Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 16
16 M'ÁNUD&GUR 14. GKTÓBER '1991. Hártap? Nýjasta tækni í meðferð gegn hártapi 1. Hársrætur, óvirkar og dauðar. Hártap. 2. Lokaaðgerð. Nýja hárið hefur náð festu og mun endurnýjast og endast ævilangt. " Ókeypis ráðgjöf. * Skrifleg lífstíðar- ábyrgð. * Framkvæmt af færustu læknum hjá elstu og einni virtustu einkastofnun í Evrópu. Hringið eða skrifið til: Harley Dean Clinic, Skúlatúni 6, box 7102, 127 Reykjavík. Sími 91-27080 milli kl. 9 og 17 og sími 91-17160 milli kl. 19 og 21. Scania R142M 6x4, árg. ’86, selst með palli og/eða skífu. Scania R112M 6x4, árg. ’86, selst á grind. Scania T113MA 6x4, árg. ’90, selst á grind. Scania P112H 6x2, árg. ’88, selst á grind. Nánari uppl. hjá sölumönnum. irmritf h.f. SKÓGARHLÍÐ 10 SÍMI: 91-20720 Aðeins kr. 790,- Bókin 58 mínútur eftir Walter Wager var lögð til grundvallar kvikmynd- inni Die Hard 2: Die Harder, sem sýnd var í Bíóborg- inni undir nafninu Á tæpasta vaði. Flestum flugvöllum á austurströnd Bandáríkjanna hefur verið lokað vegna snjókomu. Nítján flugvélar bíða þess að geta lent á Kennedy.flugvelli í New York áður en hann lokast líka. Þá hringir ókunnur maður og allt í einu er veðrið orðið aukaatriði... þegar flugturninn myrkvast og slokknar á ratsjánni. Meðan klukkan tifar verður Malone lögreglumaður að komast að því hver ókunni maðurinn er og stöðva hann - áður en flugvélin með ungri dóttur lögreglu- mannsins hrapar til jarðar... eftir 58 mínútur... Þetta er úrvals spennusaga þar sem ekkert lát er á spennunni frá upphafi bókar fram á síðustu síðu. Úrvaisbækur eru sérstaklega valdar handa þeim sem hafa yndi af að lesa. Úrvalsbækur - ótrúlega ódýrar Á næsta sölustað Áskriftar- og pantanasími 62 2010 Menning Nemendurnir færa Jelenu blóm. Taliö frá vinstri: Hilmar Jónsson, Ingvar Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Halldora Björnsdóttir og Anna Kristin Arngrímsdóttir. Kærunemendur Kæru nemendur. Ef þiö ætlið að gleðja kennarann ykkar af einhverju tilefni, fyrir alla muni farið þá ekki að eins og þau Ljalja, Pasha, Vitja og Vaiodja gera í leikritinu um hana Jelenu hina rússnesku. Skellið ykkur heldur í leikhús og sjáið sýninguna. Af henni er m.a. hægt aö draga lærdóm um þaö hvern- ig sakleysisleg hugdetta getur undið upp á sig meö ófyrirsjáanlegum og hörmulegum afleiðingum ef dóm- greindin er skilin eftir heima. Og sýningin er ekkert síður fyrir kennara, nú eða þá sem einhvern tíma hafa verið í skóla og kannske reynt að svindla á prófum. Þetta er sem sagt sýning fyrir alla, leikritið er ekkert sérstakt bókmenntaverk en Upurlega gert engu að síður. Frásagnarefnið í leikritinu Kæru Jelenu er bundið við rússneskt umhverfi og veruleika. Þar er skotiö föstum skotum á mörg þau fyrirbrigði í rússnesku þjóðlífi og skapgerð sem nútímahöfundum austur þar eru hvað hugleiknust. Lengi vel mátti ekki hafa hátt um slík efni og Kæra Jelena fékkst ekki tekin til sýn- inga um árabil. En þegar ytri kringumstæðum hefur verið svipt burt fjallar leikritið um hluti sem gætu gerst hvar sem er. Svipuöum viðureignum hafa frá öndverðu verið gerð skil í bókmenntum, leikritum og seinna kvikmyndum, þar sem gott og illt takast á. Hér stendur einvígið á milli heiðarleika og spilling- ar. Endanlegur sigur í þvi fólginn að sanna fyrir sjálf- um sér að enginn sé svo heiöarlegurað það megi ekki fella hann af stalli ef vel er að verki staðið. Þaö þarf bæði lævísi og mannvonsku til þess að finna réttu leiðina og sigurinn verður markmið í sjálfu sér. Handhafi illskunnar lítur á viðureignina sem styrk- leikapróf og hann verður að hafa betur, hvað sem það kostar. Þessi mynd verður enn áhrifameiri en ella í Kæru Jelenu vegna þéss að þar eru útsendarar spillingarinn- ar reglulega huggulegir unglingar sem koma í heim- sókn til kennara sín, Jelenu, undir því yfirskyni að þau séu að óska henni til hamingju með afmælið. Þau færa henni kampavín, krystal og blóm og þessi hjarta- gæska kemur út tárunum á Jelenu sem finnst hún eiga dálítíð í þeim eftír langar samvistír í skólanum. