Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUD'AGUR '13. SEPTEMBER 1991. 3 Fréttir Samgönguráðherra um búnað fyrir sj álfvirka tilkynningaskyldu: Get ekki sinnt ýfrustu kröf um í samgöngumálum - nauðsynlegt að taka ákvörðun um framhald, segir talsmaður SVFÍ „Þaö er ánægjulegt aö þessi búnað- ur hefur reynst vel en ég hef ekki séð um þetta kostnaðaráætlun. Það reynir auðvitað hver einasti maður, sem getur haft áhrif á mál, að stuðla að því að hægt sé aö auka öryggi manna. Ég get hins vegar ekki sinnt ýtrustu kröfum í sambandi við sam- göngumál á fjárlögum," sagði Hall- dór Blöndal samgönguráðherra að- spurður um hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því að miðstöð með sjálfvirkum tilkynningaskyldubún- aði yrði komið í gagnið hjá Slysa- varnafélagi íslands. Tilraunum með búnaðinn, sem var þróaður hjá Há- skóláíslands, er lokið. Þær fóru fram hjá SVFÍ og um borð í nokkrum ís- lenskum skipum í samráði við al- þjóðlega gervihnattastofnun. Sannað er að búnaðurinn eykur mjög öryggi sjómanna. Talið er að miðstöð og for- ritun myndi kosta um 100 milljónir króna. Búnaður um borð í hvert skip myndi kosta sem svarar andvirði far- síma. 20 tilraunatæki eru til sem framleidd voru hjá rafeindafyrirtæk- inu Marel. Hálfdán Henrýsson hjá Slysa- varnafélagi íslands sagði viö DV að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um áframhald uppbyggingar þessa kerfis - sérstaklega í ljósi þess að 10 milljóna króna fjárveiting lægi þegar fyrir sem hægt væri að verja í að koma miðstöðinni á. Viðræður standa yfir við Póst og síma um tæknihlið framkvæmdanna. Hálfdán sagði að þegar væri hægt að koma upp sjálfvirkri tilkynningaþjónustu við suðvesturhornið án mikils til- kostnaðar. „Ég vildi gjarnan geta sinnt öllu sem á mitt borð kemur en eins og sakir standa get ég það ekki,“ sagði samgönguráöherra. „Ég hef hvorki sagt já né nei við þessu en við í ríkis- stjórninni tökum ákvörðun um að Landeigendur að Heiðarfjalli rita umhverfisráðherra bréf: Sæmir ekki stjórn- völdum að stinga hausnum í sandinn - krefjaráðherraumliðsinni „Það getur ekki lengur samrýmst sóma íslenskra stjórnvalda aö stinga hausnum í sandinn með því að gera lítið úr þessu máh, að því er best verður séð í þeim vafasama tilgangi að vernda hagsmuni Bandaríkjahers á íslandi," segir í bréfl sem Sigurður R. Þórðarson hefur skrifað umhverf- isráðherra fyrir hönd landeigenda aö Heiðarfjalli. Tilefni bréfs þessa er að nú liggja fyrir niðurstöður mengunarmælinga úr jarðvegs- og olíusýnum sem tekin voru á Heiðarfjalli í ágúst síðasthðn- um. Að mati landeigenda sýna niður- stöðurnar að um umtalsverða blý- og olíumengun sé að ræða á fjallinu eftir Bandaríkjamenn en þar komu þeir sér upp sorphaugum í tengslum við ratsjárstöð sem þar var starf- rækt. í bréfinu er umhverfisráðherra minntur á fyrirheit um framhalds- rannsóknir á fjallinu og aðgerðir, gæfi frumrannsókn tilefni til þess. Tilefnið telja landeigendur nú vera fyrir hendi, enda hafi sýnatökur leitt í ljós að um umfangsmikla og alvar- lega mengun sé að ræða. Þess er kraf- ist að umhverfisráðherra knýi utan- ríkisráðuneytið og fulltrúa Banda- Akureyrarhöfn: Gamli Sólbakur sigldi átogarabryggjuna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Gamh Sólbakur, einn af togurum Útgerðarfálsgs Akureyringa, sigldi á togarabryggjuna við frystihús ÚA í gær er togarinn var að koma úr veiðiferð. taka alvarlega að nauðsynlegt sé að hafa aðhald í ríkisrekstri og nauð- synlegt að verða við þeim kröfum að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs. Þess vegna getum við ekki orðið við öhum kröfum þó að frómar óskir okkar standi th þess.“ - Er þá ekki tímabært að ræða þetta mál fyrr en á næsta ári? „Ég hef hvorki sagt já né nei við því. En auðvitað vil ég gjarna stuðla að því að sjálfvirkum tilkynninga- skyldubúnaði verði komið um borð Með lítilli fyrirhöfn og kostnaði er hægt að koma á miðstöð fyrir sjálfvirka tilkynningaskyldu skipa á suðvesturhorninu. Hjá Slysavarnafélaginu er hægt að sjá staðsetningu, stefnu og hraða alira skipa sem hafa viðeigandi búnað um borð. Tæki um borð sendir reglulega út tilkynningar til SVFÍ. Ef eitthvað kemur fyrir berst viðvörun. Getur Slysavarnafélagið þá séð strax hvaða skip er í vandræðum og hvaða skip eru næst því. DV-mynd GVA í íslensk flskiskip," sagði Halldór. Að sögn Haralds Sigurðssonar hjá fjarskiptasviði Pósts og síma er nú unnið að því að senda samgöngu- ráöuneytinu greinargerð. Þar mun koma fram hvort stofnunin telji til- kynningakerflð, sem Háskólinn hef- ur þróað, samrýmast framtíðarþjón- ustukerfi við strandstöðvar landsins. Haraldur sagðist telja að tilkynn- ingakerfið væri út af fyrir sig óneit- anlega vel úthugsað. -ÓTT VIRÐISA UKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda ríkjahers til samstarfs um tafarlausa lausn á máhnu. í bréfinu kemur fram sá skilningur landeigenda að viðunandi lausn felist meðal annars í því að gengið verði frá skaðabótagreiðslum til þeirra, upplýst verði nákvæmlega hvað var urðað á haugunum og að gripið verði til fyrirbyggjandi aðgerða. Samkvæmt heimildum DV myndi það kosta minnst 2,6 milljarða að hreinsa upp allan mengaðan jarðveg á fjallinu. Af hálfu landeigenda mun það hins vegar koma til greina að taka leigu fyrir mengunina að við- bættum skaðabótum. Jón Oddsson hæstaréttarlögmað- ur, sem í samvinnu við bandaríska málflutningsskrifstofu vinnur að kröfugerð fyrir hönd landeigenda, kvaðst í gær ekki geta upplýst hversu miklar skaðabætur þeir gætu vænst að fá. Ljóst væri þó að þarna væri um mikla fjármuni að tefla. Hann sagði erlendu lögfræðingana vænt- anlega til landsins um mánaðamótin til að undirbúa skaðabótamál gegn bandarískum stjórnvöldum fyrir þarlendum dómstólum. -kaa Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnaeði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. Skemmdir urðu svo til engar á bryggjunni en stefni togarans skemmdist nokkuð. Skipið mun að öllum líkindum verða tekið í shpp hjá Slippstöðinni á Akureyri þar sem viðgerð fer fram. RSK RÍKISSKATTSTJORI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.