Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. 39 Það er ýmislegt sem maður þarf að trúa mömmu fyrir þegar komið er heim úr skólanum. Ingólfur Kári, Halldóra og Guðbjörg María eins og reyndar öll hin,“ ítrekar Hall- dóra. Inga Helga og Erna Björk, sem eru þrettán og fimmtán ára, vinna báðar þrjá daga í viku eftir skólann í Nið- ursuöuverksmiðjunni. Þær vinna einnig ef tímar falla úr í skólanum og svo á kvöldin og um helgar ef ein- hverja vinnu er að fá í verksmiðj- unni. „Guðbjörg María, sem er ellefu ára, passar börn þrjá daga vikunnar eftir skólann og um daginn keypti hún sér kuldaskó fyrir kaupið sitt.“ Stoltið í rödd móðurinnar leynir sér ekki. Elsta barnið, Elísabet Björg, sem er tuttugu og fjögurra ára, hefur flutt heim til að aðstoöa móður sína og systkini. Elísabet skýst heim í hádeg- inu úr vinnu sinni í heildsölufyrir- tækinu Sandfelli til að elda handa hópnum stóra. Erna Björk er komin heim úr skólanum og þá vantar bara eitt barnanna, Björgúlf Rúnar, tutt- ugu og tveggja ára. Hann er fluttur að heiman en býr beint á móti móður sinni og systkinum. Það er kallað sérstaklega í hann fyrir fjölskyldu- myndatöku. Björgúlfur hefur verið á sjó og fært móður sinni mikinn flsk sem hún segir hafa veriö góða búbót. Flúóu til ísafjarðar Þetta er myndarlegur og samhent- ur hópur í gömlu og hlýlegu húsi við Tangagötu á ísafirði. „Ég féll alveg fyrir þessu húsi um leið og ég gekk inn um dyrnar. Húsið er frá 1903 og það er sál í því, örugglega margar sálir,“ segir Halldóra. Hún bætir því við að einu sinni hafi búið átta fjöl- skyldur í þessu húsi. Þetta er þriðja ár Halldóru og henn- ar fjölskyldu í húsinu. Að sögn Hall- dóru var fjölskyldan eiginlega á flótta frá Mosfellsbæ þegar hún kom til ísafjarðar en þar fékk hún loks frið. Hún segir Isafjörð hafa orðið fyrir vahnu þar sem elsta dóttir hennar var þegar flutt þangað og bar staðnum vel söguna. 19ára og ein með tvö börn Halldóra bjó til fimmtán ára aldurs í Keflavík með bróður sínum og móð- ur, sem varð ekkja er Halldóra var fimm ára. Hún eignaðist fyrsta barn sitt sextán ára gömul og sautján ára var Halldóra, sem er undan Jökh eins og hún orðar það, komin með tvö börn í Reykjavík. Hún varð ein með þau nítján ára og gerðist þá ráðs- kona úti á landi. Seinna kynntist hún ísfirðingi og átti með honum þrjú börn. Það slitnaði einnig upp úr þeirri sambúð og Halldóra varð aftur ein og í þetta skipti með fimm börn. Síöar tók hún svo aftur saman við fyrri eiginmann sinn og eignaðist yngsta barn sitt með honum. Seinni sambúö þeirra fór út um þúfur eins og sú fyrri. Líf hennar hefur ekki verið dans á rósum, eins og hún seg- ir sjálf. Eitt barna hennar hefur glímt við alvarlegan sjúkdóm en er nú stálslegið. Alltaf ræst úr öllu „Þaö hefur alltaf ræst úr öhu i lok- in en á síðasta snúningi þó,“ segir Halldóra og bætir við að aldrei hafi hvesst svo að ekki hafl lægt aftur. Hún leggur á það áherslu að það sé ekki sjálfsagt að maður sé frískur og að heilsan sé dýrmætari en maður geri sér grein fyrir. Hún segist finna það sérstaklega vel núna hversu miklu máli öll litlu atriðin í lífinu skipta og það meir en fólk veltir fyr- ir sér dags daglega. Heimilið ber þess merki að húsráð- anda sé annt um það. Halldóra segir að auk barnanna hjálpi henni yndis- leg kona með húsverkin. Sjálf segist hún lítið geta gert annað en að prjóna. Halldóra er langt komin með fallega gula peysu á sjálfa sig og henni til samlætis hafa einnig tvær dætranna setið og prjónað. Ingólfur Kári gefur til kynna að hann sé orðinn svangur og getur augljóslega varla beöið eftir hádegis- matnum sem dregist hefur á langinn vegna nærveru DV-manna. Hann skýst í ísskápinn og kannar úrvalið. „Hann er næstum því í heilsufæði," segir móðir hans. Hann æfir karate tvisvar í viku og reynir að gæta sín á því að borða ekki of mikinn sykur. Ingólfur sýnir nokkrar karateæf- ingar á meðan ljósmyndari DV býr sig undir að mynda fjölskylduna. Táningsstúlkurnar á heimilinu láta bíða svolítið eftir sér. „Ætli þær séu ekki að teikna á sig andlit," segir Hahdóra þohnmóð og skýtur því aö um leið að sjálf líti hún ekki vel út. Hún sé svo þrútin í framan vegna lyfjatöku. Fjársöfnun Halldóra segist vilja koma á fram- færi þakklæti til allra sem hafa styrkt hana og veitt henni umönnun í veikindum hennar. „Það standa fleiri á bak við mann en maður hygg- ur.“ Hún minnist sérstaklega á starfsfólk deildar 1-A á Landakoti og á höfðinglega gjöf frá starfsfólki og eigendum Niðursuðuverksmiðjunn- ar hf. á ísafirði. Tryggingastofnun ríkisins greiðir far og uppihald fyrir Halldóru en hún segist enn ekki vita hvort greitt verði fyrir fylgdarmann með henni. Söfn- un er hafin á ísafirði til styrktar fjöl- skyldunni og er lagt inn á sparisjóðs- bók nr. 23730 í útibúi Landsbankans. Halldóra horfir á þölskyldu sína og segir börnin öll munu verða sam- an um jólin í húsinu gamla sem hún hefur unnið hörðum höndum til að geta fest kaup á. Húsið er ekki komið í höfn enn, eins og hún segir, því greiðslum er ekki lokið. „En vonandi tekst það. Okkur líður öllum svo vel hérna, fólkið er svo gott og ég elska fjöllin hér í kring. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.