Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991/
Fréttir
Löngum átakafundi rikisstjómarinnar um fjárlög lauk seint í nótt:
Ágreiningur getur taf ið
fjárlagagerðina frekar
- breytingar í óley stum ágreiningsmálum lagðar fyrir þingflokka í dag
„Viö höfum gengið frá útgjalda- og
tekjurömmum málsins. Það hafa
orðið nokkrar hreytingar á þeim í
meðfórum ríkisstjórnarinar frá því
þingflokkunum var síðast kynnt
staöan þannig að menn telja eðhlegt
að máhn verði kynnt þingflokkum
hið fyrsta. Heildarramminn blasir
nú við þar sem gjalda- og tekjuhlið-
inni hefur verið lokað en það eru þó
viss atriði sem menn vilja skoöa nán-
ar,“ sagöi Davíö Oddsson forsætis-
ráðherra þegar átta klukkustunda
löngum ríkisstjómarfundi lauk í
Ráöherrabústaðnum um hálffjögur-
leytiö í nótt.
Þó gengið hafi veriö frá rammatil-
lögum vegna fjárlaganna þykir ljóst
að enn megi vænta umtalsverðra
breytinga á einstökum þáttum
þeirra. Eftir er að kynna þingflokk-
um stjórnarflokkanna breytingar
næturinnar og líklegt að þær mæti
sumar andstööu í þingflokki krata.
Endanleg tillögugerð bíður því nýs
ríkisstjórnarfundar.
Þegar fundurinn hófst höfðu kratar
verið á tveimur þingflokksfundum
fyrr um daginn þar sem tekist var á
um tillögugerð fjárlaganna, ekki síst
tillögur um ýmsar sértekjur og þjón-
ustugjöld. Hafa hugmyndir um
skólagjöld mætt andstöðu í þing-
flokki krata en öðru stóru ágrein-
ingsefni, gjaldtöku af sjúklingum,
var ýtt af borði ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun.
Skólagjöld í stórum stíl
Davíð sagði að á ríkisstjórnarfund-
inum í nótt hefði verið rætt sérstak-
lega um sértekjur skóla.
„Ég býst við að það komi mörgum
þingmönnum á óvart með hvaða
hætti þessi gjöld hafa verið lögð á,
einkum þeim þingmönnum sem
Ráðherrar voru heldur þreytulegir þegar átta klukkustunda löngum fundi í Ráðherrabústaðnum lauk um hálffjögur-
leytið í nótt. DV-mynd GVA
halda að hér sé um einhverja kerfis-
breytingu að ræða. Innheimta skóla-
gjalda hefur fariö fram í stórum stíl
hér á landi þar sem skóla- og efnis-
gjöld nema nálægt 350 milljónum.
Við viljum hins vegar samræma
gjaldtökuna.“
Davíð sagði ríkisstjórnina hafa
fengið lögfræðiálit menntamálaráðu-
neytisins um lögmæti skólagjalda.
Væri ljóst aö heimild væri í lögum
til að leggja slík gjöld á en um leið
takmarkað hvaða rekstur skóla væri
heimilt að bera uppi með þeim hætti.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mun Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra ekki hafa falhst á nið-
urstöður þær sem lögfræðiálitið gaf
tilefni til. Yfirgaf hún fundinn
nokkru áður en honum lauk.
3,8 milljarða fjárlagahalli?
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra vildi ekki tjá sig um hversu
miklum tekjum ríkisstjórnin ætlaði
sér að ná inn með sértekjum á borð
við skólagjöld og þjónustugjöld.
Við upphaf íjárlagagerðarinnar í
sumar lagði ríkisstjórnin upp meö
það markmið að skera útgjaldaóskir
ráðuneyta niður um 14 til 15 millj-
arða. Stefnt var að því að fjárlaga-
hallinn yrði undir 4 mihjörðum og
að lántökur færu ekki yfir 6 millj-
arða. Á þann hátt hugðist ríkisstjórij-
in mæta þeim fjárlagavanda sem hún
taldi sig standa frammi fyrir.
