð í andstöðunni við valdaránsmennina í Sovétríkjunum einn af fremstu stjómmálaleiðtogum heims. Glöggir fréttaskýrendur sögðu að eftir að Jeltsín ákvaö að bjóða valdaráns- mönnum birginn hefði engu skipt með eftirleikinn því nafn Jeltíns væri þegar orðiö eitt af þeim stóru í sögunni. Gat samiávið valdaránsmenn Á úrslitastundinni gat hann farið öðmvísi að. Mögulegt var að leita málamiðlana og reyna að halda stöðu sinni undir jámhæl hersins og KGB. Það var ekki gert heldur fór Jeltsín upp á skriödrekann og hrópaði: „Það er hægt aö smíða sér hásæti úr byssustingjum en það er ekki hægt að sitja lengi á því.“ Fyrirfram hefði Jeltsín vart verið talinn líklegur til afreka, síst af þeim sem hafa gagnrýnt hann fyrir að vera lýðskrumari og tækifærissinni. Þeim áburði hefur hann eytt í eitt skipti fyrir öfl. Fyrir þá sem horfðu á at- burðina úr fjarlægð kann þó að vera að styrkur valdaránsmanna hafi ver- ið ofmetinn. Jeltsin, sem þekkir inn- viði kerfisins vel af langri þjónustu, vissi að hann hafði fleiri tromp á hendi en blaðsnifsi til að lesa af. Styrkur Jeltsíns sem stjórnmála- manns veður ekki minni fyrir það og árangurinn sýnir að hann kunni að meta stöðuna rétt. í sumar, þegar sögusagnir um hugsanlegt valdarán flugu um Moskvu, hafnaði Míkhaíl Tolstoj, þingmaður og fylgjandi Jeltsíns, öll- um hugmyndum um yfirvofandi valdarán. „Þeir kalla aldrei á skrið- drekana því að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera daginn eftir." Trúiega átti þingmaðurinn við að nýir valdhafar úr rööum hers og leynilögreglu yrðu ráðalausir við stjóm landsins kæmust þeir til valda. Þegar til kom reyndist Tolstoj hafa á réttu að standa í bókstaflegum skiln- ingi því að skriðdrekamir voru kall- aðir til átaka að kveldi en daginn eftir vissu hinir nýju valdhafar ekk- ert hvaö þeir áttu að gera. Oftar tvísýnt envið þinghúsið Allt frá því Jeltsín hóf afskipti af opinberum málum hefur hann sýnt að hann hefur næmt auga fyrir rétt- um augnablikum til að koma sjálfum sér áfram. Þótt hann sé nú höfuðand- stæðingur gamla valdakerfisins í Sovétríkjunum má ekki gleyma að hann fetaði sig áfram í þessu sama kerfi sjálfur og komst í fremstu röð. '' : Boris Jeltsin Rússlandsforseti í hópi stuðningsmanna sinna á svölum húss rússneska þingsins. Trúlega hefur enginn stjórnmálamaður í Sovétrikjunum notið álíka lýðhylli og Jeltsín. Simamyndir Reuter Þegar sigur var unninn flögguðu menn með rauðum fánum án hamarsins og sigðarinnar, tákni kommúnismans. Ferillinn er raunar með nokkrum ólíkindum og útlitið hefur ekki alltaf verið björgulegt fyrir Jeltsín. í upp- hafi mátti minnstu muna að hann drukknaði við eigin skím og oft hef- ur hann veriö í meiri lífshættu en í þinghúsinu í Moskvu síðustu daga. Borís Níkolaj vítsj Jeltsín er fæddur 1. febrúar árið 1931 í þorpinu Butko í Úralfiöllum. Forfeður hans höfðu búið þar mann fram af manni og Borís var elstur í nýjum ætflið Jelt- sína. Foreldrar hans voru sjálfseign- arbændur, svokallaðir kúlakkar, stétt manna sem var útrýmt snemma á valdatíma Jósefs Stalín. Þegar kom að því að skíra drenginn var þannig ástatt í málum kirkjunn- ar í héraöinu að þar mátti aðeins skíra einu sinni í mánuði og einn prestur átti að þjóna stóru land- svæði. Því var löng biðröð við skím- arfontinn í kirkjunni hvem dag sem heimilt var aö skíra. Þetta verður hraustur náungi Presturinn tók laun sín í vamingi, Þinghúsið var eins og herbækistöð meðan umsátrið stóð yfir. Fylgismenn Jeltsíns voru ákveðnir í að berjast til siðasta manns. Maðurinn sem lagði heimsveldi að fótum sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.