Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 7
^ÖSTXJpAGUR113, SKPTE.M.R^R 1991. 7 Fréttir Óvenjumiklar verð- sveif lur á mörkuðunum Miklar sveiflur eru á fiskmörkuðunum. Miklar sveiflur hafa verið á fisk- verði á mörkuðum erlendis, sérstak- lega á þýska markaðnum. Við þessar verðsveiflur er erfitt að ráða. Verðið ræðst að mestu leyti af framboði og eftirspurn, þó aðrir þættir komi þar einnig við sögu, og er þá helst að veðrið hafi nokkur áhrif. Nú er mik- il hreyfing hér í þá átt að allur fiskur fari á uppboðsmarkaði innanlands. Verið er að reyna að koma á fisk- markaöi á sem flestum stöðum en samkomulag þar um er ekki jafngott alls staðar. Eins og áður hefur komiö fram í þessum þáttum eru stórþjóðirnar með fiskiflota sína um öll heimsins höf. Síðustu árin hafa þessir stóru fiskveiöiflotar stundað veiðar í Suð- ur-Atlantshafi viö Suðurskautsland- ið og segir lítillega frá þeim veiðum í'þessum pisth. Fisksölur erlendis: England 9.9. var seldur fiskur úr gámum alls 410 tonn fyrir 59,5 millj. kr. Þorskur seldist á 164,16 kr. kg, ýsa 159,10, ufsi 77,20, karfi 61,00, koli 140,74, grálúða 162,26 og blandað 134,87 kr. kg. Meðalverð 144,80 kr. kg. Bv. Vörður seldi afla sinn í Hull 9. september sl. alls 59,8 tonn fyrir 8,1 millj. kr. Þorskur seldist á 153,91 kr. kg, ýsa 145,15, ufsi 80,93, karfi 70,25, koli 144,62 og blandað á 153,00 kr. kg. Meðalverð 135,89. Gámasölur 10. september sl. alls 199,9 tonn fyrir 31 millj. kr. Þorskur seldist á 171,73 kr. kg, ýsa á 171,14, ufsi 80,72, karfi 71,88, koli 142,66 og blandað 170,27 kr. kg. Meðalverð 155,93 kr. kg. Þýskaland Bv. Skagfirðingur seldi afla sinn í Bremerhaven 4.-5. sept. sl. alls 156,7 tonn fyrir 12 millj. kr. Meðalverð 70,76 kr. kg. Þorskur seldist fyrir 119,05 kr. kg, ýsa 120,68, ufsi 100,57, karfi 76,59, grálúða 141,94 og blandað 24,30 kr. kg. Bv. Heiðrún seldi afla sinn í Brem- erhaven 5.-6. september sl. alls 103 tonn fyrir 9,777 millj. kr. Þorskur seldist á 124,80 kr. kg, ýsa 212,43 kr. kg, en það voru aðeins seld 49 kg, ufsi 104,60, karfi 100,71, grálúða 146,40 og blandað 32,08 kr. kg. Meðalverð 94,73 kr. kg. Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson Bv. Engey seldi 9. sept. í Bremer- haven alls 186 tonn fyrir 24,721 millj. kr. Meðalverð 132,67 kr. kg. Þorskur seldist á 143,31 kr. kg, ýsa 167,83, en af henni voru aðeins tæp 2 tonn, ufsi 129,84, karfi 132,33 og blandað 128,53 kr. kg. Vikuna 2.-9. september var meðalverö á fiski í Englandi 168,95 kr. kg en á sama tíma var meðalverð í Þýskalandi 81,73 kr. kg. Suðurheimskautssvæðið Sovéskur fiskveiðifloti veiðir allt árið við suðurheimskautið. Sovét- menn eiga stærsta fiskveiðifloa ver- aldar og hafa verið meðal þeirra þjóða sem mest hafa veitt á undan- íörnum árum. Flotinn er gamall og úr sér genginn að miklum meiri- hluta. Innlendar skipasmíðastöðvar hafa ekki getaö annað endurnýjun flotans og vegna gjaldeyrisskorts hefur ekki veriö hægt að láta smíða eins mikið og þarf til þess að halda flotanum sæmilega við. Fjöldi þeirra sem vinna á skipunum er samkvæmt skýrslum frá FAO 800.000 og þénust- an er 6132 dollarar á ári, en hinn al- menni borgari hefur aðeins 1392 doll- ara í árslaun. Á síðasta ári var afli flotans 10,4 mfllj. tonna, en var 11,2 milljónir tonna árið 1986. Fiskiðnað- urinn líður fyrir slæman efnahag í landinu. Núorðið verður hvert út- gerðarfélag að greiða fyrir veiðileyfi sjálft. Afla verður gjaldeyris fyrir þeim kostnaði sem það stofnar til erlendis og er það gert á þann hátt að seldur er afli upp í kostnaðinn. Sovéski flotinn stundar veiðar við Suðurheimskautslandið og aðalveið- in er „krill“ og palagoniskur tootfisk- ur. Tootfiskurinn er veiddur á línu en krillið í vörpu. Að jafnaði eru 16 togarar á veiöum þarna auk línu- veiðaranna. Meðalveiðin er 110 tonn á sólarhring og er búið til mjöl úr nokkru af krillinu, annars er búin til pasta, sem seld er í Rússlandi, og þykir mjög prótínrík. Á þessum svæðum veiða Pólverjar og Japanir. Skipin, sem stunda veiðar á þessum slóðum, eru þarna allt árið og færa sig til eftir árstíðum. Hér er aðeins