Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 4
MÁiMJDA’GIM.14, OKfTÖBER 1091.
Fréttir
Allur fiskur á innlendan markað?
Verðum fyrst að sjá lend-
inguna úr EES viðræðunum
- segir JónBaldvinHannibalssonutanríkisráðherra
Karl Steinar Guönason alþingis-
maður segist ætla að vinna að því
innan þingflokks Alþýðuflokksins og
ríkisstjómarinnar að allur fiskur,
veiddur á íslandsmiðum, verði seld-
ur á innlendum fiskmarkaði. Þar
með sætu innlendir fiskverkendur
við sama borð og erlendir.
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins, var spurður að því hvort
hann væri sammála Karli Steinari í
þessu máli og myndi vinna að fram-
gangi þess innan ríkisstjórnarinnar?
„Ég réð Þröst Ólafsson hagfræðing
á sínum tíma til rannsókna og
stefnumörkunar hvað varðar mark-
aðsmál á vegum utanríkisviðskipta-
ráðuneytisins. Hann hefur unnið
lengi að þessu máli í samráði við
hagsmunaaðila í greininni. Nú liggja
fyrir bráðabirgðaálitsgerðir þar sem
hann leggur til veigamiklar breyting-
ar á ýmsum sviðum. Varðandi þetta
tiltekna mál hefur hann í samráði
við sérfræðinga okkar í Brussel met-
ið hvort hætta væri á því að við
misstum hluta af okkar ábatasömu
mörkuðum fyrir ferskan fisk ef við
seljum allan okkar fisk á innlendum
mörkuðum. Niðurstaðan ræðst auð-
vitað mjög af því hver lending okkar
verður í samningunum um evrópskt
efnahagssvæði. Þeir samningar eru
nú alveg á lokastigi. Þar skiptir öllu
máli hvort okkur tekst að umbreyta
tollaskipulaginu hjá Evrópubanda-
laginu. Það er nú bara linnulaus
hvatning til að flytja út óunnið hrá-
efni fyrir fiskvinnslu Evrópubanda-
lagslandanna. Takist okkur að
breyta þessu aukast mjög rökin fyrir
því að upphefja þá mismunun sem
hér ríkir milli innlendra fiskverk-
enda í samkeppninni við erlenda,"
sagði Jón Baldvin.
Hann benti einnig á að enda þótt
hlutdeild okkar á sumum fiskmörk-
uðum Evrópu væri umtalsverð væri
vaxandi samkeppni á þessum mörk-
uðum úr öðrum heimshlutum. Hann
sagði að í því sambandi nefndu menn
oft Alaska. Sannleikurinn væri sá að
í hinum vanþróaða heimi væru fisk-
veiðar mjög að eflast og fiskur frá
þessum löndum sækti inn á fisk-
markaði Evrópu. Hann sagðist óttast
að ef við seldum allan okkar fisk hér
heima myndu stórfiskkaupendur
koma hingað og kaupa en þeir
smærri sætu eftir og keyptu á mörk-
uðunum úti. Hann sagðist sannfærð-
urt um að sú þróun myndi hafa áhrif
til verðlækkunar á fiski hér heima.
„Ég tel því að það sé of áhættusamt
að selja allan fisk hér heima fyrr en
við höfum séð lendingarstaðinn úr
EES viðræðunum,“ sagði Jón Bald-
vin.
-S.dór
Eldur tilkynntur í Boeing 747 flugvél:
Hiti frá búpeningi setti
viðvörunarkerf ið í gang
Össur Skarphéðinsson:
Allur fiskur verði
seldur á íslensk-
um mörkuðum
Slökkviliðiö á Keflavíkurflugvelli,
lögreglan, björgunarsveitir og sveit
landgönguliðá frá bandaríska hem-
um voru í viðbragðsstöðu þegar Bo-
eing 747 kom inn til lendingar upp
úr klukkan 5 á laugardagsmorgun-
inn. Um fjörutíu mínútum áður hafði
flugstjóri vélarinnar tilkynnt að
hugsanlega væri eldur laus í einni
af lestum vélarinnar þar sem viðvör-
unarljós gáfu slíkt til kynna. Um
borð vom tæplega þrjú hundruð
manns auk fjölda kynbótadýra.
