Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. Kvikmyndir Sekur eða saklaus? í byrjun október var frumsýnd í Bretlandi myndin Let Him Have It. Hún fjallar um sannsögulegan at- burð, þegar 19 ára gamall þroska- heftur piltur meö gáfnafar 11 ára drengs var dæmdur til dauða fyrir morð sem hann framdi ekki. Sjálf- ur morðinginn slapp hins vegar með fangelsisdóm vegna þess að hann var undir lögaldri. Þessi atburður hefur verið efni í nær óteljandi íjölda bóka, leikrita og sjónvarpsþátta, enda endur- speglar hann alla þá þætti í bresku réttarkerfi sem má skilgreina sem rotna og spillta. Frumsýning Let Him Have It kemur líka í kjölfarið á einu mesta réttarfarshneyskli í Bretlandi sem var þegar 5 félögum írska lýðveldishersins var sleppt úr fangelsi eftir margra ára fang- elsisdvöl eftir að rannsókn sýndi að sönnunargögn gegn þeim höfðu veriö fölsuð eða rangtúlkuð misvis- andi af yfirvöldum. Þessi atburður hneykslaði margan Bretann og því má búast við að í kjölfarið hafi fjöl- margir áhuga á að berja augum Let Him Have It. Ekki sakar það heldur að leikstjóri myndarinnar, Ung- verjinn Peter Medak, leikstýrði nýlega annarri mynd við mikið lof um ekki ólíkt efni sem var The Kreys. Myndin fjallaði um Krays- bræðurna sem lifðu á glæpum og spilhngu þangað til að armur lag- anna náði til þeirra. Þar að auki hefur myndin Lömbin þagna átt miklum vinsældum aö fagna í Bret- landi en efnisþráður hennar á margt óbeint sameiginlegt með Iæt Him Have It. Léttvæg rök fyrir dóminum Atburðirnir sem Let Him Have It fjallar um gerðust fyrir einum 39 árum eða 1952 þegar breskur lögregluþjónn var drepinn í Liver- pool. Tveir piltar, hinn 16 ára Chri- stopher Craig og hinn 19 ára þroskahefti Derek Bentley, voru handteknir og ákærðir fyrir morð- ið. Við yfirheyrslur viðurkenndi Craig að hafa skotið lögregluþjón- inn eftir misheppnað innbrot í vöruskemmu í Croyden. Bentley var hins vegar aðeins sjónvitni að atburðinum en var dæmdur sam- kvæmt þágildandi breskum lögum til dauða. Rök fyrir dóminum þá virðast léttvæg í dag. Það kom fram m.a. að Bentley hafði verið neitað um inngöngu í herinn þar sem hann væri varla fær um að lesa og skrifa auk þess að vera langt á eftir í öllu námi. Hann var þar að auki skil- greindur sem flogaveikur. Það kom einnig fram við réttar- höldin að Bentley gafst strax upp þegar lögreglan umkringdi þá fé- laga eftir þessa misheppnuðu inn- brotstilraun í vöruhúsiö. Craig hins vegar komst upp á þak bygg- ingarinnar með byssu sem notaði til að skjóta á lögreglumennina. Þegar einn lögreglumannana kraföist þess að Craig gæfist upp, segir sagan að Bentley hafi kallað til hans hina fleygu setningu sem er heiti myndarinnar, Let Him Have It. Þessa setningu má náttúr- lega skilja á tvennan máta, annað hvort aö Craig ætti að afhenda byssuna til lögreglumannsins eða að hann ætti að kála honum. Svo virðist sem dómarinn hafi ein- göngu túlkað þessi orð á verri veg- inn. Til að kóróna allt saman stóðu réttarhöldin ekki yfir í nema tvo daga og enduðu með þeim fræga dómi að Bentley fékk dauöadóm sem byggðist á því að hann heföi hvatt Craig til morðsins. Craig var of ungur til að dæmast til dauða Hér er Bentley milli varða laganna. !.... i !3BSSÖJ!§K,Í: í \»m-: „mmm Thc vcr,miÆMJ<máM!!UÍILJSLm^ Jury recommend htm TníS to rriercy __^ u8 m ‘crmg £84.o ; hewlmarter ■ HnLD-UP’ . 1 " .......................- - ~ Hér eru hinir raunverulegu Chris og Bentley. og fékk tíu ára fangelsi. Sem dæmi um hve hlutdrægur dómarinn var þá nefndi hann ekki á nafn í rúm- lega klukkutíma langri ræöu sinni andlegt ástand Bentleys og þar af ræddi hann aðeins í 20 sekúndur um vörn hans. Var neitað um inngöngu í herinn En Let Him Have It fjallar um meira en akkúrat þennan atburð. Myndin hefst í London 1941 meðan stríðiö er í algleymingi. í einni loftárásinni er heimili Dereks lagt í rúst. Á giftusamlegan máta tekst aö bjarga honum úr rústunum. Sjö árum síðar eða árið 1951 er Derek ásamt tveimur vinum sínum handtekinn við innbrot í vinnu- stofu. Hann