stiklað á stóru í öllum þeim upplýs- ingum sem eru í ágústhefti FNI. Skipt er um áhafnir reglulega og birgðaskip koma að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Seljanlegir kvótar -reynsla Nýsjálendinga í október 1986 var lögfestur seljan- legur kvóti og má telja þessa ákvörð- un einna áhrifaríkasta hvað varðar fiskveiðar við Nýja-Sjáland. Ríkis- stjórnin keypti upp kvóta, sem menn vÚdu ekki notfæra sér, og leiddi það til þess að minni veiði varð og færri voru við veiðarnar. Veiðarnar hafa komist í fastara form, skipin hafa stækkað og vinnslan hefur orðið jafnari. Nýsjálendingar settu kvóta á veiðarnar áriö 1982 en veiðarnar voru aðallega smokkfiskur. 1986 var svo ákveðið að hafa kvótann seljan- legan og hefur þetta haft mikil áhrif á veiðarnar. Síðan 1978 hefur verið kvóti á skelfiskveiðum. Fjárfesting í fiskveiðunum var óhófleg og sá stjórnin fram á að við svo búiö mátti ekki standa ef ekki ætti í óefni að stefna. Þá kom fram hugmyndin um seljandlegan kvóta. Milljónamæringar á einni nóttu Margir fiskimenn höíðu tekið þátt í arðsömum veiðum og vildu sumir þeirra hætta sjómennsku og selja eöa leigja kvóta sinn og sumir hugðust nota hann sem eftirlaun og leigja þá kvótann frá ári til árs. Nokkur mið- stýring varð við þessar ákvarðanir. Þeir sem áttu nýja og vel útbúna báta vildu halda áfram veiðunum. Niðurstaöan varð sú að færri og stærri fyrirtæki urðu til og kom fisk- urinn í fáar hafnir og stærri. En margir fiskimenn voru atvinnulaus- ir og sáu sér hag í að hefja grunnsæv- arveiðar og nú fjölgaði skipunum á ný, en á Nýja-Sjálandi er 13% at- vinnuleysi. Bréf sent fró David Mitchell Nelson, ritstjóra Evening Star, til Fiskaren. Leifur heppni 1 riti norsku utanríkisþjónustunnar: Eru íslendingar aðafsalasér Leifi heppna? - þvert á móti, segir Jónas Kristjánsson Eins og fram kom í frétt DV fyrir nokkru var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fengin til að skrifa formála að þúsund ára afmælisriti norska utanríkisráðuneytisins, „The Viking Discovery of Amer- ica“, ásamt Haraldi V. Noregskon- ungi. Dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, aðstoðar við rit- stjórn þess. Ritið íjallar um ferðir Leifs heppna og annarra víkinga til Ameríku en það á meðal annars að nota sem gjöf til opinberra gesta i Noregi á næstu árum. Aðspurður hvort þama væru ís- lendingar ekki að afsala sér Leifi heppna og viðurkenna að hann hafi verið Norðmaður sagði dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumað- ur Stofnunar Áma Magnússonar, það vera hreina fiarstæðu: „Þvert á móti. Ritið er skrifað í tilefni siglingar norska víkinga- skipsins Gaiu fyrr í sumar og þeim hátíðahöldum og þeirri kynningu á landkönnun norrænna manna sem því fylgdi. Kynningin var sameiginlegt átak íslendinga og Norðmanna og var því talið við hæfi að biðja þjóöhöfð- ingja beggja landanna að skrifa formála að afmælisritinu. Vigdís skrifar náttúrlega frá ís- lensku sjónarmiði og segir frá því að Leifur heppni hafi verið íslend- ingur,“ sagði Jónas. Jónas sagðist ekki hafa vitað að gefa ætti ritið opinberum gestum í Noregi en taldi það ekki skipta neinu máli. „Það var hins vegar reynt að koma í veg fyrir að þeir notuðu orðið „norse" í nafni ritsins, sem þýðingu fyrir orðið norrænn, því yfirleitt telja menn það þýða norsk- ur. Orðið er þannig mjög villandi og hefur meðal annars orðið til þess aö víöa erlendis telja menn Leif heppna vera Norðmann," sagði Jónas. -ingo ’^'-'tAXAFENI14, NÚTÍÐ, 108 REYiaAVÍK, SÍMAR 687480, 687580 C'OG 37878 GRAFARV0GUR-AUSTURSTRÖND3,SELTJARNARNESI Okkar dansar eru spennandi. Síöustu innritunardagar. Skírteini afhent í dag í Faxafeni 14. Kennsla hefst á morgun, laugardaginn 14. september. Nú er fastbundna stundaskráin komin í gagnið hjá flestum og því ráö aö raða í tómstundirnar. Viö finnum rétta hópinn fyrir þig og allafjölskylduna: SELTJARNARNES: GRAFARVOGUR: Skírteini afhent á Austurströnd 3, SPRON-húsinu, sunnud. 15. sept. kl. 14-16. Skírteini afhent í Hverafold 1-3 sunnudaginn 15. sept. kl. 14-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.