Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
3
Fréttir
leðursett
Þjónustuíbúðir fyrir aldraða:
Góður kostur fyrir
landlítið sveitarf élag
- rýmir stórar eignir fyrir nýjum gjaldendum, segir bæjarstjórinn
Sumarhúsaeigendur:
tryggingafélag
„Það er ýmislegt á prjónunum
hjá okkur. Þeir sem eiga sumar-
bústaöi veröa aö hafa í huga aö
þaö er brýnt að þeir gæti hags-
muna sinna gagnvart opinberum
aðilum, svo sem Alþingi, ríkis-
stjórn og sveitarfélögum, til að
ekki sé gengið á rétt þeirra. Eitt
helsta baráttumál okkar er lækk-
un á rafmagnsheimtaugagjaldi
sem hefur að okkar mati verið
allt of hátt. Viðræður viö Rarik
um þetta efni eru hafnar og lofa
góðu,“ segir Kristján Jóhanns-
son, formaður Sambands félaga
sumarhúsaeigenda.
„Við viijum einnig taka upp
umræður um tryggingamál en
sumarbústaðaeigendur eru
neyddir til að skipta við eitt
tryggingafélag. Þeir geta því ekki
valið sér tryggingafélag eftir geö-
þótta.“ -
Samband félaga sumarhúsaeig-
enda var stofnað á haustdögum
og voru stofnfélagar frá 30 sum-
arhúsafélögum.
Af öðru þvi sem sumarhúsaeig-
endur hyggjast vrnna að er að
byggingarreglugerð sé virt svo að
gerö samningsforms fyrir sölu- og
leigusamninga á landi þar sem
hagsmunir beggja aðila eru virtir.
-J.Mar
Þegar Isafjarðarkirkja var rifin voru öll borð hennar merkt. Það verður því
hægt að endurbyggja hana á öðrum stað ef vilji verður fyrir hendi.
DV-mynd GVA
Ísaíjarðarkirkja:
„Fyrir landlítið sveitafélag á borð við
Seltjamames er það góöur kostur aö
byggja þjónustuíbúðir fyrir aidraöa.
í stað þess að leggja nýtt land undir
byggingarframkvæmdir þá losnar
um stórar eignir á öðrum stöðum í
bænum, Inn í þær getur þá flutt
yngra fólk í fullu fjöri sem borgar sín
gjöld. Annar stór kostur við þetta er
að safna má nánast í eitt hús allri
heimaþjónustu við aldraða fólkið.
Heimaþjónustan er orðinn mjög stór
þáttur í rekstri sveitarfélaga og því
mikilvægt að fá sem besta nýtingu
út úr þeim starfskrafti sem við hana
vinnur," segir Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Á árunum 1982 og 1988 byggði Sel-
tjarnarneskaupstaður í allt 39 þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða að Skóla-
braut ásamt þjónustumiðstöð. Sam-
eign hússins er í eigu sveitarfélagsins
og kaupir fólk því íbúöirnar eins og
þær mælast innan dyra. Við sölu
íbúðanna hefur bærinn forkaupsrétt
pg er í raun skyldugur til að kaupa.
íbúðirnar selur bærinn síðan til fólks
á biðlistum og ákvarðast verðið út
frá bmnabótamati, uppreiknað út frá
byggin^arkostnaði. Einungis þeir
sem búið hafa í flmm ár eða lengur
á Seltjarnarnesi hafa rétt til að kaupa
þessar íbúðir.
Að sögn Sigurgeirs em nú milli 15
og 20 manns á biðlista eftir þessum
þjónustuíbúðum. Hann segir þessar
íbúðir, sem eru af öllum stærðum,
af og til koma til úthlutunar. Nýverið
hafi til dæmis 56 fermetra íbúð veriö
seld á 3,9 milljónir og 60 fermetra
íbúð á 4,1 milljón. Verð hvers fer-
metra er því um 69 þúsund krónur.
