Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 15
V MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. Breskir dagar THERMOS HITAKÖNNUR HEILDSÖLUDR. JOHN LINDSAY HF. Götu- ► kallarinn Alfie Howard Alfle Howard er opinber götu- kallari í Lambeth-kjördæminu í London. í raun gegnir hann svip- uðu hlutverki og dagblað nema hvað hann notast við 14 punda bjöllu og ótrúlegan raddstyrk til aö koma fréttum á framfæri á opin- berum stöðum þegar eitthvað merkilegt gerist. Hlutverk götukallarans má rekja aftur .til miðalda þegar hann var eini upplýsingamiðill fólksins. Sög- ur herma að fyrsti kallarinn hafl verið starfandi í Holsworthy í De- von í byrjun elleftu aldar en Alfie er þeirra skoðunar að kallari hafa þegar verið starfandi þegar örrust- an við Hastings var háð. Alfle tók við starflnu árið 1946 þegar faðir hans dró sig í hlé en starf götukallarans hefur verið í íjölskyldunni í fimm ættliði. í vinn- unni notast hann við búning sem er nákvæm eftirlíking af klæðum sem götukallarar notuðust við á seinni hluta sautjándu aldar. Alfie hefur ferðast til margra landa, sem nokkurs konar sendiherra Breta, og komið fram víöa, m.a. í mörgum sjónvarpsstöðvum ásamt því að sækja heim hinar ýmsu stofnanir. Alfie er fæddur og alinn upp í London og er hinn dæmigerði Cockney-búi en það eru þeir kallað- ir sem aíast upp í austurhluta borg- arinnar. Hann segist hafa ánægju af starfmu, enda gefl það honum tækifæri til að hitta fólk og eignast nýja vini. Púsluspil Komið og púslið og skoðið úrvalið af púslu- spilumfyrirallan aldur. Einnig mikið úrval af spilum og leikjum. Gjenus II_____y Kringlunni 8-12,103 Reykjavík. Sími 688175 Alfie tók við starfinu 1946 þegar faðir hans dró sig í hlé en starf götu- kallarans hefur verið í fjölskyldunni í fimm ættliði. Það nýjasta í vetrartískunni mun bera fyrir augu Kringlugesta á næstu dögum í tilefni af bresku kynningunni. vinnur hún m.a. að hönnun á undir- fatnaði, sem er ætlað á jólamarkað- inn í ár, fyrir „Knickerbox". Ritva Kariniemi Ritva Kariniemi kemur frá Finn- landi eins og nafn hennar gefur óhjá- kvæmilega til kynna. Hún stundaði nám í Lonþon College of Fashion og vinnur nú fyrir Extravert sem selur fatnað í yfir 300 verslunum í 23 þjóð- löndum. Extravert hét reyndar áður Hillmans en eigendurnir voru svo ánægðir með frammistöðu Ritvu að þeir söðluðu um og einbeittu sér al- gjörlega að hönnun hennar og í dag sjá þeir örugglega ekki eftir því. John Galliano John Galliano er fæddur á Gíbralt- ar en stundaði nám í þeim fræga skóla, St. Martins College í London. Þegar hann útskrifaðist fékk hann fyrstu einkunn og lokaverkefnið hans vakti mikla athygli hjá blaða- mönnum og ekki síst væntanlegum kaupendum. Síðan þá hefur stjarna hans skinið skært og mörg verðlaun hafa fallið honum í skaut. Galliano var t.d. valinn fatahönnuður ársins í Bretlandi árið 1987 af kollegum sín- um þar í landi og hönnunin, sem færði honum þessi verðlaun, var færð á búningasafnið í Bath til fram- búðar. Því til viðbótar hefur hann fengið verðlaun frá erlendum kolleg- um og var sérstakur gestahönnuður við Courtelle Fabric verðlaunaaf- hendinguna árið 1988. Sýnd verður framleiósla átta breskra hönnuða og mun sýningar- fólk frá lcelandic Models klæðast fatnaðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.