Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 30
42 Afmæli MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. DV Signrður Óli Ólafsson Sigurður Óli Ólafsson, fyrrv. al- þingismaður og kaupmaður, Foss- heiði 34, Selfossi, er níutíu og fimm áraídag. Starfsferill Sigurður Óli fæddist á Eyrar- bakka og ólst þar upp. Hann stund- aði öll almenn störf, reri margar vertíðir á árabátum og mótorbátum og kenndi við barnaskólann á Eyr- arbakka tvo vetur. Hann er einn af fyrstu bílstjórum Suðurlands, tók bílpróf 1919, keypti bíl ári síðar og stundaði akstur á Eyrarbakka. Sigurður Óli flutti á Selfoss 1927. Hann stofnaði þar verslun með tengdaföður sínum og Júlíusi Guð- mundssyni 1928 og veitti henni for- stööu til 1964 en stundaöi síðan verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík. Hann er því einn af landnámsmönnum Selfoss og átti dijúgan skerf í því að móta hina nýju byggð fyrstu áratugina. Sigurður Oli var alþingismaöur Árnessýslu og síðan Suðurlands 1951-67 og forseti efri deildar 1959-67. Hann var hreppsnefndar- maður Sandvíkurhrepps og sýslu- nefndarmaður 1938-47, sat í hrepps- nefnd Selfosshrepps 1947-62, var fyrsti oddviti hreppsins 1947-55 og var sýslunefndarmaður hreppsins 1947-58. Þá var hann formaður sam- bands sjálfstæðisfélaganna í sýsl- unni, var formaður skólanefndar Héraðsskólans á Laugarvatni 1951-67, formaður sjúkrahúsnefnd- ar Suðurlands og Þorlákshafnar- nefndarinnar. Hann var meðal stofnenda Meitilsins hf. og átti sæti í fyrstu stjórn hans. Þá var hann endurskoðandi ríkisreikninga 1963-67. Fjölskylda Sigurður Óli kvæntist 10.10.1925 Kristínu Guðmundsdóttur, f. 8.2. 1904, húsmóður ert foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri Heklu á Eyrar- bakka og síðar kaupmaður á Sel- fossi, og kona hans, Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal. Sigurður Óli og Kristín eignuðust fjórar dætur: Þorbjörg, f. 24.3.1927, húsmóðir á Selfossi, gift Kolbeini I. Kristinssyni framkvæmdastjóra og eiga þau einn son, Sigurð Kristinn; Ragnheiður, f. 3.5.1929, dó í frum- bernsku; Sigríður, f. 18.3.1931, dó í bernsku; Sigríöur Ragna, f. 25.9. 1943, dagskrárgerðarstjóri barna- efnis hjá ríkissjónvarpinu, gift Há- koni Ólafssyni forstjóra og eiga þau þrjú börn, Kristínu Mörtu, Sigurð Óla og Hrefnu Þorbjörgu. Sigurður Óli á tvö systkini á lífi: Guðmund Geir, kaupmann á Sel- fossi, og Gíslínu Margréti, húsmóð- ur í Garðabæ. Foreldrar Sigurðar voru Ólafur Sigurðsson, f. 7.11.1869, d. 6.4.1950, b. og söðlasmiður i Naustakoti á Eyrarbakka, og kona hans, Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 7.8.1873, d. 18.2. 1940, húsmóðir. Erlingur B. Magnússon Erlingur Bjarni Magnússon sölu- maður, Breiðási 10, Garðabæ, er sextugurídag. Starfsferill Erlingur fæddist á Bæ í Reykhóla- sveit og ólst þar upp. Hann er lærð- ur smíðakennari en starfaði lengst af sem vörubifreiðarstjóri í Reyk- hólasveit og síðar í Reykjavík, en þangað fluttist hann 1976. Nú starfar hann sem sölumaður hjá Húsasmiðjunni í Reykjavík. Fjölskylda Erlingur kvæntist 8.6.1957 Ásdísi Helgu Höskuldsdóttur, f. 18.7.1937, d. 13.6.1991. Hún var dóttir Höskuld- ar Jóhannessonar, d. 11.8.1966, og Guðbjargar Þórðardóttur sem bú- setteríReykjavík. Erlingur og Ásdís eignuðust sjö börn, þau eru: Jóhanna, skrifstofu- stúlka, búsett í Reykjavík, í sambúð með Reyni Kristinssyni og á tvær dætur; Ragnar Sævar, rafvirki, bú- settur í Garðabæ, fráskilinn og á tvær dætur; Höskuldur Geir, nemi í húsasmíði, búsettur í Garðabæ; Hinrik, d. 23.11.1989, átti soninn Erling Bjarna; Guðbjörg Erna, bú- sett í Garðabæ, í sambúð með Mar- inó Pálmasyni og á einn