Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar i: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991. i i i Jóhannes Gunnar GK: Lenti á rek- aldi og sökk - tveir björguðust Átta tonna bátur, Jóhannes Gunn- ar GK, lenti á rekaldi rétt noröan viö Reykjanes á laugardagskvöldið og sökk. Tveir menn voru um borð, báöir vanir sjómenn á sextugsaldri, og var - þeim bjargað um borð í Odd V. Gísla- son, björgunarbát Slysavarnafélags- ins. Þegar björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík komu á staðinn maraði báturinn í hálfu kafi og voru mennirnir komnir í gúmmíbjörgun- arbát. Annar þeirra hafði rifbeinsbrotnað __ ^ið áreksturinn og báðir voru þeir ” kaldir og hraktir. Þeir voru fluttir á Borgarspítalann og fékk annar þeirraaðfaraheimfljótlega. -ingo íslendingur í Danmörku: Rændur and- virði 150 þús- unda króna " - Tyrkihandtekinn íslendingur, búsettur í Svíþjóð, var rændur andvirði um 150 þúsund ís- lenskra króna er hann var á ferð við höfnina í Helsingör í Danmörku í fyrrinótt. Fimm menn, sem taldir eru vera Tyrkir, réðust að honum með spörkum og barsmíðum, rændu hann veski sínu og hröðuðu sér í burtu á dökkri BMW bifreið. Lögreglan i Fredrikssund hefur handtekið einn Tyrkjanna. Vasi hans rifnaði við árásina á íslendinginn og missti hann við það strætisvagna- skilríki og lykla. Lögreglan í Helsing- ör fann skilríkin og lyklana eftir árásina á íslendinginn. Þegar Tyrk- inn tilkynnti um hinar týndu eigur “sínar í Fredrikssund var lögreglunni í Helsingör gert viðvart. Var þá strax óskað eftir að Tyrkinn yrði handtek- inn. Máliðerírannsókn. -ÓTT St. Jósefsspítali: dþúsundmót- mælabreytingum Um níu þúsund manns í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi höföu í gærkvöld skrifað undir skjal þar sem þess er farið á leit að stjóm- völd hverfi frá fyrirhuguðum breyt- ingum á St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. Hugmyndir um aö gera spítal" --**%nn að öldrunarheimili hafa verið kynntar en níu þúsund íbúar á svæði spítalans krefjast nú að hann verði áframdeildaskiptsjúkrahús. -hlh LOKI Þetta kallastað nagasig i handarbakið! íslendingur á skútu á leið til íslands: Ekkert heyrst f rá honum í 45 daga Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði: Ekkert hefur enn spurst til 45 ára íslendings, Bergþórs Hávarðsson- ar, sem lagði einn síns hðs af stað til íslands á seglskútu l. september sl. frá West Palm Beach, sem er norðan Miami á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna. Að sögn Hávarðs Bergþórssonar á Hrauni við Reyöarfjörð, föður Bergþórs, hafði Bergþór samband við fóstru sína sem býr á Stöðvar- firði áður en hann lagði af stað, Reiknaði hann með að fylgja Golf- straumnum og nýta sér meðfallið, það er strauminn, auk þess sem hitastig sjávarins er þar hagstætt og engin ísingarhætta. Bergþór taldi að hann gæti ekkert látið vita af sér fyrr en hann væri kominn á Reykjaneshrygginn og áleit að ferðin þangað gæti tekið um einn mánuð. Skútan er 36 fet að stærð, með eina aðalvél auk tveggja ljósavéla, og er að öllu leyti vel útbúin. Hefur olíu í 45 daga og vatn til enn lengri tíma. Þá er.um borð VHS talstöð, sem dregur 30 milur, en getur náð allt að 60 mílur við góð skilyrði. Hávarður áleit að Bergþór myndi fylgja 30. lengdarbaugnum eftir að hann kæmi að Azoreyjum. Hávarð- ur kvaðst fara að verða órólegur á flmmtudag eða föstudag ef ekkert hefði þá spurst til Bergþórs. „Það eru stórviðrin sem maður er hræddastur %dð en tvær mjög djúpar lægðir, gríðarlega kraft- miklar, fóru yfir þetta svæði ekki alls fyrir löngu.