Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 8
24 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. Breskir dagar Breska ferðamálaráðið kynnir ýmsa möguleika fyrir ferðamenn: Sérstök áhersla lögð á Austur-Anglíu svæðið Breska ferðamálaráðið er nokk- urra áratuga gömul stofnun sem hef- ur það að markmiði að kynna land og þjóð og veita þá þjónustu sem ferðalangurinn kann að þarfnast hverju sinni. Aðalskrifstofur ráðsins eru í Lundúnum eins og við er að búast en ennfremur eru skrifstofur eða útibú úti um allan heim sem vinna gagngert að því að markaðs- setja Bretland fyrir erlenda ferða- menn. Á Norðurlöndum eru skrif- stofur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og er það hlutverk þeirrar síðast- töldu að sjá um íslendinga í þessu sambandi. Skrifstofumar í Lundúnum eru á nokkrum stöðum, enda er þetta stórt fyrirtæki. Leið útsendara DV lá í bækistöðvarnar rétt hjá Victoríu- stöðinni. Þar starfar meðal annars Rose Hughes og frá henni eru komn- ar þær upplýsingar sem hér fara á eftir. Það er þó rétt að benda væntan- legum ferðalöngum á bækhng sem heitir einfaldlega Tourist Informati- on Centres 1991/92 en í honum er að finna skrá yfir upplýsingamiðstöðv- ar á Bretlandi sem geta veitt nánari og ítarlegri upplýsingar hveiju sinni. Sögulegar bjórkrár heimsóttar Árum saman hefur London verið sá staður í Bretlandi sem hefur heill- að ferðamenn einna mest og á það ekki síst við um íslendinga. A þessu hefur orðið sú breyting að þeir sem sækja borgina heim vilja gjaman sjá eitthvað meira og því hefur það færst í vöxt að aðrir staðir hafi verið barð- ir augum. Með þessu er alls ekki átt við að London hafi misst sjarma sinn á einhvem hátt, enda væm það al- gjör ósannandi, borgin stendur alltaf fyrir sínu. Og þar byrjar yfirreiðin. Það hefur löngum verið sagt að sá sem sé leiður á London sé leiður á lífinu og þeir sem hafa skoðað borg- ina vita að þetta em orð að sönnu. Möguleikamar em óteljandi, hvort heldur skal versla, skemmta sér í leikhúsi og á næturklúbbum, fara á völlinn eða safn eða eitthvað allt annað eða jafnvel allt þetta í einu. Þaö em tÚ ýmsar leiðir til að skoða borgina en óvitlaust er að bregða sér í ferð með tveggja hæða strætisvögn- um, sem em sérstaklega auðkenndir fyrir slíkar skoðunarferðir, en þeir aka ákveðna leiö þar sem mjög marga áhugaverða staði ber fyrir augu og svo er leiðsögumaöur með í för fyrir þá sem skilja ensku. Boðið er upp á bátsferðir á Thames og einn- ig sérstakar gönguferðir þar sem saga borgarinnar er rakin. Pöbbaá- hugamenn geta jafnframt komist í ferðir þar sem ýmsar sögulegar bjórkrár em heimsóttar. Margir helstu staðimir em á sama blettin- um og þvi lítið mál að komast yfir marga staði sé það tilgangurinn. Frá skammbyssum upp í skriðdreka Miðsvæðis em staðir eins og Þing- húsið, Big Ben, Westminster Abbey, Heimsmetabók Guinness og kon- ungshöllin. Vaxmyndasafnið er viö Baker Street þar sem em heimkynni Sherlock Holmes, Tower-Bridge er rétt við Tower of London og svo mætti lengi telja. Söfnin eru mýmörg en ferðamálaráðið mæhr sérstaklega með Museum of the Moving Image sem staðsett er við South Bank hsta- miðstöðina. Þar ku vera heilmikið að sjá og vissara að gefa sér 2-3 tíma í þá skoðun. Fyrir áhugamenn um hrylling er en hefðbundnir staðir standa þó alltaf fyrir sínu Frá Wales. Landið er frekar litið og ibúarnir, sem eru sérstaklega vingjarnlegir, halda stíft í eigin siði og venjur. Enskan er aðalmálið en Wales-búar halda þó fast í sitt eigið mál sem kennt er í skólunum og er samhliða enskunni á öllum merkjum og skiltum. í §1 p fi mm f* *IjB \ ijf ' BH |(?