Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991. 15 Það sem aðra vantaði... Einn fagran sumarmorgun hrukku íbúarnir í litlu friðsælu götunni okkar upp við hávaða mik- inn og undirgang og litu forviða út. Gríðarleg og stórtennt vélskófla var komin á staðinn og spændi með ofurafköstum upp tvöfalda röð af höggnum steinum sem legið höfðu óáreittir meðfram gangstéttar- brúnunum okkar í hartnær 70 ár. Hefur ekki flætt? Fólk spurði furðu lostið hverju þetta sætti. Jú, svarið var að stein- amir ættu að fara og malbiki yrði svo hellt í sárin. Og menn spurðu hvers vegna, og svarið var að það hlyti að hafa flætt hjá okkur. Eng- inn kannaðist við neinn vatnsgang í kjöllurum né önnur vandræði, enda góður halli við gangstéttar- brúnirnar og augljóst aö þetta gamla handverk höfðu unnið menn sem kunnu til verka. íbúar voru ósáttir við þessi und- arlegu vinnubrögð og haft var sam- band við gatnamálastjóra en lítil svör að fá þegar spurt var um ástæðurnar fyrir þessari einkenni- legu aðgerð. Hefur ekki flætt? spurðu menn þar. Nú var hlaupið ergelsi í þessa annars friðsömu íbúa og menn funduðu úti í götunni. Okkur finnst gatan okkar ágæt og þykir þetta gamla handverk fara vel við gömlu húsin okkar. Því var afráðið að hafa samband við borgarminja- vörð, sem kvaðst ekkert hafa um þessar aðgerðir vitað. Verktakarnir, sem voru kurteisir og elskulegir menn, héldu auðvitað ótrauðir áfram verki sínu, virtust undrandi á afskiptasemi íbúanna KjaHarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður una linnulaust á meðan á þessu stóð og þar kom að bíll, sern enginn vissi hver átti, var fyrir henni. Verktaki kallaði þá til lögreglu til að fjarlægja bílinn og þótti þá íbú- um skörin færast upp í bekkinn ef lögregla ætti nú að greiða fyrir að- gerðum sem vera kynnu lagalega vafasamar. Ungur drengur, sem ráðist hafði sumarlangt til að gæta laga og rétt- ar, var lítt til viðræðu um að biða með aðgeröir, og var raunar sá eini sem var ruddalegur við íbúana og hafði ósæmilegt orðbragð um einn þeirra, en tekið skal fram aö enginn hafði hækkaö róminn meðan á þessu stóð, hvorki verkamennirnir né íbúarnir. Síðar kom annar og betur siðaður lögregluþjónn á stað- inn og hvarf þá þetta óheppilega „Dögnm saman hefur síöan veriö hóp- ur fólks að raöa steinunum á sinn staö og má hugsa sér hvað þetta brambolt hefur kostað skattgreiöendur.“ og sögðust þegar vera búnir að taka steina úr ijölda gatna í vesturbæn- um án þess að nokkur athugasemd væri gerð. Og svo kom lögreglan Þjarkið óx eftir því sem á daginn leið og loks kom borgarminjavörð- ur á staðinn og taldi að samráð ætti að hafa við sig um aðgerðir sem þessar. Vélskóflan bruddi göt- sýnishorn Reykjavíkurlögreglunn- ar. Málinu lyktaði síðla dags þegar fallist var á að hætta þessari ó- svinnu. Var íbúum tilkynnt að embætti gatnamálastjóra léti það eftir þeim að leggja steinana niður aftur, en tekið var fram að sú ákvörðun gilti ekki um aðrar götur borgarinnar. Dögum saman hefur síðan verið hópur fólks að raða „Okkur finnst gatan okkar ágæt og þykir þetta gamla handverk tara vel við gömlu husin okkar.