Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991. 15 Ósvvf in stjórn- arandstaða Þeir Steingrímur Hermannsson og Ólafur Grímsson voru sem kunnugt er allra stjórnarherra ósvífnastir, á meðan þeir höfðu hér völd árin 1988-1991. Þeir keyptu fylgi Stefáns Valgeirssonar og Borgaraflokksmanna og jusu lánsfé úr opinberum sjóðum í fyrir- tæki, sem aðeins gátu endurgoldið í atkvæðum. Nú ætla þeir að reyn- ast jafnósvífnir stjórnarandstæð- ingar, og má hafa tvö nýleg mál til marks um það. Því vek ég athygli á þessu, að miklu varðar, að stjórn- arandstaðan vinni af heilindum í þeim þrengingum, sem fara nú greiniiega í hönd. Geta skynsamari og hófsamari menn stjórnarand- stöðuflokkanna ekki tekið í taum- ana? Lýðræði sem minni- hlutaræði Fyrra málið snýr að starfsháttum Alþingis. Á vorþingi 1991 leyfði Sjálfstæðisflokkurinn Kvennalist- anum að skipa annað sæti sitt af tveimur í svonefndri forsætisnefnd Alþingis. Þetta var gert til þess að leggja áherslu á almennt fylgi þing- manna við stjórnarskrárbreyting- una, þegar Alþingi var sameinað í eina málstofu. Settu sjálfstæðis- menn skýran fyrirvara um, að KjáUaiinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði þetta hefði ekkert fordæmisgildi. í haust ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að taka þetta sæti sitt í forsætis- nefndinni. Þá ætlaði allt um koll að keyra: Stjómarandstæðingar hrópuðu ofan af húsþökum um ólýðræðisleg vinnubrögð stjórnar- innar! Hvað er lýðræöi, ef það er ekki, að þingflokkar fái sæti í þingnefnd- um i hlutfalli við þingstyrk sinn? Lýðræði er að minnsta kosti ekki, að minnihlutinn fái meirihluta í nefndum. Átti sá helmingur kjós- enda Sjálfstæðisflokksins, sem stóð að baki öörum fulltrúa flokksins í forsætisnefnd þingsins, að sætta sig við það, að hann væri varanlega sviptur rétti sínum til áhrifa? Lykt- ir málsins urðu, að stjórnarand- stæðingar neituðu að taka sæti í forsætisnefndinni. Þeir neituðu með öðrum orðum að stunda lýð- ræðisleg vinnubrögð. Þessi fram- koma lofar ekki góðu um framtíð- ina. „Miklu varöar, að stjórnarandstaðan vinni af heilindum í þeim þrengingum, sem fara nú greinilega í hönd.“ „Stjórnarandstæðingar hrópuðu ofan af húsþökum um ólýðræðisleg vinnubrögð stjórnarinnar." Léttari álögur og meiri útgjöld í senn Síðara málið snýr að nýlegu fjár- lagafrumvarpi. Það er vissulega spor í rétta átt, þar sem halli á ríkis- sjóði minnkar samkvæmt því, þótt ég sé í hópi þeirra, sem telji alls ekki gengið nægilega langt í sparn- aði. Hver eru viðbrögð stjórnar- andstæðinga? Þeir kvarta nú í öðru orðinu sárlega undan því, að fjár- lagafrumvarpið feli í sér þyngri álögur á þjóðina, en í hinu segja þeir, að ekki sé veitt nægilegt fé til ýmissa þjóðþrifamála. Þeir koma nú á hverjum degi fram í sjón- varpi, hljóðvarpi og blöðum og mæla með meira fé í allar áttir. