Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 23
22 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. LXIÚGAR1)AGUR''24. ÁGÚST Í99L 35 Ólafur Jóhann Ólafsson hjá Sony í viðtali við DV: „Ég sef vel á nætumar" - New York Times segir spennu innan Sony um Ólaf og verk hans, Data Discman Hið virta bandaríska fréttablað, New York Times, hafði á dögunum eftir heimildarmanni innan Sony að vaxandi spennu gætti nú á milli tveggja megindeilda Sony, tækja- framleiðslunnar, „hardware", og út- gáfustarfseminnar, „software". ís- lenski rithöfundurinn og eðlisfræð- ingurinn, hinn 29 ára Ólafur Jóhann Ólafsson, er einmitt helsti yfirmaður útgáfustarfsemi Sony og forstjóri Sony Electronic Publishing, fyrir- tækisins sem Japanarnir, eigendur Sony, setja allt sitt traust á aö íleyti Sony-samsteypunni með glæsibrag inn í 21. öldina. New York Times seg- ir að styrinn núna standi ekki síst um Ólaf Jóhann og verk hans, Data Discman, sem kemur á markaö í Bandaríkjunum í haust og Sony veðj- ar á í jólavertíðinni. „Flugeldasýning" hjá sumum innan Sony mistakist Ólafi Einn heimildarmanna New York Times segir að ef umtalað stórverk- efni Sony, Data Discman, falh á lé- legu efni frá Ólafi og hans fólki verði mikil „flugeldasýning og fagnaðar- læti“ innan „hardware“hlutans, tækjasviðs Sony. Að þar verði glatt á hjalla. Sá sem ritar greinina í New York Times heitir Eben Shapiro og er sér- fræðingur blaðsins um Sony. Hans starf felst í litlu öðru en fylgjast með fyrirtækinu og skrifa umþað. í grein- inni ræðir hann við þá Ólaf Jóhann Ólafsson og Mike Vitelli. yfirmann tækjasviðs Sony, og neita þeir báðir innbyrðis erjum um verkefnið og að heitt sé í kolunum innan fyrirtækis- ins um stefnu þess inn á upplýsinga- og skemmtimarkaðinn en Ólafur Jó- hann er einn helsti höfundur þeirrar stefnu. Discman sé ekki á tíma. Tækið kem- ur á markað í október. Það er þegar búið að semja um og ganga frá um tuttugu til þrjátíu geisladiskum, með alls kyns upplýsingum, fyrir tækið. Þess vegna hef ég svarað gagnrýni um tímaþröng og þrýsting svo að ég sofl vel á næturnar." Data Discman er alvitur - Lýstu fyrir lesendum DV út á hvað tölvan, Data Discman, gengur: „Data Discman gengur í stuttu máli út á lestur bóka og uppflettirita og heilsu og svo framvegis. Dæmið gengur út á að með Discman og við- komandi geisladiska er maður með alfræðiorðabækur, sem og önnur uppflettirit, á sér.“ Samkeppni Discman yið Franklin og fleiri í umfjöllun fjölmiðla vestanhafs hefur komið fram að fyrirtækið Frankhn Electronic Publishing Company í New Jersey í Bandaríkj- unum hafi framleitt tæki með upp- lýsingadiskum. Þrátt fyrir ágæta sölu hefur Franklin átt í vandræðum er sannfærður um að salan muni ganga vel. Data Discman hefur þegar fengið mikla umfjöllun hér í Banda- ríkjunum. Ef eitthvað er teljum við að ekki verði hægt að anna eftir- spum í jólasölunni." Ólafur segir að þegar hann hafi byrjað með Data Discman hafi hann htið á þá tækni sem ákveðna grein í útgáfustarfsemi. „Það þarf að velja það sem gefið er út á réttan hátt. í Japan hefur verið stílað upp á svo- nefndan uppa-markað. Það vil ég ekki gera í Bandaríkjunum. Ég sé fyrir mér að skólafólk noti þessa" tækni mikið. Enda verðum við með gögn á diskum sem verða mjög hand- A Tiny Computerfrcd Know-lt-AII Sony Data Discman To ba Introduced In the Unlted States laterthlsyear. Prlce About $450. Dlsks yvtll cost $30 to $50. Welght 24 ounces Descrlptlon Plays dlsks contalnlnfl guides to wlne or movles, and reference works, Includlng a dlctionary or éncydopedla. It wlll contaln no audio featuree. though later versione may Indude them. Sourot: Sony CoipoMton The New York Time* Þetta er tölvan Data