Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 5
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. 5 Fréttir Uppsagnir yfírmanna á SúlnafeUinu dregnar til baka: Ég vona að þetta sé ekki gálgaf restur - segiroddvitinníHrísey Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég lít svo á aö málið sé í biðstöðu og þessar aðgerðir KE A séu einungis til þess gerðar að forsvarsmenn fyr- irtækisins fái vinnufrið í einhvern tíma. Ég tel að málin munu ekki skýrast frekar fyrr en á stjórnar- fundi KEA sem haldinn verður í vik- unni,“ segir Smári Thorarensen, oddviti í Hrísey, um þá ákvörðun Kaupfélags Eyfirðinga að draga til baka uppsagnir yfirmanna á Súlna- fellinu sem gert er út þaðan. Smári sagðist telja að það sem fyrst og fremst hefði valdið þeirri ákvörð- un KEA að draga uppsagnirnar til baka væri að skipstjóri Súlnafellsins væri með tilboð um annað starf og þyrfti að ákveða sig. Það væri hins vegar ljóst að ef Súlnafellið yrði ekki gert út nema fram á vor þá færi þessi maður annað og flytti hurt með sína fjölskyldu. „Það má því segja að það hafi ekk- ert gerst í málinu annað en uppsögn- unum hefur verið kippt til baka í bih. Við héldum fund með kaupfé- lagsstjóra síðastliðið mánudagskvöld og hann gaf engin ákveðin svör þar þótt gengið væri á hann.“ - Þú telur sem sagt að hér sé hugsan- lega einungis um gálgafrest að ræða? „Eg vona sannarlega að svo sé ekki, heldur að menn fari að vinna þetta með breyttum formerkjum. Stjórn- armenn fyrirtækisins hafa lýst þvi yfir að sjávarútvegurinn sé eini vaxt- arbroddurinn í fyrirtækinu. Það er enginn vaxtarbroddur hvorki í versl- un eða þjónustu." Rekstur Súlnafellsins hefur gífur- lega þýðingu fyrir atvinnulífið í Hrís- ey en hugmyndir KEA voru að hætta útgerð skipsins, flytja kvóta þess yfir á tvö önnur skip félagsins sem gerð eru út frá Dalvík og flytja síðan afla til vinnslu til Hríseyjar. Hríseyingar töldu fyrirsjáanlegt að þeir yrðu und- ir í þeirri „aflaskiptingu" og óttuðust að þessar aðgerðir myndu leggja at- vinnulífið í rúst og stuðla að því að fólk flytti burt. Forvarsmenn KEA segja hins vegar að engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar í mál- inu, það sé í skoðun. Smári Thorarensen sagðist ekki telja að fólk væri farið að hugsá sér til hreyfings. Ef skipinu yrði lagt myndi áhöfnin hins vegar missa vinnu sína og sjómennirnir fengju ekki vinnu þar. „Þetta gæti haft keðjuverkanir hér'í eyjunni en ég er ekki svo svartsýnn enn að ég sé far- inn að sjá fyrir mér fólksflótta héð- an,“ sagði Smári. Starfsmenn Slippstöðvarinnar voru í óðaönn að sandblása skrokk togarans Skafta þegar þessi mynd var tekin. DV-mynd gk Slippstöðin á Akureyri: Skafti kominn í 20 ára f lokkunarviðgerð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Togarinn Skafti frá Sauðárkróki er kominn í 20 ára flokkunarviðgerð hjá Shppstöðinni á Akureyri og er áætl- að að viðgerðin taki um fjórar vikur. Auk venjulegs viðhalds og skoðun- ar, sem fylgir slíkri flokkunarvið- gerð, er helsta verkefnið við skipið að hreinsa allt út af vinnsludekki en þar á að setja niður nýja vinnsluhnu. Þá er strandferðaskipið Askja kóm- in til Shppstöðvarinnar og er helsta verkefnið við þaö skip að setja á það skrúfuhring. Sá sem var fyrir brotn- aði af að hluta og það sem eftir var af honum var skorið af síðastliðið vor. íslandssaga Sögufélagsins: Villur í forsetatali - leiðréttaríseinniútgáfum „Þær vihur, sem við vissum um í nýju íslandssögimni, voru lagfærðar strax í 2. prentun. Þar á meðal voru röng ártöl í forsetatahnu," sagði Heimir Þorleifsson, forseti Sögufé- lagsins. Nokkrar slæmar villur slæddust inn í fyrstu útgáfu umræddrar ís- landssögu sem gefin er út af Sögufé- laginu. Þar á meðal voru röng ártöl í forsetatið Sveins Bjömssonar og Ásgeir Ásgeirssonar. Þá var í ís- landssögunni einnig rangt heiti á skipi. Þessi atriði hafa öll verið löguð í 2. prentun bókarinnar. „Þáð er engin bók villulaus sem kemur út í veröldinni," sagði Heimir. „En okkur þykir gott ef fólk, sem verður vart við vihur, lætur okkur vita. Nú er að vísu lokið við 3. prent- un íslandssögunnar. Frekari leið- réttingar komast því ekki inn í bih. En það er gott að safna saman leið- réttingum ef einhverjar eru.“ Heimir sagði enn fremur að fleiri athugasemdir hefðu borist varðandi bókina. Væri um aö ræða athuga- semdir við skoðanir sem þar kæmu fram varöandi þorskastríðið og fleira á þeim nótum. Viö slíka hluti væri erfltt að eiga. -JSS 7111: NYLINAI FLUTNINGA ÞJÓNUSTU EIMSKIP hefur opnað nýja upp- lýsingalínu - 69 71 11 - sem tryggir skjót svör við öllum fyrirspurnum viðskiptamanna félagsins um innflutningsþjón- ustu. Hópur reyndra starfsmanna hefur það meginverkefni að svara fyrirspurnum þínum um vöru, flutningsgjöld, skips- pappíra, taka við athuga- semdum vegna reikninga, veita upplýsingar um siglingaáætlun, ferðir skipa og annað það sem þú þarft að vita vegna flutninga þinna og viðskipta. Hringdu í 69 71 11 ! EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ ’ í 3) U ,V,* 3 k í 3 I * n X ;.;i 1 ;iL* M ÍIBJJ13/ í HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.