Að sögn Ástvalds Eiríkssonar að-
stoðarslökkviliðsstjóra var búist viö
að farþegar og áhöfn vélarinnar
myndu flýja út um neyðarútganga
um leið og hún staðnæmdist. Var
allur viðbúnaöur miðaður við það.
Flugstjórinn fór hins vegar fram á
að landgöngustigar yrðu settir að
vélinni, enda væri ekki um bráða
hættu að ræða. Hann segir farþegana
hafa verið rólega og lítt vitað um
Enginn eldur fannst í Boeing 747
vélinni en megn óþefur var af kyn-
bótadýrum í lestinni. DV-mynd S
meinta hættu.
„Við skoðuðum lestina, sem var
full af alls kyns dýmm, og urðum
ekki varir við annað en óþef. Viðvör-
unarkerfið í svona vélum er mjög
næmt og nemur meðal annars alls
kyns gastegundir. Ætli eitthvert
hrossið hafi ekki einfaldlega leyst
vind og sett allt af stað,“ sagði Ást-
valdur.
Að sögn Ástvalds er slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli vel í stakk búið
til a5 ráða niðurlögum elds í stórum
flugvélum. Lendi vélar á annað borð
óskaddaðar geti það nánast ráðið við
hvaða eld sem er. Hann segir viðbún-
aðinn á laugardaginn hafa gengið aö
óskum. Þó hafi komið í ljós sá galli
á almannavamakerfinu að björgun-
arsveitum barst hjálparbeiðni nokk-
uð seint. Ástæðan fyrir því mun hafa
verið miklar annir hjá lögreglunni
en hún sér um að kalla hjálparsveit-
irút. -kaa
„Kvótaskerðingin er nú þegar far-
in að hafa áhrif á fiskmarkaðina og
ef ekkert verður að gert mun það
hafa geigvænlegar afleiðingar. Ég
hygg að á Suðurnesjum séu hátt í
íjögurhundruð manns um það bil að
missa vinnuna vegna þessa. Ég hef
lengi verið þeirrar skoðunar að allur
fiskur eigi að fara á innlendan mark-
að. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt
núna þar sem fjöldi lítilla og miðl-
ungsstórra fyrirtækja, sem sækja sér
hráefni til markaðanna, eru að því
komin að hrapa fyrir ættemis-
stapa," segir Össur Skarphéðinsson,
þingflokksformaður Alþýðuflokks.
Össur segir að á þingflokksfundi í
dag muni hann ásamt Karli Steinari
Guðnasyni leggja til að ríkisstjórnin
grípi þegar til ráðstafana til að
tryggja aukið framboö á fiski á mörk-
uðunum.
„Með því að nota fiskmarkaðina
og fiskvinnslustöðvarnar væri hægt
að vinna upp aö verulegu leyti verð-
mætatapið sem stafar af aflaskerð-
ingunni. Það er mjög brýnt að ráöast
í nauðsynlega skipulagsbreytingu
vegna þessa,“ segir Óssur.
-kaa
í dag mælir Dagfari
íslenskir heimsmeistarar
íslendingar eru enn að jafna sig
á sigrinum í heimsmeistaramótinu
í bridge. Víst hefur það verið nokk-
uð strembiö fyrir spilarana í Yoko-
hama að sitja við spilaborðið svo
dögum skipti en það erfiði var þó
ekkert á við það sem þjóðin hér
heima lagði á sig til að vinna þenn-
an sigur. Menn þurftu bæði aö vaka
heilu nætumar og leggja það svo á
sig að bíða spenntir eftir úrslitum
og undir lokin gátu áhugamenn
fylgst með gangi einstakra spila í
beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Þetta tók á taugamar og íslenska
þjóðin var aðframkomin á föstu-
dagsmorgni, loksins þegar sigurinn
var í höfn. Má telja fullvíst að þorri
íslenskra bridgeáhugamanna hafi
þurft að leggja sig og hvíla sig það
sem eftir var dags eftir alla þá raun
og pínu sem menn máttu þola.
