Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Qupperneq 28
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
3 ' ' ■ ' ■ ■. :
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991.
Alþingi:
Iðnaðarráðherra
í kröppum dansi
Snarpar umræður urðu á Alþingi
í gær utan dagskrár um álmálið.
Steingrímur Hermannsson hóf um-
ræðuna og ásakaði Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra fyrir að hafa ekki
hlustað á vamaðarorð hans og fleiri
manna varðandi álmáhð fyrir ári síð-
an.
Ólafur Ragnar sagði dómgreind-
arskort iðnaðarráðherra helstu
ástæðuna fyrir því hvemig nú er
komið.
Páll Pétursson sagði ótímabæra
handsalssamninga iðnaðarráðherra
hafa stórskaðað samningsstöðu
samningamanna Landsvirkjunar í
álmálinu.
Jón Sigurðsson rakti í stórum
dráttum gang álmálsins og sagði eng-
an hafa getað séð það fyrir að erlendu
fyrirtækin þrjú myndu kippa að sér
hendinni nú og fresta framkvæmd-
um. Hann sagðist hafa rætt við aðila
sem hefðu áhuga á aö koma hér upp
verksmiðju til að vinna slípiefni úr
súráli. Einnig hefðu átt sér stað við-
ræður um að koma hér upp þilplötu-
verksmiðju og rætt hefði verið um
að koma upp fríiðnaðarsvæöi á Suð-
urnesjum.
Davíð Oddsson sakaði stjórnarand-
stöðuna um ómaklegar og ódrengi-
legar árásir á iðnaðarráðherra.
-S.dór
Fiskiðjan Freyja:
Aukum ekki
viðskipti við
fiskvinnsluna
- segir Sverrir Hermannsson
„Við erum með yfir 70 prósent af
fiskvinnslu í landinu og höfum ekki
hugsað okkur að bæta við það. Ég
vona að menn skilji þessa afstöðu
okkar,“ sagði Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbankans. Sverrir
hefur synjað Fiskiðjunni Freyju á
Suðureyri um viðskipti við bankann.
„Forsvarsmenn Norðurtangans og
Frosta höfðu farið fram á
fyrirgreiðslu að upphæö 50 milljónir
króna, til kaupa á Freyju. Lands-
bankinn ljáði máls á þeirri fyrir-
greiðslu. Hins vegar hefur bankinn
aldrei verið með almenn viðskipti við
Freyju. Við vorum því sannfærðir
um að þegar nýir aðilar og sterkir1
kæmu aö fyrirtækinu yrði auðgert
að fá áframhaldandi viðskipti við ís-
landsbanka um rekstur þess.“
í dag hitta forsvarsmenn Lands-
banka stjórnarformann og fram-
kvæmdastjóra Byggðastofnunar, til
að ræða málefni fyrirtækisins.
-JSS
LOKI
Það virðistvera hálfgerð
málmþreyta í landanum?
Óveöriö á Noröurlandi vestra:
Tugir raf magns
staura brotnuðu
vegna ísingar
Gyifi Eri3tjánssan, DV, Akureyxi:
„Það eru um 50 rafmagnsstaurar
brotnir eftir þetta veður sem var
alveg kolvitlaust. Við urðum frá að
hverfa í gær vegna veðurofsans en
nú er veðrið orðið betra og við för-
um af krafti í að gera viö og von-
andi verður ástandið komið í betra
horf þegar líður á daginn," sagöi
Haukur Ásgeirsson, svæðissfjóri
Rafmagnsveitu ríkisins á Norður-
landi vestra, er DV ræddi við hann
í morgun um skemmdir af völdum
óveðursins sl. sólarhring.
Mikiö norðaustan veður gekk yf-
ir Norðurland í fyrrinótt og í gær
og olli víða erfiðleikum. Verst var
ástandið á Norðurlandi vestra þar
sem ísing auk veöurofsans olli því
að um 50 rafmagnsstaurar brotn-
uðu og rafmagn fór af. Þetta gerðist
á Siglufirði, í Fljótum, á afmörkuð-
um stöðum í Skagafirði og á Skaga
í Húnavatnssýslu.
„Ástandið núna er þannig að
Siglufjarðarlína er úti ennþá, þar
brotnuðu 6 staurar í nótt, Siglfírð-
ingar fá þó rafmagn með dísilvélum
en það má búast við skömmtun í
dag. Skagalína í Húnavatnssýslu
að vestanverðu er einnig úti, Fljót-
in eru aö mestu komin inn svo þetta
stendur allt til bóta. Góðu fréttirn-
ar eru þær að ísingin er hætt og
vonandi lýkur viðgerðarstarfinu í
dag ef vel viðrar,“ sagði Haukur í
morgun.
