Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991.
15
Má ekki veröa til Hambro’s Bank
í Austurstræti? Hvaö finnst mönn-
um um, aö forstjóri í Pepsi Cola
eignist Víðidalsá? Ætti Perrier að
mega kaupa vatnsból í Kapellu-
hrauni?
Svona spurningar vakna nú eftir
samkomulagiö um EES í Lúxem-
borg aðfaranótt 22. október. Mörg-
um mun finnast, aö við ættum ekki
aö hleypa útlendingum í framan-
greindar eignir. En viö þurfum að
vita, hverju viö sleppum, þegar viö
stöndum gegn slíku. Er þetta
kannski að einhverju leyti æski-
legt?
„Vörðust fimlega"
íslenzku samningamennirnir eru
sagðir hafa „varizt fimlega", þegar
útlendingarnir voru í Lúxemborg
aö reyna aö fá okkur til að leyfa
frjálsari innflutning á einhverju
smáræði af landbúnaðarvörum.
Þar voru ær og kýr íslendinganna
aö verja innlendu framleiöend-
urna. Hagsmunir íslenzkra neyt-
enda voru látnir lönd og leiö. Þetta
var þó lítilræði af búvörum, sem
útlendingarnir ætluðu aö fá inn-
flutning á. Það er einmitt aðaló-
kostur EES, aö landbúnaöarvörur
eru ekki með í fríverzluninni. Þetta
verður Evrópubandalaginu og Evr-
ópska efnahagssvæðinu þrándur í
götu. Bandalagið á eftir að hafa
mikla mæðu af því að láta þrýsti-
hóp bænda hafa svo mikil áhrif.
Við höfum einnig mikla armæðu
af þessu.
En íslenzkir bændur fá áfram að
vera í friði fyrir innflutningsfrelsi.
íslenzkir neytendur þurfa hins
vegar á innflutningi á búvörum að
halda, á þvi miklu lægra verði, sem
kostur gæti orðið á. Á sama hátt
líta EB-menn á sjávarafurðir sem
landbúnaðarvörur. Um þær ríkir
ekki heldur fríverzlun. Fríverzlun
ríkir um iðnaðarvörur. Meö EES-
samkomuiaginu verður aukin frí-
verzlun á fjármagni og þjónustu.
En þar höfum við sett margs konar
„giröingar”.
Mikil „fákeppni"
áfram
Samningamenn okkar gerðu fyr-
irvara. Þeir sögðu, að við höfnuð-
um veiðiheimildum handa útlend-
ingum. Hinir erlendu menn fá þó
lítils háttar veiðiheimildir út úr
þessu. Við sögðumst hafna því, að
frjáls fjármagnsmarkaður næði til
útgerðar og útlendingarnir mættu
því ekki íjárfesta í útgerð hér á
landi. Þetta hefur orðið ofan á. Við
sögðumst vilja sitja einir að orku-
lindunum. Það er nokkuð umdeilt,
að hve miklu leyti það er tryggt.
íslenzku samningamennirnir tóku
ekki annað í mál en að við gætum
stöðvað innflutning fólks í atvinnu-
skyni, ef svo færi, að við teldum
slíkan influtning vera að valda
vandræðum. Það er umdeilt, að hve
miklu þetta er tryggt, en fæstir
telja, að þarna sé um hættu að
ræða. Loks „fengurn" við þriggja
ára aðlögunartíma að hinum
frjálsa fjármagnsmarkaði.
Vissulega er EES-samningurinn
um aukið viðskiptafrelsi. En at-
hygh vekur, hve mikið verður þó
eftir af einokun og „fákeppni", þar
sem fáir eru um hituna.
Upp á líf og dauða
Lítum á fjármagnsmarkaðinn.
Við vitum öll, aö vextir hér eru of
háir. Flestir telja, að bankarnir
hafi síðastliðið sumar hækkað
vexti meira en eðlilegt hefði verið.
Forsætisráðherra er meðal þeirra,
sem hafa mótmælt þessu. Allir tala
um, að lækka þurfi vextina. For-
maður Vinnuveitendasambands-
ins, Einar Oddur Kristjánsson,
leggur til, að vaxtalækkun verði
meginmál kjarasamninga. Hann
segir, að vexti þurfi að lækka upp
á líf og dauða. Hvers vegna eru
vextir hér svo háir?
«**»<**
■
Þjóðin þarf að losna við áhrif þingmanna á bankana.
Erlendur banki
í Austurstræti
Þúsundir á götuna
Háu vextirnir sliga atvinnulíf og
einstaklinga. í tillögum formanns
Vinnuveitendasambandsins um
nýja þjóðarsátt leggur hann lang-
mesta áherzlu á að ná vöxtunum
niður. Hann segir, að við verðum
að komast niður fyrir löndin í Efna-
hags- og framfarastofnuninni
OECD í verðbólgu. Það þurfi að
draga úr peningaumsvifum ríkis
og sveitarfélaga upp á nokkra millj-
arða. Þaö þurfi að draga úr eyðsl-
unni, minnka húsbyggingar,
minnka viðskiptahallann við út-
lönd. Þegar þetta hafi tekizt, geti
aðilar vinnumarkaðarins farið til
lífeyrissjóðanna, bankanna og
tryggingarfélaganna og krafizt
vaxtalækkana. „Sumir kalla þetta
ofbeldi. Ég kalla það sátt,“ segir
Einar Oddur Kristjánsson í DV.
Hægt sé að koma raunvöxtum,
vöxtum umfram verbólgustigið,
niður í 4-5 prósent. „Ég ætla að
halda því fram, að vaxtalækkun
Laugardags-
pistillinn
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
skipti nokkrar þúsundir ijöl-
skyldna öllu um það, hvort þær
halda húsnæði sínu eða lendi á
götunni,” segir hann.
