Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991. ilDf 'tlli lf I ' I .. I I ' 1 íll i í ii Utlönd Skeggrætt um sauðnaut Þessa dagana eru eitt hundrað og fjörutíu vísindamenn víðs vegar úr heiminum staddir í Nuuk á Grænlandi þar sem þeir sitja fyrstu alþjóð- legu ráðstefnuna um sauðnaut og hreindýr. Rætt veröur um vistkerfi þessara dýrategunda, sjúkdóma sem þau hrjá og margt fleira. Samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar ætla liðlega eitt hundrað þátttakend- anna að bregða sér til Ammalortup Nunaa héraðsins fyrir suðaustan Kangerlussuaq þar sem sauðnautin þrifast sérstaklega vel. Á miöjum sjöunda áratugnum voru flutt þangað 27 naut frá norðaustur- sveitum Grænlands og á tuttugu og fimm árum hefur myndast þar fríður flokkur 2600 dýra. Grænlendingar hafa oft látið sauðnaut til Alaska og annarra heim- skautasvæða þar sem stofninn hefur annaðhvort veriö útdauður eða ! útrýmingarhættu. Þá eru uppi áform á Grænlandi um að gera sauðnaut- ið aö húsdýri og nýta þaö til kjöt- og ullarframleiðslu. Grænlendingar leyfa veiöi á sauðnautum en hún er háð miklu þrengri skilyrðum en hreindýraveiði. Rítzau Móðir klappstýrunnar sakfelld Verna Heath, áætlað fómariamb klappstýrumorðsins, Jack, eiginmaður hennar, og klappstýran Amber, dóttir þeirra, fyrir utan dómshúsið í Houston, Texas. Simamynd Reuter Kviðdómur í Houston i Texas sakfelldi í gær konu fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að drepa nágrannakonu sína sem hún nélt að væri að eyðileggja klappstýruframa dóttur sinnar í skólanum. Konan, Wanda Holloway, á yflr höfði sér lifstíðarfangelsi fyrir að biðja fyrrum mág sinn til að ráöa leigumorðingja til að drepa Vernu Heath, móður helsta keppinautar dóttur hennar um klappstýrustöðuna. Holloway lagðíst fram á borðið og grét og fjölskylda og vinir reyndu að hugga hana. Hún svaraði ekki neinum spumingum þegar lögfræðing- ar fóru með hana frá yfirfullu réttarhúsinu. George Godwin dómari skipaðí kviðdómnum, sem í voru átta karlmenn og fjórar konur, aö koma aftur í dag til að ákvarða refsinguna. Það tók kviödómendur sex klukkustundir aö komast aö niöurstööu sinni í gær. Mike Anderson saksóknari sagði fréttamönnum aö hann væri ánægöur með niöurstööuna. Hann vildi ekkert segja um hvaða refsingu ákæruvald- ið færi fram á en sagði að hugsanlega yrði það skilorðsbundinn dómur. Lík hershöf ðingjans áfklætt Skemmdarvargar hafa grafið upp lík sovéska hershöfðingjans Sergeis Akhormejevs, sem jarðsettur var fyrir stuttu, og klætt það úr einkennis- búningnum, aö þvi er sovéska sjónvarpiö skýrði frá í gær. Akhromejev, sem var fyrrum yfirmaður sovéska herráðsins og hemaö- arráðgjafi Gorbatsjovs, svipti sig lífi eftir valdaránstilraunina í síðasta mánuði. Hann var jarðsettur í síðustu viku. í sjónvarpsfréttatímanum í gærkvöldi var einnig skýrt frá því að gröf annars herforingja hefðí veriö vanvirt á svipaðan hátL Ekki var sagt hvenær skemmdarvargarnir frömdu verknaðinn, Akromejev var einn fjögurra háttsettra embættismanna sem frömdu sjálfsmorð eftir aö valdarán harðlinumanna mistókst. Ekki vom neinar sannanir fyrir því aö Akhromejev hefði verið í vitorði með