„Ég er mjög hrifinn og hlynntur
framkvæmdum af þessu tagi. Við
erum hins vegar mjög aðkrepptir
með lóðir í nágrenni við þjónustu-
miðstöðina þannig að nýfram-
kvæmdir eru ekki beinlínis í bígerð.
Við erum þó byrjaðir að huga að
þessu,“ segir Sigurgeir. -kaa
Horfin af sjón-
arsviðinu
„Kirkjan er horfin af sjónarsvið-
inu. Það var lokið við að taka hana
niður um helgina. Kirkjuviöimir
yoru númeraðir og eru þeir nú
geymdir í bragga sem bærinn á.
Umsjón með niðurrifinu til að byrja
með hafði Hjörleifur Stefánsson
arkitekt. Síðan var yfir þessu Ágúst
Sigurðsson húsasmíðameistari.
Þetta fór, að við teljum, nokkuð
skipulega fram,“ segir Bjöm Teits-
son, formaður sóknarnefndar ísa-
íjaröarkirkju.
„Þaö hefur verið gert ráð fyrir að
það mætti endurbyggja kirkjuna
annars staðar í framtiðinni. Það var
samkvæmt kvöðum frá húsafriðun-
amefnd að allur viðurinn í kirkjunni
var merktur. Mikill hluti af viðnum
er ónothæfur eftir að kirkjan brann
fyrir fjórum árum. Auk þess töldu
þeir sem stóðu að niðurtökunni að
það heföi ekki mátt tæpara standa
að rífa kirkjuna því tum hennar var
að hmni kominn vegna fúa í tveimur
af meginstoðunum undir turninum."
Að öllum líkindum verður hafist
handa á vordögum að byggja nýja
kirkju á grunni þeirrar gömlu.
-J.Mar
Fyrrum forstöðumaður Bifreiðaprófa ríkisins:
Telur sig eiga inni
laun og skaðabætur
- óskar eftir samningum ella verði dómsmálaráðherra stefht
Lögmaður Guðjóns Andréssonar,
fyrrum forstöðumanns Bifreiðaprófa
ríkisins, hefur sent dómsmálaráð-
herra bréf þar sem fram kemur að
skjólstæðingur hans telur sig eiga
inni vangreidd laun og orlof, auk
skaðabóta og launa vegna uppsagnar
hans.
Guðjóni var sagt upp starfi sínu í
febrúar eftir að rannsókn fór fram á
meintu misferli í starfi. Rannsóknar-
lögregla ríkisins rannsakaði málið
og sendi það síðan ríkissaksóknara-
embættinu. Þar var komist að þeirri
niðurstöðu að ekkert misjafnt hefði
verið viö embættisfærslur Guðjóns.
Uppsögn Guðjóns var í samræmi við
réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna. Var honum því vikið frá á
meðan rannsókn stóö. Þegar niður-
staða fékkst um sakleysi Guðjóns
óskaði hann eftir að fá starfið aftur.
Dómsmálaráðherra hefur hins vegar
upplýst að enginn verði ráðinn í stöð-
una aftur vegna skipulagsbreytinga.
í bréfi Jóns Oddssonar, lögmanns
Guðjóns, er óskað eftir samningum
um uppgjör og lyktir málsins ella
verði farið út í málssókn.
. i ; ( !! ; i i ii,; -ÓTT
Við kaupum meira en 1000 leðursett og hornsófa á ári í
70 - 80 tegundum og mörgum litum. Viltu ítalskt leðursett -
þýskt - danskt - hollenskt - sœnskt -eða frá Taiwan ?
Við erum mjögfróð um leður.
1000 sett á ári hafa kenntokkur starfsfólkinu
ýmislegt um verð og gœði leðurs.
Komdu ogfáðu þér leðursett í dag.
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 - FAX 91-673511
-)/; •ílmfcul irss 3178^3 i5 :mh ri<Ev t;sjrnl8|.i6iijt ib! no ebunDKS’. -UjienEbnt ysriLí 5s rsse 'ju lerm