Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Side 31
MIÐVIKUDÁGUR'4. SEPTEMBER 1991.
55
Veiðivon
Veður
Laxá í Dölum:
„Þetta hefur verið
mokveiði síóustu
vikurnar'
*
- segir Gunnar Bjömsson kokkur
„Veiðin hefur gengið rosalega vel
hérna hjá okkur í Laxá í Dölum eftir
að það fór að rigna, áin hefur gefið
1000 laxa á þessari stundu,“ sagði
Gunnar Björnsson, kokkur í veiði-
húsinu Þrándargih viö Laxá í Dölum,
í gær. En veiðin í Laxá í Dölum hefur
veriö feiknagóð síðan tók að rigna.
„Besta hollið í sumar veiddi 122
laxa og það er í góðu lagi. Síðasta
holl sem hætti hjá okkur veiddi 85
laxa. Hollið sem er hjá okkur núna
er komið með 50 laxa eftir einn og
hálfan dag. Stærsti laxinn sem hefur
náðst var 19 pund en veiðimenn hafa
sett í stærri en þeir hafa sloppið af.
í Þegjanda eru nokkrir stórir laxar
en þeir taka illa. Það er mjög gott
vatn í ánni þessa dagana, kannski
of mikið. Áin var lituð í gær og slæmt
veöur en sá sem veiddi mest, þrátt,
fyrir veöurhaminn, fékk 10 laxa. Það
veiddust grálúsugir laxar í næstefsta
veiðistað árinnar, svo þeir eru fljótir
uppeftir þessa dagana. Mest eru þetta
5 til 7 punda laxar og 10 til 16 punda
sem veiöast. Þetta hefur verið mok-
Þeir hafa komið margir á land lax-
arnir i Laxá i Döium síðustu dagana
og þúsundasti laxinn var að veiðast
í gærdag. DV-mynd GHR
veiði héma síðustu.vikurnar í Laxá,“
sagði Gunnar kokkur og hélt áfram
að elda matinn.
-G.Bender
Lokatölur úr
Norðurá í Borg-
arflrði 1265 laxar
- áin bætir sig um 8% á milli ára
Unnar Þór Garðarsson heldur á 4 punda maríu-
laxi og 16 punda laxi sem hann veiddi í Skjálf-
andafljóti.
DV-mynd Garðar Jónsson
„Lokatölur úr Norðurá í Borgarfirði em 1265
laxar og er þetta 8% aukning á milli ára,“ sagði
Friðrik Þ. Stefánsson, varaformaður Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur, í gær, en í fyrra gaf Norðurá
1072 laxa.
„Lokahollið veiddi 29,laxa og lokatölur eru því
1265 laxar. Þurrkarnir í sumar hafa tekiö af okkur
á milli 300 og 400 laxa. Það rignir núna þegar veið-
in er hætt í ánni. Það eru laxar í Torfafit, Hóls-
streng og Glitstaðastrengunum meðal annarra
veiðistaða.
Það var rétt að leyfa spúninn í sumar í Norðurá,
hann hefur gefið þá nokkra," sagði Friðrik enn-
fremur.
Straumfjarðará
hefur gefið 255 laxa
„Veiöin gekk ágætlega hjá okkur í Straumfjarð-
ará og em komnir 255 laxar á land,“ sagði veiði-
maður sem var að koma úr ánni fyrir fáum dögum.
„Síðustu tvö holl hafa veitt um 50 laxa þó ekki
væri mjög gott veðurfar á svæðinu," sagði veiði-
maðurinn ennfremur.
Síðasta holl i
Svartá veiddi 10 laxa
Úr Svartá í Húnavatnssýslu eru komnir um 70
laxar og veiddi síðasta holl 10 laxa. Veiðin hefur
verið róleg í sumar í Svartá.
-G.Bender
Alviðra í Sogi:
Tveir stórlaxar hafa sloppið með stuttu millibili
„Þetta var meiri háttar slagur viö
stórfiskinn, ég sá þessa baráttu í rétt
klukkutíma og laxinn hefur verið
yfir 25 pundin,“ sagði Logi Knútsson
prentari en hann varð vitni að
hörkubaráttu við stórlax í Soginu í
landi Alvirðu fyrir skömmu. Þegar
mest var vom á milli 30 og 40 manns
að fylgjast með þessu, flestir vom
það útlendingar.
