Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 32
Húsbréf: Krafan komin í 9 prósent Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði í gær úr 8,8 í 9 prósent hjá Landsbréf- sum í gær. Þetta er hæsta ávöxtunar- krafa húsbréfa frá upphafi. Hún þýð- ir afföll upp á vel yflr 20 prósent fyr- ir þá sem eiga húsbréf. Með öðrum orðum, þeir sem eiga húsbréf að and- viröi 1 milljón fá því aöeins rúmar 700 þúsund fyrir bréfin núna á Verð- bréfaþinginu. Ástæðan fyrir hækkuninni í gær er sú að Húsnæðisstofnun hefur dælt út húsbréfum að undanförnu vegna greiðsluerfiðleikalána. Þeir sem hafa átt í erfiðleikum streyma því núna til Landsbréfa, við- skiptavakans með húsbréfm til að selja þau en verða á sama tíma að hlíta þessum miklum afföllum. -JGH Mál ráðherra- bílstjóra sent ríkissaksóknara Sakadómur Reykjavíkur hefur sent ríkissaksóknara mál bílstjóra utanríkisráðherra sem tekinn var fyrir of hraðan akstur á leið að Leifs- —^stöð fyrir skömmu. Bílstjórinn hefur ekki verið sviptur ökuréttindum en sakadómur sendi ríkissaksóknara málið til umsagnar og ákvörðunar. Mæling lögreglu á hraða bílsins sýndi um 130 km hraða, það er næst- um helmingi meiri hraða en leyfilegt er á veginum. Venjulega eru öku- menn sviptir ökuréttindum strax í slíkum tilfellum en það var ekki gert í þetta skiptið. Framburði ökumanns ber ekki saman við vitni í málinu. Mál þetta hefur nú verið til meðferð- ar hjá lögreglunni í Keílavík og lög- regluembættinu í Reykjavík auk þess sem dómsmálaráðuneytið hefur einnig haft afskipti af því. Gert er ráö fyrir að ríkissaksóknari afgreiði mál- ■ ið og sendi það aftur til Sakadóms ^■Reykjavíkur. -ÓTT Fötum smyglað í stórum gámi Tollgæsla íslands hefur lagt hald á talsvert af fótum sem falin voru í leðurhúsgögnum í gámi. Vörurnar komu með 40 feta gámi til landsins meö einu af skipúm Samskipa. Toll- verðir komust á snoðir um sending- una i vöruafgreiðslu í Holtagörðum. Húágögn voru í gáminum en við nán- ari skoðun kom i ljós að fötum haföi verið komið fyrir inni í húsgögnun- um. Tollgæslan framkvæmdi leitina miðvikudag er málið í rannsókn. -ÓTT Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri um St. Jósefsspítala: Þetta hlýtur að vera tómur misskilningur „Efnislega er þetta mál fjarri öllu lagi, hlýtur að vera eintómur mis- skilningur. Ráðherra kemur frá útlöndum á mánudag og þá hljót- um við aö geta leiðrétt þetta mál, ekki síst þegar við sýnum fram á hvernig starfsemi spítalans hefur verið háttað, bæði faglega og ijár- hagsiega. Spítalmn hefur passað mjög vel upp á að standast ramma fjárlaga, allar götur frá því hann fór á fóst fjárlög. Nú er bókstaflega verið að leggja spítalann niður en ekki skera niður reksturinn. Við erum mjög ókátir með það,“ sagði Guðmundur Árni Stefansson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, um þau áform heilbrigðisráðuneytisins að breyta St. Jósefsspítala í hjúkrun- arheimili fyrir aldraða. „Sjúkrahúsið veitir Hafnfirðing- um og Garðbæingum mjög víðtæka þjónustu. Skurðaðgerðir voru 1800 á síðasta ári og ég sé ekki hvemig Reykjavíkurspítalarnir eiga að taka við þeim. Það er kominn tími til að menn staldri við í þessum Reykjavikurmiðstýringartilhneig- ingum sínum.“ „Ástæða þess að St Jósefsspítali varð fyrir valinu, ásamt nokkrum öðrum spítölum úti á landi, er sú að talið er að hægt sé að fullnægja þörfinni fyrir aðgerðir á Borgarspít- alanum og Landspítalanum," sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra. „Þörfin fyrir hjúkrunarheimili er líka miklu meiri en hægt er að horfa framhjá og þar sem einnig næst fram spamaður með þessu var þetta talin góð lausn.