Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. LJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Gorbatsjov er einskis virði Sem eftirmenn valdaræningjanna í Sovétríkjunum hefur. Gorbatsjov Sovétforseti skipað aðstoðarmenn þeirra, sem meira eða minna eru sama sinnis og valda- ræningjarnir. Hann hefur ekki skipað neina menn, sem gengu fram fyrir skjöldu til að hindra valdaránið. Þetta segir allt, sem segja þarf um Gorbatsjov Sovét- forseta. Hann er og verður fulltrúi þeirrar yfirstéttar, sem hefur rústað efnahag og álit Sovétríkjanna. Hann er að reyna að halda í völd nómenklatúrunnar með mildari aðferðum en valdaræningjarnir töldu beztar. Það var Gorbatsjov sjálfur sem studdi til áhrifa ein- mitt þá menn, sem stóðu fyrir hinu misheppnaða valda- ráni. Það voru hans eigin skjólstæðingar, sem ætluðu að taka völdin. Valdaráninu var ekki beint gegn Gorba- tsjov, heldur lýðræðisöflum í ríkjum Sovétríkjanna. Nú mun Gorbatsjov reyna að færa klukkuna aftur á bak til þess tíma, sem var fyrir byltingu. Hann mun reyna að nýju að fmna leið til að bæta efnahag Sovétríkj- anna án þess að láta af hagstefnu, sem er í eðh sínu ófær um að bæta haginn. Hann leggst í gamla farið. Almennt er viðurkennt, að ráðamenn Austur-Evrópu muni eiga í miklum erfiðleikum með að bæta hag sinna landa, þótt þeir séu sannfærðir markaðshyggjumenn og hafi því ekki hugmyndafræðilegan myllustein um hálsinn á sama hátt og Gorbatsjov og fylgismenn hans. Hagþróun er vonlaus í Sovétríkjunum meðan Gorba- tsjov er þar við völd með gömlum flokksmönnum, her- foringjum, lögreglustjórum og leynilögreglustjórum. Þetta hafa ráðamenn á Vesturlöndum átt afar erfitt með að skilja. Þeir hafa stutt hann gegn lýðræðissinnum. Seinheppnir ráðamenn á borð við Bush Bandaríkja- forseta og Mitterrand Frakklandsforseta hafa opinber- lega komið fram á móðgandi hátt við Jeltsín Rússlands- forseta til að auglýsa stuðning sinn við Gorbatsjov. Þeii tóku ranga ákvörðun, svo sem ráðamönnum er lagið. Munurinn á Jeltsín og Gorbatsjov er þríþættur. í fyrsta lagi hefur Jeltsín reynzt standa eins og klettur úr hafmu gegn draugum fortíðarinnar, sem hafa alltaf verið við barm Gorbatsjovs, eru það enn og verða áfram. Það var á Jeltsín, sem valdaránið brotnaði. í öðru lagi er Jeltsín maður fólksins, en Gorbatsjov maður nómenklatúrunnar. Jeltsín kærir sig ekki um villur, lúxusbíla og flokksmannabúðir fyrir sjálfan sig. Hann skynjar fólkið og hagar sér í samræmi við það, en Gorbatsjov er og verður í fílabeinsturni flokksins. í þriðja lagi hefur Jeltsín haft lag á að laða að sér færustu sérfræðinga í Sovétríkjunum. Mánuðum saman hefur legið samfelldur straumur slíkra manna úr her- búðum Gorbatsjovs yfir í herbúðir Jeltsíns. Eftir sitja uridirmálsmenn og kerfiskarlar hjá Gorbatsjov. Jeltsín hefur þannig reynzt vera í fyrsta lagi staðfast- ur, í öðru lagi vinsæll og í þriðja lagi ráðþægur. Gorba- tsjov hefur hins vegar verið á sífelldu iði og bandalögum út og suður, fyrirlitinn af flestum heima fyrir, og ófær um að hlusta að nokkru gagni á vestræna hagfræði. Vestrænir ráðamenn mega nú ekki ítreka fyrri mis- tök og fara