Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. 25 Breskir dagar huga að þar er ýmislegt fleira að sjá heldur en ströndina. Þar stendur þó upp úr The Royal Pavilion sem Reg- ent prins (George fjórði) lét reisa. Byggingunni var lokið 1822 og hún kostaði víst drjúgan skildinginn. Stíllinn er austurlenskur en ind- versk áhrif koma sterkt fram og bera vitni breska heimsveldinu sem var og hét. Brighton var fiskiþorp í eina tíð en eftir að strandlífið komst í tísku varð breyting á og Lundúnabú- ar hafa alla tíð verið þar tíðir gestir, enda ekki nema klukkutímaferð í híl eða lest. Þó töluvert lengra sé til borgarinn- ar Bath er það örugglega staður sem vert er að gefa gaum. Borgin, sem er í Avon, er stundum sögð vera lifandi safn, enda hefur margt varðveist sem tengist sögu hennar. Rómverjar höfðu þar mikil ítök og Bath þótti mikilvæg á alþjóðavettvangi þess tíma eins og gömlu byggingamar segja til um. Nafnið segir reyndar ýmislegt um þennan stað og þijú þekktustu böðin, Kings’s, Cross og Hot, voru helstu ástæður þess að fólk lagði þangað leið sína á miðöldum. Á næstu öldum jukust enn vinsældir baðanna og fyrirfólkið kom í stórum hópum. En það eru .ekki bara böðin sem hafa komið þessum stað á landa- kortið. Arkitekúrinn þar er lofaður og hefur verið ástæða margra heim- sókna ferðamanna. Heiltþorp í miðaldastíl England hefur átt margar frægar persónur, bæði ævintýrapersónur og raunverulegar. Verk Shakespeares þekkja margir og á fæðingarstað hans í Stratford Upon Avon er sérs- takt safn um hans lífshlaup. Það er þó ekki ætlunin að fjalla frekar um það heldur benda á annað hhðstætt í Nottingham í Miðlöndum Englands. Þar eru heimkynni útlagans fræga, Hróa hattar, þótt ýmsar vangaveltur séu um hvort hann hafi raunveru- lega verið til eður ei. Sagan um Hróa er þekkt og er þaö ekki síst að þakka kvikmyndagerðar- mönnum sem hafa verið duglegir við að festa ævintýrin á filmu. Nú síðast í sumar gekk í margar vikur mynd um þennan kappa með Kevin Costn- er í aðalhlutverki. Forráðamenn ferðamála í Nottingham hafa löngum gert sér grein fyrir vinsældum útlag- ans en nafn hans ber iðulega fyrst á góma þegar borgin og nærliggjandi svæði eiga í hlut. Safnið um Hróa hött í Nottingham er opið árið um kring, alla daga. Safrúð sem slíkt er reyndar heilt þorp í miðaldastíl en sú stefna var tekin að hafa allt sem raunverulegast og þá lá beinast við að byggja það sem til þurfti. Umhverfis er svo búið að rækta „Skírisskóg" og koma fyrir trénu sem Hrói hafðist gjarnan við í. Haldafastí sitteigið mál Þegar farið er til Bretlands má ekki einblína á England því Skotland og Wales hafa upp á ýmislegt að bjóða og reyndar írland og N-Irland líka ef út í það er farið. En stöldrum að- eins við og lítum örhtið nánar á Wales. Fyrir það fyrsta er lítið mál að komast þangað og t.d. frá London í Anglíu er fjöldinn allur af kirkjum og köstulum. Meðal þess sem vert er að skoða er dómkirkjan í Norwich en panta þarf sérstaklega ef óskað er eftir leiðsögn um bygginguna. Arkitektúrinn er ein af helstu ástæðum þess að ferðamenn sækja Bath heim í miklum mæli. Breska ferðamálaráðið reynir nú að fá ferðamenn til að skoða Austur- Anglíu í auknum mæli, enda hefur þessi landshluti upp á ýmislegt að bjóða. er þetta ekki svo langt. Sem dæmi má nefna að lestarferð frá London th Cardiff, sem er höfuðborg lands- ins, tekur rétt