Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDÁGUR 16. OKTÓBER 1991. Breskir dagar DV Breskar kvikmyndir í Háskólabí ói: Skuldbinding Alans Parker - og fjórar gamlar klassískar í tilefni af breskum dögum í Kringlunni verður boðið upp á sýn- ingar á breskum myndum í Há- skólabíói. Sýningarnar hefjast á morgun og standa yfir sömu daga og viðburðirnir í Kringlunni með þeirri undantekningu að myndin í aðalsalnum verður sýnd áfram. Fyrir valinu hafa orðið eftirtaldar myndir: 39 þrep (Thirty Nine Steps), Áfram læknir (Carry on Doctor), Rauðu skórnir (The Red Shoes), í þjónustu hennar hátignar (On Her Majesty’s Secret Service) og The Commitments. Síðasttalda myndin verður sýnd í aðalsalnum en hinar í einum af minni sölum bíósins. Commitments Commitments, sem jafnframt er nýjasta mynd Alan Parkers, fjallar um tólf írska unglinga sem stofna hljómsveit sem hefur það að markmiði að kynna soultónlist á írlandi. Aðalpersónan er Jimmy, sem er stofnandi hljómsveitarinn- ar, en hann tékur tónlistina mjög Bakgrunnurinn í Commitments er óvenjulegur, barir og stræti í iélegu hverfi í Dublin BRITI SH K rsl I O HTS Kringlunni 8-12 - Sími 686062 15% afsláttur á British Knight í breskri viku. Þegar rafmagn fer af - í sumarbústaðn- um - á vinnustað þegar rafmagn er ekki fyrir hendi. Tilboðsverð vegna breskrar viku, kr. 10.800,- með vsk. Framleitt í Bretlandi af Sörensen PCW200 200 WATT INVERTER (Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins) 12-240 V Dæmi um notkun: sjónvarp, útvarp, video, vinnuljós, rakvél, tölvur, hleðslutæki o.fl. Sent í póstkröfu: Upplýsingar hjá D.E.B. þjónustan, Jaðarsbraut 7, Akranesi, sími: 93-13220. alvarlega og er sífellt að gera öðr- um hljómsveitarmönnum grein fyrir alvörunni á bak við sveitina. Eins og við er að búast er mikið um tónlist í myndinni sem heyrst hefur t.d. í flutningi Wilson Pickett og Otis Redding. Bakgrunnurinn er aftur á móti óvenjulegur, barir og stræti í lélegu hverfi í Dublin. Því má svo við bæta að myndin hefur fengið góða dóma gagnrýn- enda en leikendur eru allir ungir og óþekktir tónlistarmenn. 39 þrep og Áfram læknir 39 þrep gerist 1914 þegar Evrópa er á barmi styrjaldar. London er friðsæl á yfirborðinu en hættulegt samsæri er bruggað að tjaldabaki. Ofursti í leyniþjónustu Breta hefur orðið þess áskynja að ofstækis- menn ætla að ráða forsætisráð- herra Grikkja af dögum þegar hann kemur í opinbera heimsókn, til að kveikja ófriðarbál. Tveimur ráð- herrum er skýrt frá þessu en þeir eru báðir myrtir og ofurstinn ákveður þvi að leita hælis í húsi vinar síns í London. Ofurstinn dvelur þar ekki lengi því honum er komið fyrir kattamef og þá fyrst flækist vinur hans, verkfræðingur- inn Richard Hannay, virkilega inn í máhð. Hann finnur minnisbók ofurstans en þar er aðeins eitt orð. Lögreglan og ofstækismennirnir vilja báðir hafa hendur í hári Hannays og það gengur á ýmsu áður en yfir lýkur. Áfram læknir er frá árinu 1968 og segir frá allléttgeggjuðum hópi sem starfar innan lækna- og hjúkr- unarstéttarinnar. Leikstjóri er Gerald Thomas en í helstu hlut- verkum eru kunnugleg nöfn sem hafa komið við sögu í mörgum Áfram-myndunum. Þar má nefna Frankie Howard, Barbara Windsor og Kenneth Williams. Rauðu skórnir og James Bond Rauðu skómir er fyrsti ballettinn sem vai- saminn sérstaklega með kvikmyndatökuvélamar í huga. Höfundurinn er hinn ástralskætt- aði Robert Helpmann en hann var Leikendur i Commitments eru allir ungir og óþekktir tónlistarmenn. Rauðu skórnir er byggð á Hans Christian Andersen. i helstu hlutverkum í Áfram lækn- ir eru kunnugleg nöfn. dansahöfundur hjá Royal Ballet Company þegar hann samdi þetta verk sem hyggt er á ævintýri danska rithöfundarins Hans Christian Andersen. Þar segir frá ungri stúlku sem gat ekki hætt að hugsa um rauöu dansskóna sína og skipti þá engu hvar hún var stödd. Aðaldansarar em Moira Shearer, Leonide Massine og Ro- bert Helpmann sjálfur. Kvik- myndahandritið skrifuöu Michael Powell og Emeric Pressburger en þeir eru einnig framleiðendur og leikstjórar myndarinnar. Tónlistin er flutt af The Royal Philharmonic Orchestra en stjórnandi hennar er Thomas Beecham. í þjónustu hennar hátignar er James Bond-mynd með minnsta þekkta spæjaranum, George Laz- enby. Sá umræddi maður lék að- eins í þessari einu Bond-mynd en í öðrum helstu hlutverkum em Gabriele Ferzetti, Diana Rigg og Telly Savalas. Leikstjóri er Peter R. Hunt en þess má geta að kvik- myndahandbók Matlin’s gefur henni þrjár og hálfa stjömu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.