Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 32
L_J F R E T S OTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991. Fjóriríhaldi vegnaskartgripa- þjófnaðarins Sjö handteknir: Spörkuðuog kýldutvolög- reglumenn Dropinn dýrari Áfengi og bjór hækkar aö meðal- tali um 4,14% frá og meö deginum í dag og tóbak að meöaltali um 4%. Verslanirnar ÁTVR aö Li'ndargötu 46, á Sauðárkróki, Sigluflröi, í Vest- mannaeyjum og á Seyöisfiröi verða því lokaðar í dag en aðrar verslanir veröa opnar. -ingo LOKI Geta Jónarnir ekki leyst málið með þvíaðskattleggja Jóhönnur sérstaklega? Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fjóra menn í haldi grunaöa um aðild að skartgripaþjófnaðinum í verslun Jóns Sigmundssonar á Laugavegi 5 fyrir helgi. Þrír mannanna hafa veriö úrskurðaöir í gæsluvarðhald til 9., 11. og 18. september vegna málsins. Búist er við að RLR leggi í dag fram kröfu um gæsluvarðhald yfir fjórða manninum sem var handtekinn í gærkvöldi. Fjórmenningarnir eru á milli tvítugs og þrítugs. Að sögn Jóns Snorrasonar, deildar- stjóra hjá RLR, hefur rannsóknarlög- reglan komist yflr hluta af þeim skartgripum sem stolið var í innbrot- inu við Laugaveg. Þjófnaðurinn úr versluninni er með þeim stærstu á síðari árum. Útsöluverð skartgrip- anna er talið vera tæpar 4 milljónir króna. -ÓTT Alls hafa sjö menn verið handtekn- ir vegna árásar á tvo lögreglumenn þegar þeir voru að leiða tvo menn sem handteknir voru á pósthúsinu i Pósthússtræti í gærmorgun þegar þeir voru að ná í hasssendingu sem í voru um 270 grömm. Allir tengjast þessir menn eiturlyfjasmyglinu en fleiri eru grunaðir. Lögreglunni hafði borist vitneskja um eiturlyfm á pósthúsinu og setti hún leir í staðinn og lét sendinguna ganga sína leið. Þegar komið var að ná í pakkann var lögreglan látin vita. Tveir óeinkennisklæddir lögreglu- menn af miöbæjarstöð komu og handtóku mennina. Þegar þeir voru á leið yfir á lögreglustöðina réðust að þeim fjórir menn, kýldu og spörk- uðu í lögreglumennina og náðu pakkanum. Mennirnir sluppu allir 'T nema einn. Að sögn fíkniefnalögreglunnar voru bæði vitni aö árásinni og svo grunaði lögregluna hverja um var að ræða og verið var að sækja menn- ina í gærkvöldi. Mennirnir eru allir um og yfir tvítugt og hafa nokkrir þeirra komið við sögu flkniefnalög- reglunnar áður. -ns / /T » l * / Skólagjöld og sjúkra skattur eru enn i “ segir Jóhanna Sigurðardóttir Skólagjöld og sjúkraskattur, svo- nefnt innlagningargjald á sjúkra- hús, voru hvað mest tii umræðu á ríkissijórnarfundinum í nótt. Niðurstaðan á fundinum var sú að ekki hefur verið fallið endanlega írá hugmyndum um þessa tekjuliði heldur var i nótt rætt um breytingu á þeim, breytt form. Það eru ein- mitt þær breytingar sem valda því að ræða þarf málin aftur í þing- flokkum beggja flokka. Eftir þvi sem DV kemst næst um fundinn eru báðir flokkar mjög að nálgast hvor annan um leiðir varð- andi tekjuhlið flárlagafrumvarps- Samkvæmt uppiýsingum DV hef- ur verið horfið frá sjúkraskattinum í þeirri mynd sem hann var settur upp. Hann hefur tekið breytingum en er engu að siður til umræðu. Endanlega hefur ekki verið fallið frá honum. Á ríkisstjórnarfundinum í nótt var einnig rætt um