„Þetta vom þrír veiðimenn saman
að veiða og fiskurinn tók á Öldunni
um hálfeitt um daginn og rétt fyrir
fimm fór stórlaxinn af. Fiskurinn tók
hjá elsta veiðimanninum. Einu sinni
meðan ég stoppaði velti laxinn sér
og ég sá hann vel. Laxinn tók fluguna
og hann var víst orðinn þreyttur þeg-
ar fiskurinn fór, blessaður veiðimaö-
urinn. Laxinn hefur verið orðinn það
líka og þetta var ótrúleg barátta,"
sagði Logi ennfremur.
„Baráttan við fiskinn var hörð en
hann fór af í lokin,“ sagði starfs-
stúlka í Þrastarlundi sem sá barátt-
una við stórlaxinn í Soginu.
„Þetta var svakalegt að missa lax-
inn og hann hefur veriö vel yfir 20
pundin,“ sagði Örn Grétarsson í
prentsmiðju Suðurlands á Selfossi en
hann missi stórlax í Soginu á Öld-
unni núna undir mánaöamót. Á
sama stað og stórfiskurinn fór af
nokkrum dögum áður.
„Fiskurinn tók maökinn og barátt-
an stóð yfir í rúman klukkutíma. Ég
hélt fyrst að ég væri að draga slý,
eftir að hann tók maðkinn,“ sagði
Örn ennfremur.
-G.Bender
Fjölimðlar
Að láta þáttinn „renna"
Einn er sá þáttagerðarmaður í
útvarpi sem hefur ágæt tök á því
sem hann er að gera. Þetta er morg-
unhani Bylgjunnar, Eirikur Jóns-
son. Honum er lagið að láta þáttinn
- „renna" og er blessunarlega laus við
að rabha einatt um sjálfan sig og
sinar skoðanir, eins og margir
þáttastjórnendur freistast til að
gera. Þess í stað fjallar harrn uro
menn og málefni á þann hátt sem
honum er líklega einum lagið.
Stundum er hlustandinn þess full-
viss að nú sé morgunhaninn aö
ganga skrefinu of langt og stór-
móðga einhvern viðmælandann.
Sumir myndu líka móðgast af
minna tilefni - en við flesta aöra en
Eirik.
Hins vegar mætti bera minna á
endurtekningum í þættinum hjá
honum. Þær geta verið gagnlegar
þeim sem hefja hlustun í miöjum
þætti. Hinum sem byrja að fylgjast
með strax klukkan sjö er þetta leiöi-
gjarnt.
En látum þetta duga um Eirík
Jónsson.
Nokkur upplausn virðist nú ríkja
í blaðaheiminum. Pressan er á sölu-
lista, uppsagnir í gangi á Tímanum
og Þjóðviljinn á hausnum. Ýmsir
hafa bent á að síðastnefnda blaðið
megi ekki leggja upp laupana, allra
síst þegar allaballarair ættu að hafa
sig alla við í stjómarandstöðunni.
Þetta er skoðun út af fyrir sig.
Hins vegar er eins og Þjóðviljinn
haii ekki almennilega náð fótfestu i
andstöðunni enn sem komiö er. Þaö
er eins og skríbentar blaðsíns krafsi
meira utan í málunum heldur en
að þeir höndli aðalatríðin. Útkoman
verður oft á tíðum grútmáttlaus
skrif þótt tilefhi sé á hverri þúfu.
Þó er eins og blaðið hafi heldur
hresst eftir að það fékk greiðslu-
stöövun. Líklega stafar það af þvi
að topparnir í fiokknum eru aðeins
farnir aö gefa því gaum eftir að
ósköpindunduyfir.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Vestlæg eða suðvestlæg átt, viðast kaldi fram eftir
morgni og dálitil rigning suðvestanlands en þurrt að
mestu annars staðar. Norðvestangola eða kaldi siðar
i dag og léttir smám saman til sunnanlands, skýjað
en úrkomulaust að mestu um landið norðanvert.
Heldur kólnar norðanlands þegar liður á daginn.