son; Ellen Ásdís, skrifstofustúlka, búsett í Garðabæ, og María Erla, afgreiðslu- stúlka, ógift og á einn son. Erlingur á fimm alsystkini, þau eru: Sigríður, húsmóðir, gift Sigurði Sveinssyni rafvirkjameistara og á fimm börn; Lúðvík, ógiftur, og á tvö börn; Arndís, gift Stefáni Guðlaugs- syni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú börn; Hákon, húsasmíðameist- ari, í sambúð með Sigurlín Ellý Vil- hjálmsdóttur og á meö henni eitt barn, en hann átti fimm börn áður; og Ingimundur, húsasmíðameistari, kvæntur Sjöfn Smith og á með henni fjögur börn. Hálfbræður Erlings eru: Ólafur Jón Magnússon, ógiftur og barn- laus, og Gunnlaugur Magnússon, kvæntur Guðríði Gýgju og eiga þau tvo syni. Uppeldissystir Erhngs er Hulda Pálsdóttir, gift Halldóri Jónssyni verslunarmanni. Foreldrar Erlings voru þau Magn- Erlingur Bjarni Magnússon. ús Ingimundarson, f. 6.6.1901, d. 12.8.1982, fyrrum hreppstjóri í Reykhólasveit, og Jóhanna Hákon- ardóttir, f. 16.8.1901, d. 12.07.1937, húsmóðir. Foreldrar Magnúsar voru Ingi- mundur Magnússon hreppstjóri og Sigríður Einarsdóttir húsmóðir. Foreldrar Jóhönnu voru þau Há- kon Magnússon og Arndís Bjarna- dóttir. Erlingur verður að heiman á af- mæhsdaginn. Sigurður B. Magnússon Sigurður B. Magnússon mats- fulltrúi, Tunguvegi 23, Reykjavík, ersextugurídag. Litsjónvarpstæki 14" m/fjarst. Kr. 1.950,-stgr. 5 ára ábyrgd á myndlampa VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 ! Starfsferill Sigurður fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík. Hann hóf nám í húsasmíði hjá Helga Kristjáns- syni húsasmíðameistara áriö 1948, lauk sveinsprófi 1952 og fékk meist- araréttindi 1956. Sigurður hóf sjálfstæðan at- vinnurekstur sem húsasmíða- meistari 1960 og var með rekstur í byggingarstarfsemi, ýmist einn eöa ífélagi með öðrum. Frá 1979 til 1982 starfaði hann á Skráningardeild fasteigna hjá Reykjavíkurborg en frá 1989 hefur hann starfað sem matsfulltrúi hjá Fasteignamati ríkisins. Fjölskylda Sigurður kváentist 7.9.1956 Sess- elju Ásgeirsdóttur, f. 22.11.1936, húsmóður og skrifstofudömu. Hún er dóttir Ásgeirs Þorlákssonar og Svanfríðar Sigurðardóttur sem nú eru bæði látin. Sigurður og Sesselja eiga fimm börn, þau eru: Guðrún húsmóðir og kennari, gift Ásmundi R. Ric- hardsson framkvæmdastjóra og búsett á Egilsstöðum; Ásgeir flug- maður, búsettur í Kópavogi; Magn- ús bakarameistari, í sambúð með Valborgu H. Gestsdóttur hár- greiðslumeistara og búsettur í Reykjavík; Ingunn sölumaður, í sambúö með Þorkeli Ágústssyni iðnrekstrarfræðingi og búsett í Kópavogi; Helga nemi. Barnaböm- inerusjötalsins. Sigurður B. Magnússon. Foreldrar Sigurðar voru Magnús L. Brynjólfsson, f. 18.7.1903, d. 2.6. 1941, sjómaður, fæddur að Ytri-Ey á Skagaströnd, fórst með e/s Borg- und, og Guörún S. Sigurðardóttir, f. 22.6.1903, d. 12.4.1973, húsmóðir, fædd í Bjálmholti í Holtahreppi, Rangárvahasýslu. Foreldrar Magnúsar, föður Sig- urðar, voru Brynjólfur Lýðsson frá Skriðnesenni í Óspakseyrarhreppi í Strandasýslu og Kristín Indriða- dóttir frá Ytri-Ey í Vindhælis- hreppi, A-Húnavatnssýslu. Þau bjugguaðYtri-Ey. Foreldrar Guðrúnar, móður Sig- urðar, voru Sigurður Sigurðsson frá Bjálmholti í Holtahreppi, Rang- árvallasýslu, og Borghildur Þórð- ardóttir frá Sumarhðabæ í Holtum. Þau bjuggu í Bjálmholti. Sigurður tekur á móti gestum í safnaðarheimih Bústaðakirkju eft- ir kl. 20 á afmæhsdaginn. Ætt Ólafur var sonur Sigurðar, snikk- ara á Syðri-Steinsmýri og á Breiða- bólsstað, Sigurðssonar, b. á Ein- túnahálsi, Jónssonar, b. á Fossi á Síðu, bróður Nikulásar, langafa Sveins í Völundi, afa Haralds, fram- kvæmdastjóra Morgunblaðsins, Leifs lögfræðings og Sveins verk- fræðings Sveinssona. Móðir Ólafs söðlasmiðs var Gyðríður Ólafsdótt- ir, b. á Syðri- Steinsmýri, Ólafsson- ar. Móðir Gyðríðar var Margrét Gissurar, b. á Rofabæ, Jónsson- ar. Þorbjörg var systir Svanhildar, móður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups. Þorbjörg var dóttir Sigurðar, b. ogformanns í Nausta- koti á Eyrarbakka, Teitssonar. Móð- ir Sigurðar var Guðrún, systir Ólaf- ar, langömmu Jóns, föður Hannesar Jónssonar sendiherra. