Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Page 15
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991.
15
„2. október síðastliðinn lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til fjárlaga
fyrir árið 1992.“
aukist sem hlutfall af landsfram-
leiðslu þegar hann veit aö lands-
framleiösla mun minnka stórkost-
lega en sleppir aö nefna að skatt-
byrðin að raungildi stendur í stað
í fyrsta skipti í 7 ár. Það er sagt að
hægt sé að segja ósatt með því að
segja aðeins hluta sannleikans.
Hvað er þá satt og hverju er logið?
Arni M. Mathiesen
Satt og logið
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
er kröfuharður maður. í leiðara
sínum hér í blaðinu á laugardaginn
var kemur fram að hann gerir
miklar kröfur til ríkisstjórnarinn-
ar. Þannig á það líka að vera. Kjós-
endur eiga að gera miklar kröfur
til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.
Kröfumar verða hins vegar að vera
réttmætar og í samræmi við það
sem aðstandendur ríkisstjórnar-
innar lofuðu fyrir kosningar og í
samræmi við þann tíma sem ríkis-
stjórnin hefur haft til þess að efna
loforðin.
Kosningaloforðin
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins lofuðu því að hækka ekki
skatta og að lækka þá á kjörtíma-
bilinu, koma á jöfnuði í ríkisfjár-
málum og minnka lántökur ríkis-
sjóðs svo að vextir gætu lækkað.
Þeir lofuðu einnig að standa ekki
að kollsteypum í efnahagslíflnu
heldur vinna að sem allra mestum
stöðugleika til þess að kjósendur
gætu gert framtíðaráætlanir sem
féllu ekki um koll vegna stjórn-
valdsaðgerða. 2. október síðastlið-
inn lagði íjármálaráðherra fram
' * frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992.
Á bak við þetta frumvarp liggur
gífurlega mikil vinna og niðurstað-
an er frumvarp í samræmi við þau
kosningaloforð sem nefnd eru hér
að ofan. Það er hins vegar engin
ástæða til stórkostlegra fagnaðar-
láta því gjarnan hefði mátt ná meiri
árangri. En árangurinn er samt
sem áður veigamikill ef frumvarpið
nær fram að ganga án mikilla
breytinga.
Árangurinn
Samkvæmt frumvarpinu mun
KjaUaiinn
9
Árni M. Mathiesen
alþingismaður
reiknuð á fóstu verðlagi, á ekki að
hækka á milli ára. Það verður hins
vegar að viðurkennast að sem hlut-
fall af landsframleiðslu er líklegt
að skattar hækki en það er vegna
þess að landsframleiðslan mun
væntanlega minnka vegna afla-
brests en ekki vegna þess að skatt-
arnir muni hækka.
Sannleikurinn
Á fimm suniarmánuðum reynd-
ist erfitt að komast lengra í átt til
stórra breytinga en að stöðva út-
gjalda- og skatthækkanir, án þess
að stórkostleg röskun yrði á högum
fjölda fólks. Margar ástæður liggja
þar að baki. Sennilegast krefst leit-
in að bestu og hentugustu hug-
myndunum og samræming sjón-
armiða meiri umræðu og meiri
„Jónas kýs jafnframt að gera mikið úr
því að skattbyrðin aukist sem hlutfall
af landsframleiðslu þegar hann veit að
landsframleiðsla mun minnka stór-
kostlega en sleppir að nefna að skatt-
byrðin að raungildi stendur 1 stað í
fyrsta skipti í 7 ár.“
útgjaldaaukning ríkisins verða
stöðvuð, skattahækkanir verða
stöðvaðar og lánsfjárþörfin mun
dragast saman um % frá síðasta
ári. Hallinn á ríkissjóði mun
minnka um fimm milljarða. Skatt-
ar á árinu 1992 munu verða þeir
sömu að raungildi og á árinu 1991,
jafnvel lækka lítillega. Þetta er í
fyrsta skipti í 7 ár sem skattbyrðin,
vinnu. Þessi umræða krefst þess
hins vegar að gætt sé fullrar sann-
girni gagnvart því sem vel er gert
og gífuryrðin spöruð. Jónas kýs í
leiöara sínum að gera engan grein-
armun á sköttum og þjónustugjöld-
um og hann kýs að álasa ríkis-
stjórninni fyrir að standa viö gerða
samninga. Jónas kýs jafnframt að
gera mikið úr því að skattbyrðin
Að hlusta á aðra
Alþingi Islendinga er nú tekið til
starfa í einni málstofu. Þetta er hið
115. löggjafarþing þjóðarinnar síð-
an hið endurréista Alþingi var
kvatt saman hinn 1. júh 1845. Ein
málstofa á að auðvelda afgreiðslu
mála og stytta málróf og koma í veg
fyrir málþóf.