hallann á fjár- lögum. Ríkisstjómin heldur sig enn við 4 milljarða króna markmiðið og mun á fundinum í nótt hafa ver- ið rætt um halla upp á um 3,5 millj- arða króna. Rikísstjórnarfundurinn í nótt snerist fyrst og fremst um tekjuhlið fjárlaganna en ekki niðurskurð á gjaldahliðinni. Fulltrúar flármálaráðuneytísins komu á fund ríkissfiórnarinnar og lögðu fram miklar upplýsingar um virðisaukaskattinn. Ekki kom hins vegar til umræðu að breyta skatta- lögunum. Viðfangsefnið i nótt var því ekki að hækka virðisaukaskatt- inn eða breikka hann með einu eða öðru móti. Jóhanna tók ekki þátt i afgreiðslunni „Eg tók ekki þátt í þeirri af- greiðslu sem fram fór um máliö. Ég er ósátt við hana og tók því ekki þátt í henni. Ég er óbundin af þeim ákvörðunum sem teknar voru í nótt,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra er DV ræddi við hana í morgun um afgreiðslu annarra ráðherra ríkisstjórnarinn- ar á útgjalda- og tekjuramma flár- laganna á ríkisstjórnarfundinum í nótt. Jóhanna kvaðst ekki vilja tjá sig um hvaða mál það væru sem hún hefði verið ósammála við ífl- greiðslu flárlagafrumvarpsins. „Ég verð að ræða við mitt fólk, sem ég hef ekki haft tækifæri til, áður en ég fer að tjá mig frekar um máliö.“ -JSS/JGH íslendingur í Uganda: Skotinn til bana af rænmgjum Slökkvilið Reykjavíkur hefur tvisvar þurft að fara að Armúla 42 á síðasta sólarhring vegna elds í blikksmiðjunni Glófaxa. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út síðdegis í gær en klukkan fimm í nótt blossaði reykur og eldur upp öðru sinni í blikksmiðjunni. Á myndinni eru slökkviliðsmenn að rjúfa þak verkstæðishússins. Sjá nánar bis. 2 DV-mynd S 47 ára íslendingur lést á sjúkrahúsi í Uganda eftir að hafa orðið fyrir skotárás á götu í Kampala síðdegis á mánudag. Maðurinn var á ferð með eiginkonu sinni og syni á unghngs- aldri þegar tveir menn veittust að honum og ætluðu að ræna hanh. Maðurinn veitti viðnám og tókst að afstýra því að hann yrði rændur. Dró annar árásarmannanna þá upp byssu og skaut íslendinginn. Við svo búið lögðu ódæðismennirnir á flótta. Farið var með manninn á sjúkra- hús í Kampala. Þar lést hann skömmu síðar. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafði lögregla ekki náð að handtaka ódæðismennina. Hjónin voru nýlega flutt til Uganda frá íslandi og vann maðurinn að verkefnum fyrir dönsku þróunar- samvinnustofnunina. Maðurinn læt- ur eftir sig flögur börn. Tvö þeirra voru með hjónunum í Uganda. Ekkj- an og börnin dvelja nú í danska sendiráðinu í Kampala. Utanríkis- ráðuneytið hefur hlutast til um að þau fái alla þá aðstoð sem á þarf að halda. -ÓTT Veðrið á morgun: Hlýnandi um allt land Á morgun verður hæð í grennd við landið og má því búast við hægviöri og mjög hægri norð- vestanátt. Þokuloft verður víða við strendur landsins en léttskýj- aö í innsveitum. Hlýnandi veður verður um land allt, hlýjast verð- ur sennilega sunnan- og suðaust- anlands. ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMIU Vönduð og viðurkennd þjónusta É Á&* ® 91-29399 ¥ Allan sólarhrinqinn fff _ . ....._..__arhrinqinn MVff Oryggisþjónusta VARI síðan 1 969 ÞREFALDUR 1. vinningur i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.