Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. 15 Eru gjöld til skóla skelf ileg? Nú hafa skólameistSrar, kenn- arasamtök, nemendafélagafor- menn og vinstri menn almennt meö fyrrverandi menntamálaráð- herra i broddi fylkingar andmælt því aö nemendur á mennta- og há- skólastigi verði látnir greiöa brot af kostnaði við menntun sína. - Ekkert mark er tekið á þessu fólki enda koma andmælin úr hörðustu átt þegar skoðað er hvað þetta fólk hefur aðhafst undanfarin ár. Lítum fyrst á Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann hefur ckki farið dult með það undanfarna daga að hann er and- vígur skólagjöldum. Engu að síður hafnaði hann þeirri ósk minni á meðan hann var ráðherra að fella niður skyldugreiðslu skólagjalda í Háskóla íslands. Skólagjöldin í Háskóla íslands renna að stærstum hluta til nem- endafélags skólans sem ég og tjöl- margir aðrir stúdentar kærum okkur ekki um að vera í. í svar- bréfi sem Svavar sendi mér á með- an hann var ráðherra stóð m.a.: „Ráðuneytið ítrekar, að Háskóli íslands eins og aðrar innlendar og erlendar menntastofnanir hefur fulla heimild til þess aö innheimta skrásetningargjöld af stúdentum og ráðstafa þeim í samræmi við gildandi lög og reglugerðir." Ég botna því ekkert í því. þegar Svavar kemur þessa dagana hvað eftir annað fram í fjölmiðlum og segist vera andvígur skólagjöldum. Það sem er svo allra mesti brandar- inn í þessu er að þegar ég bað Svav- ar að fella skyldugreiðslu á gjald- KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræöinemi í Hl inu í Háskólanum niður var jjað tíu þúsund krónur. í dag hefur Háskólanum verið gefin heimild til aö innheimta sautján þúsund krónurog þá kallar Svavar það mannréttindabrot. Mannréttindi Svavars liggja semsé einhvers stáðar á bilinu tiu til sautján þúsund krónur! Það væri ef tif vill ráð að Svavar upplýsti fólk um hvernig hann reiknar þess- ar mannréttindakrónur út. Nemendafélagaformenn Formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands kom í sjónvarpsviðtal og sagði Stúdentaráð „vera andvígt skólagjöldum í hvaða mynd sem væri“. Engu að síður innheimtir Stúdentaráð nokkur þúsund krón- ur af öllum stúdentum og greiði stúdentar ekki þetta gjald fá þeir ekki að vera í Háskólanum. Þaö hlýtur að þurfa töluveröan’kjark til að koma í sjónvarp og segjast andvígur því sem maður gerir sjálf- ur. Að minnsta kosti einn formaður nemendafélags í menntaskólum landsins hefur mótmæft því að skólagjöld verði lögð á. Sá hinn sami hefur áður ritað grein þvi til stuðnings að allir nemendur menntaskóla eigi að greiða nem- endafélögum skólanna mörg þús- und króna gjald. Þegar talað er um að nýta þessa peninga frekar í að bæta kennsluna og aðbúnað nem- enda vill hann fella gjaldið niður! Það liggur í augum uppi að bless- aður maðurinn fór ekki í mennta- skóla til að mennta sig, heldur til að láta aðra niðurgreiða ballferðir fyrir sig. Það er síðan rétt að taka það fram að bæði formaður Stúdentaráðs Háskólans og flestir formenn nem- endafélaga menntaskóianna þiggja laun fyrir að gegna þessum emb- ættum. - Og launin eru auðvitað greidd af nemendum skólanna. Hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Skólameistarar og kennarasamtök Bæði skólameistarar og kennara- samtök hafa sent frá sér mótmæli vegna þess að nota á