Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 11
MÍÖVÍMJDÁ'GIW 4r áfiK'ÉSíÉÉR/ íöðí.
Meistarastykki
Tímamótaverk
Leikritið Ég er meistarinn, eftir Hrafnhildi Haglín
Guðmundsdóttur, fjallar um sálarkreppu Hildar sem
var í íjórtán ár að læra á gítar hjá meistara sínum.
Fjórum árum áður en leikriti hefst skilja leiðir með
nemanda og meistara og Hildur gerist gítarkennari. í
leikritinu segir frá því þegar meistarinn kemur óvænt
í heimsókn til Hildar og sambýlismanns hennar, Þórs,
og vill fá hana til að spila á hljómleikum og verða sá
gítarmeistari sem hann ól hana upp til að verða. En
Hildur hefur orðið fyrir vonbriðgum með gítarheiminn
og vill yfirgefa hann. Styrkleiki leikritsins felst í þvi
að Hrafnhildur er meistari máls og stíls og hefur afar
næma tilfmningu fyrir þeim þáttum sem leiklist er
oíin ur. Verk hennar er tímamótaverk í íslensku leik-
húsi, ekki vegna þess að það sé fullkomið, heldur vegna
þess að það er svo miklu betra en þau leikrit sem
hafa komið fram á íslandi frá því að Galdra-Loftur
leit dagsins ljós. Það er ótrúlegt að þetta leikrit skuli
vera frumraun höfundar og er mikils að vænta af jafn-
heiðarlegum og hugrökkum höfundi. Ég er meistarinn
er að hluta til sjálfsævisögulegt verk. Hrafnhildur nam
gítarleik árum saman en ákvað svo að hætta við gítar-
inn. Meistari hennar í gítarnáminu á Spáni hét Jose
Luis Gonzales. Eins og fram kemur í viðtali við Hrafn-
hildi, sem birtist í Mannlífi sl. desember, birtist meist-
ari Gonzales henni eitt sinn á nákvæmlega sama hátt
og hann er látinn birtast í leikritinu. Á þeim tíma var
Hrafnhildur hætt í gítarnáminu hjá Gonzales og var
að semja fyrstu drögin að Ég er meistarinn. Hún byrj-
aði á gítarleikurunum tveimur, Hildi og Þór, en eftir
þessa heimsókn Gonzalesar, hafði meistarinn troðið
sér inn í verkið. Og það er skemmst frá því að segja
að meistarinn er einhver besta, ef ekki sú besta, kar-
akterlýsing sem komið hefur fram í íslensku leikhúsi.
Þorsteinn Gunnarsson geröi sér mat úr því í rómaöri
uppfærslu verksins í Borgarleikhúsinu á sl. leikári,
undir styrkri leikstjóm Kjartans Ragnarssonar. Túlk-
un Þorsteins var besta túlkun á íslenskri persónu sem
ég hef séð á sviði. Hildur er einnig afar sterk persóna
í verkinu. Hún er flókinn og þversagnakenndur per-
sónuleiki, veik í styrkleika sínum, haldin sjálfseyði-
leggingarhvöt og næmleika sem gerir henni lífið erf-
itt, ekki síst vegna þess að hún finnur ekki samferða-
menn við sitt hæfi. Meðan Hildur er nemandi meistar-
ans er hún hinn fullkomni nemandi: full aðdáunar og
virðingar, hiýðin og auðsveip, þarf mikið á meistaran-
um að halda. En eftir að hún er hætt í náminu fara
að koma upp efasemdir um gildi listarinnar og gagn-
rýni á þær grimmu aðferðir sem meistarinn beitti í
kennslu sinni. Hann laug því að henni eitt sinn, þegar
hún var í of góðu skapi til að túlka dapurlegt verk,
að móðir hennar væri dáin. Og smám saman gerir
Hildur sér grein fyrir því að heimur meistarans er
heimur blekkinga og lyga. Líklega var meistarinn ást-
fanginn af Hildi þegar þau náðu sem best saman, en
hann brast hugrekki til að standa við þær tilfmning-
ar, vegna þess að hann beitir tilfmningum sínum í list
sinni en ekki í lífinu. En lífið togar í Hildi svo að hún
sker sig í höndina til þess að frelsast úr falsheimi gítar-
leiksins.
Bjartar vonir
Islensk leiklist á sér ekki bjartari von en í næstu
leikritum Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur. Trú
mín er sú að þau verði enn betri en Ég er meistarinn.
