Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 32
> 44
T
TT-rry "r ^^
MÁNUÐiAiGUR 44. OKTÓBER 19»U
Meiming _______
Tómas í
Töfraflautu
Sýning íslensku óperunnar á Töfraflautunni eftir
Wolfgang Amadeus Mozart hefur gengið með ágætum.
Síðastliðið laugardagskvöld urðu þær breytingar að
ungur bassasöngvari, Tómas Tómasson, tók við hlut-
verki Sarastros af Viðari Gunnarssyni sem hefur sung-
iö hlutverkið fram að þessu. Þá tók Garðar Cortes við
hljómsveitarstjórn af Robin Stapleton. Gafst af þessum
ástæðum ágætt tækifæri til að hlusta á þessa skemmti-
legu sýningu aftur og athuga hvort nokkrar breyting-
ar hefðu orðiö.
Þess er fyrst að geta að Tómas Tómasson komst með
mikilli prýði frá þessari eldskírn. Rödd hans er sérlega
hljómfögur, textaframburður er skýr og túlkun hans
tónelsk. Aðeins gætti óöryggis á stöku stað, t.d. á efra
tónsviði en það mun hverfa með aukinni reynslu. Hér
er ný stjarna á ferðinni.
Svo hefur stundum virst sem Garðari Cortes, okkar
frábæra söngvara, óperustjóra, söngskólastjóra m. m.,
sé ekkert ómögulegt þegar söngur og tónlist eru ann-
ars vegar. Hann virðist nú hafa loksins hitt fyrir of-
jarl sinn þar sem er tónsprotinn. Á reikning hljóm-
sveitarstjórans skrifast frammistaða hljómsveitarinn-
ar sem var slök þetta kvöld og mun lakari en frumsýn-
ingarkvöldið. Þetta varð strax ljóst í forleiknum sem
einkenndist af hrynrænni ónákvæmni og þyngsla-
gangi, eins og menn hefðu ekki snerpu til að halda
uppi hraðanum. Strengjaleikur og málmblástur var
oft áberandi óhreinn og gerði þetta söngvurum stund-
um erfitt fyrir. Vandkvæöin náðu hámarki í fúgunni
frægu í síöari þætti er hljómsveitin varð að hætta í
miðju kafi til að ná áttum.
Meö þessu er í aðalatriðum upp talið það sem miður
fór í þessari ágætu sýningu og margt var það sem nú
naut sín betur en á frumsýningu. Má þar nefna
frammistöðu Þorgeirs J. Andréssonar í hlutverki Tam-
ínós. Honum leið greinilega mun betur í hlutverkinu
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
nú og kom það fram í afslappaðri leik og betri söng.
Ólöf Kolbrún Haröardóttir kom líka betur út. Ólöf
hefur flest það til brunns að bera sem prýða má eina
söngkonu, fagra og þjálfaða rödd, leikhæfileika og
persónulegt aðdráttarafl. Vandi hennar er of miklar
raddsveiflur þegar sungið er á miklum styrk og vilja
tónar þá verða ógreinilegir og renna saman. Á lægri
styrkstigum syngur hún eins og engill.
Því varð ekki við komið þegar ritað var um frumsýn-
inguna á sínum tíma að ræða um sviðsmynd Unu
Collins. Er hún mjög falleg auk þess sem hún þjónar
sínu hlutverki vel miðað við þær þröngu aðstæður sem
þarna ríkja. Hin gagnsæju tjöld korpa vel út og lita-
heimurinn á vel við verkið. Snjallt smáatriði, sem
hefur meiri áhrif en fyrst sýnistj eru dyrnar þrjár og
breytingin sem gerð er á stellingu þeirra.
Andlát
Andrew Þorvaldsson, Hátúni 47,
Reykjavík, andaðist 11. október.
Pálína Guðmundsdóttir lést að heim-
ili sínu, Lönguhlíð 3, Reykjavík, 12.
október.
Þórir Þorleifsson húsgagnabólstrari,
Gerðhömrum 1, varð bráðkvaddur
10. október.
Jarðarfarir
Útför Ingibjargar E. Kristinsdóttur,
Hlemmiskeiði, sem lést í Borgar-
spítalanum 4. október, verður gerð
frá Ólafsvallakirkju 15. október kl.
14.
Sólveig Bjarnadóttir, áður að
Smiðjustíg 11, verðúr jarðsungin frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 15.
október kl. 15.
Elfar Skarphéðinsson, Bústaðavegi
73, verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni, Reykjavík, í dag, 14. október
kl. 13.30.
Fundir
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Fundur verður í félaginu þriðjudaginn
15. október kl. 20.30 í safnaðarheimilinu.
Dagskrá: 1. Myndasýning frá sumarferð
safnaðarfélagsins. 2. kaffiveitingar. Safn-
aðarfélag Grafarvogssóknar kemur í
heimsókn á furidinn. Fjölmennið og takið
h með ykkur gesti.
Kvenfélag Grensássóknar
heldur fyrsta fund vetrarins í safnaðar-
heimilinu mánudaginn 14. október kl.
20.30. Myndasýning. Mætum vel. Allar
konur velkomnar.
TilkynriirLgar
Taflfélag Reykjavíkur
í vetur mun Taflfélag Reykjavíkur standa
fyrir öflugu unglingastarfi. Á hverjum
laugardegi kl. 14 verða unglingaæfmgar
fyrir 14 ára og yngri. Æfingum þessum
verður skipt upp í tvo þætti, annars veg-
ar skákskýringar og hins vegar skákmót.
