Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 26
MIÐVIKl'DAGUK 4. SERTEMBER 19ftL,
5Q,
Afmæli
Númi Þorbergsson
Númi Þorbergsson, textahöfundur,
dansstjóri og verslunarmaður,
Blönduhlíð 3, Reykjavík, er áttræð-
ur í dag.
Starfsferill
Númi fæddist í Grafarholti í Staf-
holtstungum í Borgarfirði en ólst
upp hjá ömmu sinni í Tandraseli í
Borgarhreppi til tíu ára aldurs. Þá
fór hann í vinnumennsku og var á
ýmsum bæjum í Stafholtstungun-
um. Hann var vinnumaður i Stapa-
seli í Stafholtstungum 1925-28, i
Litla-Skarði í sömu sveit 1928-29 og
verkamaður á Álafossi í Mosfells-
sveit 1929-37.
Númi kom til Reykjavíkur 1937 og
hefur átt þar heima síðan. Fyrstu
árin í Reykjavík starfaði hann við
húsbyggingar en vann síðan við vik-
urverksmiðju Jóns Loftssonar í
sautján ár þar sem hann var verk-
stjóri lengst af. Þá stundaði Númi
verslunarstörf í fjölda ára, fyrst hjá
Bílanausti en síðan hjá Saab-
umboðinu eða þar til hann hætti
störfum fyrir aldurs sakir 1981.
Númi er löngu landskunnur texta-
höfundur en hann hefur gert texta
við ýmis þekktustu dægurlög sjötta
og sjöunda áratugarins, þ.á m.
nokkur verðlaunalög dægurlaga-
keppni SGT. Meðal sígildra dægur-
laga sem Númi hefur samið texta
við má nefna lögin Nú liggur vel á
mér, Landleguvalsinn og Sigurður
sjómaður.
Þá er Númi mikill áhugamaður
um dans en hann var lengi dans-
stjóri, m.a. í Mjólkurstöðinni, Breið-
firöingabúð og í Þórskaffi. Hann
hefur starfað í Átthagafélagi Borg-
firðinga í mörg ár og sat í stjórn
félagsins um skeið.
Fjölskylda
Númikvæntist 26.11.1938fyrri
konu sinni, Mörtu Maríu Þorbjarn-
ardóttur, f. 16.3.1914, húsmóður en
foreldrar hennar voru Þorbjörn
Guðmundsson og kona hans, Guðr-
íður Jónsdóttir frá Skiphyl í Hraun-
hreppi. Númi og Marta María
skildu.
Börn Núma og Mörtu Maríu eru
Þórdís, f. 22.10.1939, húsmóðir, var
fyrst gift Finnboga Guðmundssyni,
verkamanni í Reykjavík en síðan
Jóni R. Sigurðssyni, vélvirkja á
Akureyri; Björn Sævar, f. 26.11.
1942, múrarameistari í Garðabæ,
kvæntur Þórunni Ingólfsdóttur hús-
móður; Guðrún Guðríður, f. 10.10.
1944, húsmóðir, gift Hlöðveri Hall-
grímssyni, sjómanni í Keflavík; Haf-
steinn Oskar, f. 26.7.1946, múrari í
Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Stein-
þóru Magnúsdóttur húsmóður; Sig-
ríður, f. 31.1.1948, húsfreyja, gift
Erni Einarssyni, b. í Miðgarði í Staf-
holtstungum; Inga, f. 5.9.1949, hús-
móðir, gift Guömundi Helgasyni,
bifreiðastjóra í Reykjavík; Þorbjörn,
f. 25.7.1951, rennismiöur í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Sæfinnu
Ástu Sigurgeirsdóttur.
Seinni kona Núma var Valgeröur
Sigtryggsdóttir, f. 8.7.1926, d. 5.10.
1977, húsmóðir en hún var dóttir
Sigtryggs Helgasonar, og konu
hans, Guðbjargar Friðriksdóttur frá
Kumblavík á Langanesi.
Foreldrar Núma voru Þorbergur
Guðmundsson, vinnumaður í
Tandraseli í Borgarhreppi, oglngir-
íður Guðjónsdóttir.
