Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 24
rx Fréttir „J69Í 8aaM3T?38 mOAdWTSÖl FOSTUflAfiUR 13. SEPTEMBER J99J., Akranes: „Aðsóknin fram úr björtustu vonum“ Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: „Ég get ekki sagt annaö en aðsókn- in hafl farið fram úr mínum björt- ustu vonum. Ég gældi við töluna 400-500 í sumar en um mánaðamótin höfðu 1150 manns komið hingað á skrifstofuna til þess að leita sér upp- lýsinga," sagði Þórdís Arthursdóttir, ferðamálafulltrúi Akraneskaupstað- ar, þegar DV ræddi við hana. Að sögn Þórdísar voru útlending- arnir, sem sóttu hana heim á skrif- stofuna, alls 480 talsins, hitt voru ís- lendingar, jafnt innanbæjarfólk sem ferðamenn. „Þessi skipting kemur mér talsvert á óvart því ég hafði átt von á því aö um 80% þeirra sem kæmu væru útlendingar," sagði Þór- dís. í ljósi þess að þetta er fyrsta sumar- ið sem upplýsingaskrifstofa ferða- manna er starfrækt hér á Akranesi sagðist Þórdís ekki geta verið annað en himinlifandi. Inni í þessum tölum væru t.d. ekki neinir skipulegir ferðamannahópar sem hefðu komið hingað í sumar, a.m.k. þrír í hverri viku. Þeirra ferðir væru skipulagðar fyrirfram. Þórdís sagði erlendu ferðamennina hafa komið víða að, frá 18 þjóðlönd- um alls, m.a. frá Ástralíu, Sovétríkj- unum og Tékkóslóvakíu. Þegar mest var komu 38 gestir á skrifstofuna á einum degi. Fjöldi útlendinga á ein- um degi varð mestur 26 manns. Það er ekki amalegt að eiga góða að. Þessi ungi herramaður var ekk- ert á þeim buxunum að láta trufla sig i miðjum klíðum er hann hámaði i sig ís i góða veðrinu. Eitthvað er nú farið að kólna þannig að það er ekki vist að heppilegur ísdagur gef- ist aftur alveg á næstunni. DV-mynd JAK Veðtyð var hreint dásamlegt á suðausturhorni landsins á sunnudag. Hitinn komst vel yfir tuttugu stig og margir nutu útivistarinnar i sól og sumaryl. Nokkrir strákar við Bergá í Nesjum, sjö kílómetra innan við Höfn í Horna- firði, stóðust ekki freistinguna og fengu sér bað í ánni með tilheyrandi leikjum. DV-mynd Ragnar Imsland, Höfn Sauöárkrókur: Áætlunarf erðir úr sveitinni til að f á f ólk í frystihúsið - ef þaö heppnast ekki veröur að ráða útlendinga Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Héraðsnefnd Skagafjarðar hefur borist beiðni um að komið verði á fóstum áælunarferðum frá Varma- hlíð eða Steinsstöðum til Sauðár- króks kvölds og morgna, þannig að fólk úr sveitinni eigi hægara um vik að sækja almenna vinnu á Króknum. Það eru forsvarsmenn Fiskiðjunnar á Sauðárkróki sem hvetja til þessa og bjóðast jafnframt til að taka þátt í kostnaði. Sárlega hefur vantað fólk til vinnu í Fiskiðjunni um nokkurt skeið, sérstaklega á þessu ári. Að sögn Magnúsar Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra héraðsnefndar, hefur þessi málaleitan verið rædd en engin ákvörðun tekin. „Við lítum á þennan möguleika þann síðasta til aö leysa okkar vanda með innlendu vinnuafli. Hvernig til tekst í vetur ræður algjörlega úrslit- um hvort við þurfum að ráða útlend- inga í vinnu næsta vor. Við höfum ekki viljað gera það ennþá, viljað reyna til þrautar að fá innlent vinnu- afl, en þetta er erfitt. Hins vegar er ég ekkert bjartsýnn á að þessi mál leysist í vetur. Þaö sýnir sig bara annars staðar og það í mun stærri samfélögum að það er gífurlega erfltt að fá fólk í flsk. Nærtækast að nefna ÚA á Akureyri sem dæmi,“ segir Einar Svansson hjá Fiskiðjunni. Margir vilja halda því fram aö á næstu árum eigi stórlega eftir að aukast að fólk úr firðinum sæki al- menna vinnu til Sauðárkróks. At- vinnuuppbyggingin hefur orðiö þar á undanfórnum árum og margt bend- ir til að svo verði áfram. Það gæti því farið að styttast í fastar áætlunar- ferðir úr héraðinu með vinnuafl til Sauðárkróks. Búist við lítffli graskögglasölu: Það þarf harðan vetur til að heyin verði gefin upp