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölf- usi, Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi, Bergssonar, b. í Sigurður Óli Olafsson. Brattsholti, Sturlaugssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar. Móðir Guðrún- ar var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þorkels, langafa Salome Þorkels- dóttur alþingisforseta. Sigurður Óli dvelur á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Til hamingju með aímælið 7. október 90 ára Kristín Friðríksaóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Aflagranda 40, Reykjavík. Ragnar örn, Fellsmúla 11, Reykjavík. Sigurpáll Guðjónsson, Neðri-Þverá, Fljótshlíöarhreppi. 80 ára 60 ára Elin Brynjólfsdóttir, Látraseli 7, Reykjavík. Ólafur S. Ólafsson, Safamýri 67, Reykjavík. Ólafur verður að heiman á afmælis- daginn. Jóna Kristjánsdóttir, Saðurvangi 17, Hafnarflrði. Anna Jóhannesdóttir, Hátúni 10, Reykjavík. Soffia Friðrilcsdóttir, Mímisvegi 7, Dalvik. Þórdís Haildórsdóttir, Norðurgarði 9, Keflavík. 50 ára 75 ára Jóhann Örn Guðmundsson, Stakkhömrum II, Reykjavik. Árni Þorsteinsson, Miðflarðarnesseli, Bakkafirði. Ágúst Eiríksson, Löngumýri, Skeiðahreppi. Halldóra Hjartardóttir, Ljósheimum 14, Reykjavik. Signý Einarsdóttir, Ægisiöu 115, Reykjavík. 40 ára 70 ára Elías Þórðarson, Aðalstrætí 84, Patreksflrði. Eva Benediktsdóttir, Viggó Bjarnason, Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi. Jóhann Halldórsson, Hjarðarhaga 36, Reykjavik. Óskar Guðmundsson, Eyjaholti 20, Garöi. Sæmundur Halldórsson, Mávabraut 8b, Keflavík. Anna Guðríður Tryggvadóttir, Hjaltabakka 10, Reykjavík. Guðbjörg Hrönn Svéinsdóttir, Ásabraut 15, Keflavík. Þórgunnur Amalía Þorleifsdóttir Þórgunnur Amalía Þorleifsdóttir húsmóðir og fiskverkakona, Karls- braut 12, Dalvík, er 75 ára í dag. Starfsferill Þórgunnur er fædd að Hóli á Upsa- strönd og ólst þar upp við öll venju- leg störf th sjávar og sveita. Þórgunnur gekk í skóla á Dalvík og veturinn 1933-1934 fór hún í hús- mæðraskólann að Hallormsstað, þá sautján áragömul. Eftir að uppeldi barnanna lauk fór Þórgunnur að vinna sem fiskverk- unarkona. Þórgunnur hefur unnið að hinum ýmsu félagsstörfum og var m.a. einn af stofnendum Slysavarnafélags kvenna á Dalvík, en þau hjónin höföu bæði mikinn áhuga á upp- byggingu slysavarnamála og björg- unarsveitar á staðnum. í dag starfar hún með nýstofnuðu félagi aldraðra á Dalvík og ná- grenni. Fjölskylda Þórgunnur giftist 5.11.1937 Árna Guðlaugssyni, f. 10.6.1912, d. 7.11. 1987, múrara. Árni var frá Miðkoti á Upsaströnd, sonur Guðlaugs Sig- urjónssonar, Jónassonar og Ónnu Jónsdóttur, Hanssonar, Baldvins- Þórgunnur Amalia Þorleifsdóttir. sonar, Þorsteinssonar frá Upsum. Þórgunnur og Árni eignuöust þrjú böm, þau eru: Snorri, f. 17.1.1943, d. 7.3.1985; Þorleifur Kristinn, f. 11.10.1946, d. 5.10.1974, ogSvanhild- ur, f. 18.6.1948. Foreldrar Þórgunnar voru þau Þorleifur Þorleifsson, b. á Hóli, Jó- hannssonar, Jónssonar, b. á Ingvör- um, og Svanhildur Björnsdóttir, Jörundssonar (Hákarla-Jörunds), Selaklöpp í Hrísey. Þórgunnur er næstelst átta systk- ina, fimm þeirra eru á lífi í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.