Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 1
Kringlan 17.-26. október: Kynning á breskri vöru og þjónustu \ Aö kynningunni standa iönadar- og verslunarráóuneyti Bretlands, breska sendiráöiö og fyrirtæki í Kringlunni. DV-mynd Brynjar Gauti Á morgun hefst í Kringlunni viöamikil kynning á breskri vöru og þjónustu sem stendur yflr til 26. október. Að þessu standa iðnaðar- og verslunarráöuneyti Bretlands, breska sendiráöið og fyrirtæki í Kringlunni. Af þessu tilefni eru komnir til landsiris nokkrir breskir skemmti- kraftar sem munu verða með ýms- ar uppákomur á næstu dögum. í þeim hópi eru fjöllistarnaður og tónlistarmaður og ekta breskur götukallari. Leitað verður að stúlku sem líkist mest Lísu í Undralandi og settar verða upp tvær sýningar. Jarl og rit- handarsérfræðingur Ljósmyndaverk jarlsins af Lich- field verða til sýnis en hann er náfrændi Elísabetar Bretadrottn- ingar og eru einmitt margar mynd- anna af konungsfjölskyldunni. Bresku konungsdjásnin, eða hluti þeirra, verða til sýnis en þar er um mjög nákvæmar eftirlíkingar að ræða. Sérstakur rithandarsérfræðing- ur mætir til leiks og tvær furðuvél- ar teiknars Rowlands Emett verða settar upp. Þá má minna á að Há- skólabíó ætlar aö sýna breskar myndir í tilefni af þessari kynningu sem ber reyndar yfirskriftina „í þjónustu hennar hátignar". Skemmtikraftar og fatahönnuðir Samkeppni verður á milli fyrir- tækja í húsinu um bestu útstilling- una og sérstakur spurningaleikur verður fyrir þá sem leggja leiö sína í Kringluna þessa daga. Skemmti- kraftarnir, sem hingað eru komnir, munu jafnframt heimsækja sjúkra- hús, barnaheimili ,og skóla nokkra morgna á meðan á dvöl þeirra stendur. Þá munu 8 kunnir breskir fata- hönnuðir sýna framleiðslu sína og verður boðið upp á margar tísku- sýningar en frá sýningartímanum er sagt annars staöar í blaðinu. Þeim til aðstoðar við aö sýna fatn- aðinn verður sýningarfólk frá Ice- landic Models. Sendiherrann og götukallarinn Formleg opnun á þessum viðburði verður á morgun kl. 16 og hana annast breski sendiherrann, Patrick Wogan, en hann er einmitt nýtekinn við þessu embætti. Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, mun þó fyrst flytja ávarp en kynnir verður breski götu- kallarinn Alfle Howard. Af þvi lo- knu verður boðið upp á fyrstu tísku- sýninguna af mörgum þar sem sýnd verður áðurnefnd hönnun breskra fatahönnuða. Hljómlistarílutningur verður í höndum John Arnos en hann er nokkurs konar eins manns hljómsveit. Samlandi hans, the Mig- hty Gareth, mun sýna galdra og götukallarinn ætlar að færa borgar- stjóranum sérstakt bréf. L O F T B R U Jylmlmrá^ i m ki i c a i i r\ . VEGNA MIKILLAR SÖLU EDINBORGAR- FERÐANNA OKKAR AUKUM VIÐ NÚ SÆTAFRAMBOÐIÐ makro ^EHEpassT ALLA LAUGARDAGA OG ÞRIÐJUD. í NÓVEMBER. 3, 4, OG 7 DAGA Verð frá 22.832,- • Fyrir utan skatta samt. 2.650,- Beint leigufíug með nýjum vélum Flugleiða INNIF ALIÐ Flug. gisting með skoskum morgunverði, íslensk fararstjórn, flutninaur milli flugvalíar og hótels í Edinborg. ^KAUPAKORI E'nkaumboð atLANTIK ATHUGIÐ! ÖLL HÓTELIN OKKAR ERU í MIÐBÆNUM ÖtCMtK FERÐASKRIFSTOFA, BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 679888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.