Veikleikar verksins eru nokkrir. Þór er persóna sem
lifnar ekki við í verkinu og lifir ekki sjálfstæðu hfi
vegna þess að hann er til fyrir Hildi en ekki fyrir sjálf-
an sig. í uppfærslu verksins hjá Leikfélaginu var tek-
IS'W
Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttir.
Bókmenntir
Arni Blandon
ist á um styttingar sem leikstjórinn gerði en þær eru
allar til bóta, bæði gera þær verkið hnitmiðaðra og
minnka áhersluna á tákn sem Hrafnhildur beilir ekki
af nægilegri kunnáttu (spegill, 14 og skór, 23). í prent-
aðri útgáfu verksins er leikritið í fullri lengd svo að
þeir sem sáu sýningu Leikfélagsins geta nú séð upp-
runalegar hugmyndir Hrafnhildar. Stundum er talað
um að rithöfundar fái hugmyndir sínar úr hægra heila-
hvehnu en ritskoði þær með því vinstra. f uppfærslu
Leikfélagsins naut Meistarinn þess að Kjartan Ragn-
arsson sá um ritstjóm verksins ásamt leikstjórninni.
Hrafnhildur á létt með að segja sögu(r) en hana vant-
ar enn svolitla þjálfun í að vega og meta hvað gengur
og hvað ekki. Eitt mikilvægt þema í verkinu er frelsi,
en samtalið um frelsið í fyrsta þætti (11) er eitt af því
sem ekki er nægilega vel unnið enda var það ekki flutt
í sýningu Leikfélagsins. Sama er að segja um söguna
um Japanann sem elskaði konur með hugarorku (36).
Hrafnhildur þarf að læra meiri aga, sparsemi og
grimmd við eigin texta. Og það er engin hætta á að
hún læri þetta ekki því hún hefur nú fundið sinn far-
veg í hstinni og í hst hennar er mikið og satt líf. Þar
er hún ólík Hildi sem fann ekki lifið í listinni og greiddi
atkvæði með hstinni í lífinu.
Hrafnhildur Hagalin GuðmundsdóRir
Ég er meistarinn, 85 bls.
Mál og menning 1991
Ur uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á „Eg er meisfarinn".
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1992
til leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa
sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Styrkveitingar eru
háðar því að fé verði veitt á fjárlögum ársins 1992 í
þessu skyni.
Umsóknirskulu hafa borist Menntamálaráðunéytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 14. október
næstkomandi á eyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið 1. september 1991
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík,
Sólvallagötu 12
NÁMSKEIÐ VETURINN 1991-1992
1. Saumanámskeið, 6 vikur
Kennt mánudaga kl.19-22, fatasaumur
þriðjudaga kl. 14-17
miðvikudagakl. 19-22
fimmtudaga kl. 19-22
miðvikudagakl. 14-17 " (bótasaumur-útsaumur)
2. Vefnaóarnámskeið, 7 vikur
Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-17.
3. Vefnaðarfræði
Kennt verður þriðjudaga kl. 16.30-18.30.
4. Matreiðslunámskeið, 6 vikur
Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 18-21.
5. Stutt matreiðslunámskeið
Kennt verður kl. 13.30-16.30
Fiskréttir, 3 dagar
Forréttir, 1 dagur
Gerbakstur, 2 dagar
Grænmetis- og baunaréttir, 3 dagar
Notkun örbylgjuofna, 1 dagur
Smurt brauð, 2 dagar
6. 8. janúar 1992 hefst 5 mánaða hússtjórnarskóli
með heimavist fyrir þá nemendur sem þess óska. Nám-
ið er viðurkennt sem hluti af matartækninámi og undir-
búningur fyrir kennaranám.
Upplýsingar og innritun i síma 11578
mánudaga til fimmtudaga kl. 10-14.
Skólastjóri
BARNADANSAR - GÖMLU DANSARNIR
SAMKVÆMISDANSAR (LATIN - STANDARD)
Reykjavík: Langholtsvegur
Hafnarfjörður: Reykjavikurvegur
Kennsla hefst 14. sept. Innrítun í síma
65-22-85
kl. 13-20.
Takmarkaður fjöldi nemenda
í hverjum tíma
SKILAR BETRI ÁRANGRI
NVI VANSSlCÓUW