Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. 29 Breskir dagar Kynning á breskri vöru og þjónustu: Undirbúningurinn hefur tekið á þriðja ár - segir Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar „Upphafið að þessu var að við settum okkur í samband við sendiráðið og þá tengdist það væntanlegri komu Bretadrottn- ingar hingað. Við fengum já- kvæðar undirtektir og höfum verið í samvinnu við breska iðn- aðar- og verslunarráðuneytið um skipulagningu og þeir styrkja þetta framtak okkar vel. En það er komið á þriðja ár síðan undirbúningurinn hófst enda þurfti til samþykki í ráðuneyt- unum út af fjárveitingu og öðru og það hefur allt tekið sinn tíma,“ sagði Einar I. Halldórs- son, framkvæmdastjóri Kringl- unnar, í samtali við DV. Upphaflegar hugmyndir Kringlumanna hafa þróast frá því fyrst var farið £if stað en meginatriðin hafa haldið sér. „Áherslan var að halda fram breskum vörum og kynna bresk- an mat og síðan eru sýningar og ýmis skemmtilegheit sem tengj- ast þessu og tilgangurinn er að gera Kringluna sem breskasta á meðan við erum í þjónustu hennar hátignar." Það síðast- nefnda er reyndar yfirskrift kynningarinnar sem hefur vafið nokkuð utan á sig og er nú sú langstærsta sem Kringlan hefur verið með en áöur hafði verið boðið upp á ameríska og ítalska daga að sögn Einars. „Viðskiptavinirnir kunna vel að meta svona tilbreytingu og auk þess er líka oft hægt að gera góð kaup því vörur eru á sér- stöku verði af þessum sökum. Við höfum miðað við það að vera með allavega eina viöamikla kynningu á hverju ári og svo nokkrar aðrar minni.“ Dagskrá- in sem nú stendur fyrir dyrum er mjög fjölbreytt en hvað tínir framkvæmdastjórinn helst til? „Ég á von á því að tískusýning- arnar veki kannski mesta at- hygli enda fáum við sýnishorn frá átta mjög þekktum breskum fatahönnuöum og þetta er fatn- aður sem ekki sést hér venjulega í verslunum. Einnig eru þarna sýningar sem ég held að komi til með að vekja athygli. Bæði ljós- myndasýning Lichfield og eins sýning á bresku konungsdjásn- unum,“ sagði Einar. (ragðgott og brakandi Ó lolinsOn K K.uibci llt SlMI: 91 -24000 ..ekki b:\n\ kaffi LAUGARDAGÍNN 19. OKTOBER „Viðskiptavinirnir kunna vel að meta svona tilbreytingu," segir Einar. DV-mynd Brynjar Gauti HEIÐURSMANNASAMKOMULAG S E R V I S Þ V O T T A V E L A R Við í HEIMA- OG HÚSASMIÐJUNNI endurvekjum meiningu orðsins „heiðursmannasamkomulag". Ef þú ert að kaupa þér þvottavél eða þvotta- vél/þurrkara færð þú vélina lánaða í eina viku til reynslu. Ef þér líkar ekki vélin tökum við hana til baka þér að kostnaðarlausu. SCRVIS 600/1300 SNÚNINGAR Auðveld í notkun Islenskur leiðarvísir Heitt og kalt vatn Við minnum á þjónustuábót okkar: * Sama verð um allt land, við borgum heimsendinguna * 5% staðgreiðsluafsláttur * Allir almennir greiðsluskilmálar * í byrjun næsta mánaðar bjóðum við Visa raðgreiðslur í allt að 18 mánuði \ S E R V I S Þ V O T T A V E L A R Heimasmiðjan Kringlunni • Sími 68 54 40 HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 Skútuvogi 16 i Sími 68 77 00 Sími 68 77 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.