Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Page 16
16 MÁNUDAGUR 7. OKÍÓBER 1991. Kvikmyndahátíd í Reykjavik Of falleg fyrir þig ★★ y2 Öllu snúið við Gerard Depardieu og Carole Bouquet í hlutverkum sínum í Of falleg fyrir þig. Oftast þegar fjallar er um framhjáhald eig- inmanna heldur vonsvikinn miðaldra eigin- maður á vit ævintýra með hjákonu vegna þess að tilveran er orðin honum leiðigjörn og ástarlífið tilbreytingarlaust þar sem eigin- konan er hætt að hugsa um úthtið og kynlíf- ið orðið nokkurs konar skyldurækni. Freist- ingin birtist þá í fagurri draumadís sem erf- itt er að standast. í hinni ágætu gamanmynd Of falleg fyrir þig er þessu snúið viö. Eiginkona er glæsileg og heillandi, kona sem vinir eiginmannsins þrá, en hjákonan, sem hann verður ástfang- inn af, er eins og hann segir við sjálfan sig undrandi, „halló" og ósköp venjuleg kona sem enginn tæki eftir á götu. Það verða því allir undrandi á þessu framferði eiginmanns- ins. Þá má segja að hinn þekkti franski leik- stjóri Bertrand BUer sé með myndinni Of falleg fyrir þig að leggja áherslu á að vegir ástarinnar eru á engan hátt hefðbundið mynstur sem má reiöa sig á. Hugmyndin er skemmtileg og myndin að mörgu leyti vel heppnuð, sérstaklega eru Kvikmyndir Hilmar Karlsson aðalleikararnir góðir. Josiane Balasko, Ca- role Bouquet og Gerard Dépardieu gefa myndinni vikt og eru sérlega skemmtileg og vel fallin til að leika hlutverk sín. Eini galli myndarinnar liggur í frásagnarmáta Bliers þar sem hann lætur raunsæið í söguþræðin- um, sem hugsanlega er fyrir hendi, lönd og ' leið á kostnað flókinna atriða sem áhorfand- inn verður að tengja beinum söguþræöi ef hægt er til að fá hotn í hann. Kemur þessi „lausa“ atburðarás dálítið niöur á háðinu sem lúrir á bak við snjallan texta. Ekki er hægt að skilja við Of falleg fyrir þig án þess að minnast á tónlistina sem skipt- ir miklu máh. Er eingöngu um að ræða tónl- ist eftir Franz Schubert sem er ekki beint uppörvandi fyrir hetjuna okkar en er faUeg og vel heppnuð og gefur myndinni visst klassískt yfirbragð. Og þótt aðalhetjan í myndinni lýsi frati á Schubert situr tónlistin eftir i huga áhorfandans. OF FALLEG FYRIR ÞIG (TROP BELLE POUR TOI) Leikstjóri og handritshöfundur: Bertrant Blier. Kvikmyndataka Philippe Rousselot. Aðalhlutverk Gerard Depardieu, Josiane Balasko og Carole Bouquet. Til hins óþekkta ★★★ Ljóðrænar minn- ingar í mynd Eiginlega er það fyrsta sem kemur upp í huga manns hversu sérstök kvikmynd Til hins óþekkta er og að öllu leyti ólík því sem búast mátti við af frændum okkar í Noregi. Unni Straume, sem hingaö til hefur eingöngu gert stuttmyndir, hefur gert fagra, kyrrláta og ljóðræna kvjkmynd sem lýsir ferðalagi ungrar stúlku á heimaslóðir. Á þessu ferðalagi sækja æskuminningar að henni og eru þessar minning- ar sérlega vel tengdar nútímanum og ferðlagi hennar en með henni á ferðlaginu er afar sérstakt tónskáld sem hefur áhrif á hvert hugur henn- ar leitar. Til hins óþekkta er afar persónuleg kvikmynd. Stúlkan í myndinni fer á æskustöðvarnar í Vestur-Noregi en einmitt þar ólst Unni Straume upp og er engum vafa bundið að myndin er byggð að einhverju leyti á æsku hennar. Það að myndin er tekin í svarthvítu að mestu gerir landslagið dulúöugt og grátt, sérstaklega í allri rigningunni sem dynur á ferðlöngun- um. í lokin bregur fyrir kafla í lit án þess að maður sjái í fljótu bragði Kvikmyndir Hilmar Karlsson