Einnig verða próf í endataflsþrautum
fyrir þá sem vilja. Verðlaun verða veitt
fyrir þijú efstu sætin í hverju móti. Allir
eru velkomnir og aðgangur verður
ókeypis. Haustmót unglinga hefst laugar-
daginn 26. október kl. 14 og verður fram-
haldið þann 2. nóvember og lýkur laugar-
daginn 9. nóvember. Teíldar verða 9
umferðir (3 hvem laugardag). Umhugs-
unartími er 40 mín. á mann. Vegleg verð-
laun verða veitt fyrir 5 efstu sætin. Þátt-
tökugjald er kr. 700. Skrifstofa Taflfélags-
ins er opin alla morgna frá kl. 9-12 og
mánudaga kl. 13-17.
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17, bridge
og frjáls spilamennska. Silfurlínan: Svar-
að veröur í simann alla virka daga kl.
16-18, SÍmi 616262.
Tímaritið Gangleri,
síðara hefti 65. árgangs, er komið út. Það
flytur greinar um andleg og heimspekileg
mál og alls eru 16 greinar í þessu hefti,
auk smáefnis. Helstu titlar í þessu hefti
eru: Trúarhugmyndir sem sundra,
Hvemig uppgötvum við sannleikann?
Mannleg endurreisn, Á háu nótunum,
Hlutverk geðlíkamans, Tilfmningar,
Hvað er hugrækt? Orkusviö mannsins,
Draumar, lækningar framtíðarinnar.
Efnið er eftir innlenda og erlenda höf-
unda. Gangleri er ávallt 96 bls. og kemur
út tvisvar á ári. Áskriftagjald er kr. 1.200.
Sími 39573 eftir kl. 17.
Peningagjöf til Heima-
hlynningar
Krabbameinsfélagsins
Heimahlynningu Krabbameinsfélags ís-
lands hefur borist peningagjöf til tækja-
kaupa frá Lionsklúbbnum Eir. Heima-
hlynning er þjónusta fyrir sjúklinga með
krabbamein á lokastigi og aðstandendur
þeirra og er bæði læknis- og hjúkmnar-
þjónusta starfrækt allan sólarhringinn.
Einnig er þeim seem em í lyfja- og/eða
geislameðferð veittur stuðningur, ráðgjöf
og eftirlit heima. Gjafir sem þessar em
starfseminni mjög mikill styrkur og
hvatning til áframhaldandi þróunar. All-
ar upplýsingar um Heimahlynningu em
veittar i síma 21122 kl. 9-12 alla virka
daga.
Ráðstefna um geðheilbrigðis-
mál á Austurlandi
Austurlandsdeiid Hjúkmnarfélags ís-
lands gengst fyrir ráðstefnu um geðheil-
brigðismál á Austurlandi. Markmiðið
með ráðstefnunni er aö opna umræðu
um geðheilbrigðismál í fjórðungnum og
að greind veröi þörf geðverndar og vandi
geðsjúkra og ættingja þeirra verði ljós-
ari. Einnig að bent verði á úrræði og
hvernig hægt verði að nálgast þau. Ráð-
stefnan verður að Hótel Valaskjálf á Eg-
ilsstöðum fóstudaginn 1. nóvember og
hefst kl. 10. Nánari upplýsingar og skrán-
ing þátttakenda er hjá Gunnhildi s. 71887,
Ruth s. 71516, Sigrúnu s. 71395 og Liiju
s. 71606.
Happdrætti.Norðurlands-
deildar SÁÁ
Hinn 6. október sl. var dregið í happ-
drætti Norðurlandsdeildar SAÁ. Eftirfar-
andi númer hlutu vinning. 1. vinningur
300.000 kr. húsbúnaður frá Vömbæ kom
á miða nr. 702, 2.-4. 100.000 kr. heimilis-
tækjavinningar frá Káupfélagi Eyfirð-
inga komu á miða nr. 3557, 3746 og 4959.
5.-8. 50,000 kr. heimilistækjavinningar
frá Kaupfélagi Eyfirðinga komu á miða
Myndgáta
nr. 31, 6333, 6531 og 7020. 9.-18. 10.000 kr.
matarkörfur frá Kaupfélagi Eyfirðinga
komu á miða nr. 697, 899,1197, 2438, 2923,
3239, 3789, 4518, 4712, 7021. 19.-38. 5.000
kr. matarkörfur frá Kaupfélagi Eyfirð-
inga komu á miða nr. 454, 733, 773, 1052,
2930,3790,4369,4705,4711,5205,5206,5709,
5718,5800,6189,6532,6997,7005,7006,7228.
Vinninga má vitja á skrifstofu SÁÁ, Gler-
árgötu 28, 2. hæð, sími 27611.
Hjónáband
Endurski
í skam
rr
Þann 1. september vom gefm saman í
hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jakobi
Hjálmarssyni, Elvur Rósa Sigurðardótt-
ir og Smári örn Baldursson. Heunili
þeirra er að Flyðmgranda 2.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 17. ágúst vom gefin saman í hjona-
band í Bústaðakirkju af séra Pálma Matt-
híassyni Anna Garðarsdóttir og Þorkell
Garðarsson. Heimih þeirra er að Orra-
hólum 7.
Ljósm. Jóhannes Long.
Myndgátan hér að ofan
lýsir athöfn.
Lausngátu nr. 153:
Glasaböm
Þann 17. ágúst vom gefin saman í hjóna-
band í Bessastaöakirkju Ásta S. Guð-
mundsdóttir og Tryggvi Þórir Egilsson.
Heimili þeirra er að Víðimel 31, Reykja-
vík.
Ljósm. Gunnar Kristinn.
Þann 24. ágúst vora gefin saman í hjóna-
band í Garðakirkju af séra Pálma Matthí-
assyni Gerður Jóelsdóttir og Davíð
Björnsson. Heimili þeirra er að Kringl-
unni 87, Reykjavík.
Ljósm. Sigr. Bachmann.