Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. Hjartadrottningin og Hattarinn í Kringlunni: Leitin að Lísu í Undralandi í tilefni af bresku kynningunni, Kringlan í þjónustu hennar hátign- ar, sem hefst á morgun, verður leit- að að stúlku sem líkist mest Lísu í Undralandi. Stúlkumar, sem taka þátt í leikn- um, eiga að vera á aldrinum 6-12 ára og þær sem ætla að vera með purfa að koma í Kringluna og hitta þar fulltrúa dómnefndar, Hjarta- drottninguna og Hattarann, sem eflaust margir kannast við úr æv- intýri Lewis Carroll, Lísu í Undra- landi, en um það ævintýri snýst þessi leikur. Hjartadrottningin og Hattarinn verða í Kringlunni 22.-24.október kl. 14-18.30 og í framhaldi af því verða valdar stúlkur til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður fóstudaginn 25. október kl. 15. Sú stúlka sem verður fyrir valinu sem Lísa í Undralandi hlýtur að launum ferð fyrir sig og fjölskyldu sina (fjórir farseðlar) til London og lestarferð frá London til Wales og 400 punda ávísun á hótelgistingu að auki. í Llandudno í Norður- Wales mun hin íslenska Lísa spóka sig og m.a. skoða sérstakt safn um þessa frægu sögupersónu sem hún sjálf líkist svo mjög. - hin heppna heimsækir Lísu-safnið í Norður-Wales Formaður dómnefndarinnar er Kristín Aradóttir, sölustjóri Flug- leiða, en auk hennar eiga sæti í nefndinni Páll Dungal, verslunar- stjóri Pennans í Kringlunni, Af- saneh Khalatbari, breska sendi- herrafrúin, og Ratcliffe-hjónin en þau bregða sér í hlutverk Hjarta- drottningarinnar og Hattarans á meðan leitin að Lísu stendur yfir. Leitin að Lísu í Undralandi stendur yfir 22.-24. október en föstudaginn 25. verður svo úrslitakeppnin. Sú sem líkist Lisu mest fær að launum ferð fyrir fjóra til Bretlands. Stúlkurnar þurfa að vera á aldrinum 6-12 ára og það verða fulltrúar dómnefndar, Hjartadrottingin og Hattar- inn, sem hitta þær að máli. VSK. 11997 Imebal MAGNÚS E. BALDVINSSON SF. KRINGLUNNI 8-12 - 103 REYKJAVÍK - SÍMI 31199 GJAFASETT 0G KVEIKJARAR FJÖLBREYTT ÚRVAL CpIíU OFLONDON ÚR OG SKARTGRIPIR Fjöllistamað- urinn Tim Bat Tim leikur ótrúlegustu kúnstir hvort heldur er með gríska diska eða regnhlífar. Tim Bat er tæplega 36 ára Breti sem ætlar að sýna gestum Kringl- unnar ýmsar kúnstir á Breskum dögum. Bat gekk í listaskóla og vann síðar sem öskukall en hefur undanfarinn áratug eða svo haft í sig og á sem skemmtikraftur. Atriði hans stendur yfir í 3-30 mínútur og samanstendur af ýmsum kúnst- um. Þar má nefna sjónhverfingar, dans með gríska diska og það að láta regnhlífar hringsnúast. Tim er orðinn nokkuð sjóaður í bransanum og hefur starfaö í mörgum kabarettum í London auk þess að koma fram í ýmsum sjón- varpsþáttum. Hann hefur einnig starfað mikið erlendis, t.d. á Norð- urlöndum og er reyndar nýkominn úr ferð um Baska-héruð Spánar. Sjálfsagt eru einhverjir sem kannast við Tim Bat, enda kom hann hingað til lands árið 1987 og sýndi ýmsar brellur við opnun verslunar Pennans samhliða því að leika í auglýsingu fyrir fyrirtæk- ið. Tim hefur komið til Islands í millitíðinni og leit þá inn í Kringl- unni þótt brögðin og brellurnar væru ekki með í farteskinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.