“ steinunum á sinn stað og má hugsa sér hvað þetta brambolt hefur kost- að skattgreiðendur. Þeir sem sakna stein- anna... En af hverju var í raun og veru verið að þessu? Við því höfðu menn ekki fengið svar. En loks hrökk það út úr starfsmönnunum að raunar væri verið að safna þessum stein- um úr elstu götum borgarinnar til þess að nota þá annars staðar, og má t.d. sjá sams konar steina víða í kringum ýmis glæsihús borgar- innar. Allt er það ljómandi snoturt, enda steinarnir vel höggnir og kunna það verk fáir nú, og starfsmenn gatnamálastjóra eru vissulega smekkmenn. Það hefur hins vegar aldrei þótt góður siður að missa svo stjórn á ágirnd sinni á fallegum hlutum að menn skeyti ekki um skömm né heiöur og sæki þá leyfislaust til þeirra sem eiga. Og meðal okkar hér í Túngötunni rifjaðist upp sag- an af því þegar séra Bjarni Jónsson var að jarðsyngja samborgara einn, sem heldur hafði þótt fingralangur í jarðvist sinni. Ekki vafðist það fyrir guðsmanninum að koma hon- um kristilega til moldar og tína til það sem honum mætti til tekna telj- ast. „Það sem aðra vatnaði fannst hjá honum" voru lokaorð klerks. Engu skrökvaöi dómkirkjuprest- ur þar, og sem kristilega þenkjandi fólk berum bið heldur engan illan hug til embættis gatnamálastjóra. Við fengum að halda því sem við áttum. En þeir sem sakna stein- anna úr götunni sinni vita þá hjá hverjum þeir fmnast. Guðrún Helgadóttir Bein blóðtaka íslenskra sjómanna Fjármálaráöherra íhugar að „breikka skattstofna og fækka und- anþágum" segir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þann 25.8. ’91. í sama blaði birtist frétt á baksíðu, þar sem talað er um að kaupmáttur muni rýma vegna samdráttar í fiskveiðum hér við land. í fyrirsögn greinárinnar segir beint að lækka eigi sjómannaafslátt og sé það gert til að auka tekjur ríkissjóðs. Ég er furðu lostinn og get ekki orða bundist yfir þessutn tvískinnungs- hætti ráðamanna. í öðru orðinu er talað um samdrátt í veiðum, sem táknar beinar launalækkanir okk- ar sjómanna. Strax á eftir því er talað um að fella niður þann skatta- afslátt sem við höfum. Ég spyr því bara hreint út! Hversu vítæk á blóðtaka okkar sjómanna að vera núna? Hvað á hnífurinn að flá djúpt í þetta skiptið? Nýjasta dæmið Eg man þegar við sjómenn vorum látnir taka þátt í olíukostnaði út- gerðar, vegna þeirra vegalengda sem loðnuskipin þurftu að sigla með aflann. Þetta átti að vera tíma- bundið vegna olíukreppunnar úti í heimi. Sem kom einnig hart niður á okkur íslendingum. Því miður er það enn tekið af óskiptum afla, af öllum tegundum fiskiskipa. Auk þess þurfum við sjómenn að horfa á eftir þó nokkrum prósentum í kostnaðarþætti tengda útgerð af óskiptum afla. Mér er sem ég sjái verkafólk í iðnaði þegja yfir því að af launum þess væri tekin viss prósenta til reksturs fyrirtækisins. Nýjasta dæmið um niðurskurð á launum sjómanna er frá sjálfum stjórnvöld- um þessa lands. En það er 20% KjaUaiirm Árni Marz Friðgeirsson sjómaður skerðing á öllum þeim þorski, sem fluttur er út í gámum, og reyndar er skerðing á öðrum tegundum líka en mismikil. Var það gert til að halda aflanum sem mest í landinu og að bjarga frystihúsum, sem hafa lítið af hráefni, frá gjaldþroti. Auð- vitað er þetta allt saman bein launaskerðing hjá okkur sjómönn- um, því við fáum mun lægra verð hér heima en úti. Því næst komu nýju kvótalögin með 17% skerð- ingu á þorskafla. Ég veit ekki hvað hnífurinn þarf að flá djúpt til að sjómenn fái nóg, en mér finnst alla- vega orðið full djúpt skorið. Tannlausirtígrar Það er gömul saga og