innritunar- gjöld skólanna í rekstur þeirra. Ég veit ekki betur en að einstaka skólameistarar hafl elt nemendur sína á röndum til að fá þá til að greiða nemendafélögum skólanna gjöld. Þar hafa hótanir um brott- rekstur og aðrar refsingar ekki verið sparaðar. Ekkert hámark hefur veriö á þessum greiðslum og hafa skóla- meistarar látið sér það vel líka. En þegar núverandi menntamálaráð- herra ætlar að setja þak á þessar greiðslur og mælist til þess að þær verði fremur notaðar í skólastarfið en annað ef skólana vantar fé er eins og heimurinn sé aö farast. Það sama er að segja um kenn- arasamtökin. Þeim hefur veriö ná- kvæmlega sama þó að nemendur hafi verið féflettir í nafni einhverra félaga. Én þegar nota á féð í skóla- starfið er nefndum hóaö samari í kaffi og kleinur og mótmælt af krafti. Það sem mér dettur helst í hug er að kennarar séu hræddir um að nemendur auki kröfurnar til þeirra ef nemendurnir þurfi að greiða beint fyrir námið. Og það er reyndar kjarni máls- ins. Virðing nemenda fyrir skóla- starfmu og kröfur þeirra til þess munu hraðvaxa þegar þeir verða sjálfir þátttakendur í kostnaði við það. Glúmur Jón Björnsson „Ekkert mark er tekiö á þessu fólki enda koma andmælin úr höröustu átt þegar skoðað er hvaö þetta fólk hefur aðhafst undanfarin ár.“ Andleg rækt, höf uðnauðsyn Andleg rækt gengur fyrst og fremst út á íhugun. Þetta fallega íslenska orð táknar aö dvelja í hug- anum; að hugsun okkar eða at- hygli dvelur í huganum. Þetta er eins og að safna á bankareikning, það koma vextir, vaxtavextir og vextir ofan á það (munið þið eftir laginu?). Með því aö dvelja i hugan- um í íhugun vex vitundin. Hún styrkist, verður skýrari, kyrrari og öruggari. Við getum dvalið lengur við eina hugsun í senn. Viö fmnum betur fyrir okkur sjálfum. Við skynjum tilfinningar okkar betur. Við finnum betur fyrir líkamanum. Við erum skynugri. Það er einmitt markmið okkar manna: að vera skynug, skynsöm, „homo sapiens“, hin skynsama vera. Hugleiðsla er annað orð sem er býsna algengt. Það hefur fest sig í sessi, en fær marga oft til að hugsa að hér sé um einhverja leiðslu að ræða, eins og hugleiðslu/dáleiðslu. Maður sér fyrir sér svefngengla, hippalegar druslur henglast fram af jógateppinu og gangandi í leiðslu allan hðlangan daginn. Nei, það er ekki markmiðið, þó að ýmsir kunni að villast inn á þá braut; markmiðið er að kyrra hug- ann, fá hann hljóðan og lifa í jafn- vægi; sjá lífið eins og það er, vera ferskur og lifandi. Lausn á vandamálum íhugun er lausn á mörgum vandamálum. Þegar þú íhugar lausn á vandamáli þá tekurðu þér góðan tíma til að hugsa málið og finna lausn sem virkar. Síðan byrj- arðu að vinna og vinnan er einnig framkvæmd með íhugun. Síðan þegar verkinu er lokið færðu þér aftur sæti og íhugar í kyrrð og ró þar til þú ert tilbúinn fyrir næsta verkefni. Kjallarinn Rafn Geirdal skólastjóri Þetta er réttur lífstíll og í jafn- vægi. Hann virkar jafnt á stærri lausnir sem smærri. Vandamál þjóðarinnar koma fyrst jpg fremst af eftirsókn eftir lífsgæðum sem eru ekki lífsgæði, heldur gervi- gæði. Til þess að sjá hvað er ekta og hvað er plat þarf að íhuga. Þjóðin í dag Þjóðin virðist eiga við gífurleg vandamál að etja í dag. Alls kyns vanlíðan einstaklinga, andleg sem líkamleg, sem læknar kunna illa ráð við. Margt fólk vill ekki