Ætt
Þorbergur var sonur Guðmundar,
b. á Litlafjalli í Borgarhreppi, Guð-
mundssonar, b. í Múlakoti í Staf-
holtstungum, Ásbjörnssonar, b. í
Melhúsum og ættföður Melhúsaætt-
arinnar, Erlendssonar, b. í Skipa-
nesi, Narfasonar. Móðir Ásbjöms
var Þuríður Sveinsdóttir. Móðir
Guðmundar í Múlakoti var Sigríður
JÓnsdóttir, b. í Teigakoti, Jónsson-
ar, og Guðrúnar Magnúsdóttur.
Móðir Guðmundar á Litlafjalli var
Sigríður Guðmundsdóttir.
Móðir Þorbergs var Sigríður Stef-
ánsdóttir, b. á Litlafjalli, Þorkels-
sonar, og Steinvarar Þorbergsdótt-
ur.
Ingiríður var dóttir Guðjóns á
Uppsölum í Norðurárdal og víðar,
Jónssonar, b. í Múlakoti í Lundar-
reykjadal, Sigurðssonar og Guðríð-
ar Jónsdóttur, b. í Höll í Þverárhlíð,
og konu hans, Halldóru Auðuns-
Númi Þorbergsson.
dóttur, systur Björns, sýslumanns í
Hvammi og ættfóður Blöndalsætt-
arinnar. Móðir Ingiríðar var Kristín
Magnúsdóttir, b. á Litlakroppi í
Flókadal, Magnússonar og Ingiríðar
Finnsdóttur.
Númi verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Til hamingju með afmælið 4. september
85ára
feiiíi Jónsdóttii'j
DtHHðe. Reyhjávfk.
ÖUéFöHB:GUðHadðttÍU
Shdrtúbfaut að. iteyk.iavik.
80ára
Hulda Sigmundsdóttir,
Goðalandi 16, Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir,
Víðivöllum 6, Akureyri.
GisliG. Jónasson,
Hvassaleiti58, Reykjavík.
75ára
Guðrún Steinsdóttir,
Reynistað, Staöarhreppi.
70ára
Sigurður O. Helgason,
Álfhólsvegi 98, Kópavogi.
Vilhelm Friðriksson,
Hvanneyrarbraut 26, Siglufirði.
Tryggvi Sveinbjörnsson,
HáálfeitiábfMtit24i Reykjavik.
Soffia Lárusdóttir,
Skálholtsbraut 15, Þorlákshöfn.
Margrét Ásgeirsdóttir,
Lækjarvegi 5, Þórshöfh.
Bryndís Zophoniasdóttir,
Mánabakka á Bergi, Keflavík.
Sonja Emma Kristinsson,
Sólvöllum 1, Akureyri.
Guðbjörn Ragnarsson,
Faxabraut 77, Keflavík.
óskar H. Guðmundsson,
Flyðrugranda 14, Reykjavík.
50ára
Rann veig Jónsdóttir,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Hufdís Daníelsdóttir,
Esjubraut 26, Akranesi.
EyjólfurHalldórsson,
’Harhárgötu lOc, Reykjavík.
Ridfiii kjaftahsson.
Miðvabgi 57. Hafimrfirði.
Stfefán Jónasson;
Rffekkii/l'uhgUHreþþl.
40 ára
Stefania Guðbergsdóttir,
Máshólum 7, Reykjavík.
Helga Hjördís Sveinsdóttir,
Lerkihlíö 5, Reykjavík.
Marsibil Sigurðardóttir,
Einigrund 14, Akranesi.
Einar Gunnarsson,
Hjalteyrargötu 1, Akureyri.
Sigríður Birna Hólmsteinsdóttir,
Fífuseli 7, Reykjavík.
Marý A. Marinósdóttir
Marý A. Marinósdóttir, Arnar-
hrauni 29, Hafnarfirði, er sextug í
dag.
Starfsferill
Marý fæddist á Húsavík og ólst
báf Uþþ Ög f fiöf gáfflfeáí; Að gágti-
fræðánáml loknu stuinlaði húfl fláffl
viö Húsmaíöfáskóiatiii áð Várina
láfldi f fiöfgáftiföi.