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur. í honum er innri mótsögn. Því meira fé sem veitt er til ýmissa mála, því þyngri verða álögur á þjóðina. Stjórnarandstæð- ingar verða að velja og hafna und- anbragðalaust: Hvort vilja þeir meiri útgjöld og með þeim þyngri álögur eða minni útgjöld og með þeim léttari álögur? Fréttamenn mega nú ekki bregð- ast hlutverki sínu. í hvert skipti sem stjórnarandstæðingur kemur fram og krefst aukinna útgjalda til einhvers máls, verða þeir að spyrja hann, hvaðan hann æth að taka féð, hvort hann vilji þyngri álögur á þjóðina eða lægri útgjöld til ann- arra mála. Þeir eiga ekki að leyfa honum að sleppa með undanbrögð eins og þau, að taka megi féð af ríka fólkinu, heldur spyrja þá áfram, hvort reynslan af sósíalism- anum sýni ekki, að sú leið sé ófær, - hvort nokkur trúi þvi lengur, að gera megi fátækt fólk ríkara með því að gera ríkt fólk fátækara. Fréttamenn mega hvorki ganga erinda stjórnar né stjórnarand- stöðu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Áætlanir og af koma Framkvæmdakostnáður fer oft úr böndunum. Ósjaldan er lélegum undirbúningi um að kenna. Þegar húsnæði er lagfært tvöfaldast eða þrefaldast kostnaður oft frá áætl- unum. Áætlanir við tölvuvæðingu hafa jafnvel verið enn slakari og hundruð milljóna tapast þess vegna. Ýmsir gera þó góðar áætlan- ir. Kostnaður við vatnsvirkjanir raskast til dæmis sjaldan þó að- stæður á virkjunarstað séu ólíkar. Gamansöm regla, pí-reglan, lýsir nákæmni lélegra áætlana. Hrakfallabálkur Það er ekki nýtt að kostnaður við framkvæmdir fari úr böndunum hérlendis. Fyrir öld kostaði bygg- ing Alþingishússins mun meira en áformaö var. Viö Kröfluvirkjun var kostað gríðarlega miklu fé til framkvæmda en einungis fékkst brot af þeirri orku sem afla átti. Kostnaður við byggingu flugstööv- ar*á Keflavíkurflugvelli fór langt fram úr áætlunum. Fyrir fáum árum fjölluðu flölmiðlar um kostn- að við byggingu Seðlabankahúss- ins. Breyfing á Listasafni íslands kostaði meira en áætlað var. Fjöl- miðlar fullyrða að kostnaður Sam- bandsins við hús sitt á Kirkjusandi sé miklu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og margir telja að kostn- aðúr Sláturfélags Suðurlands við fyrirhugaðar höfuðstöðvar í Laug- arnesi hafi reynst þungur baggi. Mörg veikari fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota vegna slæmra áætlana við byggingarframkvæmdir. Áætlanagerð er víða góð Því er haldið fram að íslendingar geti ekki gert áætlanir af viti. Þaö er ekki rétt. Ýmsar stofnanir og fyrirtæki hafa náð mjög góðum árangri við gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana. Vegagerð ríkisins framkvæmir verk undir kostnaðaráætlunum og lýkur þeim á undan áætlun. Mestu fram- kvæmdir okkar eru líklega hinar miklu vatnsvirkjanir. Kostnaður -pí-reglan KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur við gerð þeirra fer sjaldan langt frá upphaflegum áætlunum. Þó eru aðstæður mjög breytilegar frá ein- um virkjunarstað til annars og mætti búast við að erfitt væri að gera nákvæmar áætlanir. Undir- búningur að virkjunarfram- kvæmdum er hins vegar vandlega unninn. Menn gefa sér góðan tíma, aðstæður á virkjimarstað eru rannsakaðar af nákvæmni og vandað er til hönnunar og útboð- slýsinga. Menn byggja á áralangri reynslu sem fékkst við fyrri virkj- unarframkvæmdir. Slakur undirbúningur Framkvæmdir sem mest hafa far- ið úr böndunum kostnaðarlega eiga það margar sameiginlegt að undirbúningur var skammt á veg kominn þegar framkvæmdir hóf- ust. Menn unnu að hönnun og breytingum eftir að framkvæmdir voru hafnar og þarfir fyrir nýja byggingarþætti komu sífellt