valdaræningj- unum. Hann skildi eftir sig miða þar sem hann sagði að allt sem hann hefði helgað líf sitt væri að hrynja í kringum hann. Borís Jeltsin, forseti rússneska lýðveldisins, og Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti ræða við Nursultan Nazarbajev, forseta Kazakhstans, á fundi fulltrúaþingsins i Moskvu i gær. Simamynd Reuter Sovéskir þingmenn ganga til sögulegrar atkvæðagreiðslu: Ákveða framtíð ríkisins í dag - meirihluti lýðveldanna fylgjandi nýju efnahagsbandalagi Fulltrúaþing Sovétríkjanna, æðsta löggjafarstofnun landsins, greiðir um það atkvæði í dag hvort Sovétrík- in í núverandi mynd verði grafin fyrir fullt og allt og í staðinn komi frjálslegt samband fullvalda ríkja sem ráða því hvort þau veröa með eöa ekki, eins og gert er ráð fyrir í tillögum frá Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étforseta og leiðtogum tíu lýðvelda Sovétríkjanna af fimmtán. Ef þingmenn segja ,já“ við at- kvæðagreiðsluna verður það um leið síðasti naglinn í’ líkkistu hinna gömlu Sovétríkja sem einkenndust af stirðbusalegri pólitískri og efna- hagslegri stjórn frá Kreml. Gert er ráð fyrir að mjótt verði á mununum í atkvæðagreiöslunni. Gorbatsjov sagði við fréttamenn að þingið mundi dæma sjálft sig til að mistakast ef það hafnaði tillögunum. Og hann sagði þingmönnum að bráð- nauðsynlegur stuðningur vestur- landa ylti á ákvörðun þeirra. „Vesturlönd eru að fylgjast með okkur. Ef við getum komið á nýju skipulagi og hafið nýja menn til valda munu Vesturlönd veita okkur stuðning," sagði Gorbatsjov. Borís Jéltsín, forseti rússneska lýð- veldisins, sagði að jafnrétti þyrfti að ríkja í samskiptum lýðveldanna. „Drottnunarandinn heyrir fortíðinni öl,“ sagöi hann og reyndi að draga úr ótta manna við að lýðveldi hans ætlaði sér að gnæfa yfir smærri ná- grönnum sínum í framtíðinni. Atkvæðagreiðslan í dag mun reka smiðshöggið á baráttu Gorbatsjovs fyrir því aö treysta völd sín á nýjan leik eftir misheppnað valdarán harðlínumanna í ágúst og koma í veg fyrir stjórnlausa sundurlimun Sov- étríkjanna. Ellefu lýðveldi hafa tilkynnt þá ætlan sína aö kljúfa sig út úr Sovét- ríkjunum, þar af hafa átta lýst yfir sjálfstæði sínu frá því valdaránstil- raunin var gerð. Skýr teikn eru þó á lofti um að mörg lýðveldanna íhuga að taka þátt í nýju sambandi. Sovéska sjónvarpiö skýrði frá því í gær aö þrettán af fimmtán lýðveldum hefðu fallist á áætlun hins róttæka hagfræðings Staníslavs Sjatalíns um að stofna nýtt efnahagsbandalag. ívan Silajev, forsætisráöherra Rússlands, sagði að lönd Austur-Evrópu gætu einnig slegist í hópinn. Tillagan, sem þingið greiðir at- kvæði um í dag, gerir ráö fyrir að myndaö verði ríkisráð þar sem eiga sæti Gorbatsjov og leiötogar lýðveld- anna. Þá á að koma á fót nefnd lýð- veldanna sem á taka að sér stjórn efnahagslífs Sovétríkjanna sem er í mesta ólestri. Gorbatsjov haíði áður hætt við tillögur um að koma á fót bráðabirgðaþingi sem í ættu sæti tuttugu þingmenn frá hverju lýð- veldi. Reuter Léttklæddir Bretar í hitabylgju Bretar hafa notið elndæma veöurblfðu siðustu daga. Algengt er að sjá fólk léttklætt í sólbaði í skemmtigörðum Lundúna enda er margt sem