Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 16. ÖKTÓBER 1991. BRAKl BPAX! BRAK! BRAK! Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og brakandi að nær ógerlegt er að borða það hljóðlega. Hob-nobs kökurnar eru stórar og matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og heilhveiti. Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi og sumum finnst það jafnvel enn betra með svolitlu smjöri. Hob-nobs. Það er þó ekki heimabakað? Dreifing: Bergdal hf ■ Skútuvogi 12 ■ 104 Reykjavík Sími 91-680888 Djásn bresku konungsfjölskyldunnar verða gestum Kringlunnar til sýnis þá daga sem kynningin á breskri vöru og þjónustu stendur yfir. Eftirlíkingar bresku konungsdjásnanna: Kórónur, sverð og veldissprotar - og ektá klæðnaður bresku varðliðanna Djásn bresku konungsfjölskyld- unnar verða gestum Kringlunnar til sýnis þá daga sem kynningin á breskri vöru og þjónustu stendur yfir. Það er þó rétt að hafa í huga að dýrgripirnir, sem hér eru sýndir, eru ekki ekta heldur nákvæmar eftirlík- ingar af herlegheitunum sjálfum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hér eru á ferð merkir hlutir sem væntanlega mjög margir hafa gaman af að berja augum. Uppistaðan í þessari sýningu er kórónur, sverð og veldissprotar en auk þess eru sýndir ýmsir aðrir munir. í allt eru þetta 40 hlutir og auk þess er klæðnaður breskra varðliða frá ýmsum sveitum sýndur. Sá klæðnaður er allur ekta og er fenginn að láni frá varðliðasafninu í London. Umræddir búningar eru notaðir við hin ýmsu tækifæri í Lundúnum og þeir sem hafa t.d. séð varðaskiptin við Buckingham Palace ættu að kannast við þennan klæðn- að. Á meðal kóróna á sýningunni er St. Edwards kórónan en hún er notuð þegar nýr kóngur er krýndur hveiju sinni. Kórónan vegur fimm pund og var fyrst notuð árið 1661. Einnig verður hægt að berja augum Imper- ial State kórónuna en hún er ómetan- legur dýrgripur. Hún var búin til handa Viktoríu drottningu áriö 1783 og er skreytt yfir 2800 demöntum. Hún er t.d. ávallt notað þegar breska þingið er sett. Smákóróna í eigu Spencer-fjöl- skyldunnar verður sýnd. Hér er á ferð kóróna sem lafði Díana bar við giftingarathöfn hennar og Karls Bretaprins fyrir tæpum 10 árum. Ýmsar aðrar kórónur verða þar einnig en of langt mál er að telja þær allar upp. Þó má geta þess að þær eru margar skreyttar ótrúlegum demöntum og Imperial kórónan, sem var reyndar minnst á áðan, skartar demanti sem er 317 karöt. Veldissproti krossins er hingað kominn með demantinn Fyrstu stjörnu Afríku sem er 530 karöt og var upphaflega færður Edward sjö- unda árið 1907. Þá má minnast á þjóð- höfðingjahringinn en hann er tákn konungdómsins og hefur verið það frá árinu 1831 er William ijórði tók við konungdóminum. t rf :■ *$* r-f—\ ip ■*Sb& M:Ts : öÍ— ■*k p 1' *? Ai'- —Ti|v i* •J-S »• V' v.: ft&Nesa 1 Uppistaðan í þessari sýningu er n kórónur, sverð og veldissprotar. Dýrgripirnir, sem sýndir verða, eru ekki ekta heldur nákvæmar eftirlíkingar en muninn er þó erfitt að sjá. KmMMCr..... MÝKT ER OKKAR STYRKUR HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.