að hjálpa Gorbatsjov við að tína saman leif- ar nómenklatúrunnar til að hanga 1 vinnubrögðum og ímyndunum fortíðarinnar. Þeim ber að beina athyglinni að Jeltsín og hans mönnum, sem hugsa vestrænt. Sovétríkin og Gorbatsjov eru siðferðilega, hugmynda- fræðilega og efnahagslega hrunin. í stað þeirra eru að rísa vestræn lýðræðisríki og menn á borð við Jeltsín. Jónas Kristjánsson Rússneska þjóðin braut feyskin kúgunartæki „Viö höfum veitt öllum heimi fordæmi. Rússland bjargaði lýö- ræöinu. Þaö er sannleikurinn. Rússland bjargaði ríkjasamband- inu.“ - Borís oeltsín á fundi Rúss- landsþings. „Þjóðfélagið, fólkiö okkar, hefur breyst. Þetta er árangur af því sem við höfum fengið áorkað síðan 1985. Á þessu byggist unninn sigur.“ - Míkhaíl Gorbatsjov við heimkomu úr prísund á Krím. „Máttur fólksins hefur reynst öflugri en herstyrkurinn. Þetta er í rauninni í fyrsta skipti á sjö ára- tugum að almenningur sýnir að hann gerir sér grein fyrir að við erum ekki þrælar." - Ísvestía dag- inn eftir uppgjöf valdaránsmanna. „Stalín tortímdi fjölskyldu minni... í minningu hinna látnu hef ég staðið hér á verði sleitulaust í þrjá sólarhringa að gæta þings frjálsrar rússneskrar þjóðar." - Sjálfboðaliði í sjónvarpsviðtah í Hvíta húsi Rússlandsþings. Heimsbyggðin hefur í beinni út- sendingu fylgst með framvindu úrslitaatburðar í sögu Rússaveldis, og vegna stærðar þess og máttar þar með veraldarsögunni. í sumar eignaðist Rússland í fyrsta skipti þjóðkjörinn þjóðhöfðingja. Undir forustu hans tók það Moskvubúa hálfan þriðja sólarhring að hnekkja valdaránstilraun, sem að stóðu yfirmenn valdstofnana, sem haldið hafa Sovétríkjunum í heljar- greipum í tvo mannsaldra. Mikið hefur verið bollalagt um mistök og skyssur 'valdaránsfor- ingjanna, Jazovs landvarnaráð- herra, Pugos innanríkisráöherra, Krjútskovs, yfirmanns KGB, og annarra. Hér verður því haldið fram aö grundvallarveikleiki þeirra hafi verið í því fólginn að þeir skildu ekki lengur í hvers kon- ar samfélagi þeir bjuggu. Hvað sem sagt verður um stjóm- arstefnu og stjómarhætti Míkhaíls Gorbatsjov, verður því ekki á móti mælt að í stjórnartíð hans hafa verið fjarlægðar styrkustu stoðir gömlu ógnarstjómarinnar. Þessar huglægu - ótti og undirgefni undir vald sem gerir tilkall til alræðis. Andlegri áþján hefur verið ræki- lega létt af tugþúsundunum sem hópuðust um rússneska þinghúsið til að varna her valdaránsmanna aðgangs. Þegar við bætast annálað- ir rússneskir eiginleikar, hreysti og hugrekki í átökum, er komin ástæðan fyrir framgöngu unga fólksins sem stöðvaði framrás brynvagnanna eftir Kalinin Pro- spekt aðfaranótt miðvikudags. Þama vom komin fram böm glasnosts og perestrojku og cdls sem þar er á undan gengið til að móta sögu, ekki sem múgur heldur markviss hópur undir markvissri stjórn fulltrúa Rússlandsforseta. Þetta er meginatriðið. Síðan ber margt annað til að úrslitin réöust eins og raun ber vitni. Hefðbundið vaidakerfi Sovétríkj- anna byggðist á valdeinokun þar sem flokkurinn hefur lagt undir sig þjóðfélagið, leitast við að seilast út Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson í hvern krók þess og kima með