Discman sem Sony setur á markað i Bandaríkjun- um i október og veldur spennunni í kringum Ólaf Jóhann og hans fólk innan Sony. Discman er í raun af- spilunartæki fyrir örsmáa geisla- diska sem á eru margvisleg upp- flettirit og fræðsluefni, eins og al- fræðiorðabókin Britannica. Stærð tækisins er rétt eins og lófi. Verðið verður i kringum 30 þúsund krónur. Hugmyndafræðin á bak við Discman er þessi: Hann er alvitur - og allir hafa hann í hendi sér. Making a Difference Sony Is ^etting Big on Its Man From Iceland ICELAND is not onc of thc world's grcai consumcr efectronics mar- kets Noneihcfcss. the SonyCorpo- rauon has tappcd a 29-year-oldnativc of lccland to spearhead its attempt to siorm the $4.7 bilhon video gamc business. President of Sony's E3ec- tronic PubhshingCompany, which was crealed just three momhs ago. Olaf OLaffson now finds himself in the middle ot Sony's battle wtih the Nin- léndo Coropany over who will prof il from Ihc ncxi generation of vidco games ' The dtsputc betwccn Sony and Nin- tendo erupted a weck ago. when Sony announced ihal iv planned to enter thc gamc markct wiih a machine called the Play Station In eífcijt. Sony said il would bc adding a compacl disk play- er to Nintendo's new video game ma- chíne, the Supcr NES. Sony said that a contract it signcd with Ninlendo Hmtij KMi Im TWí Sony’s Olaf Qlaffson Nintendo’s Super NES Þrátt fyrir að styr sé í kringum Olaf Jóhann er hann engu að síður óumdeil- anlega maðurinn sem Sony veðjar á að muni fleyta Sony-samsteypunni inn í 21. öldina, eins og þessi blaðaúrklippa úr New York Times ber með sér, „Sony veðjar á manninn frá ísiandi“. Ég tek hag fyrir- tækisins fram yfir hag nokkurra manna „Ég hef svarað þessum fréttum við íjölmiðla vestra og endurtek það hér að sjónarmið mitt er að þegar yfir- stjóm fyrirtækis tekur ákvarðanir þá eiga þær að vera góðar fyrir fyrir- tækið í heild. Þess vegna skiptir það mig miklu meir'a máli að ég taki ákvarðanir sem eru góðar fyrir þá tugi þúsunda starfsmanna, sem vinna hjá okkur, fremur en ein- hveija tvo eða þrjá. Ég tel að hagur fyrirtækisins sem heildar sé meira virði en hagur einstakra persóna sem vinna hjá því,“ sagði Ólafur Jóhann er DV náði tali af honum. Þess má geta að í greininni í New York Times neitar Ólafur Jóhann ennfremur sögum um að hann og hans fólk sé í mikilli tímaþröng með verkefnið Data Discman, sem á að vera tilbúið fyrir jólamarkaðinn, og þess vegna sé hann undir miklum þrýstingi. Ég sef vel á næturnar Um tímapressuna segir Ólafur Jó- hann við DV: „Það er rangt að Data af tölvu sem er litlu stærri en lófi. Discman er afspilunartæki fyrir örsmáa 8 sentímetra cd-diska, geisla- diska, sem á eru upplýsingar úr margvíslegum uppflettiritum. Á ein- um diski, sem raunar mun fylgja með í kaupunum á Data Discman, verður alfræðiorðabókin Britannica. Á öðr- um diskum verða orðabækur, vín- handbækur, listi yfir allar bíómynd- ir, sem hafa verið framleiddar, og umsagnir um þær, uppflettirit um lyf meö að ná fram hagnaði af verkinu. Það gerir komu Data Discman á markaðinn enn meira spennandi. Munurinn á tækni Franklins og Sony er sá að tækið frá Franklin er einnota ef svo má segja. í hverju af- spilunartæki er aðeins einn diskur sem hægt er að spila. Það þarf því að kaupa nýtt tæki í hvert sinn sem keyptur er diskur meö nýjum upp- •lýsingum. Ef keypt er orðabók frá Franklin þarf aö kaupa tækið í leið- inni, annaö tæki fyrir aðrar upplýs- ingar og sýo koll af kolU. Tæki Sony er margnota. Data Discman-tækið er keypt og síðan er hægt að kaupa eft- ir hendinni geisladiska með alls kon- ar upplýsingum og spUa. Það þarf ekki að kaupa nema eitt tæki í upp- hafi. Ég stíla alls ekki á