Friðrik sagði að þessi markmið
stæðust að langmestu leyti. Eftir
væri að fjalla um lánsfjárþörfina og
útilokaði hann ekki að hún kynni að
fara yflr 6 mihjarða. Davíð sagði að
miðað við niðurstöður ríkisstjórnar-
fundarins yrði fjárlagahalhnn um 3,8
mihjarðar og niðurstöðutala fjárlag
anna um 100 milljarðar.
„Það þarf að marka hvað menn
ætía að fá í tekjur. Markið er að
Mikið tjón í blikksmiðjunni Glófaxa í Ármúla 42 í gær:
Reykur og eldur bloss
aði aftur upp í nótt
Mikill reykur og eldur blossaði
upp öðru sinni á skömmum tíma í
húsnæði blikksmiðjunnar Glófaxa
að Ármúla 42 um fimmleytið í nótt.
Eldur kviknaði út frá bensíni í
smiðjuhúsi síðdegis í gær og vann
þá allt tiltækt slökkvilið við
slökkvistörf fram á kvöld. Um
fimmleytið í nótt komu lögreglu-
menn á eftirlitsferð auga á að reyk
lagöi frá sama húsnæði. Þegar
slökkviliöið kom á staöinn, í annaö
skiptið á hálfum sólarhring, lagði
mikinn reyk og eld frá smiðjuhús-
inu á baklóð. Slökkvhiðsmenn fóru
í eftirlitsferð um þijúleytiö í nótt
en þá virtist allt vera eðlilegt. Þak-
ið var rofið að hluta í gær og varð
að ijúfa það enn frekar í nótt. Þeg-
ar slökkvistarfinu lauk síðan aftur
í morgun voru 4 menn settir á vakt.
Mikiö tjón varð í bhkksmiðjunni
í gær eftir að eldur varö laus á
sprautuverkstæöi þar á sjötta tím-
anum síðdegis í gær. Litlu munaði
að tveir starfsmenri brenndust er
þeir voru að vinna með eldvarnar-
hurð í bensíni er eldurinn kom
upp. Tahð er að neisti hafi komist
Stefán Halldórsson slökkviliðsniaður kælir gashylkin við smiðjuhúsið á
baklóðinni í gær. Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri fylgist með.
DV-mynd S
í bensínið. Annar mannanna,
Ragnar Gunnarsson, sviðnaði lítils
háttar á höfði en skór hans og bux-
ur loguðu er honum tókst að forða
sér út og slökkva í fötunum. Þriðji
maðurinn, Bjargmundur Björg-
vinsson, greip slökkvitæki en varö
frá að hverfa þegar skyndilega
sáust ekki handa skil fyrir kol-
svörtum reyk. Nokkur gashylki
voru í smíðasalnum, sem eldurinn
komupp í, og óttuðust menn að þau
myndu springa. Allt í salnum
skemmdist og urðu slökkvihðs-
menn að rjúfa þakið.
Verkstæðið er í porti á bak við
húsið númer 42 en samliggjandi
aðalbyggingunni. Þangað barst
reykurinn einnig og olli mjög mikl-
um skemmdum á annarri hæð,
meðal annars á tölvubúnaði. Reyk-
ur barst einnig á aðrar hæðir húss-
ins. Aht thtækt slökkvhið var kvatt
í Ármúlann þegar kallið kom í
gær. Thkynningin var á þá leiö að
húsið væri alelda.
Tveir reykkafarar lögðu sig í
mikla hættu er þeir fóru inn í kol-
svartan reykinn og hitann vegna
eldsins á smíðaverkstæðinu. Þeir
vissu af gashylkjunum en sáu þau
ekki vegna reyksins. Auk þess var
gat í gólflnu sem þeir urðu að var-
ast. Þriðji reykkafarinn fór inn
stuttu síðar með vatnsdælu úr
slökkvhiðsbh. Reykköfurunum
tókst að halda eldinum í skefjum á
meðan félagar þeirra tengdu dælu-
búnað sinn við brunahana við Síð-
umúla. Slökkvistarfið gekk nokkuð
greiðlega og tókst að afstýra frek-
ara tjóni í gær.
