Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991 11 Fréttir Hæstiréttur dæmir viðskiptaráðuneytið: Ráðuneytið braut log um eðlilega viðskiptahætti - auglýsti verðsamanburð á fermingarmyndum en gat ekki fyrirvara Viðskiptaráöuneytíð hefur verið dæmt í Hæstaréttí fyrir brot á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. í dómnum er vitnað sérstaklega til þess ákvæð- is að ekki sé heimilt að veita villandi upplýsingar er áhrif hafi á eftirspurn eftir þjónustu. Samkvæmt dómnum á ráðuneytið að greiða ljósmynda- stofunni Svipmyndum 226 þúsund krónur, auk dráttarvaxta, og lög- Auglýsing sú sem Ijósmyndastofan Svipmyndir birti til að andmæla áður birtri auglýsingu viðskiptaráðuneyt- isins. Dómur Hæstaréttar kveður á um að ráðuneytið greiði Ijósmynda- stofunni allan kostnað við gerð og birtingu þessarar auglýsingar. manni hennar, Jóni Steinari Gunn- laugssyni, 135 þúsund í málskostnað. Tildrög þessa dóms eru þau að í mars 1988 birtist á vegum viðskipta- ráðuneytisins auglýsing í nokkrum dagblöðum um mismunandi verð hjá ljósmyndastofum. í auglýsingunni var vitnað til verðsamanburðar Verðlagsstofnunar á fermingarljós- myndum án þess að þess væri getið að ekki var reynt að meta gæði þjón- ustunnar. Þá var sama mynd, sem tekin var vegna auglýsingarinnar, birt tvisvar og enn getið um mismun- andi verð. Að sögn Sigurgeirs Siguijónssonar, eiganda að Svipmyndum, gat hann ekki sætt sig við þessa auglýsingu. Segir hann auglýsinguna hafa verið illa unna og í henni hafi sérstaklega verið höggvið að fyrirtæki sínu. Því greip hann til þess ráðs að birta aðra auglýsingu þar sem hann undirstrik- aði að hjá sér skiptu gæðin máh. í sömu auglýsingu setti hann rauðan kross yfir auglýsingu viðskiptráðu- neytisins. Sigurgeir segist síðan hafa höfðað mál gegn ráðuneytinu þegar það neitaði að draga auglýsingu sína til haka. Krafa Sigurgreirs var sú að ráðuneytið greiddi sér þann kostnað sem hann hefði orðið fyrir vegna gerðar og birtingar á auglýsingu sinni, auk málskostnaðar. Dómur í undirrétti féll viðskipta- ráðuneytinu í óhag og áfrýjaði það þeim dómi til Hæstaréttar. Þar var dómur undirréttar hins vegar stað- festur. -kaa KEA tapaði 30 milljón- um fyrstu níu mánuðina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga tapaði 30 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri sem nú liggur fyrir en á sama tíma á síðasta ári nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 140 milljón- um króna. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri sagði í samtali við DV að félagið hefði á árinu orðið fyrir skuldatapi og þurft að greiða ábyrgð- ir af lánum og næmi sú upphæð 87 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnar þar væru vegna alifuglabús- ins Fjöreggs og ístess hf. en bæði þessi fyrirtæki urðu gjaldþrota á ár- inu. „Það sem er mun verra en í fyrra er fjármagnskostnaöurinn, vextirnir eru miklu hærri þannig að hagnað- urinn af reglulegri starfsemi er minni heldur en í fyrra þótt hagnað- irn fyrir fjármagnskostnað sé meiri,“ sagði Magnús Gauti. - Hver verða viðbrögð ykkar við þessari stöðu? „Það verður auðvitað áframhald- Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyii Akureyringar og nærsveitamenn eru nú að hefja þátttöku í forkeppni íslandsmótsins í „karaoke" söng- keppni og verður keppt á veitinga- staðnum Kjallaranum á fimmtudags- kvöldum næstu vikurnar. Að sögn Kolbeins Gíslasonar munu MDSKnM MUDl M Vni j : faTOtag»«legi, fcr. )0Ó0. <f v«ðrounuríjw ' umkm. ^ Auglýsing viðskiptaráðuneytisins sem Hæstiréttur hefur nú dæmt villandi og brjóta gegn ákvæðum laga um verð- lag, samkeppnishömlur og ólögmæta viðskiptahætti. í auglýsingunni er þess ekki getið að um mismunandi gæði á þjónustu geti verið að ræða hjá þeim Ijósmyndastofum sem verðsamanburður Verðlagsstofnunar náði til. Er það niðurstaða Hæstaréttar að i auglýsingunni sé gefið í skyn að um sambærilega þjónustu sé að ræða enda sama mynd notuð til að undirstrika ólikt verð. andi aðhald í okkar rekstri en það eru ekki komnar upp á borðið neinar stórar áætlanir um breytingar á rekstrinum. En það verður reynt að líta í öll hom og skoða þetta frá öllum hliðum." Heildartekjur KEA fyrstu níu mán- uði ársins námu 6,6 milljörðum króna og jukust um 7% milli ára. Heildarlaunagreiðslur félagsins á þessum sama tíma námu 935 milljón- um króna og hækkuðu um 9% á milli ára. Hagnaður fyrir fjármagns- liði var 335 milljónir á móti 272 millj- ónum á sama tímabili í fyrra. Fjármagnskostnaður hefur hækk- að mjög mikið á milh ára eða um 41% og lækkar því hagnaður af reglulegri starfsemi niður í 71 milljón úr 85 milljónum króna ári áður. KEA hef- ur á þessu tímabili gjaldfært og lagt til hliðar um 87 milljónir til að mæta skuldatapi og greiðslum á ábyrgðum sem félagiö var í. Skattar á tímabil- inu námu 14 milljónum og niðurstað- an er því tap sem nemur 30 milljón- um króna. Eigið fé KEA er nú rúm- lega 2.600 milljónir króna og hefur aukist um 10% á milli ára. Akureyringar í „karaoke“ söngvakeppni sennilega sex keppendur keppa hvert fimmtudagskvöld og komast sigur- vegararnir áfram í úrslit. „Karaoke" söngur fer þannig fram að söngvar- inn fær undirspil og bakraddir til að styðjast við og einnig texta á skjá fyrir framan sig. Fyrsta keppniskvöldið verður í Kjallaranum annað kvöld. JOLAGJAFAHANDBOK 1991 Miðvikudaginn 4. desember nk’. mun hin árlega jóla- gjafahandbók DV koma út í 11. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur sívaxandi mæli orðið rík- ari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. Skilaffestur auglýsinga er til 22. nóvember nk. en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið íyrsta í síma 27022 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Ath.l Símafaxnúmer okkar er 62-66-84 auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.