Áhrifa óveðursins gætti. víða.
Skólahald féll víða niður, sending-
ar útvarps féllu niður á svæðum í
Þingeyjarsýslum og færð á vegum
var víða mjög erfið. Ófært er enn
um Víkurskarð, færð er mjög erfið
í Öxnadal og á Öxnadalsheiði þótt
fregnir hafi borist um það í morgun
að flutningabílar hafi brotist þar í
gegn í nótt.
Ekkert var flogiö til Norðurlands
í gær. í morgun var enn ófært flug-
leiðina til Akureyrar en samkvæmt
upplýsingum frá Flugleiðum átti
að athuga raeð flug þegar liði á
morguninn.
b'MX.
Það eru kannski einhverjir tilvonandi þingmenn i þessum hópi. Nemendur úr grunnskólunum komu i heimsókn
I Alþingishúsið í gær til að kynna sér störf þingmanna. Er ekki annað að sjá en þeir séu áhugasamir um þingstörfin.
DV-mynd GVA
Veðriö á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður allhvöss eða
hvöss norðanátt. É1 verða norð-
an- og austanlands en aö mestu
úrkomulaust annars staðar.
Kólnandi veður. Frost verður á
bilinu 3 til 10 stig.
Snjóflóð á Flateyri:
Hlerar í smíðum
fyrirglugga
- þjóðvegurlokaður
Snjóflóð lokaði þjóðveginum út frá
Flateyri á milli bæjanna Sólvalla og
Hvilftar og olli rafmagnsleysi í þorp-
inu um kvöldmatarleytið í gær. Raf-
magnsstaurar féllu og vegurinn er
tepptur á talsverðum kafla. Annað
flóð er tahð hafa fallið á svipuðum
tíma. Stöðvaðist það um 50 metra
fyrir ofan efsta húsið við Ólafstún.
íbúum var gert viðvart og þeir
beðnir að halda til í „neðanveröum"
húsunum við götuna. Að sögn Kristj-
áns Jóhannessonar sveitarstjóra
stendur til að-'smíða hlera fyrir
glugga í húsum við Ólafstún. Beðið
er svars frá félagsmálaráðuneytinu
vegna fyrirhugaðra varnargarða í
hlíðinni fyrir ofan þorpið. Kristján
sagði við DV að snjóflóðin væru
snemmaáferðinniíár. -ÓTT
íslenska stálfé-
lagið gjaldþrota
íslenska stálfélagið var úrskurðað
galdþrota af bæjarfógetanum í Hafn-
arfirði í gær. Eignir félagsins eru
áætlaðar um 1,7 milljarðar og skuld-
ir þess ríflega 2 milljarðar, þar af eru
vel á fjórða hundrað milljónir gjald-
fallnar. Hátt í 100 manns hafa starfað
hjá fyrirtækinu og á starfsfólkið allt
að fimm vikna laun inni hjá því.
Að mati forsvarsmanna stálfélags-
ins er ljóst aö kröfuhafar muni tapa
hátt í 300 milljónum á gjaldþrotinu.
Þá tapa hluthafar þeim 700 milljón-
um sem þeir hafa sett í félagið. Skýr-
inguna á gjaldþrotinu segja þeir sam-
skiptavanda ásamt trúnaðarbresti
milli erlendra lánardrotttna og eig-
enda. -kaa
Ásgeir Frímanns ÓF 21:
Okkurrekur
ísuður
Línubáturinn Ásgeir Frímanns ÓF
21, sem er með fast stýri eftir brotsjó
sem gekk yfir í fyrrinótt, var staddur
um 30 sjómílur vestur af Látrabjargi
í NA 10 vindstigum snemma í morg-
un. Varðskipið Ægir var skammt frá.
Að sögn Jóns Sigurjónssonar vél-
stjóra hélt báturinn hægri ferð með
stefnu í austur: „Okkur rekur í suð-
ur. Það gengur ekkert í átt að landi.
Það verður ekkert ákveðið hvert við
förum fyrr en búið er að koma taug
yfir í varðskipið þegar lægir. En það
kemur til greina aö fara til Reykjavík-
ur. Við erum komnir það sunnar-
lega,“ sagði Jón í samtali við DV í
morgun. Spáð er stormi á Breiðafjarð-
armiðum í dag. Ekki er gert ráð fyrir
að veður lægi fyrr en á morgun. 13
menn eru um borð í Ásgeiri Frí-
manns. -ÓTT
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HÚSGÖGN
SÍDUMÚLA 30 SÍMÍ 686822