anga sína, og nýtur til þess fullting- is tveggja ofbeldisstofnana, hers og leynilögreglu. Valdaránsmenn misreiknuðu sig í að stoðir þessa valdakerfis eru ekki lengur til, ekki aðeins er við- horf almennings til þeirra breytt, heldur hefur þjóðfélagsbreytingin undanfarin ár haft áhrif inn í valdastofnanirnar sjálfar. Síðan valdeinokun Kommúnistaflokks Sovétríkjanna var afnumin hefur hann verið í upplausn. Ungir menn á uppleið leita þar ekki lengur frama. Vinsæhr stjórnmálamenn frá fyrsta tímabili stjómar Gorba- tsjovs hafa sagt sig úr flokknum hver af öðmm. Sovétherinn er klofinn. Æðri for- ingjar eru upp til hópa samstæð- asta íhaldslið í Sovétríkjunum en yngri foringjar meö bein manna- forráö eru margir hverjir umbóta- sinnar og vilja ekki síst koma þeim á innan hersins, leggja niöur her- skyldu en koma upp tiltölulega fá- mennum en þrautþjálfuðum at- vinnuher. Borís Jeltsín varð vel til atkvæða úr röðum hermanna í rússnesku forsetakosningum. Strax í upphafi valdaránstilraunarinnar komu tvö herfylki úrvalssveita, annað úr Tamanskaja herdeildinni og hitt úr fallhlífaherdeild kenndri við Tomsk, og slógu með skriðdrekum sínum og brynvögnum skjaldborg um hús Rússneska sambandslýð- veldisins, þing þess og forseta. Óbreyttir hermenn vítt og breitt um Moskvu strengdu þess heit að láta ekki nota sig til að skjóta á aðra Rússa. í KGB er ástandið svipað og i hemum. Foringi stofnunarinnar á Lenígradsvæðinu lýsti frá önd- verðu andstöðu við valdaránið. KGB-foringjar gáfu sig fram í Hvíta húsinu. Þegar beita átti valdatækj- unum reyndust þau ekki lengur láta að stjóm. Auk frammistöðu Jeltsíns og Moskvubúa er sérstök ástæöa til að geta afreks Sobtsjaks, borgar- stjóra í Leníngrad. Honum tókst að komast að samkomulagi við yfir- hershöfðingjann á svæðinu um að enginn her kæmi inn í Leníngrad. Neyöamefnd, sem valdaránsmenn tilnefndu, var einangrað fyrirhafn- arlítið. Leníngradbúar fjölmenntu á útifundi til að lýsa hollustu við lýðræðislega og lögbundna stjóm- arhætti. Málalok hafa fyllt íbúa hetjuborgarinnar úr stríðinu engu minni fógnuði og stolti en Moskvubúa. Þessi orð em fest á blað áður en Gorbatsjov tjáir sig um aðdraganda valdaránstilraunarinnar og afleið- ingar. Ein eftirköst em þó þegar í stað bersýnileg. Kommúnistaflokk- ur Sovétríkjanna er búinn að vera. Þegar ofbeldismenn handsama for- ingja flokksins og fjölskyldu hans, láta flokksstofnanir ekki hið minnsta til sín heyra. Stjómmála- nefndin heldur ekki einu sinni fund svo vitað sé. Miðstjómin sendir frá sér yfirlýsingu um andstöðu gegn valdaráninu, eftir að það hefur ver- ið kveðið niður fyrir annarra at- beina. Eftir þetta kæmi ekki á óvart að Gorbatsjov segði af sér aðalritara- embættinu og léti þessa flokks- druslu sigla sinn sjó. Og í lokin fæ ég ekki stillt mig um að tilfæra vísu skáldsins frá Draghálsi: Sér til handa sigur kaus sá er á augabragði út í háskann óttalaus einn með hug sinn lagði. Magnús T. Ólafsson Obreyttir borgarar hópast um brynvagn i námunda við byggingu rússneska sambandslýðveldisins á fyrsta degi valdaránstilraunarinnar. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.