gleður auga forvitinna gesta. simamynd Reuter Ottinn sækir enn á Raísu í fyrsta viðtalinu sem birt hefur verið við Raísu Gorbatsjovu eftir valdaránið segir hún að óttinn sæki enn á hana þótt nokkuð sé liðið frá því valdaránsmenn hnepptu hana og Míkhaíl, mann hennar, i varðhald á Krímskaga. _Hún segist einnig vera bitur vegna svikanna sem maður hennar sætti af hálfu nánustu sam- starfsmanna sinna. Viötalið birtist í Trud, dagblaði sovésku verkalýðshreyfmgarinnar. Þar segir hún að þau hjónin hafi dag hvern sem þau voru í einangruninni á Krím farið í gönguferð á strönd Svartahafsins þannig að sjóliðar á herskipi framan við sumarhús þeirra gætu séð að Gorbatsjov væri heill heilsu. Með þessu vonuðust þau til að sjóliöarnir legöu ekki trúnað á sögur um að Gorbatsjov gæti ekki gegnt embætti sínu vegna veikinda. Raísa segist hafa verið hughraust fyrstu daga valdaránsins. Þegar at- burðir tóku að gerast hratt og Gorb- atsjov varð að sanna að hann væri enn hæfur til að gegna embætti segir hún að heilsu sinni hafi hrakað mjög. „Ég rifja þessa atburði upp aftur og aftur og get ekki losnað við þá úr huga mér,“ segir Raísa í viðtalinu. Reuter Fjórir framleiðendur vilja gera kvikmynd um valdaránið: Leikur De Niro Jeltsín? Skaut adstodarkonuna í ógáti Sirkusleikari á Nýja-Sjálandi varð svo ólánsamur í áhættuatriði í gær að skjóta til bana aöstoðarkonu sina. í atriðinu átti konan að grípa byssu- kúlu með tönnunum en fékk þess í stað kúluna í höfuöið og lést samstund- is. í þessu atriði var sú aðferö notuð að fjórum kúlum var skotiö nærri konunni þannig að áhorfendur héldu að hún væri í stórhættu. Fimmta skotiö var púðurskot og þá átti konan að láta líta svo út sem hún hefði náð kúlunni með tönnunum. Fyrir handvömm var kúla í fimmta skotinu þegar atriðið var leikið í seinasta sinn i gær. Reuter Fjórir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa lýst áhuga á að gera kvikmynd um valdaránið í Moskvu í síðasta mánuði. Framleiðendurnir hafa leitað til þjónustustofnunar sem sovéska ríkiskvikmyndagerðin rek- ur í Los Angeles og aðstoðar vest- ræna kvikmyndagerðarmenn við að taka myndir í Sovétríkjunum. Ekki er gefið upp hvaða framleið- endur eiga í hlut en kapphlaupið um aö gera valdaránskvikmynd er þegar hafið. Efasemdarmenn segja þó að kvikmynd verði varla nema svipur hjá sjón samanborið við hina raun- verulegu atburði sem sjónvarpað var um allan heim. Enn er óljóst hverjir eiga að leika söguhetjurnar. Frægir leikarar á borð við Robert De Niro, Sean Conn- ery og Michael Caine eru oröaðir við hlutverk Borís Jeltsín. Öllu verr gengur að benda á menn til að leika Míkhaíl Gorbatsjov og þó segja sér- fræðingamir að verst verði að fá réttu konuna í hlutverk Raísu. Skærustu kvenstjörnurnar í Holly- wood þessa stundina, þær Glenn Close og Meryl Streep, koma ekki til greina vegna þess að þær eru of ung- ar en Glenda Jackson kemur til greina. Ekki hafa þó allir framleiðendurnir í hyggju að Jeltsín og Gorbatsjov- hjónin verði í aðalhlutverkunum. Ein hugmyndin er að gera mynd um bandarískan ferðamann sem verður vitni að atburðunum í Moskvu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.