Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
Útlönd___________________________________________________________
Framsal Honeckers veldur vandræðum
- Kohlkanslariskersthugsanlegaíleíkinn
Svo kann aö fara aö Helmut Kohl,
kanslari Þýskalands, muni þrýsta á
stjómvöld í Moskvu aö þau framselji
Erich Honecker, fyrrum leiðtoga
Austur-Þýskalands. Honecker á yfir
höfði sér ákæru fyrir manndráp.
Klaus Kinkel, dómsmálaráöherra
Þýskalands, sagöi i blaðaviðtali í gær
að hann sæi fram á nokkur vanda-
mál við að fá Honecker framseldan
eftir að Gorbatsjov Sovétforseti hafn-
aöi framsali á kommúnistaleiðtogan-
um fyrrverandi.
Þýskt tímarit hafði það eftir Gorb-
atsjov að mál Honeckers væri fyrst
og fremst mannúðarmál. Sovétleið-
toginn sakaði stjórnvöld í Bonn um
að vera í hefndarhug gegn Honecker
sem hann lýsti sem gömlum manni
sem heíði setið í fangabúðum nasista
í tíu ár fyrir að vera kommúnisti.
Ríkisstjórn Rússlands ákvað á
íostudag að reka Honecker úr landi
en hann hefur búið í Moskvu frá því
í marsmánuði þegar hann flúði frá
Þýskalandi í sovéskri herflugvél.
Reuter
Pitsusali býrsig
undirhimnaríkisför
Bandarískur pitsukóngur og millj-
arðamæringur segir að auðæfi sín
valdi sér andlegri áþján og svo kunni
að fara að hann selji fyrirtæki sín
og aðrar eigur til að búa sig undir
himnaríkisfórina.
Kaupsýslumaður þessi heitir Tom
Monaghan og er rammkaþólskur.
Hann á mikil auðæfi í listaverkum,
fágætum bifreiöum, fasteignum, auk
þess sem hann á pitsukeðjuna Dom-
ino og hafnaboltaliðið Detroit Tigers.
„Ekkert af því sem ég hef keypt
hefur fært mér hamingju," sagði
hann í viðtali við blaðið Detroit News
í gær. „Yfirleitt keypti ég hluti til að
vekja athygli á mér, til að fá fólk til
að taka eftir mér. Það er höfuðsyndin
dramb, verst allra synda, og ég er
sekastur allra. Ég er mesti hræsnari
sem til er.“
Monaghan varð milljarðamæring-
ur, í dollurum talið, á pitsustöðum
sínum sem lofa viðskiptavininum að
koma með pitsurnar heim til hans á
ekki lengri tíma en hálftíma frá því
pöntun er gerð. Reuter
Quayleersama
um brandarana
Dan Quayle, varaforseta Banda-
ríkjanna, stendur nokk á sama þótt
hann sé skotspónn grínista í heima-
landi sínu. Svo sagði hann að
minnsta kosti í viðtali viö ABC sjón-
varpsstöðina í gær.
Allt frá því Bush valdi hann sem
varaforsetaefni sitt árið 1988 hefur
Qayle mátt þola endalaust grín um
mismæli sitt, reynsluleysi í stjórn-
sýslu og herþjónustu.
í viðtalinu í gær var Quayle ekki
spurður um „Doonsbury" teikni-
myndasyrpuna sem birtist í dagblöð-
um um gjörvöll Bandaríkin þar sem
látið hefur verið að því liggja að
fikniefnalögreglan lægi á skjölum
sem hreinsuðu Quayle af áburði um
að hafa keypt fíkniefni árið 1983. Þaö
var blaðið Indianapolis Star sem er
í eigu íjölskyldu Qayles sem birti
frétt um skjölin í síðustu viku.
Dómsmálaráðuneytið rannsakar
nú hvort leyfilegt var að sýna blað-
inu skjölin. Reuter
Bandaríkja-
mennvilja
verða 100 ára
Bandaríkjamenn eiga sér þá ósk
heitasta að verða hundrað ára og
skiptir þá engu þótt efnahagur lands-
ins sé í kaldakoli, ofbeldi og eitur-
lyfjaneysla séu á hverju strái og þótt
nýir sjúkdómar á borð við eyðni herji
á landslýö.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar, sem birtar voru í gær, vona
66 prósent Bandaríkjamanna að þeir'
verði hundrað ára en aðeins sex pró-
sent telja að þeir nái því marki.
Flestir voru bjartsýnir á að vís-
indamenn mundu fmna lækningu
við öllum helstu sjúkdómum sem
plaga þá og aðra jarðarbúa, þar á
meðal krabbameini, eyðni og alzhei-
mer.
Þrír af hverium fjórum aðspurðum
sögðu að þeir óttuðust að glata sjálf-
stæði sínu á efri árum vegna heila-
blóðfalla, beinbrota eða almennrar
vanheilsu. Tæp áttatíu prósent sögö-
ust vilja deyja úr bráöapest fremur
en þjást lengi á elliheimili.