Á Alþingi situr margur góður
drengurinn og ætlar sér stóra hluti
og sannarlega er af mörgu að taka
því báglega horfir nú fyrir ís-
lenskri þjóð eins og oft áður. Þjóðin
er skuldum vafin eins og skrattinn
skömmunum, atvinnuleysi meira'
en verið hefur lengi og dökkar
horfur í höfuðatvinnuvegi þjóðar-
innar, sjávarútvegi og fiskveiðum,
landbúnaðurinn skorinn niður við
trog og iönaður allur í lamasessi.
Vonir, sem bundnar voru við ál-
bræðslu á Suðumesjum, em
ótryggar og stofnun efnahagssvæð-
is Evrópu, sem að sumra dómi gat
leyst flestan vanda, komin út í hafs-
auga.
Sundurlyndi
og stórkarlafyndni
Verst er þó að enn tröllríður
sundurlynclisíjandinn húsum í Al-
þingi. Enginn trúir öðrum og ekk-
ert er nýtilegt af því sem andstæð-
ingurinn segir og jafnvel stórkarla-
fyndnin, sem menn gripu til þegar
annað brást, heyrist varla lengur.
Plötuna, sem Alþýðubandalagið
spilaði í fyrra, spila sjálfstæðis-
menn nú og ummæli Davíðs í haust
minna á orð Steingríms í vor. Það
er þvi ekki að furða þótt sveita-
menn norður ílandi tali um að það
sé sami rassinn undir þeim öllum.
Norðlensk stórhríð
Hins vegar teljum við sveitamenn
norður í landi að ekkert geti orðið
Kjallarmn
Tryggvi Gíslason
skólameistari á Akureyri
okkur til bjargar nema Alþingi og
ríkisstjóm því að ekki fáum við
tækifæri til þess að gera það sjálfir.
Svo er miðstýringarvaldinu fyrir
að þakka. En þó hillir ef til vill
undir breytingar því að við getum
farið að borga okkur sjálfum trygg-
ingarfé af húsum og fasteignum í
stað þess að senda þetta fé suður
og við getum farið að flytja út nátt-
úrulegt lambakjöt og fisk án þess
að láta ágóðann renna suður og við
gætum líka flutt inn allt okkar korn
og mjöl frá útlöndum og jafnvel
lokkað hingað norður ferðamenn
beint frá útlöndum, meira að segja
í svartasta skammdeginu, því að
fátt hefur sterkari og meiri áhrif á
menn en það sem er ólíkt því sem
þeir eru vanir. Jafnvel norðlensk
stórhríð í svartasta skammdeginu
gæti orðið söluvara auðugum aröb-
um, Japönum ellegar auðkýfingum
að vestan.
Atvinnuþref
En nú þarf að spara, draga saman
seglin og herða sultarólina. Fyrir
höndum er atvinnuþref, jafnvel
verkföll og miklar launakröfur,
eins og stundum áður, og ekki að
furða, því að engin fjölskylda lifir
af einum launum eins og allt er í
pottinn búiö. Það er því ekki
björgulegt útlitið og satt að segja
ber ég mestan kvíðaboga fyrir
bömunum okkar og unga fólkinu
sem ekki fær mikla uppörvxm eða
hvatningu af orðræðum fyrir-
manna og ráðamanna - nema þá
ef til vill í hátíðarræðum sem oft
eru þannig orðaðar að enginn skil-
ur fyrir skrúðmælginni og orða-
gjálfri, og svo virðist menntun ungs
fólks vera orðinn mesti munaöur-
inn svo að ekki sé sagt fullkomið
óhóf.
En hvað má þá til varnar verða,
vomm sóma? Satt að segja held ég
miklu .yröi þegar áorkað í hinni
nýju málstofu á sameinuðu Alþingi
íslendinga ef menn tækju að hlusta
hver á annan og reyndu að skilja
hvert verið væri að fara. í ná-
grannalöndum okkar kemur það til
aö mynda iðulega fyrir að menn sjá
og skilja að andstæðingurinn hefur
lög að mæla og hefur hugsað heila
hugsun og getur jafnvel lagt gott
til málanna. Það er nefnilega eðli
og einkenni þroskaðs lýðræðis að
enginn hefur allt vit og öll ráð. Hins
vegar er það einkenni einræðis og
alræðis að einn veit allt - og auðvit-
að gildir enn hið fomkveðna að því
verr gefast heimskra manna ráð
sem fleiri koma saman.
Tryggvi Gíslason
„Fyrir höndum er atvinnuþref, jafnvel
verkföll og miklar launakröfur, eins
og stundum áður, og ekki að furða, því
að engin íjölskylda lifir af einum laun-
um eins og allt er 1 pottinn búið.“