“ Hávarður sagðist hafa haft sam- band við Slysavarnafélagið og Landhelgisgæsluna en þar telja menn sig ekki gete gert neitt fyrr en eftir 50 daga. Álit þeirra er að feröin taki þann tíma. Hávarður sagðist vita að millilandaflugvélar auk strandstöðva á vesturströnd Bandaríkjanna og á Grænlandi hlustuðu ef vera kynni að eitthvað heyrðist frá Bergþóri. Hávarður sagði að Bergþór væri þaulvanur sjómaður auk þess að vera vélstjóri að mennt og kynni vel með segl aö fara. Fyrir tveimur árum á fór hann á 21 fets seglskútu frá Reykjavík til írlands. Þaðan til Azoreyja og síðar til Madeira og Kanaríeyja. Veðriöámorgun: l,él Á morgun verður hæg suðaust- anátt með dálítilli rigningu um tíma suðaustanlands og nokkuð milt veður þar. í öðrum lands- hlutum verður hæg norðlæg átt með éljum á Vestíjörðum og vest- antil á Norðurlandi en snjókomu á Norðausturlandi. Léttskýjað verður sennilega vestanlands. Fremur kalt í veðri um allt landið norðan- og vestanvert. Akureyri: Týndurmeð tönní hendinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri leitaði að- faranótt sunnudags að manni sem lent hafði í slagsmálum á veitinga- staðnum 1929 en til mannsins sást síðar fyrir utan skemmtistaðinn og var hann þá með'tönn úr sér í hend- inni! Maðurinn með tönnina hafði lent í slagsmálum við annan á dansgólfi skemmtistaðarins og er talið að and- stæðingur hans hafi átt upptökin. Sá var tekinn af dyravörðum og haldið þar til lögreglan sótti hann og var þá farið að leita að hinum. Sem fyrr sagði sást til hans með tönnina í hendinni utanhúss en lögreglan fann hann svo ekki. Að sjálfsögðu fylgdust gestir á 1929 með átökunum á dansgólfinu. Einn þeirra mun sennilega hafa verið kominn of nálægt átakasvæðinu því hann fékk „einn á lúðurinn" og við það brotnaði tönn í honum auk þess sem hann bólgnaði í andliti. Er því óhætt að segja að tennurnar hafi fok- ið í þessum átökum sem urðu að af- loknu „kvennakvöldi" þar sem m.a. kom fram danskur fatafellumeistari. 3 ára drengs saknað: Var í heimahúsi Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi þegar lögregla og björgunarsveitir fengu tilkynningu um að þriggja ára drengs væri saknað í Grafarvogi. Drengurinn fór að heiman frá sér um klukkan tvö síödegis. Þegar hann var ekki kominn fram um kvöldmatar- leytið var ákveðið að kalla út leitar- ílokka og auglýsa eftir drengnum í sjónvarpi. Nokkru síðar kom snáð- inn fram. Hann hafði verið í heima- húsiíGrafarvoginum. -ÓTT Þverholtsmaðurinn: Áttiaðfaraút af Litla-Hrauni í morgun Heimsbikarmóti Flugleiða í skák lauk um helgina. Jafnir og efstir urðu þeir Ivantsjuk (t.v.) og Karpov (t.h.). Með þeim á myndinni er Jón Rögnvaldsson, forseti Skáksambands íslands. - Sjá skákskýringu og umfjöllun um lokaumferðina á bls. 47. DV-mynd Brynjar Gauti Maðurinn, sem réðst á stúlku í Þverholti fyrir rúmum tíu árum, átti að sleppa út úr fangelsinu á Litla- Hrauni í morgun. Fangelsismála- stofnun hefur unnið að lausn á vist- un fyrir hann en samkvæmt heimild- um DV hefur talsverð fyrirstaða ver- ið í heilbrigðiskerfinu fyrir því að viðunandi vistunarlausn fyndist. Þegar DV fór í prentun var maðurinn ekki farinn út af Litla-Hrauni. -ÓTT 0RUGGIR-ALV0RU PLVfl PININGASKAPAR VARI - ORYGGISVORUR fm ® fl'ÍMff Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta VARI síðan 1 969 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.