Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 39
lAUGKRDWGtJR 241 Afmæ] Albert Sigurðsson Albert Sigurðsson rafvirki, Skarðs- hlíð 12f, Akureyri, er sjötíu og flmm ára í dag. Starfsferill Albert er fæddur á ísafirði og ólst þar upp. Hann varð gagnfræðingur og lauk námi í rafvirkjun 1936 og sveinsprófi 1938. Albert fékk síðan meistararéttindi 1942. Hann vann sem rafvirki á ísafirði til 1939 er hann flutti til Akureyrar þar sem hann hefur síðan átt heima. Albert vann fyrst eftir að hann flutti til Akureyrar hjá Samúel Kristbjarnarsyni og Indriða Helga- syni, 1939-1945, en þá hóf hann störf hjá Rafveitu Akureyrar. Hann vann þar sem eftirlitsmaður raflagna og við ýmis önnur störf til síðustu ár a- móta er hann lét af störfum. Albert hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum. Hann var formaöur Rafvirkjafélags Akureyrar 1947- 1948. Á yngri árum tók hann mikinn þátt í ýmsum íþróttum (Harðar púki). í gegnum árin hefur hann haft mikil afskipti af bridge, skák oghestamennsku. Albert vann að stofnun Skáksam- bands Norðurlands og var fyrsti formaður þess og gegndi því starfi í þijú ár. Hann hefur verið kjör- dæmisstjóri skólaskákar frá upp- hafi á N orðurlandi eystra og hefur verið meira og minna í stjórn Skák- félags Akureyrar síðan 1939. Albert var lengi í stjórn Hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri og átti hann góða hesta sem kepptu á landsmótum hestamanna. Albert hlaut gullmerki sjómanna- dags Akureyrar 1967, heiðursskjal og styttu frá hestamönnum og Létti 1975. Hann var heiðraður af Bridge- félagi Akureyrar 1975 og einnig nú 1 vor er hann lét af störfum hjá félag- inu. Hann var heiðraður af Skák- sambandi íslands 1980, gerður heið- ursfélagi sambandsins 1986 og heið- ursfélagi Skákfélags Akureyrar 1988. Albert fékk réttindi sem alþjóða- skákdómari 1989. Fjölskylda Albert kvæntist 13.3.1960 seinni konu sinni, Edith Valborgu Þor- steinsdóttir, f. 1.7.1924. Fyrri kona hans var Guðborg J. Brynjólfsdótt- ir. Þau skildu 1958. Böm Alberts og Edithar eru: Þór- ey Helga, f. 17.3.1960. Maki hennar er Hafliði Hauksson og eiga þau eitt barn, Guðlaugu Anítu, en Þórey átti áður tvo drengi, Albert og Jón Heiö- ar Gestssyni. Þau eru búsett á Akur- eyri. Jón, f. 31.5.1961. Sambýliskona hans er Kristjana Kristjánsdóttir. Þau eiga eitt barn, Helgu Ösp. Þau eru búsett á Steinhólum í Eyjafirði. Foreldrar Alberts voru Sigurður Þórðarson, f. 18.10.1892, vélstjóri, ogÞórey Albertsdóttir, f. 13.12.1895. AlbertSigurðsson. Þauerubæði látin. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Þórður Sigurðsson og Hólmfríður Jónsdótt- ir. Þau bjuggu að Austurvöllum á Kjalarnesi. Foreldrar Þóreyjar voru Albert Jónsson og Magnea Guðný Magnús- dóttir. Þau voru búsett á ísafirði. J. Kristín Dagbjartsdóttir J. Kristín Dagbjartsdóttir lyfja- tæknir, Eyjabakka 109, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Kristín er fædd í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg og var heima- vinnandi húsmóðir í mörg ár. Krist- ín fór aftur út á vinnumarkaðinn og vann í nokkur ár á dagvistun aldraðra við Dalbraut. Hún hóf nám á nýjan leik og lauk prófi frá Lyfja- tækniskóla íslands. Kristín vann sem lyfjatæknir í Ingólfs Apóteki en síðustu ár hefur hún unniö hjá lyfja- fyrirtækinu Stefáni Thorarensen sem sölumaður smásölulyfja. Kristín hefur tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum. Hún starfaði með Eldliljum, félagi eiginkvenna brunavarða, á sæti í stjórn Lyfja- tæknifélags íslands og er þátttak- andi í Inner Wheel. Kristín er enn- fremur félagi í Landssamtökum ITC á íslandi þar sem hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum eins og forsetaembætti ITC-deildarinnar Irpu í Reykjavík. Hún er núverandi forseti Annars ráðs ITC á íslandi. Fjölskylda Kristín giftist 12.6.1965 Ármanni Péturssyni, f. 11.1.1939, varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur, en for- eldrar hans voru Pétur Runólfsson, f. 19.6.1906, d. 10.7.1960, fulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík, og Guð- finnaÁrmannsdóttir, f. 11.9.1910, d. 18.8.1968. Kristín og Ármann eiga 3 börn. Þau eru Hildur, f. 17.6.1961, starfs- maður í íslandsbanka, gift Vilhjálmi J. Guðjónssyni, f. 24.4.1959, stoð- tækjasmið hjá Össuri hf., þau eiga 1 dóttur, Lovísu Lilju, f. 12.2.1982; 90 ára Jóhannes Bogason, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. 