tilganginn, um leið hverfur dulúðin í myndatökunni og frásögninni að nokkru. Textinn í myndinni er mjög knappur og í byrjun er aðeins notast við raddir í bakgrunni, sem gerir það að verkum að texinn minnir á ljóðalest- ur þar sem myndin birtist manni í stað þess að ímynda sér hana. Það þarf virkilegt þor að gera kvikmynd á borð við Til hins óþekkta. Mynd sem þessi er ekki fyrir hvem sem er. Má segja að hægt sé að líkja henni við bókmenntir. Það þarf þjálfaðan bókmenntamann til að lesa og skynja torræð ljóð. Eins er að það þarf þjálfað auga kvikmyndáhuga- mannsins og listunnandans til að skynja fegurðina sem birtist í Til hins óþekkta sem er einhver athyghsverðasta kvikmynd sem hefur verið gerð á Noröurlöndum í seinni tíð. TIL HINS ÓÞEKKTA (TIL EN UKJENT) Leikstjóri og handritshöfundur: Unni Straume. Kvikmyndataka: Harald Paalgard. Aóalhlutverk: Hilde Aarö, Harald Heidestein jr. og Toril Brevik. Stúlkan með eldspýtumar ★★ Má hafa lúmskt gaman af öiuiKan meo eiaspyturnar vmnur iæriDanaasiori í eldspýtnaverksmiðju. Á heimleiðinni les hún ástarsög- ur og þegar heim kemur taka á móti henni mamman Kvikmyndir og vondi stjúppabbinn, en hún vinnur fyrir þau bæði meðan þau horfa á fréttir í sjónvarpinu. Á böllum býður henni enginn upp, sennilega vegna þess að hún er bæði feimin og ekkert sérlega ásjáleg. En fljótlega ber leit hennar að ást og umhyggju árangur, að hún heldur. Myndin er á finnsku með sænskum texta en það þarf ekki neina kunnáttu í henni til að skilja mynd- ina. Sagan og myndmálið eru svo einfóld að orð eru nánast óþörf. Kaurismaki tekur þaö ofurrólega að setja upp sviðið og kynna persónumar og öll þessi hægö eykur á tómleikann í lífi stúlkunnar. Hvert einasta skot segir akkúrat nóg til að koma sögunni áfram. Smáatriði eru engin. Sagan er ekkert sérlega frumleg en útfærð á þennan hátt þá má hafa lúmskt gaman Gísli Einarsson af henni. Hljóðrásin er skemmtileg með finnskum slög- urum, rokktónlist og útlenskum útvarpstöðvum. Á undan myndinni er sýnd ein af nýju stuttmyndum Jim Jarmusch í seríunni Coffee and Cigarettes, sem allar fialla um eitthvað fólk aö reykja og drekka kaffi. það var ágætishúmor í henni. Ég get ekki stillt mig um að rengja aðeins sýningar- skrána í lokin. Ég lagði ekki samnefnt ævintýri H.C. Andersen frá mér brosandi, en ég gekk brosandi út af þessari einföldu en ágætu mynd Aki Kaurismaki. Tulitikkutehtaan Tytlö (Finnsk - 1990, sænskur texti) 70 min. Handrit og leikstjórn: Aki Kaurismaki. Stingur dauðans ★ y2 Ekki fyrir vestræna áhorfendur langt frá því að vera aðgengileg vestrænum áhorfend- um, þ.e. okkur. Myndin gerist ca 10 árum eftir seinni heimsstyrjöld. Miho hefur komist aö því að maður hennar, rithöfundurinn Toshio, hefur verið henni ótr- úr. Hann lofar bót og betrun en þetta fær mikið á hana og það reynist henni erfitt að fyrirgefa honum þetta. Deilan rís og hnígur sífellt og hótanir um aö taka eigið líf koma meö jöfnu millibili. Þetta er þungt drama með litlu af því sem telst til afþreyingamynda og litlu áhugaverðu nema fyrir hörðustu kvikmyndaáhugamenn. Heimiliserjurnar eru dramatískar en erfitt aö sjá hvert stefnir og áhorf- andinn er alltaf fyrir utan. Fyrir flesta verður þetta þungur róður. Keiko Matsusaka er góð sem eiginkon- an og Ittoku Kishibe, sem leikur karhnn, er daufur framan af en vinnur á. Myndin á víst að vera túlkun á japönsku þjóðarvit- undinni eftir stríð, segir