Þessi heimsmeistarasigur var
sem sagt ekki innbyrtur áreynslu-
laust. Er ólíklegt að nokkur þjóð
hafi fyrr í sögu bridgeíþróttarinnar
haft eins mikið fyrir einum sigri
eins og þessum sem vannst í Japan.
Japanar sjálfir vom furðu lostnir
yfir þessum áhuga en þeir munu
vera einu mennimir í heiminum
sem tóku eftir því að við vorum að
sigra ef frá em taldir Pólverjamir
sem töpuðu og nokkrir aðrir í út-
löndum sem skrifa um bridge í blöð
og tímarit. Ekki voru áhorfendur
viðstaddir aö þessum stærsta sigri
íslendinga fyrr og síðar og ekki
vom frásagnir af þessum stórsigri
finnanlegar í fjölmiðlum erlendis.
Til þess hefur verið tekið að ís-
lensku bridgemennimir í landslið-
inu vom í góðri líkamsæfingu.
Ástæðan mun einkum vera sú að
þeir gengu á Esjuna áður en þeir
lögðu af stað til Japan. Eins borð-
uðu þeir góðan mat og næringar-
ríkan sem undirstrikar að það
borgar sig að komast í landslið í
bridge. Þá loks fær maður góðan
mat heima hjá sér. Var sosum kom-
inn tími til, enda flestir spilaranna
gifitir menn og löngu tímabært að
það væri eldað almennilega ofan í
þá. Má jafnvel spyija hvort íslend-
ingar hefðu ekki oröið heimsmeist-
arar fyrir löngu ef þeir hefðu fyrr
haft vit á því að ganga á Esjuna og
borða matinn sinn.
Landsliðsþjálfarinn, sem var í
rauninni maðurinn á bak við þenn-
an sigur íslendinga, en ekki spilar-
amir sem spiluðu spilin, komst svo
að orði þegar leiknum var lokið
gegn Pólverjum að Pólverjamir
hefðu reynt að taka okkar menn á
taugum. Hins vegar hefðu íslend-
ingamir haft þá taktík að brosa og
spila sinn bridge. Þaö er auðvitað
ekki mikill vandi að vinna heims-
meistaramót ef það eitt dugar að
brosa framan í andstæðingana en
hitt vekur líka athygli að þjálfaran-
um skyldi hugkvæmast aö láta sína
menn spila sinn eigin bridge. Mað-
ur hugsar til hryllings um þá stöðu
sem hefði komið upp ef þeir hefðu
fariö aö spila annarra manna
bridge! Dagfari er bara rúbertuspil-
ari í heimahúsum en hann hefur
þó alltaf haft vit á því að spila sinn
eigin bridge en ekki annarra bridge
og hefur þó aldrei orðið heims-
meistari.
En þó að íslensku landsliösmenn-
imir hafi brosað út í bæði og spilaö
það sem þeir kunnu er þó sigur
okkar hér heima miklu stærri
vegna þess að við vissum allan tím-
ann aö þeir væru að spila bridge í
Japan sem er meira en hægt er að
segja um annað fólk í útlöndum
sem ekki hafði hugmynd um að
verið væri að spila bridge í Japan.
Verður nú að gera átak á alþjóða-
vettvangi til aö þessi sigur spyijist
út og frægð okkar berist um veröld-
ina vegna þess að þaö er ekkert
gaman að sigra á alþjóöavettvangi
nema um það sé vitað á alþjóðavett-
vangi.
Annars dregur það úr sigurvím-
unni að Pólveijamir vom eiginlega
með okkur allan tímann. Fyrirliði
liðsins hætti að vera fyrirliði og
sagðist halda með okkar mönnum.
Svo rifust hinir og neituöu að spila
hver við annan og maður var eigin-
lega hálfhissa i hvert skipti sem
þeir unnu spil. Það hlýtur að hafa
verið óvart því pólska sveitin vildi
alls ekki sigra. Og þegar báðar
sveitir leggjast á eitt um að láta
annaö liðið sigra fer ekki hjá því
að sigur vinnist.
Þetta tókst sem sagt fyrir hjálp
Pólveijanna og okkar hér heima
og fyrir það geta strákarnir í liðinu
þakkað.
Dagfari