Fjölskylda
Marý giftist 17.6.1950 Birgi Guð-
mundssyni, f. 22.1.1929, verkstjóra
á vörulager hjá Aðalverktökum, en
hann er sonur Guðmundar Skarp-
héöinssonar skólastjóra og Ebbu
Flóvents húsmóður.
Börn Marýjar og Birgis eru: Alma,
f. 2.3.1951, hjúkrunarfræðingur, gift
Steingrími Haraldssyni vélstjóra og
eiga þaútvö börn, Marý Björk, sem
er sautján ára, og Þyrí Höllu sem
er fimmtán ára; Marinó Flóvent, f.
4.11.1958, bakari, kvæntur Jóhönnu
Ingimundardóttur húsmóður og
eigaþau þrjú börn, Vilhjálm, tíu
ára, Ingimar Flóvent, tveggja ára,
og Marinó Flóvent, eins árs; Birgir
Már, f. 10.1.1963, öryrki.
Marý átti fjórar systur: Unnur, f.
Marý A. Marinósdóttir.
1.8.1923, bankastarfsmaður; Hanna,
f. 31.5.1925, d. 26.3.1984; Erna, f.
12.3.1933, fulltrúi hjá Pósti og síma;
Halldóra, f. 29.7.1938, afgreiðslu-
stúlka.
Foreldrar Marýjar voru Marinó
Sigurðsson, f. 17.12.1900, d. 29.6.
1972, bakarameistari, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 15.9.1900, f. 8.7.1971,
húsmóðir
Mary tekur á móti gestum á heim-
ili dóttur sinnar, Fífumýri 12,
Garðabæ, laugardaginn 7.9. n.k.
klukkan 17.OO-2O.0O.
Sviðsljós
Nýr maður í lífi
Juliu Roberts
Leikkonan Julia Roberts, sem er
þekktust fyrir leik sinn í myndinni
Pretty Woman, hefur undanfarið
sést í rpjög nánu sambandi með
einkaþjálfara sínum. Eins og flest-
um er í fersku minni skildi Julia
nýlega við unnusta sinn, Kiefer
Sutherland, nokkru áður en þau
ætluðu að ganga upp að altarinu og
tók saman við vin hans, Jason
Patric.
Þrátt fyrir að Julia sé enn með
Jason hefur hún sést, hvað eftir
annað, kyssa og faðma hinn mynd-
arlega einkaþjálfara sinn, Dennis
Smith.
„Enginn veit raunverulega hve
samband þeirra er náið en miðað
viö það sem sést hefur til þeirra þá
er samband þeirra mun nánara en
venja er um þjálfara og nemanda
hans,“ sagði einn kunningi hennar.
Julia réð Dennis sem einkaþjálfara
sinn 8. júlf síðastliðinn en þau
Julia faðmar Dennis, þjálfara sinn,
innilega.
kynntust 1990 þegar hún var að
leika í myndinni Dying Young. Síð-
an hefur hún hitt hann á hverjum
morgni klukkan átta í líkamsrækt-
arstöð sem heitir Powerhouse Gym
í Los Angeles á meðan Jason sefur
heima í rúmi.
„Dennis kyssir hana og er að
hvísla ástarorðum í eyra hennar og
þegar þau gera hlé á æfingunum
haga þau sér eins og ástfangið par,“
sagði einn þjálfarinn á staðnum.
„Hann er svo vöðvastæltur að
Jason, núverandi unnusti hennar
og Kiefer, fyrrverandi unnusti, líta
út eins og veimiltítur við hliðina á
honum," sagði einn vinur hennar.
„En ef Jason vissi um þetta sam-
band yrði hann líklega æfur.“ En
Julia svaraði aðeins; „Mér er alveg
sama hvað fólk segir, ég veit ekki
hvað þetta samband mun stand
lengi og ég vil aðeins skemmta mér
á meðan ég get.“
Julia og Dennis ræðast við fyrir utan líkamsræktarstöðina eftir tíma.