85 ára Arnþóra Sigfúsdóttir, Fiskakvisl 1, Reykjavík. Hjörtína Tórnasdóttir, Bjarnastöðunin , Akrahreppi. Sæunn Árnadóttir, Smáragrund 3, Ytri-Torfustaðahr. Þórðnr Sjgurðsson, Aðalstræti 15, ísafirði. 80 ára Ágúst t'álsson, Brekkustíg 7, Reykjavík. 75 ára Vigdis S. Ólafsdóttir, Víðmel 59, Reykjavík. 70 ára Sigdór Sigurðsson, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Ósk Filippia Þórsdóttir, Karlsbraut 26, Dalvik. Páll Jóhannsson, Móabarði 34, Hafnarfirði. 25. ágúst Stefán Alexandersson, Faxabraut 38b, Keflarik. 60 ára Erla Bemharðsdóttir, Ærlækjarseli 2. Öxaríjarðarhr. Bára Jónsdóttir, Álfaskeiði 70, Hafnarfiröí. 50 ára Gunnar Steínþórsson, Miðtúni 14, ísafirði. Eggert. Jónsson, Sólheimura 28, Reykjavík. Ingibjörg Ólafsdóttir, Kögurseli 11, Reykjavik. Jóliana Fanncy Sigurðardóttir. Greniteigi 11, Keflavík. 40 ára Tómas Guðmundsson, Stapasíðu 13h, Akureyri. Sólveig Jóna Kristjánsdóttir, Helgafelli, Svarfaðardalslm. Anna Sigríður Einarsdóttir, Stórholti 31, Reykjavik. Sævar Hafsteinsson, Súluhólum 2, Reykjavík. Hjaiti Oddsson, Vörðufelli, Skógarstrandarhr. Reynir Hólm Jónsson, Tjarnarstíg 7, Seltjarnarnesi. Ingibjörg Einarsdóttir, Meistaravöllum 13, Reykjavík. Guðfínna, f. 26.5.1970, starfsmaður hjá Össuri hf.; Pétur Geir, f. 16.12. 1971, starfsmaður í íslandsbanka. Systkini Kristínar: Inga D„ f. 1943, gift Erni Ingólfssyni, f. 1943, þau eru búsett á Breiðdalsvík og eiga 4 börn, Ingólf, f. 1968, Steinunni, f. 1970, Hrefnu, f. 1977, og Val Þey, f. 1982; G. Ómar, f. 1947, d. 1990, hann eign- aðist 3 börn, Drífu B„ f. 1968, Dag- bjart Geir, f. 1970, og Guðrúnu Hind, f. 1978. Foreldrar Kristínar: Dagbjartur Geir Guðmundsson, f. 24.7.1917, sjó- maður, og Steinunn G. Kristinsdótt- ir, f. 20.7.1915, d. 4.2.1984. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði en i Reykjavík á síðari árum. Ætt Foreldrar Dagbjarts voru Guð- mundur Guðmundsson og Guðríður Vigfúsdóttir. J. Kristín Dagbjartsdóttir. Foreldrar Steinunnar voru Krist- inn Pálsson og Jónína Sigurðardótt- ir. Kristín verður stödd erlendis á afmælisdaginn. Jónas Bjömsson Jónas Björnsson rafverktaki, Blómsturvöllum, Mosfellssveit, er fertugur í dag. Hann er fæddur aö Völlum í Ölfusi og ólst þar upp. Fjölskylda Jónas kvæntist 20.9.1986 Ásdísi Frímannsdóttur, f. 12.2.1952. For- eldrar hennar voru Frímann Stef- ánsson forstjóri og Unnur Sveins- dóttir en þau létust bæöi 1988. Jónas og Ásdís eiga 4 börn. Þau eru Unnur, f. 7.6.1968, læknanemi, sambýlismaður Ásgeir Sigurvalda- son, f. 7.7.1958, leikstjóri, þau eiga 1 son, Frímann Öm, f. 6.10.1990; Sigurgísli, f. 31.8.1975, nemi í rafiðn; Sædís, f. 18.11.1979; Sandra Rós, f. 18.1.1986. Jónas á 2 systkini. Þau eru Gís- lína, f. 13.5.1940, maki Ingvar Christiansen, f. 18.9.1944, þau eru búsett í Reykjavik og eiga 2 dætur, Sigríði, f. 22.12.1963, fóstru, og Ingu Þóru, f. 23.6.1979; Kjartan, f. 14.3. 1945, maki Sigríður Sigurðardóttir, f. 28.1.1945, þau eru búsett í að Völl- um í Ölfusi og eiga 3 börn. Þau eru Ingibjörg, f. 8.10.1965, maki Rúnar Sigurðsson, f. 22.12.1962, þau eiga 1 Jónas Björnsson. son, Kjartan Helga, f. 1.4.1990; • Björn, f. 17.1.1968, hann á 1 dóttur, Sigríði Maríu, f. 26.5.1988; Helena, f. 19.8.1972. Foreldrar Jónasar voru Björn Jónasson, f. ?0.4.1905, d. 14.9.1980, bóndi, og Sigríður Helga Kjartans- dóttir, f. 7.1.1913, d. 2.6.1989, en þau bjuggu að Völlum í Ölfusi. Jónas tekur á móti gestum á heim- ili sínum á afmælisdaginn eftir kl. 20. Innilegar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig meö blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Hjálmdís Jónsdóttir, Reitarvegi 4, Stykkishólmi. Langar þig í nýjan bíl sem við gefum þér? ...vertu þá með i leik ársins og fylgstu meb s p II rn i n gu III á FM 957 og i DV. 1000 heppnir þátttakendnr vinna sér i n n lykla a ð Ive i m n r FIAT UNO bifreiðum, en aðeins Iveir lyklar passa. Verður það þinn lykill? DV aaaa FM#957

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.