Þórhallur Ásmimdsson, DV, Sauðárkróki: „Ég er ekki bjartsýnni mikla gras- kögglasölu til bænda í vetur, þó svo að markaðssvæði okkar sé stórt og varan þyki góð. Eftir þetta metsumar í heyskap má koma harður vetur til að heyin veröi gefin upp. Það er svo sem ánægjulegt, bændum veitir ekki af einu og einu góðu ári til aö ná sér upp,“ segir Pétur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri graskögglaverksmiðj- unnar Vallhólma í Skagaflrði. Vegna hagstæðs tíðarfars síðasta vetur voru birgðir miklar af gras- kögglum í Vallhólma í vor. Var því ekki borið á nema hTuta túnanna í og að sögn Péturs gæti orðið vanda- mál næsta vor með þann hluta tún- anna sem stóð í sinu í sumar. Þrátt fyrir það þurfti sama ‘starfsmanna- fjölda við uppskeruna og áður þar sem verksmiðjan er keyrð allan sól- arhringinn meðan á heyskáp stend- ur. En helmingi styttri tíma tók aö ná uppskerunni í hlöðu í sumar en jafnan áður. Fjórar vikur í stað 8-9 vikna. „Við eigum mjög svipað magn í hlöðunum núna og í fyrrahaust. Það er alltaf nokkur hluti af framleiðsl- unni sem fer í fóðurblöndurnar og við erum alla vega tryggir með það,“ sagði Pétur í Vallhólma. Góða veðrið ruglaði blómin Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Mikið hefur sumarið á Suðurlandi verið gott og hlýtt. Grasspretta mikil og þar af leiðandi óvenju góð og mik- il hey svo bændur geta sparað sér öll fóðurbætiskaup. Það sagði mér eldri kona hér á Sel- fossi, sem alltaf hefur verið mikið gefin fyrir íjölær blóm í sínum garði, að það hafi öll blóm sprungið út á þessu sumri, meira að segja blóm sem hefðu aldrei blómgast áður. Svo eru sum fjölæru blómin, sem sprungu út snemma í vor, aftur kom- in í fullan skrúða. Það geta fleiri ruglast á tímanum en núverandi rík- isstjórn. Minni af li í Húnaflóa Regína Thorarensen, DV, Gjögii: Lýður Hallbertsson gerir út bátinn Dagrúnu ST12 frá Djúpuvík á sumr- in. Það er 50 tonna bátur og á vetrar- vertíðinni er hann með bátinn á Skagaströnd þar sem hann býr, siglir til Djúpuvíkur þegar grásleppuvert- íðin byrjar á vorin. Lýður er ekki ánægður með þann afla sem hann hefur fengið á þessu ári. í sumar fékk hann 76 tunnur af fullverkuðum grásleppuhrognum en hann fékk 120 tunnur 1990. Þá fékk hann fyrr á árinu 88 tonn af rækju. Þegar ég talaði við hann síðsumars var hann aðeins búinn að fá 25 tonn af þorski fyrstu átta mánuði ársins en í fyrra 126 tonn á sama tíma. Hvammstangi: Dýpkun haf narinnar lokið og malbikun gatna haf in Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: Lokið er dýpkun á höfninni á Hvammstanga og nýlega eru hafnar þar malbikunarframkvæmdir. Króks- verksmenn munu malbika 12 þúsund m2 í þorpinu í haust. Malbikunarstöðin verður staðsett á Hvammstanga í vetur og næsta vor verður síðan lokið við seinni áfanga malbikunar. Um 19 þúsund rúmmetrar voru grafnir upp úr höfninni. Að sögn sveitarstjórans, Bjarna Þórs Einars- sonar, hefur þörfin fyrir dýpkun ver- ið fyrir hendi nokkuö lengi og hún ekki skapast vegna framburðar Hvammsár eða sandburöar inn í höfnina, heldur hafa skipin verið að stækka í seinni tíð. Orðið djúpristari. í haust verða 6000 m- af götum malbikaðar, tvö þúsund á hafnar- svæðinu og 3M000 á vegum kaupfé- lagsins og einstaklinga. Næsta vor veröur síðan afgangurinn tekinn, 12-15000 m2 og verða þá allar helstu götur Hvammstanga bundnar varan- legu slitlagi. Selfoss: Slátrun hef st á föstudag Regina Thoiarensen, DV, Selfossi: Sauðfjárslátrun hefst hjá slátur- húsi verslunarinnar Hafnar hér á Selfossi á fóstudag, 13. september. Að sögn sláturhússtjórans, Har- alds Gestssonar, er reiknað með að 17 þúsund ijár verði slátrað hjá þeim, daglega 500 kindum meðan sláturtíðin stendur yfir. Ekki er komið verð á nýja kjötiö eða slátrin en það verður komiö á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.