Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 9
LADGAKÐAGUR fe'4: ÁGÖSt’199l! Vísnaþáttur Ferhendur aldamótamanns Guömundur Björnsson, sýslu- maöur í Borgamesi, f. 1873, d. 1953, tilheyrði einni hinna kunnu skáldaætta í Borgarfirði og gaf út ljóðmæli 1925. Hann var sýslumað- ur í Barðastrandarsýslu nokkur fyrstu ár þessarar aldar og varð þjóðfrægur ásamt Snæbirni, bónda og sjósóknara í Hergilsey, er þeir lentu í stríði við enska landhelgis- brjóta og voru fluttir nauðugir til Bretlands. - Skömmu síðar fékk hann sýslumannsembætti í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum með að- setri í Borgamesi. Meðal barna á lífi: Anna, bókavörður í Hafnarfirði og á Selfossi, ekkja Magnúsar Ás- geirssonar skálds. Hér eru teknar ferskeyttar vísur eftir Guðmund, nokkuð af handahófi: Til Snæbjarnar í Hergilsey. í þrautum reynir manninn mest, margur er stundar voðinn. Snæbjörn stýrir bragna best Breiðfirðingagoðinn. Þegar yfir skeflir skafl, skaflinn fárs og nauða, hann við ægi teflir tafl, tafbð fjörs og dauða. Sjái ég fagra fjöröinn minn finnst mér eins og hlýni og gamb vinargeislinn þinn á götuna mína skíni. Líður hraðskreitt loftsins fley léttur er vindsins þytur, en hálfu fyrr i Hergilsey hugurinn mig flytur. í klakahíði kveður mig kulda þíðast böndin. Drottinn blíður blessi þig, Barða fríða ströndin. Hugsað heim til Patreksfjarðar. Leiðin Uggur yfir heiði, sem nefnd er í næstu vísu. Kleifaheiði kem ég frá, kulda og hrakning gleymi. Fjörðurinn geymir allt sem á eg í þessum heimi. Ást og gleði á hér ból, auðna bætir haginn. Hér er bæði sæla og sól sumarlangan daginn. Án þín trúin væri veik, vonin hefði sofið. Þú hefur gert mitt líf að leik, lán úr slysum ofið. Vísnaþáttur Gott er að vinna fé og frægð, fækka mólætinu, best að eiga yl og gnægð ásta á heimilinu. Aldrei verðum öreigar, þó eyði ég pundi mínu, meðan gref ég gleðinnar gull úr hjarta þínu. Úr ljóðabréfi. Lítið vit og hugsun hef, helst til margt að gera. Þetta litla ljóðabréf læt samt kveðju bera. Gott hjá þér að vera var, veit ei betri bðan. En þig hafa ekki þakkirnar þyngt né bréfin síðan. Oft við fáa fundi brast fylgi, ást og hylli. Eigi skal það ásannast okkar tveggja milb. Á engu hef ég orðið trú, allt mig burtu lokkar, vilji ei drottinn vernda nú veslings landið okkar. Nú er riðið haust í hlað með hvíta fjallatinda. Senn mun Norðri sækja að, sinu úr stráum mynda. Ég girnist ennþá gyðjuna með geislastaf um enni, hef þó ótal andvana eignast börn með henni. Ferskeytlan mín ekki á elhstríð að heyja. Lofa henni ljós að sjá, læt hana svo deyja. Láttu þetta btla blað bggja í fórum þínum. Þessu vík ég aðeins að einkavinum minum. Nokkrar stökur 1. Stígðu ekki á stráin veik, stýfðu ei ungar fjaðrir. Gerirðu öðrum lífið leik bfirðu sælb en aðrir. 2. Þetta gott að eiga er ásamt kærleik sönnum: traust á guði, traust á sér, traust á góðum mönnum. 3. Mest er verkið meistarans er myrkrið sólu flúði, en fegurst gjöf úr hendi hans haustsins btaskrúði. 4. Ég vil kveða um blíðu, blóm, birtu sólar, friðinn, lækjarkliðinn, klukknahljóm, kæti og fossaniðinn. 5. Ef þú annars byrði ber, býður þreyttum arminn, fagrar óskir fylgja þér fram á grafarbarminn. 6. Sorgin hefur gleði að gest, guð hefur þetta boðið. Alltaf syrtir allra mest undir sólarroðið. 7. Máninn silfrar svell og grund, sæinn geislum vefur, blómunum á banastund blessun sína gefur. 8. Alla getur baugabil brúkað fyrir þjóna, þó eigi af viti ekki til íleppa í skóna. Endum svo þennan pistil með reynslulýsingu yfirvaldsins: Leit ég í hans svörtu sál, sá ég margt þar inni: Heimska, ágirnd, hræsni, tál hlúðu að þjófgefninni. Jón úr Vör K. O) c CT3 HIMNESKUR MATUR FRÁ Eldbakaðar forfillakökur fyllfar með (eyndarmáli frumbyggjanna Uið hufísum einntó um grænmefisæfuna Lúmskir kokkfeiiar með Þióðardrykk Mexikana Potfagaldrar f Sififríð Þórisdóffir J sér um mafreiðsluna HRIFftNDl '<EÍCOtlte " Skipholti 37 s. 39570 9§ INNANHÚSS- ^ ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg # Kobenhavn • Danmark Verzlunarskóli íslands - íþróttahús Enn er nokkrum tímum óráðstafað í íþróttasal Ví næsta vetur. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 688400. GLÆSILEG SÓFASETT NÝJAR SENDINGAR Opiö mánudaga til laugardaga kl. 10-19, sunnudaga kl. 13-19 Húsgagnaverslun sem kemur á óvart GARÐSHORN íí HÚSGAGNADEILD v/Fossvogskirkjugarð, símar 16541 og 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.