missir þar algerlega stjóm á sér og er sendur í sér- stakan skóla fyrir vandræðaungl- inga. Þar kemur í ljós að hann er meö flogaveiki og þroskaheftur sem leiðir til þess að hann er út- skrifaður skilorðsbundið til reynslu. í næstum eitt ár dvelur Derek meira eða minna innandyra í herberginu sínu, grúskandi í kvikmynda- og teiknimyndablöð- um þangað til systir hans, Iris, ákveður aö draga hann út á lífið aftur. Þegar Derek er orðinn 18 ára gamall hittir hann hinn sextán ára gamla Chris Craig, ofbeldishneigð- an vandræðaungling. Craig hefur kynnst ýmsu vafasömu í lífinu gegnum eldri bróður sinn, Niven, sem er smáglæpamaður. Það er því Craig sem fyrst opnar augu Dereks fyrir undirheimum glæpamanna. í skólanum ber mikið á Craig sem virðist hafa meiri áhuga á að snipi- ast á skotvopnum frá stríðinu við skólafélaga sína en lærdómi. Derek fær hins vegar áfall þegar honum Umsjón Baldur Hjaltason er neitað um inngöngu í herinn vegna flogaveiki. Eftir að Niven er handtekinn og dæmdur í tólf ára fangelsi kólnar vinarsamband þeirra Craigs og Dereks tímabund- ið en tekur síðan að blömstrá aftur þvert gegn vilja föður Dereks. Upphafið að ógæfu þeirra félaga hefst þegar Chris, Derek og tveir aðrir piltar gefa upp á bátinn inn- brot í kjötverslun þegar þeir kom- ast að því að eigandinn er enn inn- an dyra. Piltarnir yfirgefa svæðiö en þeir Chris og Derek ákveða að ræna upp á sitt eindæmi vöruhús. Myndin fjallar síðan um morðið og réttarhöldin sem því fylgdu. Iris, systir Dereks Bentley, er enn á lífi og hefur allt sitt líf barist fyr- ir sakleysi bróður síns. „Hann leit beint framan í mömmu gegnum Blaöaúrklippa um atburðinn. rimlana á fangelsisklefanum“ hef- ur verið haft eftir henni. Síðan sagði hann: „Mamma, það er alveg satt, ég gerði þetta ekki.“ Viö systk- inin gátum aldrei logið að mömmu. Viö vissum að hann geröi þetta ekki.“ Iris ætti að geta tekið gleði sína á næstunni því margt bendir til þess að mál Bentleys veröi tekið upp aftur í bresku réttarkerfi og nafn hans hreinsað hvað varöar morðið á lögregluþjóninum. Tham- es sjónvarpsstöðin telur sig hafa komist yfir ný sönnunargögn sem sýni að Derek Bentley hafi ekki veriö að hvetja félaga sinn til að fella lögregluþjóninn. Þessi sönn- unargögn eru nú komin til innan- ríkismálaráðherra sem hefur óbeint gefiö til kynna að máhð verði tekið upp aftur. Morðinginn á móti gerð myndarinnar En hvers vegna fann framleið- andinn Robert Warr þörf á að gera þessa mynd? „Myndin gerist á þeim tíma þegar æskan var að byijað að gera uppreisn gegn kerfinu sem vildi hins vegar aga allt og alla eft- ir stríðið." Sjálfur ólst Warr upp meðal þeirra sem þekktu vel sög- una um Derek Bentley og Craig enda sótti hans sjálfur Croydon skólann líkt og Bentley. Eftir nám tók hann til starfa við tónlistar- myndbandafyrirtækið Vivid sem einnig vildi fara að gera kvikmynd- ir. Þar kom upp m.a. hugmyndin að gera kvikmynd um þennan umdeilda atburð. En píslargangan var rétt hafin. Það þurfti aö útvega fjármagn og fá öll tilskilin leyfi. Morðinginn Christopher Craig vUdi ekki vekja upp gamla drauga frá fortíöinni og er því enn mjög á móti gerð mynd- arinnar. „Við höfum aöeins talað saman gegnum lögfræðingana okk- ar“ hefur verið haft eftir Warr. „Ég held að hann vilji helst að allir gleymi þessum atburðum. Ég get tekið undir það að vissu marki því að hann tók út sína refsingu og hefur síðan lifað sínu eign Ufi sem ábyrgur borgari. Ég skal hins vegar fúslega viðurkenna það að ef ég heföi vitaö eöa gert mér í hugar- lund öll þau vandræði sem fylgja því að koma sannsögulegum at- burðum yfir á hvíta tjaldið, heföi ég líklega aldrei lagt í gerð myndar- innar.“ Sem betur fer framleiddi Warr myndina sem á án efa eftir að birt- ast í einu kvikmyndahúsi borgar- innar eða á einhverri af hinum íjöl- mörgu kvikmyndahátíðum eða kvikmyndavikum sem hafa tröll- riðið menningarhfinu undanfarna mánuði. Helstu heimildir: Empire, Variety, Sight & Sound.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.