Og launþegaforingjanir eru sama
sinnis um vextina. Bjöm Grétar
Sveinsson, formaður Verka-
mannasambandsins, segir í DV:
„Þótt okkur Einar Odd greini eitt-
hvað á um hina einu réttu leið, þá
fagna ég þeirri áherzlu, sem hann
leggur á að ná niður raunvöxtum
í landinu, og ég trúi ekki öðru en
að við náum saman um það.“
Af hverju þetta mikla böl vegna
vaxta? Þvi hefur að hluta verið
svarað hér að framan. Ríkið tekur
til sín alltof mikið fé og keyrir
þannig upp vextina. En vextir eru
hér svona háir vegna fákeppninn-
ar, af því að samkeppni er ekki nóg
milli banka.
Mikil vaxtalækkun
Þetta mundi breytast, ef erlendur
banki eða erlendir bankar kæmu
til sögunnar. Margir hafa mælt
með því, að hingað kæmi erlendur
banki, til dæmis Steingrímur Her-
mannsson, þegar hann varð þreytt-
astur í íslenzku bönkunum, þótt
hann hafi efasemdir um EES-
samkomulagið. Þetta er rétt, við
verðum að vinda bráöan bug að því
að auka samkeppnina. Þróunin
hefur verið í þá átt, og hraðinn
eykst með EES. Vegna EES-samn-
inganna ættu vextir hér á landi að
fara niður á svipað stig og er yfir-
leitt í Evrópu. Vextir í Evrópu eru
yfirleitt 7-10 prósent, meðan vextir
af skuldabréfum hér eru ekki undir
18 prósentum. Þetta ætti að jafnast
á næstu árum, vegna aðildarinnar
að EES. Það mun gleðja aðila
vinnumarkaðarins, sem beita sér
nú í sameiningu gegn háu vöxtun-
um. Þetta mun gerast, með því að
Evrópubankarnir komi til skjal-
anna hér og auki samkeppnina.
Ríkisstjórnin ætlar að gera Bún-
aðarbankann og Landsbankann að
hlutafélögum.
Síðan verða hlutabréf i bönkun-
um væntanlega seld. Menn velta
fyrir sér, hverjir muni kaupa. Hátt-
settur ríkisbankamaður sagði ný-
lega við mig, að það væri að fara
úr öskunni í eldinn, ef til dæmis
Búnaðarbankinn yrði að miklu
eign Eimskips eða Flugleiða, þegar
ríkiseign hætti. Menn eru yfirleitt
sammála rökunum um skaðann af
því, að stjórnmálamenn ráði bönk-
um. Allavega ætti engum að bland-
ast hugur um þann skaða eftir allar
uppljóstranirnar um milljarða-
sukk stjórnmálamanna. Hindra
verður, að einkabankar hér lendi
undir einokun, þá á sú hætta að
vera úr sögunni með EES-samn-
ingnum. Stjórnmálamenn hér eru
samt að tala um „girðingar" í þess-
um efnum. Þeir segja, að ríkið gæti
áfram átt meirihluta hlutafjár í
Búnaðarbanka og Landsbanka.
Aðeins minnihlutinn yrði seldur,
að nokkru leyti líklega útlending-
um, sem ættu rétt á að kaupa, þvi
að ekki má mismuna þeim. Þetta
er hættuleg afstaða. Þjóðin verður
að losna alveg við það, að pólitíkus-
ar séu með puttana í bankarekstri
og valdi þar ómældu tjóni.
Það þarf að verða raunveruleg
samkeppni, sem leiðir til þess, að
við brjótumst út úr stöðnuninni.
Það gerist ekki af sjálfu sér. Með
opnum fjármagnsmarkaðar EES
getum við fengið lægri vexti, og
miklu meira fjármagn verður til á
íslandi.
„Girðingarnar"
Stuöningsmenn EES eru of
hræddir við gagnrýni. Stjórnar-
andstöðuflokkarnir þora í rauninni
ekki að ráðast gegn EES-samkomu-
laginu, nema Kvennalistinn. En
það er eins og ráðherrar okkar geti
ekki eða vilji ekki standa nógu fast
á kostum samkeppni, þeirrar sam-
keppni, sem samkomulagið þó get-
ur veitt. Hér hafa verið nefndir
kostir aukinnar samkeppni í
bankarekstri. Svipað gildir um
tryggingarfélög, svo að dæmi sé
nefnt. Líklegast er, að frjáls flutn-
ingur fólks til og frá í atvinnuskyni
verði okkur bara til góðs, þegar
fram í sækir. En flest okkar eru þó
á því, að hindra verði, að útlenzkir
menn kaupi upp náttúrugersemar
okkar.
Því þarf einhverjar girðingar, en
þær þurfa að vera í hófi. Þótt það
sé ófrágengið, hefur eftirfarandi
verið nefnt, ef útlendingar vilji
kaupa jarðir hér. Skilyrði: Að eig-
andi hafi verið búsettur hér á landi
í 7 ár. Hann þarf að komast fram
hjá hindrunum, sem forkaupsrétt-
ur sveitarfélags og forkaupsréttur
ríkis valda. Loks þarf eigandi að
nýta jörðina samkvæmt kvöð.
Menn eru mismunandi bjartsýn-
ir á, að takist að tryggja alla hags-
muni okkar. En við ættum raunar
engu að tapa. Það mun mönnum
finnast, ef þeir líta raunsæjum aug-
umámáhð. Haukur Helgason