Akureyri
Egilsstaðir
Keflavíkurflugvöllur
Kirkjubæjarklaustur
Raufarhöfn
Reykjavík
Vestmannaeyjar
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Úsló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrid
Malaga
Mallorca
Montreal
New York
Nuuk
Orlando
Paris
Róm
Valencia
Vin
Winnipeg
alskýjað 11
skýjað 11
rign/súld 8
alskýjað 10
léttskýjaö 7
súld 7
súld 9
hálfskýjað 10
skýjað 13
þokumóða 14
skýjað 17
skýjað 15
rigning 13
þokumóða 16
þokumóða 19
skýjað 15
skýjað 19
heiðskírt 17
heiðskírt 15
þoka 8
léttskýjað 12
mistur 15
þokumóða 17
heiðskírt 17
alskýjað 20
hálfskýjað 25
léttskýjað 20
léttskýjað 19
heiðskírt 21
heiðskírt 5
rigning 24
heiðskirt 17
þokumóða 19
þokumóða 21
heiðskírt 13
skýjað 14
Gengið
Gengisskráning nr. 167. - 4. sept. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 60,940 61.100 61,670
Pund 103,394 103,665 103,350
Kan. dollar 53,384 53,524 54,028
Dönskkr. 9,1044 9,1283 9,1127
Norsk kr. 8,9935 9,0171 8,9944
Sænsk kr. 9,6807 9,7061 9,6889
Fi. mark 14,4390 14,4770 14,4207
Fra. franki 10,3363 10,3634 10,3473
Belg. franki 1,7068 1,7112 1,7074
Sviss. franki 40,0908 40,1960 40,3864
Holl. gyllini 31,1865 31,2684 31,1772
Þýskt mark 35,1330 35,2253 35,1126
It. líra 0,04707 0,04720 0,04711
Aust. sch. 4,9920 5,0051 4,9895
Port. escudo 0,4104 0,4115 0.4105
Spá. peseti 0.5639 0,5653 0,5646
Jap. yen 0.44873 0,44991 0,44997
írskt pund 93.969 94,216 93.893
SDR 81.7071 81,9217 82,1599
ECU 72,1438 72,3332 72,1940
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
3. september seldust alls 68,824 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Blandað 0,327 30,56 10,00 60,00
Gellur 0,019 60,00 60,00 60.00
Grálúða 0,713 89,00 89,00 89,00
Karfi 0,099 27,47 20,00 30,00
Keila 0,327 37,27 34.00 42,00
Langa 2,907 67.00 67.00 67.00
Lúða 0,569 354,18 115,00 450,00
Skarkoli 0,967 68,01 8,00 95,00
Skötuselur 0,048 205,00 205,00 205,00
Steinbítur 6,351 52,56 43,00 63,00
Þorskur, sl. 7,400 89,18 75,00 99,00
Þorskur, smár 0,320 64,00 64,00 64,00
Ufsi 39,957 74,54 20,00 76,00
Undirmál. 2,797 66,98 66,00 76,00
Ýsa, sl. 6,021 112,87 56,00 130,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
3. september seldust alls 7,817 tonn.
Þorskur 1,991 86,27 78,00 87,00
Ýsa 3,608 113,09 110,00 116,00
Steinbítur 0,075 30,00 30,00 30,00
Lúða 0,020 300,00 300,00 300,00
Langa 0,124 53,00 53,00 53,00
Koli 1,303 60,00 60,00 60,00
Karfi 0,696 33,00 33,00 33,00
Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn
3. september seldust alls 15,673 tonn.
Blandað 0,368 69,80 20,00 70,00
Karfi 10,816 34,00 34,00 34,00
Keila 0,015 36,00 36,00 36,00
Langa 0,786 52,75 51,00 6000
Skata 0,014 90,00 90,00 90,00
Skötuselur 0,030 100,00 100,00 100,00
Steinbítur 0,260 56,06 20,00 60,00
Þorskur, sl. 0,746 98.90 75,00 99,00
Ufsi 1,764 57,00 57,00 57,00
Ýsa, sl. 0,871 99,90 90,00 100,00
Fiskmarkaður Suðurnesja 3. september seldust alls 106,323 tonn.
Skarkoli 0,307 70,00* 70,00 70,00
Skata 0,090 89,00 89,00 89,00
Keila 1,000 4000 40,00 40,00
Skötuselur 0,049 209,80 170,00 220.00
Langa 1,885 55,41 15,00 56,00
Ýsa 9,322 105,29 94,00 119,00
Undirmál. 0,088 61,00 61,00 61,00
Þorskur 25,300 86,11 85,00 90,00
Koli . 1,056 70,57 66,00 73,00
Blálanga 0,038 39,00 39,00 39,00
Hlýri/Steinb. Lúða 1,751 61,17 35,00 67,00
0,549 367,30 210,00 490,00
Ufsi 47,321 65,62 52,00 71,00
Steinbítur 0,135 65,48 64,00 72,00
Karfi 17,430 37,83 30,00 41,00
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900 .