Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. 13 Sviðsljós Hljómleikar þungarokkshljómsveitarinnar Skid Row voru mjög vel sóttir og voru aðdáendur hljómsveitarinnar mjög ánægðir með frammistöðu hennar. DV-myndir Hanna Þungarokk Þungarokkshljómsveitin Skid Row hélt tvenna tónleika í Laugardals- höllinni um helgina. Hljómleikarnir voru mjög vel sóttir og urðu þunga- rokksaðdáendur ekki fyrir vonbrigð- um með frammistöðu hljómsveitar- innar. Hljómsveitin lék meðal ann- ars ýmis lög af nýútkominni hljóm- plötu hljómsveitarinnar sem hafa ekki verið leikin opinberlega áður. Hljómsveitarmenn komu til lands- ins síðastliðinn miðvikudag og hafa hugsað sér að skoða sig um hér á landi áður en þeir halda aftur utan. Söngvari hljómsveitarinnar, Sebastian Bach, söng með miklum tilþrifum og kunnu áheyrendur vel að meta Ljóð og blús Óvenjuleg og skemmtileg uppá- koma var á Púlsinum síðastliðið sunnudagskvöld. Nokkur af þekkt- ustu skáldum íslands lásu úr verk- um sínum við undirleik ljúfrar blús- tónlistar. Einn helsti hvatamaður þessarar uppákomu var Hrafn Jök- ulsson. Fékk hann til liðs við sig Ein- ar Kárason, Einar Má Guðmunds- son, Guðmund Andra Thorsson, Kristján, Þórð Hrafnsson og Jón Stef- ánsson. Hrafn las úr nýútkominrú ljóðabók sinni en útkoma hennar var einmitt tilefni þessarar uppákomu. Auk skáldanna kom fram tónlistar- og galdramaðurinn Hilmar Örn Hilm- arsson. Áheyrendum virtist líka vel þessi blanda af ljóðalestri og blústónlist því flöldi manns mætti á þetta ljóðablúskvöld og voru þeir auð- heyrilega mjög ánægðir með uppá- komur skáldanna og annarra sem fram komu. Forráðamenn Púlsins sögðu fyrir ljóðakvöldið að ef vel tækist til með þessa uppákomu mundu þeir stefna að því að halda fleiri slík kvöld fyrir ljóða- og blúsunnendur. Einar Már Guðmundson flytur hér, með miklum tilþrifum, eitt af Ijóðum sínum við góðar undirtektir áheyrenda. DV-mynd RASI Nauðungaruppboð vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Vatnsendablettur 34, þingl. eign Óla H. Sveinbjörnssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðung- aruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan I Reykjavík, Eggert B. Ólafs- son hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Fjárheimtan hf„ Reynir Karlsson hdl., Róbert Árni Hreiðarsson hdl. og Ólafur Axelsson hrl. Bæjarfógetinn I Kópavogi HAFNARFJARÐARBÆR LÓÐAÚTHLUTUN Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum fyrir einbýlishús á Hvaleyrarholti og i Setbergslandi. Umsóknarfrestur ertil þriöjudags 24. september nk. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjar- verkfræöings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingur Dúkkutöskurnar komnar aftur Nú einnig sem bakpoki í skóiann, ieikfimi, ieikskólann og sund. Sendum í póstkröfu Heildsala - smásala TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 TITANhf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.