Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 15
Ég veit eiginlega ekkert skemmtilegra en að veiða silung á flugu. Fiðringurinn, sem fer um mann þegar höggið kemur og fis- létt flugustönginn titrar um leið og fiskurinn tekur, er ólýsanlegur. Sumum þykir meira varið í að veiða silung í straumvatni en lygnu vatni. Mér er nokk sama. Ég get vart hugsað mér meiri hvíld eftir strangan vinnudag en að skreppa upp í Elliðavatn einn með sjálfum sér í kvöldkyrrðinni og renna fyrir silung. Ég er ekki viss um að íbúar Reykjavíkur geri sér almennt grein fyrir hvaða perlu þeir eiga við tún- fótinn þar sem Elliðavatnið er. Stefán heitinn Jónsson, fyrrum al- þingismaður og sportveiðimaður, sagði eitt sinn að Elhðavatnið væri háskóh fluguveiðimanna. Svo erfitt væri að veiða fisk á flugu í vatninu að sá sem næði tökum á því væri | útlærður og veiddi í öllum öðrum vötnum. Ég er sannfærður um að þetta er rétt. Það er vissulega gaman líka að veiða í straumvatni. Það er bara allt öðruvísi. Þar leita menn uppi ákveðna hylji og reyna fyrir sér. Og þegar flskur er dreginn mót straumi eru átökin meiri og maður finnur betur fyrir fiskinum. Hvers vegna lax? | Ég hef oft verið spurður að því hvort ég stundi ekki laxveiðar. Ég hef ætíð svarað þeirri spumingu á þann veg að ég sé silungsveiðimað- ur. Það hefur ekki þótt stórmann- legt svar og oftar en ekki verið brosað að því. En þetta er samt al- veg satt. Laxveiði hefur ekki heill- að mig. Sjálfsagt hefur spilað þar inn í hversu óhemju dýr veiðileyfin eru. Ég er ekki innundir hjá bönk- unum, Landsvirkjun eða öðrum milljarðafyrirtækjum sem bjóða vildarvinum í dýrar laxveiðiár. Þess vegna hef ég haldið mig við silunginn. Hann er minn fiskur. Á dögunum fórum við veiðifélag- amir vestur í Dali að veiða silung. Okkur var sagt að það slæddist lax og lax upp þessa ágætu á en hún væri þó fyrst og fremst silungsá. Það leist okkur vel á og hugðum gott til glóðarinnar. Við byrjuðum að veiða seinnipart dags og hann var tregur. Félagar mínir settu þó ih tvo eða þrjá laxa yfir daginn ef heppnin er með. En þar sem veiði- vonin er meiri kostar dagurinn 50 og allt upp í 130 þúsund krónur yfir hásumarið. Og enda þótt mér hafi þótt gaman að draga maríulax- inh minn myndi það aldrei hvarfla að mér að greiða slíkt verð fyrir einn laxveiðidag. Ef menn beita fullri skynsemi þá er engin skemmtun þess virði að greiða þessar upphæðir fyrir að njóta hennar einn dag. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á því að menn greiða samt þetta verð fyrir lax- veiðidaginn? Svariö er í sjálfu sér einfalt. Það eru til svo ríkir menn hér á landi að þeir greiða þaö sem upp er sett fyrir það sem þá langar til að gera. En þeir sem þó sprengja verðið mest upp eru erlendir millj- ónamæringar sem koma hingað á einkaþotum til laxveiða. Það er of- ur skÚjanlegt að bændur, eigendur ánna, og þeir sem taka árnar af þeim á leigu sprengi upp verðið fyrst til er fólk sem vill greiða það sem upp er sett. Mér er það aftur á móti óskiljanlegt hvers vegna venjulegir daglaunamenn láta ceyma sig út í þetta. Að veiða upp í kostnað Áður en laxeldið kom til sögunn- ar hér á landi og verð á laxi var mjög hátt í verslunum gátu stanga- veiðimenn auðveldlega veitt lax upp í kostnað. Nú er það ekki hægt vegna þess einfaldlega að menn losna ekki við fiskinn á því verði sem þarf til að hafa upp í kostnað. Og raunar losna flestir alls ekki við hann nema að gefa hann vinum og kunningjum. Sporðataka og sjónrennsli Ég bý nærri Elliðaánum. Hér áð- ur fyrr, meðan hægt var að veiða upp í kostnað, sá maður menn húkka fisk. Þeir voru með þrí- krækju og sökku á taumnum. Síð- an köstuðu þeir þvert yfir hyl, full- an af fiski, létu krækjuna sökkva og kipptu í. Undantekningarlítið var fiskur húkkaður á krókinn. Þetta kölluðu gárungar að fiskur- inn hefði „sporðgleypt". Þegar menn höfðu fengið það marga fiska að þeir töldu sig búna að hafa upp í kostnað hófu þeir eiginlegar veið- ar. En áður var húkkaði fiskurinn falinn vel eða helst keyrður burtu. Mér er sagt að eftir að ekki er hægt að veiða upp í kostnað hafi menn hætt þessu. Aftur á móti nota margir þá húkkaðferð sem kölluð er að sjónrenna upp í fisk. Það geta þeir sem hafa góða sjón og vatnagleraugu. Það er auðvitað ekkert annað en húkk, þó með öðr- um hætti sé en að kasta þríkrækju með sökku þvert yfir hyl og kippa í. Vegna þessa alls er mér óskiljan- legt hvers vegna menn kaupa einn dag við laxveiðar fyrir 50 til 130 þúsund