“ Aðspurður af hveiju stjóm spít- alans hefði ekki verið með í ráðum sagði Jón að fyrsta skrefið hlyti að vera að taka ákvaröanir og gera tillögur og siðan að hafa samband við viðkomandi stofnánir. Á fundi stjórnar spitalans í gær- kvöldi var samþykkt einróma að taka undir mótmæli bæjarráðs Hafnarfjarðar frá í gær. -hlh/ingo Skyttur og naut ógna öryggi bæjarbúa á heilsubótargöngu Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Lögreglan á Akranesi rannsakar nú atvik sem átti sér stað á veginum við Akrafjall 7. september sl. þegar riffilkúla hafnaði í vegkantinum skammt frá hjónum sem þar voru á gangi.Nokkur spotti var milli þeirra og eiginmaðurinn taldi að kúlan hefði hafnað aöeins 10-15 metra frá þeim. Engir skotmenn sáust í nágrenninu en fullvíst má telja að skotið hafi komið úr kraftmiklum riffii úr tals- verðri fjarlægð. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil hætta getur stafað af umferð skotmanna á þessu svæði þar sem mjög algengt er að bæjarbú- ar fari þarna um á leið sinni upp í Akrafjall eða þá bara á göngu sér til heilsubótar. Þetta er ekki eina hættan sem gangandi fólki er búin á þessum slóð- um. Fyrir nokkrum vikum slapp eldri maður með naumindum inn í bíl sinn undan nautum sem ganga laus í Garöaflóanum. Fleiri bæjarbú- ar hafa komist í kast við nautin án þess þó að hafa verið í bráðri hættu. Ekki er þó um að ræða að nautin séu á svæði þar sem þau eiga ekki að vera. Landið, sem um ræðir, er í eigu Innri-Akraneshrepps og nautin á beit með leyfi hreppsyfirvalda. Eitt lítið og torlæsilegt skilti er á þessum slóðum þar sem varað er við nautun- um en ákaflega auðvelt er að fara á mis við það. Þá er ekki nema á færi útvalinna að lesa það sem á skiltinu stendur, svo máð er letrið orðið. Oft verða menn að taka duglega á við vinnu sína og þar eru þessir engin undantekning. Verið var að undirbúa komu skips i slippinn þegar Ijósmynd- ara bar að garði. Af vinnugöllunum að dæma virðist heljarvinna við skröp- un og málun bíða þeirra félaga. DV-mynd Hanna Biíhjólamenn teknir í gærkvöldi: Annar slasaðist en hinn tekinn á 150 km hraða gærkvöldi. Sá piltur hafði nýlega stungið lögreglu af í tvígang, í annað skiptið kvöldið áður. Hann þekktist frá kvöldinu áður og var fylgt eftir að Engihjalla en á Skemmuvegi virt- ist sem ökuþórinn ætlaði að nema staðar. Þá gaf hann skyndilega í en þá vildi ekki betur til en svo að hjól- ið rakst í ruslagám og féll síðan utan í lögreglubílinn. Pilturinn var fluttur á slysadeild en þar kom í ljós að meiðsl hans voru minni háttar. A -ÓTT Reykjavíkurlögreglan stöðvaði rúmlega tvitugan ökumann bifhjóls á Arnarneshæð um klukkan tíu í gærkvöldi sem ekið hafði á allt aö 150 kílómetra hraða. Hópur vélhjóla- manna, sem voru í samfloti með hon- um, komst undan á miklum hraða. Lögreglan veitti ökumanninum eftir- fór frá Bústaðavegi að Arnarneshæð þar sem hann nam staðar en hinir héldu áfram í átt að Hafnarfirði. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði 16 ára réttindalausan vélhjólamann í F R ETT AS K OTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. Veðriö á morgun: Norðaustan- átt Á morgun verður norðaustan- átt, sums staðar allhvöss, einkum á annesjum norðan- og norðvest- anlands. Úrkomulaust eða úr- komulítið á Suður- og Suðvestur- landi en skúrir eða rigning í öðr- um landshlutum. LOKI Er ekki ráð að koma upp nautaatshring á Skaganum? Frjálst, óháð dagblaö ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta ÍL 0 91-29399 Ár#' Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta VARI síðan 1 9Ó9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.