-ÓTT
skattar hækki ekki miðað við sama
hlutfall af þjóðartekjum og jafnháa
prósentu eins og hingað th. Jöfnun-
argjald fehur niður um næstu ára-
mót og þar með missir ríkisstjómin
mihjarða í tekjur," sagði Davíð um
tekjuhhðina.
Friðrik sagði stefnu fjármálaráðu-
neytisins vera að breikka virðis-
aukaskattsstofninn og jafnframt
lækka skatthlutfallið.
Þá kom fram að ríkisstjórnin ynni
áram að nokkrum hugmyndum inn-
tm tekjurammans. Þar má meðal
annars nefna skerðingu á sjómanna-
frádrætti, tekjutengingu á frádrátt-
arhðum tekjuskatts, barnabótum,
vaxtabótum og almannabótagreiðsl-
um.
„Við munum freista þess að láta
þær ráðstafanir, sem grípa þarf til,
bitna sem minnst á þeim sem lökust
hafa kjörin," sagði Friðrik.
Kratar ekki tafið
Jón Sigðurðsson iðnaðar- og viö-
skiptaráðherra sagði Alþýðuflokk-
inn síður en svo hafa tafið tillögugerð
vegna Ijárlaga.
„Á þessum langa og ítarlega fundi
náðist niðurstaða um útgjalda-
ramma og umgjörðina um tekjur rík-
issjóös á næsta ári. Það urðu nokkrar
breytingar á málum sem lengi hafa
verið rædd sem ég ætía að auki lík-
urnar á að það náist samstaða um
tillögugerðina," sagði Jón.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
aðeins að eftir væri að kynna þing-
flokkunum breytingar þær sem orðið
hefðu á tillögunum. Hann sagðist þó
eiga von á að í breyttri mynd yrðu
meiri líkur á samstöðu meðal krata
en verið hefur hingað th.
-hlh/kaa
Þrírefstirogjaíhir:
Karl og Margeir
náðu Helga
„Vonbrigði, nei, og þetta hefði get-
að farið verr því þeir eru glettilega
góðir þessir ungu strákar. Auövitað
er maöur ánægður með efsta sætið
þó þvi sé deilt með öðrum. Það var
meiri pressa á mér en helstu keppi-
nautum mínum því það tekur í að
vera í efsta sætinu allt mótið," sagði
Helgi Ólafsson eftir að hann hafði
gert jafntefli við Sigurð Daða Sigfús-
son í lokaumferöinni á Skákþingi
íslands í gær. Á sama tíma unnu
Karl Þorsteins og Margeir Pétursson
sínar skákir af öryggi og náðu Helga
að vinningum. Þeir hlutu allir 8 vinn-
inga og verða að tefla th úrslita um
íslandsmeistaratitihnn. Það verður
sennilega í október.
Helgi var um tíma í gær meö væn-
lega stöðu á svart gegn unga piltinum
Sigurði Daða, missteig sig hins vegar
og var með lakari stöðu þegar jafn-
tefli var samið. Önnur úrslit urðu
þau að Karl vann Snorra Bergsson,
Margeir vann Helga Ás Grétarsson,
Jóhann Hjartarson vann Héðin
Steingrímsson, Jón Loftur Árnason
vann Þröst Þórhahsson og Róbert
Harðarson vann Halldór Grétar Ein-
arsson.
Lokastaðan var þannig. 1.-3. Helgi,
Karl og Margeir 8 v. 4. Jóhann l'/i
v. 5. Jón L.7 v. 6.-7. Róbert og Þröst-
ur 5 'A v. 8. Helgi Áss 5 v. 9. Héðinn 4
v. 10. Siguröur Daði 3 v. 11. Halldór
2'á v. og Snorri 2 v.
-hsím