Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 10
4 10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. Myndbönd Blóðbað í New York KING OF NEW YORK Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Abel Ferrara. Aðalhlutverk: Christopher Walken, David Caruso, Wesley Snipes og Janet Julian. Bandarisk, 1990-sýningartími 103 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í King of New York leikur Christ- opher Walken voldugan glæpafor- ingja Frank Witt sem í byrjun myndarinnar er sleppt úr fangelsi. Fangelsisvistin hefur engin áhrif haft á hegðan hans og byrjar hann strax þar sem frá var orðiö og ríkir fljótlega ógnaröld í hverfmu þar sem hann hefur aðsetur. Aðrir hvítir glæpaforingjar líta Witt hornauga og vilja hann feigan þar sem flestir liðsmanna hans eru svartir. King of New York er um lítið annað en ofbeldi. Christopher Wal- ken er sérlega góður í hlutverki glæpaforingjans. Maður þarf ekki annað en sjá frosið andlit hans til að trúa honum til alls. Leikstjóri myndarinnar er Abel Ferrara og hann kann tökin á kvikmyndavél- inni. Myndin er sérlega fagmann- lega gerð en hið mikla ofbeldi gei ir það að verkum að allt það góða gleymist í blóðbaðinu sem borið er fram fyrir áhorandann. Faðir og sonur SOMETHING ABOUT LOVE Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjóri: Tom Berry. Aðalhlutverk: Jan Rubes, Stefan Wod- oslawsky og Jennifer Dale. Kanadísk, 1988 - sýningartimi 90 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Something About Love er hugljúf kvikmynd um fjölskyldutengsl sem slitna í langan tíma en bindast aft- ur. Wally er sonurinn sem gengur vel í Hollywood. Hann flúði lítinn bæ í afskekktu héraði í Kanada vegna ofríkis foður síns. Þegar systir hans hringir í hann og biöur hann að koma vegna þess að faðir þeirra er veikur getur hann ekki brugðist skyldunni. Faðirinn sem smátt og smátt er að missa alla stjórn á hreyfingum sínum tekur syninum ekki alltof vel í fyrstu og tortryggni myndast. En áður en þeir vita af eru þeir farnir að ná saman. í þennan söguþráð fléttast svo vinir Wally, sem halda upp á heimkomu hans í hressilegu atriði, og endurfundir við æskuunnustu. Something About Love er vel gerð kvikmynd sem á meira ættir sínar að rekja til evrópskrar kvik- myndagerðar en bandarískrar. Leikur Jan Rubes í hlutverki gamla mannsins er eftirminnilegur. Hættulegur aðdáandi MISERY Útgefandi: Bíóhöllin. Leiksfjóri: Rob Reiner. Aðalhlutverk: James Caan, Kathy Bat- es, Richard Farnsworth og Laureen Bacall. Bandarisk, 1990-sýningartími 103 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Stephen King hefur oftar en einu sinni látið þá skoðun sína í ljós að hann er mjög óánægöur með flestar þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans. Ein af fáum myndum sem hann er ánægður með er Stand By Me sem leikstýrt var af Rob Reiner og ekki getur hann verið óánægður með nýjustu kvikmynd Rob Reiners sem gerð er eftir einni af betri bókum Kings, Misery. Reiner nær einstaklega góðum tökum á viðfangsefni sínu, eins og í Stand By Me, og er ég ekki frá því aö með tímanum skipi Misery sér í hóp klassískra þrillera. Aðalpersónurnar eru tvær; rit- höfundurinn Paul Sheldon og hjúkrunarkonan Anna Wilkes. í mörg ár hefur Sheldon verið að skrifa afþreyingarbókmenntir um kvenhetjuna Misery en lætur hana deyja í nýjustu bókinni. Hann er á heimleið í mikilli liríð þegar hann ekur út af og stórslasar sig. Án þess að hann viti hefur fylgt honum Rithöfundurinn Paul Sheldon (James Caan) er neyddur til að skrifa skáld- sögu. WklimwK IfQit . JMSÖAS KíTHl 8ATES MISERY hKfl.shckkKiuwiJtowriliíoralmny. - J> Now. Ik-s wrifMf)- bt «ay akvr. , eftir harðasti aðdáandi Miserys, Anne Wilkes. Hún bjargar honum og fer með hann á býli sitt þar sem hún byrjar að hjúkra honum upp á eigin spýtur. Sheldon tekur fljótt eftir að þessi einlægi aðdáandi hans er ekki heil á geösmunum og fer að óttast um líf sitt og það ekki að ástæðulausu. Gerist myndin síðan að mestu leyti innan híbýla Wilkes þar sem Shel- don veröur að þola andlega niður- lægingu sem og líkamlegt ofbeldi. DV-myndbandalistmn 1 (14) Kindergarten Cop 2 (1) King Ralph ! 