-S 1 BB ■ Bath I Avon er staður sem vert er að gefa gaum. London Dungeon tilvalinn. Þar er m.a. að finna ýmis tæki og tól frá miðöldum og með hjálp nútímalegra aukatækja má upplifa hrylhng á sem bestan hátt. British Museum er ekki langt frá Oxford-stræti og sá sem ætlar sér að skoða þaö gaumgæfilega gæti þess vegna eytt öhu sumarfríinu í það verk eitt og sér, slíkt er safnið. Muni sem tengjast seinni heims- styrjöldinni er m.a. að sjá í Cabinet War Rooms en þar dvaldi Winston Churchih ásamt ráðherrum sínum á meðan stríðið stóð yfir. Þeir byssu- glöðu geta síðan farið í Imperial War Museum en þar er að finna allt frá rifilum og skammbyssum upp í skriðdreka og flugvélar. Garðar og gróðrarstöðvar Eitt af þeim svæðum sem ferða- málaráðið hefur verið að reyna að auka strauminn á er Austur-Ánglía. Rose Hughes sagðist leggja sérstaka áherslu á þetta svæði, enda væri þarna óhemjumargt að sjá. Sérstak- lega thtók hún Norwich sem skemmthega borg heim að sækja og benti á dómkirkjuna þar sem athygl- isverðan stað til að skoða. Fyrir áhugasama um slíkt er rétt að taka fram að kirkjan er opin allan daginn en panta þarf sérstaklega ef óskað er eftir leiðsögn um kirkjuna yfir vetrarmánuðina. Þegar talaö er um Austur-Anghu er átt við Essex, Suffolk, Norfolk og Cambridgeshire en ágætan bækling um þetta svæði er að fá hjá East Angha Tourist Board og kostar hann um 2 pund. Á meðal þess sem þetta svæði hefur fram að bjóða eru óhemjufahegir garðir og finnast þeir vart fegurri þó víða væri leitað. Gróðrarstöðvar eru líka íjölmargar og þar er hægt að gera ágæt kaup. Aðstaða th íþróttaiðkana er góð og á það þó sérstaklega við um brim- brettasighngar og golf. Hægt er að komast í fyrrnefnda sportið í Peter- borough, Chelmsford og Ipswich, svo að dæmi séu tekin. Golfvelhmir skipta tugum og skrá um þá er að finna í áðurnefndum hæklingi. Oliver Cromwell og fjölskylda Gamlar minjar eru margar i Cam- bridgeshire. Þar má nefna Buckden- hölhna og Duxford-kapehuna og einnig Klukku-turninn sem að vísu er í Essex. Þar eru líka Haldleigh- og Hedingham-kastalamir og ekki má gleyma konunglega leikhúsinu í Suffolk. Það var byggt í byijun síð- ustu aldar en er enn starfandi. Járnbrautir eiga stóran sess í sögu Englendinga og söfn sem tengjast þessu farartæki era víðs vegar um landið og þar með einnig á þessu svæði. í Norfolk em þau sérstaklega mörg og m.a. eru Barton House Ra- hway, Lotus Cars, þar sem sérstök leiðsögn er veitt um sportbhana, Bure Valley Rahway og County School Station. Af söfnum í þessum landshluta má benda á Huntingdon Cromwell safn- ið. Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferð safn með hlutum tengdum hinum fræga Ohver Cromwell og fjölskyldu hans en safnið er staðsett í húsinu þar sem Cromwell gekk í skóla. Listaverkaunnendur ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Kettle’s Yard og sjóminjasafn er í vitanum í Harwich en því er reyndar lokað fyr- ir ferðamenn um næstu mánaðamót og það er ekki opnað aftur fyrr en í lok mars á næsta ári. Þegar talað er um Suður-England eða öllu heldur Suðaustur-England era ýmsir staðir sem koma fyrst upp í hugann, t.d. Kantaraborg, þar sem erkibiskupinn hefur aðstöðu, Dover, þar sem ferðalangar til Frakklands fara um, og svo Brighton og Hast- ings. Síðastnefnda staðarins minnast væntanlega margir vegna skákaf- reks sem Friðrik Ólafsson vann þar árið 1956! Fyrir þá sem taka bhaleigubh í London fylgir hér smátihaga um ferðatilhögun á þessu svæði. Stoppiö fyrst í Wakehurst Place Gardens og haldið þaðan í smábæinn Lewes. Þar er mikið af sögulegum byggingum og má t.d. nefna Anne of Cleves Ho- use en það var eitt sinn í eigu eigin- konu Henry fimmta. Síðan hggur lciðin til Brighton og Worthing við sjávarsíðuna og þaðan th Parham House and Gardens, sem er 16. aldar heimih eins og þau gerðust best, þá er ekið til Amberley Chalk Pits og Arundel, sem er stórkostlegur kast- ah sem stendur við árbakka. Kirkjan í Chichester tekur við af kastalanum og þá er ekinn dijúgur spölur til Guhdford. Þar era m.a. fyrsta flokks verslanir, hstasöfn, leikhús og hægt að fara í bátsferðir. Frá Guildford er ekið th Polesden Lacey en þar eyddi drottningarmóð- irin hveitbrauðsdögum sínum fyrir margt löngu, þá th Chessington, æv- intýragarðsins fyrir alla fjölskyld- una, og loks er það Thorpe Park sem er stórt útivistarsvæði. Þessi hringur hentar mjög vel þeim sem leggja upp frá Heathrow. Þeir sem prófa að aka þessa leið og stoppa í Brighton ættu að hafa í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.