Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. 27 Breskir dagar Matar- og kaffistell í sérflokki. Þolir örbylgjuofn og uppþvottavél. Hóflegt verð. Sérstakt kynn- ingarverð í tilefni bresku daganna. KOSTA BODA Kringlunni 8-12 Sími 689122 Höfundur Lísu í Undralandi: Lewis Carroll MEST SELDI KATTAMATUR í HEIMI „CONCERT“ frá „Poole“ í Bretlandi Fyrsta bókin um Lisu i Undralandi kom út árið 1865 og var hún mynd- skreytt af John Tenniel. (1832-1898) Lewis Carroll, höfundur sögunnar um Lísu í Undralandi, hét réttu nafni Charles Lutwidge Dodgson. Þeir sem þekkja söguna um Lísu kannast þó fæstir við hans rétta nafn og því skul- um við halda okkur við nafnið Lewis Carroll. Hann var fæddur í janúar 1932 og var stærðfræðingur og kennari við Christ Church-skólann í Oxford á Englandi. Eftir Lewis hggja margar stærðfræðiritgerðir en það er þó vegna ævintýra Lísu sem menn minnast þessa stærðfræðings. Enn- fremur samdi hann nokkur ljóð og er mörg þeirra að finna í bókunum um Lísu. Þrátt fyrir hæfni Lewis í stærð- fræði var hann ekki menntaður í henni sem slíkri. Hann lagði stund á guðfræði og hlaut vígslu en þótti ófær um aö predika vegna þess að hann stamaði. Af þeim sökum var honum fengið annað starf og stærð- fræðin varð fyrir valinu þar sem Lewis hafði sýnt hæfni í þeirri grein. Vegna stamsins átti hann reyndar í mestu erfiðleikum með að halda uppi samræðum við fullorðið fólk og ekki bætti úr skák að hann var heyrnar- laus á öðru eyranu. Að auki var ann- ar fóturinn á Lewis styttri og hann stakk við og fyrir vikið varð hann að þola stríðni í einhverjum mæli. Lewis hefur reyndar um margt verið líkt við H.C. Andersen en þeir áttu það báðir sameiginlegt að lifa alla ævi sem piparsveinar sem undu sér best með bömum að leik þar sem þeir lögðu fyrir þau gátur og þrautir. Lewis var reyndar nokkuð glúrinn í að búa til talnaþrautir en þar nýtti hans sér stærðfræðihæfileikana. Þegar kom að barnasögunum vildi hann ekki láta blanda þessu tvennu saman og var alltaf harðákveðinn í að halda dulnefninu. Svo langt gekk hann í málinu að einhverju sinni sendi hann orðsendingu frá sér sem hljómaði á þá leið að hr. C.L. Dodg- son viðurkenndi ekki nein tengsl við neitt dulnefni eða nokkra bók sem ekki væri gefin út undir hans eigin nafni. Erfiðlega gekk að fá Lewis til að gefa út söguna um Lísu en það hafð- Lewis Carroll kenndi stærðfræði við Christ Church-skólann i Oxford á Englandi. Hann var piparsveinn sem undi sér best við að segja börnum sögur. ist aö lokum og fyrsta útgáfan leit dagsins ljós 1865. Sagan varð strax feikilega vinsæl, jafnt hjá börnum sem og fullorðnum, og í dag hefur hún verið þýdd á fiölda tungumála. Upphaflegt handrit þykir svo dýr- mætt að því hefur verið komið fyrir á British Museum sem þjóðardýr- grip. Myndskreytingar viö fyrstu bókina, sem nú hefúr jafnvel skipað sér sess sem eitt meginverk enskra bókmennta, gerði John Tenniel. LsFKIS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.