leikstjórinn. Þessu mun þó Kvikmyndir Gísli Einarsson enginn ná sem ekki er sérfræðingur í þeim efnum. Myndatakan er eftirtektarverð fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Leikstjórinn notar klassískt gamaldags myndmál með löngum kyrrum myndum og hreyfir lítið vélina. Sviðsmyndin er einfóld og oft draum- kennd. Hvert skot verður eins og málverk en án þess að ofgera. Japanskir tökumenn nota ekki sömu tækni og vestrænir starfsbræður, t.d. leggja þeir lítið upp úr dýpt og hafa oft efri hluta myndrammans tóman. Shi No Togé (Japönsk - 1990, enskur texli) Handrit (eftir sögu Toshio Shimao) og leikstjórn: Kohei Oguri (Muddy River/Doro No Kawa, For Kayako). Lögmanns- & fasteignastofa REYKJA VÍKUR Skipholti 50C, sími 678844 Fasteign er okkar fag Einbýli raðhús Grafarvogur. 146 fm neðri hæð í tví- býli ásamt bílskúr. Afhendist tilbúið undir tréverk. Útsýni. Ca 20 km frá Rvík, einbýlishús, ca 200 fm, ásamt 150 fm skemmu. í nágrenni Reykjavíkur er laust mjög gott, fullbúið raðhús með séríbúð í kjall- ara. Arinn, parket, garðhús, gróinn garður. Mjög góð lán áhvílandi. Einbýli í miðbæ. Töluvert endurnýjað einbýlishús á rólegum stað. 4 svefnher- bergi og setustofa í risi. Seljahverfi. Raðhús, ca 240 fm, ásamt bílskúr. Vandað og gott hús. Ákv. sala. Vesturfold. Ca 180 fm einbýli, fullbúið að utan, fokhelt að innan. ÁJfbeimar. Stúrg læsitfig 3ja berb. íbúð. ibuðm er ó roeð aýjurn innrét laus tj| afhendiní; 11 párk ingum. ar etra: etlbgð og íbúðill ér Suðurgata, Hafnarfirði. 4 herb. + bíl- skúr. fbúðin er stórglæsileg, í fjórbýli, afhent fullbúin að utan, tilbúin undir tréverk að innan. Ath.l Til afhendingar strax. Stangarholt. Ca 80 fm, 3 herb. íbúð í nýlegu húsi á 1. hæð. Sér garður. íbúðin er öll parketlögð. Laus fljótlega. Piparsveinaíbúð í miðbæ. Glæsi- leg, 50 fm ibúð i ste-ínhúsi. Allt nýtt, lau.s fljótlega. Göð kjör. Nýtt á siilu. Gamli bærinn, Hafnarfirði. 50 fm jarð- hæð, frábær kjör. Verð 3,5. Þverholt. Ca 75 fm íbúð ásamt bíl- skýli. fb. afhendist tilb. undir tréverk. Til afhendingar strax. Miðbasr. Nýfeg, mjóg sérstæð og skemmtileg íbúð í nýtegu húsi. Áhv. ca 4,6. Vesturbær. Mjög góð ca 70 fm íbúð, öll endurnýjuð, parket, aukaherbergi í kjallara, laus fljótlega. Verð 5,9. Álftamýri. Stórgóð 3 herb. íbúð á 2. hæð. fbúðin er öll endurnýjuð. Frábær staður. Mjög góð lán. Austurströnd - vesturbær. Mjög góð ca 85 fm íbúð ásamt bílgeymslu. Veðd. 2,3. Engihjalli. 80 fm stórglæsileg 3 herb. íbúð. Öll endurnýjuð. Miðbær. Mjög góð 70 fm íbúð á 1. hæð. Allt nýtt, parket, sérbílastæði. Háaleiti. Ca 110 fm endaíbúð í blokk. Gott útsýni. Suðursvalir. Vestast í vesturbæ. Stórgóð 110 fm íbúð á 2 hæðum. Gott útsýni, bílskýli. Eignaskipti koma til greina. Breiðholt. Ca 95 fm stórgóð íbúð, 3 svefnh. Góðar suðursvalir. Parket á gólfum. Miðbær. Glæsileg ca 110 fm 5 herb. íbúð. Allt nýtt. Parket á gólfum, tvennar svalir, frábært útsýni. Klassaeign. Nýtt á sölu. Kópav. 3-4 herb. risíbúð í tvíbýli. Smekkleg eign. Verð 5,6. Kaplaskjólsvegur. 2 herb., ca 60 fm. Mjög góð eign. Mikil sameign, gufubað og fl. Annað Hesthús. 15 hesta stórgott hús í Víði- dal. Söluturn með góðri veltu. Vel staðsett- ur. Blóma- og gjafavöruverslun. Vel stað- sett í austurbæ. Vantar Sumarhús. Fjársterkur aðili óskar eft- ir sumarbústað við Þingvallavatn. Ólafur örn, Friðgerður Friðriksd. og Sigurberg Guðjónss. hdl. (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.