Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. 5 Fréttir Rekstrarörðugleikar Fínullar hf.: Vilja f á aðra í reksturinn „Það er verið að ræða við ýmsa aðila til þess að reyna að tryggja rekstur fyrirtækisins. Við viljum reyna að halda í þá reynslu og þann markað sem við höfum aflað okkur. Þess vegna eigum við í viðræðum viö aðila sem gætu tekið við rekstrin- um,“ sagði Rafn A. Sigurðsson, vara- formaður stjórnar Fínullar hf. í Mos- fellsbæ. Fínull er í eigu Landssambands kanínubænda, Framkvæmdasjóðs íslands, Byggðastofnunar, svo og nokkurra kanínubænda. Fyrirtækið stendur mjög höllum fæti fjárhags- lega og hefur ekki verið í fullum rekstri frá því í vor af þeim sökum. Stjórnin hafði leitað eftir stuöningi frá Framkvæmdasjóði, í formi af- skrifta á lánum og skuldbreytinga. Þessu hefur Framkvæmdasjóður hafnað. Því er verið aö leita annarra leiða til þess að tryggja áframhald- andi rekstur. Rafn sagði að staðan ætti að liggja ljós fyrir einhvern næstu daga, eigi síðar en um mánaðamót. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um skuldir fyrirtækisins né við hvaöa aðila ver- ið væri að ræða um yfirtöku rekstr- arins. Rafn sagði að eina ástæðan fyrir bágri fjárhagsstööu fyrirtækisins væri óheyrilegur stofnkostnaður. Nú yrði að leggja alla áherslu á að koma því i fullan gang aftur til þess að hægt væri að anna þeim pöntunum sem borist hefðu að undanförnu. Helstu markaðir, auk innanlands- markaðar, væru í Þýskalandi, Hol- landi, Belgiu og Lúxemborg. Einnig hefði verið selt talsvert til Noregs og fleiri landa. Stjórn Fínullar mun koma saman til framhaldsaðalfundar þegar botn er kominn í viðræðurnar um framtíð fyrirtækisins. Þá mun verða tekin ákvörðun um frekari rekstur þess. -JSS ROYAL CROWN COIA’ fffl ItYMHOYAt CROWN C01AC0 M ,tt.H SKAl [AGHlMSSON. GfUÖfHtóSI lU.ROT'íl ROYAL CROWN COLA s Meðalverð í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu 10.08.91. RC og Coke eru í margnota umbúðum með 10 kr. skilagjaldi en Pepsi í einnota umbúðum með 6 kr. skilagjaldi. - fyrír bragðið og verðið. RC-Cola stendu r upp úr...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.