í ljós. Byggingar sem reistar eru eftir samkeppni eða eftir áhugaverðri hugmynd eru oft mjög dýrar. Þær má ef til vill nefna verðlaunabygg- ingar og eru hugmyndir frekar valdar eftir úthti byggingarinnar en byggingarkostnaði. Höfundar hafa sjaldan nákvæmar hugmynd- ir um hvernig útfæra á bygginguna og prófa sig áfram eftir því sem framkvæmdum miðar. Margar þessara bygginga eru meöal þekkt- ustu mannvirkja í heimi. Elsta steinbygging í heimi, þrepapíra- mídinn, sem Egyptinn Imhótep reisti fyrir fimm árþúsundum, er slíkt mannvirki. Einnig Sofííu- kirkjan og frægar kirkjur miðalda. Bygging eins þekktasta verðlauna- húss síðari ára, Óperuhússins í Sydney, kostaði oííjár. Hvað áætl- anir og kostnað snertir eru Perlan og ráðhúsið í Tjörninni í góöum félagsskap þekktra bygginga. Reynsluleysi Kostnaðaráætlanir við lagfær- ingar á eldra húsnæði fara undan- tekningalítið úr skorðum. Algengt er að kostnaður tvöfaldist og jafn- vel þrefaldist frá upphaflegum áætlunum. Kostnaður fer sjaldan minna en 50% fram úr áætlun reiknað á fóstu verðlagi. Margir húseigendur hafa fundið fyrir þessu því það á ekki síst við um viðgerðir á steypuskemmdum. Við endurbætur og endurbyggingu eldra húsnæðis koma fyrir kostn- aðarþættir sem eru ólíkir því sem gerist í nýbyggingum. Verkstjórnin er meiri, hönnun og skipulag einn- ig, verkþættir vinnast hægar, nið- urrif kostar talsvert og þess má vænta að duldir skaðar komi í ljós. Verktaki má reikna með að þurfa stöðugt að endurskoða verkáætl- anir. Segja má að breytingum á gömlum húsum svipi að ýmsu leyti til illa undirbúinna framkvæmda við nýbyggingar. Byggingariðnað- urinn er svo vanur nýbyggingum að þekkingu skortir á áætlanagerð við endurbætur og viðhald eldri húsa. Tölvuvæðing Byggingariðnaðurinn er ekki einn á báti með lélega áætlanagerð. Kostnaðaráætlanir tölvukerfa hafa lengi verið enn slakari en áður var lýst. Undanfama áratugi hafa tap- ast hundruð milljóna króna ef ekki milljarðar vegna lélegrar forvinnu og ófullnægjandi undirbúnings. Menn höíðu það þó sér til afsökun- ar að atvinnugreinin var ný og ómótuð. Um árabil var stofnkostn- aður tölvukerfa 3-4 sinnum hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þekkingu á kostnaðarhlið upplýsingakerfa hefur hins vegar fleygt fram síöustu ár. Nú er stofn- kostnaður upplýsingakerfa, sem gerð eru samkvæmt viðurkennd- um aöferðum, innan þolanlegra óvissumarka. Bestu hugbúnaðar- framleiðendur standa ekki verr að verki en fyrirtæki við verklegar framkvæmdir og byggingarfyrir- tæki. Pí-reglan Pí-reglan segir: Takið kostnað- aráætlun hönnuða og margfaldið með pí. Þannig fæst raunverulegur kostnaöur við verkið. Pí er gríski bókstafurinn sem táknar töluna 3,14. Vissulega er reglan að ein- hverju leyti sett fram til gamans. Þó leynist talsverð alvara að baki því hún gildir svo sannarlega oft í starfsgreinum þar sem áætlana- gerð er ábótavant. Pí-reglan gildir líklega enn um sjöttu hveija áætl- un um kostnað við breytingar á innréttingum eldra húsnæðis og tíundu hverja áætlun á tölvukostn- aði. Stefán Ingólfsson „Pí-reglan segir: Takið kostnaðaráætl- un hönnuða og margfaldið með pí. Þannig fæst raunverulegur kostnaður við verkið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.