uppa-markaðinn Þrátt fyrir að Sony sé að setja Data Discman á markaö í Bandaríkjunum í október hefur Sony haft Discman á markaði í Japan í nokkur ár. „Þetta hefur gengið mjög vel í Japan. Ég studdi það mjög hjá Sony að þetta yrði reynt á Bandaríkjamarkaði. Ég hæg í skóla. Bam getur haft þetta á borðinu hjá sér í stað þess að fara inn á bókasáfn tU að leita þar að hinu og þessu í alfræðiorðabókum. Það skiptir bara um diska eftir efninu sem leitað er aö. Auk þess tel ég að tækið verði vinsælt hjá fólki í við- skiptum, sem og öllum þorra al- mennings sem ferðast mikiö. Á ein- um diskinum verður mikið úrval af ferðabókum. Þá tel ég að mörg fyrir- tæki muni kaupa tækið fyrir starfs- menn sína. Ég lít á þetta sem víðtæka neytendavöru." Er frekar á móti könnunum um mark- hópa - Einhvers staðar hef ég séð í blaði að líklegur kaupendahópur sé konur á aldrinum 35 ára? „Ég held ég viti hvemig sú saga er tíl komin. Þegar við vorum að kynna okkur markaðinn fyrir Data Disc- man, sem er ekki ný tegund af vöm heldur alveg nýtt svið, komust nokkrar deUdir hér innanhúss að þeirri niðurstöðu að kaupendahóp- urinn, markhópurinn, væri 35 ára gamaU karlmaður, hvítflibbi, sem hefði svo og svo mikið í tekjur og gerði hitt og þetta. Ég sagði að mitt mat væri að þetta væri ekki alls kost- ar rétt. Þetta væri miklu frekar tæki sem lyti að menntun. Og þó erfitt sé fyrir okkur karlmenn að viðurkenna það er straðreyndin engu að síður sú að það eru yfirleitt konur sem kaupa fyrir börnin vörur sem lúta að menntun, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Ég sagði því að ég héldi að það væri alveg jafnlíklegt, ef ekki líklegra, að konur keyptu þetta tæki. Eg er raunar frekar á móti könnunum um markhópa. Þær trufla menn oft. Þegar menn eru að kynna nýja tækni hef ég alltaf þá aöferð að ákveða ekki neitt fyrirfram heldur láta neytandann ráða. Annars loka menn sig af. Þaö borgar sig ekki að fara með neina þröngsýni inn á markað þegar menn eru með eitt- hvað nýtt.“ Forystan felst í nýtækni Ólafur segir að Data Discman sé eitt af mörgum dæmum um nýtækni sem Sony ætli sér að koma með á næstu árum og áratugum og grund- vallast fyrst og fremst á útfgáfu upp- lýsinga. Þá veðji Sony einnig á ný- tækni, tengda bíómyndum, tónlist og texta - samruna mynda og hljóðs á nýjan hátt. - Hvererhugmyndafræðinábakvið þá stefnumörkun Sony að fara út í skemmti- og afþreyingariðnaðinn á næstu árum? Fólkgeri meira en horfa og hlusta „Hugmyndin á bak við útgáfustarf- semi okkar á skemmtiefni, sem bygg- ist á bíómyndum, tónlist og samruna mynda og hljóðs á nýjan hátt - með nýrri tækni - felst í því að í stað þess að fólk hlusti bara á tónlist og horfi á kvikmyndir taki það líka beinan þátt í leiknum. Þetta verður alls kyns tækni og aðeins hluti af henni teng- ist svonefndum tölvuleikjamarkaði. Á næsta ári setjum við á markað tæki þar sem menn geta gert sitt eig- ið myndband við tónlist ýmissa lista- manna af geisladiskum. Vegna þessarar nýju tækni, sem við stefnum á aö koma með á mark- aðinn á næstu árum, þar sem hægt verður að breyta bæði kvikmyndum og tónlist eftir þörfum hvers og eins, erum við núna að semja við fjöl- margt fólk í skemmtiiönaöinum.“ - NústefnirSonyháttábæðiupplýs- ingamarkaðnum og skemmtimark- aðnum. Hvaða tengsl verða tækni- lega þama á milli? Geta neytendur til dæmis notað Data Discman-tækið sitt þegar þeir framleiða sitt eigið skemmtiefni? Fólkvill einfalda hluti „Stefna okkar er að skilja að skemmtimarkaðinn og upplýsinga- og menntunarmarkaöinn og vera ekki að reyna að búa til tæki sem er allt saman. Það raglar fólk. Með Data Discman og öðrum slíkum tækjum á næstu árum stefnum við eingöngu inn á upplýsinga- og fræöslumarkað- inn. Þetta er alveg nýr markaður. Síðan er það hinn markaðurinn fyrir tónlist og myndir þar sem fólk er sjálft þátttakendur. Á þeim markaði verður einnig mikið af alls kyns nýj- um tækjum á næstu árum og áratug- um.