ný að for- svarsmenn okkar sjómanna eru tannlausir tígrar á launum hjá okkur og eru löngu hættir að urra þótt yfir þá sé gengið. Enda hafa þeir hreiðrað vel um sig í ruggu- stólunum sínum. Það er því miður sök okkar sjómanna sjálfra að svo er komið, því að við höfum aldrei sýnt samstöðu í neinu því sem tengist launamálum okkar. Ég hef heyrt stór orð falla og ég hef heyrt yfirlýsingar sem hefðu skekið kerf- ið. En því miður hafa þau orð al- drei náð- út úr borðsalnum á þeim bát þar sem orðræðan hefur verið flutt. Sjómenn tauta og tuldra hver í sínu plássi og hafa allt á hornum sér en þegar kemur að þvi að sýna samstöðu hugsar hver um eigið skinn. Það er ekki nema von að forystan sé eins og hún er. Alla vega er leiðin greið fyrir þá kappa. Ég er kannski frakkur og kjaftfor, vegna minna skrifa, en ég skrifa mínar greinar frá eigin brjósti og til að vekja umtal á málefnum hverju sinni. Verði skrif mín til þess er tilganginum náð. Þegar ég var yngri vann ég við virkjanaframkvæmdir uppi á há- lendinu. Þá fékk ég verulega stað- aruppbót vegna þess að ég var lang- dvölum að heiman. Eins er það opinbert leyndarmál að áhættan er mikil í þeirri vinnu og slysa- og dauðsfallatíðni í hærri kantinum. Eins hef ég heyrt að þeir sem vinna við önnur störf í landi fái launa- uppbót ef þeir þurfa að vinna utan síns héraðs. Sjómenn fengu skattaívilnanir í því formi, sem kallast sjómanna- frádráttur, á sínum tíma. Var þaö viss upphæð fyrir hvern dag, sem þeir voru á sjó, og ef þeir náðu viss- urn úthaldsdagafjölda fengu þeir 10% persónufrádrátt að auki. En þegar staðgreiðsla skatta tók gildi féllu 10% út úr dæminu. Og ekkert kom í staðinn nema lítils háttar hækkun á daggreiðslum, auk smá- vægilegrar hækkunar á per- sónufrádrætti. Eins kemur þar inn í að slysa- og dauðsfallatíöni er hvergi hærri en hjá íslenskum sjó- mönnum. Spilar þar stórt inn í sú veðrátta hér við land sem sjómenn þurfa að kljást viö. Fjarverur að heiman Segja má að sú umbun sem viö fengum á sínum tíma í formi skattaívilnana sé lítill plástur á þau svöðusár sem margar sjómanna- fjölskyldur hér á landi verða fyrir. Þetta form var haft á til að allir sjómenn fengju réttláta meðferð í samræmi við fjarverur sínar að heiman og að misnotkun ætti sér ekki stað á þann hátt að þeir skrif- uðu fleiri daga en lögskráða úti- verudaga. Þaö var mikil búbót fyrir mann, sem eyddi meirihluta ársins langt frá fiölskyldu sinni, við misjafnar aðstæður, þegar sjómannafrádrátt- urinn komst á. Þegar ég vann við virkjanirnar uppi á hálendinu komst ég heim á milli vakta ef ég þurfti þess nauðsynlega með. En hvað sem á dynur heima fyrir kemst ég ekkert þegar ég er úti á sjó. Sama hvort um er að ræða veikindi, dauðsfall eða annað sem upp á fellur. Mér finnst að sjómenn séu vel að sínu komnir og að þeir vinni fylli- lega fyrir sínu. Það litla sem við höfum áunnið á liðnum árum, með blóði, svita og tárum, ættum við ekki að láta frá okkur taka baráttu- og umyrðalaust! Ég segi því: Sjórmenn! Vaknið, stöndum saman í baráttunni. Því eitt er víst, það gerir það enginn fyrir okkur. Árni Marz Friðgeirsson „Nýjasta dæmið um niðurskurð á laun- um sjómanna er frá sjálfum stjórnvöld- um þessa lands. En það er 20% skerð- ing á öllum þeim þorski sem fluttur er út í gámum..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.