Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. Breskir dagar Elísabet Bretadrottning kallaði fyrst á Lichfield til myndatöku árið 1966 Lichfield var fenginn sérstaklega til að Ijósmynda brúðkaup Karls Bretaprins og lafði Díönu. A sýningunni eru og allar götur síðan hefur hann tekið mikið fyrir hana. M.a. tók hann 6 myndir frá brúðkaupi Karls og Díönu og ennfremur fjölmargar aðrar myndir af breska kóngafólkinu. myndir af silfurbrúðkaupi drottningarinnar og hertogans af Edinborg. Ljósmyndasýning bresks aðalsmanns: Patrick lichfield Jarlinn af Lichfield eða ljósmynd- arinn Patrick Lichíield eins og hann er betur þekktur sýnir ljós- myndaverk sín á breskum dögum. Lichfield er þekktur ljósmyndari í heimalandi sínu og þó víðar væri leitað og ekki spillir fyrir að hann er náskyldur Elísabetu Breta- drottningu. í Kringlunni verða sýnd 38 verk eftir þennan breska aðalsmann og þar af 5 svart/hvítar myndir. Ljósmyndirnar eru teknar á árunum 1966-85 og eru flestar af breska kóngafólkinu. Einnig eru nokkrar myndir af þekktum leik- urum og ennfremur ein mynd af fyrirsætunni Önnu Björnsdóttur sem Lichfield hitti fyrst á fegurð- arsamkeppni á Filippseyjum árið 1974. Myndir Lichfield urðu ekki síst til að koma Önnu á framfæri í tískuheiminum en sú mynd sem sýnd er hérlendis er tekin 1976. Náskyldur Bretadrottningu Thomás Patrick John Anson, sem síðar varð þekktur undir nafninu Patrick Lichfield, er fæddur 25. apríl 1939. Hann kom í heiminn í Leikkonan Stephanie Powers. Þessi mynd var tekin fyrir auglýsingabækl- ing vegna söngleiksins Cats sem settur var upp i Hamborg í Þýskalandi. Patrick Lichfield. húsi ömmu sinnar við Embank- ment í London en eyddi megninu af bernskuárum sínum í Shugboro- ugh í Staffordshire. Faðir hans, Anson lávarður, var sonur jarlsins af Lichfield. Móðir Lichfield, Anne, var dóttir John Bowes-Lyon sem var sonur fjórtánda jarlsins af Strathmore og Kinghorne. John Bowes-Lyon og Elísabet Breta- drottning eru systkinabörn og þá vita lesendur væntanlega allt um það hvernig ljósmyndarinn og drottningin eru skyld. Ljósmyndaði skólafélagana Patrick Lichfield gekk í Wellesley House skólann í Broadstairs í Kent en frá þrettán ára aldri sótti hann menntun sína í Harrow. Fyrsta myndavélin féll honum skaut að- eins sjö ára gömlum og strax á ár- unum í Harrow fór hann að fá greitt fyrir myndatökur. Áður hafði ljósmyndastofa Hill&Saund- ers séð um mynda þá nemendur í Harrow sem luku námi en þegar Lichfield kom til sögunnar missti stofan spón úr aski sínum. Ungi ljósmyndarinn bauð einfaldlega lægra verð, einn shilling og sex pens, fyrir myndatökurnar og við- skiptin blómstruðu. Til brúks var notuð Kodak Retinette-vél en tekj- urnar af myndatökunum geröu það kleift að fjárfest var í betri útbún- aði. Auk námsins í Harrow stund- aði Lichfield nám í ljósmyndun á rannsóknarstofu í nærliggjandi bæ en hvort það sem er tilviljun eða ekki eru margir ljósmyndarar sem hafa verið við nám í Harrow. T.d. William Henry Fox Talbot, Cecil Beaton og Geoffrey Shakerley. Fótgönguliði í breska hemum Eftir Harrow lá leiðin til Sand- hurst þar sem Lichfield hlaut þjálf- un sem liðsforingjaefni og að því loknu gekk hann til liðs við eina af fótgönguliðssveitum breska hersins. Ljósmyndaáhuginn blund- Brookie Shields er sennilega þekktust fyrir hlutverk sín i Pretty Baby og The Blue Lagoon. Ein af mörgum leikkonum sem gestir Kringlunnar geta virt fyrir sér á sýningunni. aði þó alltaf sterkt í honum og í hernum sinnti hann þessu áhuga- máli sínu. Hermennskan stóð ekki lengi yfir og hann yfirgaf þennan starfa sem undirforingi síðla árs 1962 og sneri sér að ljósmyndun. Lichfield hóf störf sem aðstoðar- maður í ljósmyndastúdíói hjá Dmitri Kasterine og Michael Wallis og vann þar í tæp þrjú ár. Starfið fór nokkuð fyrir brjóstið á fjöl- skyldu hans og almenningi enda þótti það ekki samboðið manni með blátt blóð í æðum. Hann lét það sig þó litlu skipta og tæpu ári síðar var Lichfield farinn að taka myndir á eigin vegum en var þó enn í starfi hjá Kasterine og Wallis. ZsaZsaGabor og Michael Caine í fyrstu voru þetta einkum fjöl- skyldumyndir og þá komu sam- bönd frá skólaárunum í góðar þarf-. ir. Lagni hans við að mynda börn spurðist út og fljótlega fékk hann sitt fyrsta konunglega verkefni. í kjölfarið komu myndatökur af leik- urunum Zsa Zsa Gabor og Michael Caine og verkefnissamningur við dagblaðið Express. Leiðin var orðin greið og ekki spillti fyrir verkefni í Buckingham Palace 1966 en upp frá því starfaði hann reglulega fyr- ir drottninguna. Lichfield var orðinn vel þekktur ljósmyndari um þetta leyti og frami hans spurðist til Bandaríkjanna. Ameríska útgáfan af Vogue fékk hann til starfa og hann dvaldist vestra að mestu leyti á árunum 1968-73. Lichfield skaust heim 1972 til að mynda silfurbrúðkaup Elísa- betar drottingar og hertogans af Edinborg og 1974 réðst hann til starfa hjá Radio Times ásamt því að vinna að fleiri verkefnum. Öllum ljós- mynda- tækjunum stolið Nokkrum árum síðar varð hann fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að öllum ljósmyndatækjunum var stohð en Olympus-fyrirtækið brást skjótt viö og færði honum nýjan búnað og upp frá því hefur nafn hans verið tengd fyrirtækinu í aug- lýsingaskyni aðallega. Samhliða velgengni í ljósmyndun hefur hann verið að færa sig yfir á aðrar braut- ir og í dag er hann eigandi og/eða stjórnarmaður í nokkrum fyrir- tækjum. Þar á meðal eru veitinga- hús en áhugi hans á þeim vettvangi jókst mikið á síðasta áratug. Lichfield hefur haldið fjölmargar ljósmyndasýningar en alltof langt mál væri að telja þær allar upp. Eftir hann hafa birtst myndir í blöðum og tímaritum auk þess sem eftir hann liggja nokkrar bækur. Þá má ekki gleyma því að hann var beðinn um aö vera sérstakur ljós- myndari við brúðkaup Karls Breta- prins og lafði Díönu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.