gömlu pillurnar, margir læknar finna, að það er ekki rétta lausnin við slíkum almennum en þó merkjanlegum vandamálum, og heilbrigðisráð- herra er að minna okkur býsna hörðum orðum á að passa íjár- magnið sem í þetta flæðir. Hann og fleiri benda á að lausnin kunni að liggja í að hver einstaklingur ber ábyrgð á sjálfum sér, rækti sig á líkama og sál, og verði hann veik- ur, sjái hann til þess að hann hafi efni á því. Þó svo aö orð heilbrigðisráðherra hljómi harkalega, kann þarna að liggja lausn sem leiðir saman viö þá sem hafa áhguga fyrir alhliða heilsurækt, og hafa bent á þær leiö- ir árum saman. Vera kann að hin mikla heisluræktarbylgja, nýald- arbylgja og vistvæna bylgja sem hefur flætt yfir þjóðina undanfarið kunni að vera sú leið sem leiði til mestra heilla. Verið getur að við verðum svo heilbrigð að við þurf- um ekki pillurnar lengur, köstum þeim út í hafsauga og njótam þess að lifa heilbrigðu og eðlilegu lífi í ópsilltri náttúrunni iiér norður á hjara veraldar. Vera kann að þá líti aðrar þjóðir til þjóðarinnar í norðri og leiti eftir ráðum til að gera slíkt hið sama fyrir sína þegna. Þetta er vissulega mögulegt. Eg er sannfærður um að hagvöxt- ur liggur gegnum mannvöxt en „Vandamál þjóðarinnar koma fyrst og fremst af eftirsókn eftir lífsgæðum sem eru ekki lífsgæði, heldur gervigæði. Til þess að sjá hvað er ekta og hvað er plat þarf að íhuga.“ ,Sá voxtur. sem kemur í velferð meö heilsusrækt. verður mun hraö- ari...“ ekki í gegnum ofvöxt spúandi ái- vera, sem eyðileggja óspillta nátt- úruna, lungu verkamannanna og hina hreinu ímynd íslands. Leiðin liggur í gegnum ræktun lands og þjóðar, ekki með erlendum vágest- um gróðafyrirtækja. Með íhugun og ró má sjá skýrt hvor leiðin er betri. Ég vil álverin út og heilsuna inn. Sá vöxtur, sem kemur í velferð með heilsurækt, verður mun hrað- ari heldur en sú velferð sem nokk- urn tímann getur komið með álver- um. Setja þarf upp velferðargildi i stað peningagildis og hafa það meg- in verðmætamat þjóðarinnar. Setja má upp skilgreiningu á hinum heil- brigða manni, meta má á nákvæm- an hátt þol og hreysti einstaklinga, hver einstaklingur getur auðveld- lega fundið hvernig honum líður og hvaða æfingar henta honum best, andleg sem líkamlega. Þetta er rétta leiðin, ekki meng- andi álver. Jafnvel þó þau séu búin fullkomnum mengunarvörnum, menga þau hugarfar okkar og þjóð- arstolt. Eyjan missir hreinu ímynd sína, í stað þess að þjálfa vel mennt- aða íslendinga veröur hluti okkar lágkúrulegir verkamenn í erlend- um fjárplógsfyrirtækjum sem litið er niður til á alþjóðlegum vett- vangi. Við verðum flokkuö meðal frumstæðra þriðja heims þjóða, í stað þess að vera virt sem hrein- lynd og fógur þjóö. - íhugum málið! Framtíð íslands Ég sé fyrir mér stórar heilsulind- ir rísa um allt land. Nuddarar, lík- amsræktarþjálfar, leikfimikennar- ar, jógakennarar, heilsufæði, sund og skokk. Útivera, hjólreiðar og hestreiðar. Golfvellir. íslenskir og erlendir kennarar. íslenskir og er- lendir gestir. Alþjóðlegar heilsu- lindir. Stolt íslenskrar þjóðar. Leið- ir til heilsu okkar, heilsu erlendra gesta. Leiðir til aukinna tekna og virðingar á erlendum vettvangi. Hvar sem við lítum jákvætt. Velj- um þetta sem leið. Ég þakka. , Rafn Geirdal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.