krónur. Sama hvað veiðist Það sem er þó verst við þessa verðlagningu er að jafnvel þótt ár séu vatnslitlar, eins og svo margar þeirra hafa verið í sumar og veiðin því í lágmarki, lækkar veiðileyfið ekkert. Ég er ansi hræddur um að ef Stöð 2 stytti dagskrá sína niður í 2 tíma á dag en áskriftargjaldið héldist óbreytt myndi heyrast hljóð úr horni. En leigusalar áa, sem lítið sem ekkert veiðist í vegna vatns- leysis eða einhverrar annarrar óáranar, komast upp með að halda dýrum veiðileyfum óbreyttum. Vegna þessa hef ég ákveðið að vera áfram silungsveiðimaður. Vissulega var gaman að draga mar- íulaxinn. Ekki síst vegna þess að ég átti ekki von á að fá lax í þess- ari á. Daginn eftir að hann veiddist vorum við komin í aðra á þar sem bara veiðist silungur og við veidd- um vel af bleikju. Oft var tekið fast í og stöngin titraði og gamli, góði fiðringurinn fór um mann. Ekki skemmdi það fyrir að hann tók flugu, hannaða af tengdasyni mín- um, sem verið var að sannreyna. Það gerðu laxinn og bleikjurnar lika daginn áður. Og þegar þeim stærstu var landað var ánægjan engu minni en þegar maríulaxinn var veiddur. Það munaöi bara því óvænta sem fylgdi því að setja í laxinn. Sigurdór Sigurdórsson f Hvers virði er ánægian? LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. í nokkrar bleikjur og þegar komið var nærri kvöldmat voru íjórar all- vænar bleikjur komnar á land. Ég hafði ekkert fengið og var orðinn svekktur. Ekki síst þar sem dóttir mín hafði veitt þrjá af þessum íjór- um fiskum og brosti hróðug. Mér þótti sem hún væri að gera grín að gamla manninum. En svo hfnaði yfir mér. ' „Kastaðu aðeins lengra, það hgg- ur þárna væn bleikja," var kallað til mín. Ég gerði það og viti menn, hann var á. Þetta reyndist tveggja punda falleg bleikja. Enn lifðu tvær stundir af veiðitíma dagsins. Ég færði mig í fallegan hyl og var nú vongóður um að fá fleiri bleikjur. Ég var þarna einn og kastaði eftir kúnstarinnar reglum. Ekkert gerð- ist nokkra stund. En þá kom högg- ið. „Þessi er væn,“ hugsaði ég. „Það verður gaman að eiga við hana.“ Ég var svo sem ósköp rólegur, enda veitt allmargar bleikjur um dag- ana. Maríulaxinn Þá gerðist það. Fiskurinn stökk upp úr, hátt upp úr vatninu. „Hver ands........þetta er lax, karl minn,“ sagði ég við sjálfan mig. Og meira að segja upphátt, aleinn í kvöldkyrrðinni. Ég verð að játa að hjartslátturinn jókst nokkuð. Þarna var í fyrsta sinn lax á færinu hjá mér. Sjálfur maríulaxinn og ég kominn á þennan aldur. Og þá blossaði upp sú hugsun að ég mætti ekki missa þennan fisk. Ég yrði að ná honum hvað sem það kostaði. í gegnum huga minn þutu sögur laxveiðimanna um hvemig þeir þreyttu laxana tímunum sam- an áður en þeir lönduðu þeim. Bar- áttan gat jafnvel staðið í marga klukkutíma. Ég þóttist þó hafa séð, þegar hann stökk, að þetta væri enginn stórlax. En samt sem áður var ég hikandi. Átti ég að fara að þreyta djöfsa og draga hann síðan örmagna að landi? En hversu vel var hann fastur á? Var ekki hætta á að missa hann? Þessar hugsanir og fleiri fóru í gegnum huga minn á örskotsstund. Og eiginlega vissi ég ekki hvað ég átti að gera. í þessu fáti mínu var laxinn allt í einu kominn upp á grynningar. Ég stökk til og skellti háfnum yfir fiskinn til þess að vera nú öruggur um að halda honum og það tókst. Það sem hafði gerst var einfald- lega það að í fátinu dró ég laxinn bara beint á land. Ég játa að þetta voru ekki veiðimannslegar aðfarir. En það bjargaði mér að laxinn var ekki stór. Bara fjögur pund. En þarna lá samt maríulaxinn minn. Og ég var heldur betur góður meö mig þegar veiðifélagar mínir komu og spurðu hvernig gengi. Ég reyndi samt að sýnast pollrólegur og svar- aði: „Þetta er nú heldur dræmt, ég náði þarna einum smálaxi." Ég þurft að taka þó nokkuð á til að halda ró minni en springa ekki úr monti. Laxveiðimaður? Eftir að þetta var nú allt um garð gengið fór ég aö velta þvi fyrir mér hvnrt ée mvndi fá laxveiðibakteríu. Laugardagspistill Sigurdór Sigurdórsson Vinir mínir ýmsir höfðu sagt mér að eftir að ég hefði fengið fyrsta laxinn fengi ég laxveiðidellu. Það skal játað að það var gaman að draga þennan lax. Ég játa það líka að ég gæti vel hugsað mér að renna aftur fyrir lax. En þá komum viö að aðalatriöi þessa máls. Verðinu á laxveiðileyfunum. Það er vissulega hægt að komast í litlar ár þar sem dagurinn kostar 15 til 30 þúsund krónur og maður getur átt von á að fá lax. Ef til vill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.