innan við tvo tíma. Wales er lítið land og jafnframt töluvert óhkt hinum löndunum á Bretlandi. íbúamir eru komnir af Keltum og þeir hafa sína eigin siði og venjur. Vingjamlegheit þeirra eru rómuð og það er gott að sækja þá heim. Þrátt fyrir að enskan sé aðal- máhð halda þeir ennþá stíft í sitt eig- ið mál og það er kennt í skólunum samhhða því að vera á öhum skhtum og merkjum hvar sem komið er. Landið er umlukt sjó á þrjár hhðar en austurhlutinn liggur að landa- mæram Englands. Ovíða eru fleiri kastalar en í Wales og sennilega eru þeir ekki fleiri í neinu Evrópulandi sé miðað við slíkar byggingar á fer- kílómetrann. Auk kastalanna má benda á kola- námurnar, uharmyllurnar og klaustrin. Ef einhver vih komast í áht hjá íbúunum er besta leiðin að minnast á rugby-íþróttina og láta nokkur falleg orð faha um landslið Wales. Rugby er sannkölluð þjóðar- íþrótt og hggur við að fólkið taki hana alvarlegar en samlandar þeirra í Englandi gera gagnvart knattspyrn- unni. Skotar hafa verið duglegir í ferða- málum á undanfómum árum og gert mikið átak í að kynna möguleika fyr- ir ferðamenn í heimalandi sínu. Sér- staklega er þetta eftirtektarvert fyrir þá sem koma við í Glasgow en borgin hefur tekið algjörum stakkaskiptum á thtölulega skömmum tíma. Liðin er sú tíð þegar borgin þótt hreint út sagt drullug og óspennandi og í dag er virkhega gaman að koma þangað. Mestu munar sennilega að Glasgow varð fyrir valinu sem menningar- borg Evrópu á síðasta ári og í thefni af því vár unnið feikilega mikið og gott starf í sambandi við ferðamálin auk menningarmála eins og gefur að skhja. Glasgow er e.t.v. í hugum margra hepphegur staður til verslunarferða og þótt það megi th sanns vegar færa má ekki gleyma möguleikum sem bjóðast í öðrum efnum. Af nógu er að taka í menningarlífmu og hvers kyns uppákomur eru í gangi árið um kring. Auk verslunarferðanna eru golfferðir ofarlega í huga en Skotland skartar mörgum góðum golfvöllum. Sá frægasti þeirra er þó vafahtið St. Andrews. í þessari yfirferð hefur auðvitað verið stiklað á stóru, enda væri hægt að gefa út margar bækur ef gera ætti efninu ítarleg skh. Að gefnu til- efni er þó rétt að benda á ferðasíður DV dagana 26/8, 9/9 og 23/9 en þá voru til umfjöllunar nokkrar borgir á Bretlandi og í þeim greinum má fmna frekari upplýsingar. mmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmm Ótrúlegt kynningarverð á 240 sætum í aukaferðum. .______ _; v/ __ borq CENTRAL HOTEL : f . HOLIDAY INN Meö morgunveröi. mB Meö morgunveröi. Brottfarardagar: 7. nóv., 21. nóv., 28. nóv., 3. des. 9. des. og 16. des. Alltaf með lægsta verðið FLUGFERÐiR SGLRRFLUG Vesturgata 12, Sfmar 620066, 22100 og 15331 Vegna einstaklega hagstæðra samninga okkar um flug og gistingu bjóðum við takmörkuðum fjölda fólks upp á ótrúlega ódýrar og eftirsóttar ferðir til Edinborgar og Glasgow. íslenskur fararstjóri - farþegar okkar fá sérstakt leyfi ti! að versla á heildsöluverði í stóru vöruhúsi. Hagstætt verð í verslunum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Edinborg, höfuðborg Skotlands er heillandi og fögur. Par er margt að sjá, kastala, sögufrægar byggingar og listasöfn. Edinborg og Glasgow eru líflegar borgir með fjölbreytilega skemmtistaði og menningu. Öll verð eru staðgreiðsluverð án flugvallaskatta og forfallatryggingar. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.