Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 9
fö^tudÍgIjr iTseMmÖeb: DV TTTRÖ? 1991. 9 Útlönd ísraelskir hermenn bera kistu með líki félaga sins sem palestínskir skæruliðar skiluðu i gær. Simamynd Reuter Gíslamálið Hermannslík í skipt- um fyrir skæruliða ísraelsmenn leyfðu Palestínu- manni sem þeir höfðu vísaö úr landi aö snúa aftur heim í morgun í staö- inn fyrir jarðneskar leifar ísraelsks hermanns sem hafði verið saknað í Líbanon. Vonir manna um frekari lausn vestrænna gísla úr höndum mannræningja jukust enn frekar við þessi skipti. Lík Samirs Assads hðþjálfa kom til ísraels frá Vínarborg og að sögn tals- manns ísraelska hersins var einnig í flugvélinni Palestínumaður sem vísað var úr landi 1986. Lýðræðis- fylkingin til frelsunar Palestínu sem hefur aðsetur sitt í Damaskus í Sýr- landi hafði krafist þess að hann yrði sendur aftur heim. Samningamenn Sameinuðu þjóð- anna hafa lagt fram áætlun um frels- un allt að tíu vestrænna gísla í Liban- on í áfongum og 375 arabískra fanga í haldi ísraelsmanna. Á miðvikudag var 51 arabanna sleppt úr haldi. Stjórnvöld í ísrael gera ráð fyrir aö í fangaskiptunum verði sjö ísra- elskir hermenn sem saknað er annað hvort látnir lausir eða upplýsingar veittar um afdrif þeirra. Hópar heit- trúarmanna hafa lýst yfir vilja sín- um til að veita fleiri vestrænum gísl- um frelsi ef ísraelsmenn halda áfram að láta fanga sína lausa. Assad hðþjálfi var handtekinn nærri Sídon í Líbanon árið 1983 en ári síðar sögðu mannræningjar að hann hefði látist í loftárás ísraelska hersins á Líbanon. Talsmaður ísraelska hersins sagði í gær að liðþjálfinn hefði ekki verið drepinn í loftárás en lík hans yrði rannsakað th að komast að dánaror- sökinni. Heiðursfylking ísraelska hersins tók á móti flugvélinni frá Vínarborg og sex liðþjálfar meö svartar húfur báru kistu félaga síns á öxlunum. Reuter Nýlr gíslar teknir í Líbanon: Skæruliðar taka franska hermenn Skæruliðar, sem voru að reyna að laumast í átt til ísraels, gripu nokkra franska hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna sem stöðvuðu þá í suðurhluta Líbanons í morgun, að sögn heimildarmanna. Þeir sögðu að frönsk sveit úr friöar- gæsluliði SÞ hefði stöðvað þrjá skær- uliða í dögun. Skæruliðarnir tóku hermennina til fanga til að tryggja að þeir gætu hörfað til baka. Hermennirnir voru gripnir nærri þorpinu Naqoura þar sem lið Sam- einuöu þjóðanna hefur bækistöðvar sínar. Hermenn frá níu þjóðum taka þátt í friðargæslunni. Þorpið er á yfirlýstu öryggissvæði ísraels, þrjá kílómetra fyrir norðan landamærin að Líbanon. Friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna var komið á fót 1978 eftir að ísraelsmenn fóru yfir landamærin inn í Líbanon og hlutverk þess var að hafa eftirlit á landamærunum. En ísraelskar hersveitir og banda- menn þeirra í suðurhluta Líbanons neituðu að hverfa frá öryggissvæð- inu. Svæðið nær fimmtán kílómetra inn í Líbanon og ísraelsmenn ætluðu sér með því að koma í veg fyrir árás- ir skæruliða á land sitt. Reuter Eitginn gróði af jólasveininum Nú þykir ljóst að Grænlendingar muni ekki þéna neina peninga á jóla- sveininum á þessu ári- Fyrir tveimur árum kviknaði sú hugmynd að búa jólasveininum heim- Oi á Grænlandi og nýta hann í þágu viðskiptalifs 1 landinu. Hann átti að stuðla að auknum ferðamannastraumi, aukinni sölu á grænlenskum af- urðum og einnig var hugmyndin að hefja framleiðslu alls kyns jólavarn- ings. Innrétta átti verkstæði fyrir jólasveininn og hann átti að hafa höfuð- stöðvar sín^r í Nýlenduhöfninni í Nuuk. En á Grænlandi er langur vegur frá hugmynd til veruleika. Vist eru menn að innrétta verkstæði fyrir jólasveininn en jólasveinninn sjálfur hefur ekki fundist, né heldur ein- hver til að selja hann. Og þær jólasveinavörur sem Grærdendingar ætl- uðu að græða á verða ekki tilbúnar fyrir þessi jól. Allt á þó að vera til reiðu á næsta ári. En Grænlendingar eru ekki ein- ir um hituna því þeir eiga í harðri samkeppni við Finna um hvetjh* hýsi jólasveininn. Og eins og er standa Grænlendingar ekki undir þeirri full- yrðingu heimastjórnarinnar að sveinki búi hjá þeim. Ritzau Naumur meirihiuti á móti EB Andstæöingar inngöngu Noregs í Evrópubandalagið eru heldur fleiri en hinir sem vilja ganga til liðs það. í skoðanakönnun, sem birtist í norska Dagblaðinu í gær, kemur fram að 36 prósent aöspurðra eru andvíg- ir aðiid en 32 prósent fylgjandi. Afgangurinn, 33 prósent, tekur ekki af- stöðu. Mest er andstaðan meðal ungs fólks og þeirra sem búa i Norður- Noregi. í svipuðum könnunum á þessu ári hafa stuðningsmenn aðildar aö EB oftast verið í meirihluta. í sveitarstjórnarkosningunum á mánudag bættu tveir flokkar, sem eru á móti EB, við sig mestu fylgi en Verkamannaflokkur Brundtlands forsæt- ísráðherra galt mesta afhroð sitt í áratugi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki enn gert upp við sig hvort hann er fylgjandi eða and vígur aðild að EB. Norskir kjósendur höfnuðu með naumum meirihluta aðild að Efnahags- bandalaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu 1972. Grófu írakana lifandi Bandaríska varnarmálaráðuneytið viðurkenndi í gær að margir íraskir hermenn hefðu verið grafnir lifandi í skotgröfum á meðan á Persaflóa- stríöinu stóð. Til verksins notuðu bandarísku hermennirnir skriðdreka með jarðýtutönnum. Pete Williams, talsmaður ráðuneytisins, vildi þó ekki fara nánar út í það en segja aö „margir" hefðu verið þannig grafnir. Hann vildi hvorki neita né staðfesta fregnir um að slik hefðu orðið örlög hundruða, jafnvel þúsunda iraskra hermanna. „Það er ekki ætlun mín að vera ósvifinn en það er ekki til nein falleg leið til að drepa einhvern í stríði," sagði Will- iams við fréttamenn. „Það er ekkert í Genfarsáttmálanum sem bannar svona aðferöir. Stríð er helvítí.“ Bandaríska dagblaðið Newsday varð fyrst til að birta fréttir um greftrun- ina í gær og hafði eftir bandarískum herforingjum að sumir Irakanna hefðu enn verið að skjóta úr byssum sínum þegar þeir voru grafnir. Rcuter BREKKU VAL Matvöruverslun Kjarapallaverslun Hjallabrekku 2 Eddufelli 8 Kópavogi Reykjavík lækkun á vöruverði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.