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fara nánar út í efnisþætti verksins sem er byggt upp á óvæntri framvindu. En það er óhætt að lofa áhorfendum spenn- andi kvöldstund. Leikritíð er vel upp byggt og persón- umar em ekki allar þar sem þær em séðar. Þaö er einmitt einn af sterkustu þáttum verksins hversu vel höfundi tekst að byggja upp sannfærandi framvindu í persónusköpun og jafnræði á milli hlut- verkanna um leiö og atburðir spilast áfram, hratt og þétt. Þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur er fljúgandi þjál og lipur og tefur ekki fyrir. Leikmyndin eftír Messíönu Tómasdóttur sýnir eins herbergis íbúð Jelenu meö samtíningsdótí sem engu að síður er eiganda sínum kært. Leikmyndin nýtist vel og veitír nauðsynlegt svigrúm um leið og hún gef- ur hugmynd um aöstæður íbúanna. Styrkur sýningarinnar er m.a. fólginn í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar sem heldur þétt utan um fram- vinduna og leyfir átakapunktum að njóta sín án þess að ijúfa heildarframvinduna eða skapa spennufall. Spennan er stígandi allt fram til síðustu mínútu. Rækt er lögð viö hvert smáatriði og sýningin verður mjög nærgöngul, bæði vegna efnisins og svo er návígi við áhorfendur mikið. Krakkarnir fiórir, sem eiga að vísu aö vera ívið yngri en leikendurnir, eru ósköp sætir og elskulegir þegar þeir koma fyrst inn úr dyrunum en smám saman sýna þeir á sér aðra hhð og hlutverkaskipun þeirra innan hópsins verður ljós. Halldóra Björnsdóttir er eina stúlkan í hópnum og leikur Ljölju. Þau Ljalja, Pasha, sem Hilmar Jónsson Leiklist Auður Eydal leikur, og Vitja, Ingvar E. Sigurðsson, eiga það sameig- inlegt að vera leiðitöm og vilja öh komast áfram með lítilli fyrirhöfn. Manngerðirnar eru fremur einfaldar og þróast eðlilega innan verksins. Halldóra sýnir með vaxandi styrk eftir því sem líður á hvernig tvær grím- ur renna á Ljölju og kuldaleg brynjan brestur loks endanlega í miklu átakaatriði undir lokin. Þetta var mjög vel gert. Ingvar leikur yfirborðstöffarann sem er á góðri leið meö að verða alki. Undir niðri er hann bara lítill kall og ekki eins harður og hann vill sýnast. Þetta skilaði sér vel í túlkun Ingvars sem sneiddi hjá hættulegum ofleik í fylhríisatriðum og vann hlutverkið af raun- sæi. HUmar leikur kærasta Ljölju, heldur Utlausan náunga sem reynist versta dusilmenni þegar á reynir. Þetta hlutverk gaf ekki tilefni til rismiktílar túlkunar en Hilmar féll vel inn í heUdina. Valodja er sjarmörinn í hópnum, sleipur og mælsk- ur. En undir þessu yfirborði búa hættulegir eiginleik- ar. Athyglin beinist óhjákvæmUega aö þessari persónu sem er sígUdur fulltrúi mannfyrirlitningar og tUlits- leysis. Baltasar Kormákur vinnur trúverðuglega úr hlutverkinu og þéttir tökin á persónunni jafnt og þétt. Valodja er í túlkun hans háskalegur maður og atvik eins og nóttín í íbúð Jelenu bjóða upp á frekari yfir- gang og Ulvirki í framtíðinni. En hvað um Jelenu sjálfa? Hún er ekki gallalaus fremur en aðrir en um leið og hún býður krökkunum inn til sín eru örlög hennar ráðin. Anna Kristín Am- grímsdóttir lék af innsæi og næmleika allan þann breiða tílfinningaskala sem felst í hlutverkinu. Án þess að ofgera fór hún fram á ystu nöf örvæntíngar og sýndi styrk Jelenu, jafnvel þegar hún á engra kosta völ framar. Anna Kristín hafði öfi blæbrigði hlutverks- ins á valdi sínu og átti hvað stærstan þátt í því að sýningin small eins vel saman og raun varð á. Jafnvel þó aö leikritíð hafi ekki beina skírskotun hér á landi getur efni þess hæglega orðið umræðugrund- völlur um samband nemenda og kennara og um mann- leg samskipti yfirleitt. Eða er það ímyndun að hérna hjá okkur sé í vax- andi mæli fariö að gæta þess fálætis og tilfinninga- kulda í garð náungans sem er forsenda framvindunn- ar í leikritínu um hana Jelenu og nemendur hennar? Þjóðleikhúsiö, Litla svið: KÆRA JELENA Höfundur: Ljúdmila Razúmovskaja Þýðing. Ingibjörg Haraldsdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.