Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 9
FÖSTUDA'GUR 11. OKTÓBER 1991
9
Utlönd
Hroðaleg sjón blasti við fréttamanni Reuters þegar honum voru sýnd lík
írösku hermannanna eftir að aftökusveit Kúrda hafði unnið vérk sitt.
Símamynd Reuter
Voðaverk Kúrda í Norður-írak:
Hef na sín með
fjöldamorðum
Nú eru að berast til Vesturlanda
nákvæmar upplýsingar um hermd-
arverk skæruliða Kúrda í Norður-
írak um síðustu helgi. Fréttamaður
Reuters var viðstaddur þegar skæru-
liðarnir myrtu um 60 íraska stríðs-
fanga með köldu blóöi.
Frá þessum atburðum hefur verið
sagt í fréttaskeytum en nú fyrst eru
að berast myndir af atburðunum.
Hermennirnir voru óvopnaðir þegar
þeir voru leiddir til slátrunar.
Tildrög þess að til blóðbaðsins kom
voru þau að menn úr íraska hernum
og skæruliðar Kúrda áttu í bardög-
um nærri borginni Sulaimaniya í
norðurhluta íraks. Þar eru Kúrdar
fjölmennir. Ófriðlegt hefur verið á
þessum slóðum allt frá því Saddam
Hussein lét blása til sóknar gegn
Kúrdum að loknu Persaflóastríðinu.
í bardögunum nú tóku skæruhðar
um 60 hermenn til fanga og fluttu
þá til borgarinnar. Þar var fóngunum
smalað saman í hús, sem skæruliðar
hafa á valdi sínu, og látnir krjúpa á
gólfið með hendur á höfði. Síðan
hófst skothríð á fangana og henni
ekki hætt fyrr en hver maöur var
fallinn.
Þessi voðaverk eru hefnd Kúrda
fyrir fjölmargar árásir hersins á
óbreytta borgara í héruðum þeirra.
Þúsundir manna hafa fallið í þessum
herferðum á liðnum árum, enda nán-
ast um útrýmingarherferð gegn
Kúrdum að ræða.
Reuter
Svaraði brottrekstri með morðum
Póstmanni nokkrum í bænum
Ridgewood í New Jersey í Bandaríkj-
unum mislíkaði' þegar yfirmaður
hans, sem var kona, vildi ekki þýðast
hann. í fyrstu áreitti hann konuna
kynferðislega og var rekinn.
Póstmaðurinn bjóst þá til aðgerða.
Hann klæddist í hermannagalla, fékk
sér tvær hálfsjálfvirkar vélbyssur,
nokkrar handsprengjur og girti sig
samurai-sverði. Þannig búinn hélt
hann til póshússins og myrti konuna
ásamt þremur öðrum starfsmönn-
um.
í fyrstu reyndi hann að verjast lög-
reglunni þegar hún kom á staðinn
en gafst upp þegar hann sá að um
ofurefli liðs var að ræða. Hann er nú
í haldi og bíður ákæru. Maðurinn
heitir Joseph Harris og er 35 ára
gamall.
Á hönum árum hafði Harris oft
verið kærður vegna kynferðislegrar
áreitni við vinnufélaga sína. Hann
gaf þá skýringu á framferði sínu að
hann hefði ekki notið sannmælis á
vinnustað sínum. Reuter
Saklaus prakkarastrik sem verða að stóru báli. Þetta er hrifandi saga af sjö piltum sem segir frá and-
spyrnu þeirra i Ðanmörku á timum seinni heimsstyrjaldarinnar, baráttuvilja þeirra og frelsisást, heitri
baráttu gegn nasistunum með lifið að veði.
Myndin er leikstýrð af hinum þekkta leikstjóra Dana, Soren Kragh-Jacobsen.
HASKÓLABÍÓ
BENT FABiUCIUS-BJEKRES0REN KRAGH-JACÖBSEN ,«iBJARNE REUTF.R ,... DAN LAUSTSEN.
LA8S NIELSEN tEiP AXEL KIEUœi > .„ MORTEN DEGNBOL JACOB GROTH
, !BTARDiNi MADSEGMONTCHRISTENSEN S0RENKRAGH-JACOBSEN
öt-f bcrt&ndtv *wn xU-vutímtreftvv.
PJudJh'Íií vur rfoí
Kamktvr!ijjhrtlt'n
»kri}í«n-
í
DDO
ISLENSKU
.í’n S fi e e n K r «tf h - -J a c « b » v k fil ta
SANKT PETRl
•MViígcfej.
'
LAUGAVEGI
■ '>
ir. .
Loksins, loksins, segja eflaust
sumir. Loksins sendir Egill
Ólafsson frá sér sina fyrstu sólóplötu.
Egill hefur sem kunnugt er lengi veriö
viöriöinn tónlist og komiö víöa viö.
Platan ber merki þess, er fjölbreytt og
skemmtileg. Fjöldi þekktra listamanna
aöstoöa Egil viö aö gera þessa plötu
aö listaverki. Tvímælalaust ein
athyglisveröasta plata ársins.
T 1 F i
_ ■ ■ ■ L