•: * iij-,:! Úb'- 0 (01V l»V81 Reuter
London.........................Verðfrd
Tvær nætur og þrír dagar. 32.000
Frítt á eina sýningu
í leikhúsum London.
Kanpmannahöfn.................Verð frd
Tvær nætur og þrír dagar. 28.300
Lúxentborg.....................Verðfrd
Tvær nætur og þrír dagar. 31.300
Glasgow. . ....................Verðfrd
þrjár nætur og fjórir dagar. 27.300
Trier/Lúxemborg..............Yerð frd
Tvær nætur og þrír dagar 32.500
Amsterdam..................... Verðfrd
Tvær nætur og þrír dagar. 28.100
Jólastemningin er óðum að færast yfir og
ljósin glitra í gluggum stórverslananna. Þú
gerir hagstæð jólainnkaup og nýtur alls þess
sem heimsborgirnar hafa upp á að bjóða.
Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flug-
leiða og umboðsmönnum um allt land eða í
síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar).
*Verð á manninn í tvíbýli m.v. staðgr. og gengi 14.11. 1991:
flugvallarskattur og forfallagjald (alls 2.350 kr.) ekki innifalið.
Miðast við að gist sé aðfaranótt sunnudags.
FLUGLEIDIR
Nýjar þotur
auka öryggi
í flugi,
áreiðanleika
dœtlana
og síðast en
ekki síst
þægindi
farþega
um borð.
Síðustu sætin í
Jólastemninguna
Skutusex
■ ■ ■■■ ■
heimilislaus
börmhofuðið
Eiturlyíjasalar í Rio de Janero
í Brasilíu skutu sex börn til bana
og köstuði líkunum í fljót þar í
borginni. Sjöunda barnið, sextán
ára gömul stúlka, lifði af og gat
hún borið kennsl á morðingjana
þannig aö þeir eru nú í vörslu
lögreglunnar.
Morðin tengjast öll eíturlyfja-
sölu í borginni og töldu morðingj-
arnir af einhvrjum ókunnum
ástæðum nauðsynlegt að ryðja
börnunum úr vegi. Þau seldu öll
eiturlyf á götum borgarinnar.
Öll voru börnin skotin tvívegis
í höfuöið og einnig stúlkan sem
lifði. Hún er nú á sjúkrahúsi lífs-
hættulega sár. Yngsta barnið var
níu ára gamalt. .
Fjölskylda
Maxwells
kvartar undan
slúðursögum
Ekkja breska íjölmiðlakóngsins
Roberst Maxwells segir að bresk
blöð hafi atað sig og böm sin
auri í kjölfar dauöa manns síns.
Hún segir að blöðin geri sér ó-
spart mat úr dauöa hans og reyni
að gera málið eins dularfullt og
þeim sé nokkur kostur.
Öðrum þykir sem þessar ásak-
anir komi úr hörðustu átt því
Maxwell byggði aUt veldi sitt á
að selja almenningi slúðursögur
og sveifst einskis í þeim efnum.
Hann gaf m.a. út slúðurblaðið
The Mirror sem var frsmst í sinni
röð og skilaði eigandí sínum næg-
um tekjum til að leggja út í kaup
á öðrum fjölmiðlum.
Jackson hætt-
uraðopna
buxnaklaufina
Poppgoöið Michael Jackson
hefur neyðst til aö breyta nýjasta
myndbandi sínu vegna víðtækra
mótmæla. í myndbandinu sást
Jackson renna niður buxnaklauf-
inni og hafa í frammi ýmislegt
ósæmilegt athæfi.
Nú um helgina kom yfirlýsing
frá talsmanni Jacksons þar sem
sagði að myndbandinu heíði ver-
ið breytt og verstu hlutarnir felld-
ir út. Á umræddu myndbandi
sást túlkun sögvarans á nýju lagi
sem nefnist Svart og hvítt. Það
nýtur vaxandi vinsælda.
Vilja leggja
niður Norður-
landaráðið
Danski Framfaraflokkurinn
ætlar að leggja fram á þingi til-
lögu um að Danir segi sig úr
Norðurlandaráði og að ráðið
verði lagt niður. Það er Pia
Kjársgaard sem mælir fyrir til-
lögunni en hún á sjálf sæti í Norð-
urlandaráði og sat siðasta fund
þess í Mariuhöfn á Álandseyjum
á dögunum. Hún segir að ráðið
sé algerlega tilgangslaus stofnun.
Póstmenn vilja
rannsðkn
Póstmenn í Bandarikjunum
hafa beðið þingið að láta rann-
saka vinnuaðstæöur á pósthús-
um í landinu í kjölfar íjöldamorðs
í Royal Oak i síðustu viku. Þá
skaut bréfberi samstarfsfólk sitt
Hann var haldinn mikiUi reiði í
garö yfmmanna sinna.
Reuter og Ritzau
. : í ÍJ Í:H r ' ' ' ;■ i -J