“ Skemmtiefni Sony aðeins spilað á tækjum frá Sony - Verður aðeins hægt að nota tæki frá Sony til að spila þessa geisladiska eða verður hægt að nota tæki frá til dæmis Panasonic til að spila efni frá Sony? „Upphaflega verða það aðeins tæki frá Sony sem hægt verður að nota fyrir skemmti- og fræðsluefni frá Sony.“ Columbia og CBS Records - Nú keypti Sony kvikmyndaverið Colunjbia, ásamt miklu kvikmynda- safni þess, fyrir nokkrum árum og sömuleiðis CBS Records. Var þetta gert í þeim tifgangi að tryggja sem mest af efni fyrir skemmtimarkað Sony? „Það er ein ástæðan. Þegar verið er að búa til kvikmyndir hjá Columb- ia núna er séð til þess að hin ýmsu fyrirtæki innan Sony taki þátt í því. Til dæmis að tekin séu sérstök atriði sem hægt verði að nota í öðru en kvikmyndinni sjálfri. Það skiptir mjög miklu máli. Hins vegar lítum við fyrst og fremst á Columbia og CBS Records sem sjáifstæðar fiár- festingar sem verða að bera sig einar sér. En við munum nota þessi fyrir- tæki fram og til baka á öðrum svið- um, tengdum rekstri Sony.“ Annað þekktasta vörumerki í heimi á eftir Coca-Cola Til að lesendur DV átti sig betur á hinni gífurlega öru þróun hjá Sony á undanförnum árum er gott að stikla á stóru um helstu breytingarn- ar hjá fyrirtækinu. Sony er japanskt stórfyrirtæki með yfir hundrað þúsund manns í vinnu. Það hefur mjög látið til sín taka á Bandaríkjamarkaði. Sagt er að Sony-vörumerkið sé annað þekkt- asta vörumerki í heimi á eftir Coca- Cola. Starfsemi Sony hefur til þessa að Olafur Jóhann Olafsson, hinn 29 ára rithöfundur og eðlisfræðingur, sem starfar sem forstjóri hjá Sony, er i eldlínunni þessa dagana. Blöð vestanhafs segja að forráðamenn tækjadeildar Sony líti hann hornauga og verði með mikla „flugeldasýningu og fagnaðarlæti” ef honurn mistekst. Mynd fengin hjá Sony mestu verið fólgin í framleiðslu á tækjum eins og sjónvarpstækjum og hljómflutningstækjum. Nú er þessi fyrrum aðalstarfsemi Sony orðin önnur af aðaldeildum fyrirtækisins, tækjadeild. Hin aðaldeildin er út- gáfustarfsemi á fræðslu- og upplýs- ingaefni, svo og skemmtiefni. Sonyer breyttfyrirtæki Breytingamar á fyrirtækinu eiga rætur að rekja til stefnumörkunar Sony-fyrirtældsins fyrir nokkrum árum er ákveðið var að framtíðin gæti ekki legið í því að framleiða aðeins tæki heldur yrði fyrirtækið líka að geta boðið upp á sjálft efnið sem yrði spilað á tækjunum frá Sony. Sony er þvi núna hvort tveggja í senn verksmiöja og útgáfufyrirtæki. Ólaf- ur Jóhann og Schulhof, aöaiforstjóri , unnu meðal annarra að þess- ari stefnumörkun. Sony stofnaði í apríl síðastliðnum sérstakt fyrirtæki, Sony Electronic Pubhshing, sem Olafur er forstjori fyrir, til að gefa út allt fræðslu- og skemmtiefni. Sony veðjar á þetta út- gáfufyrirtæki sitt. Menn telja að þar fari byltingin fram. Discman og Fyrir- gefning syndanna Eben Shapiro, áðurnefndur blaða- maður New York Times, sem er sér- hæföur í fréttum um Sony-fyrirtæk- ið, telur aö Sony tefli djarft á næstu árum með nýrri tækni og reiði sig í því sambandi á íslendinginn hjá Sony. Hinn 9. júni síðastliðinn birti Eben grein undir fyrirsögninni „Sony is betting big on its man from Iceland", eða Sony veðjar á manninn frá íslandi. Eben Shapiro gat þess hins vegar ekki að maðurinn frá íslandi verður bæði á jólabókamarkaðnum í Banda- ríkjunum og íslandi - með Data Disc- ; man úti og Fyrirgefningu syndanna, nýja íslenska skáldsögu, hér heima. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.