4 Í I i ^ j 3 (12) Misery 4 (3) Desperate Hours v-~%» /Jfl 5 (2) Awakenings tajáj ÍÉWjæÉ J p a 6 (5) Blue Steei BBVhF’ Jr } 7 (4) The Bonfire of the Vanities 8 (7) Pacific Heights 9 (11) Rainbow Drive 10 (■) King of New York 11 (6) White Palace jEE^méhNÍ 12 (9) Sibling Rivalry 13 (10) Look Who’s Talking too 14 (13) Reposessed 15 (8) In Bed with Madonna Sakamálamyndin Desperate Hours er í (jórða sæti listans þessa vik- una. Hér um aó ræða mikla spennumynd þar sem úrvalsleikararnir Mickey Rourke og Anthony Hopkins fara með aðalhlutverkin. Mynd þessi er endurgerð eldri myndar. Uppinn og gengilbeinan WHITE PALACE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Luis Mandoki. Aðalhlutverk: Susan Sarandon, James Spader og Eileen Brennan. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 103 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Max Baron og Nora Baker eru eins ólík og hugsast getur. Max er menntaður ungur maður á þrítugs- aldri. Hann hefur orðið fyrir því að missa unga og glæsilega eigin- konu sína í bílslysi og þótt nokkuö sé um liðiö vorkennir hann sjálfum sér mikið. Hann á ríka móður og umgengst ungt fólk sem lætur sig miklu skipta velferðarþjóðfélagið og er alltaf að reyna að koma Baron í kynni við ungar stúlkur. Baron á fina íbúð sem alltaf er hrein og Volvo sem ekki má reykja í. Hann er Uppi eins og þeir gerast bestir. Nora Baker er rúmlega fertug gengilbeina á hamborgarastaðnum White Palace þar sem Baron kemur eitt kvöld til að kaupa nokkra ham- borgara á leið í veislu. Hún er frá- skilin og býr í hálfgerðu hreysi og hefur engan áhuga á að hafa hreint í kringum sig. Hún segir ávallt meiningu sína og er ekkert aö hlífa fólki við skoðunum sínum eins og kunningjar Barons komast að. Það eina sem hún á sameiginlegt með Baron er að hún hefur einnig misst ástvin, son sinn. Þótt ólík séu takast heitar ástir með þessum tveimur einstakfing- um sem finna eitthvað í fari hvort annars sem friðþægir þeim. Söguþráður sem þessi er vara- samur í kvikmynd. Ekkert má út af bera til að myndin verði algjört klúður. En í White Palace hefur tekist að gefa ótrúlega sannfærandi og skemmtilega mynd af sambandi þessara einstaklinga og hefur myndin mikið skemmtanagildi. Ekki spillir að leikur þeirra Susan Sarandon og James Spader er mjög góður, hvort sem er í eldheitum ástaratriðum eða þegar þau eru að rífast eins og hundur og köttur. -HK Misery er mjög spennandi og ólík mörgum sagna Kings að því leyti að lítið er um óhugnað. Hér er ekk- ert yfirnáttúrlegt á ferð heldur bein atburðalýsing af bestu gerð. Það eru James Caan og Kathy Bates er leika aðalhlutverkin. Caan er mjög trúverðugur en hlutverkið býður ekki upp á jafn mikil tilþrif og hlut- verk Bates sem nýtir sér tækifæriö til fullnustu, enda urðu óskars- verðlaunin hennar í ár. -HK ★★ Vi l.ikr you've newr símtii her iHffor**. Mynd sern hney'kslar marga, snenir fiesta I N l\ K O \\ l T It iVIADONNA Lífið hjá gyðju IN BED WITH MADONNA Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjórí: Alek Keshishian. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 90 mín. Leyfó öllum aldurshópum. Madonna er ekki bara heimsfræg söngkona, hún er mikill skemmti- kraftur og ágæt leikkona. Og þegar maður horfir á In Bed With Ma- donna, sem er um Blond Abition, heimsreisu hennar í fyrra, hefur maður á tilfmningunni að einkalíf- ið sé lítið annað en ein allsherjar- uppákoma til að koma sér á fram- færi. Hvað sem skoðunum á líferni Maddonnu líður þá er In Bed With Madonna virkilega góð kvikmynd. Við fylgjumst með gyðjunni í Japan og Evrópu í listilega vel gerðum söngatriðum sem minna meira á söngleikaatriði heldur en tónleika. í einkalífinu sjáum við Madonna stundum káta og spjalla glaðlega við dansfélaga sína, sem hún um- gengst mikið, en einnig þreytta og pirraða. Hún felur ekkert fyrir áhorfandanum en samt er tilfinn- ingin fyrir því að hin eiginlega Madonna, ef hún er til lengur, sé enn falin fyrir myndavélinni. Kvikmyndaaðdáendur, sem ekki hafa gaman af tónfist Maddonnu, geta skemmt sér við góð handbrögð leikstjórans Alek Keshishian, sem er reyndur tónlistarmyndbanda- leikstjóri, og fyrir aðdáendur Maddonnu er In bed With Madd- onna mikil skemmtun og nauðsyn- legur lærdómur um gyðjuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.